Morgunblaðið - 23.06.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.06.1996, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/Laugarásbíó sýnir spennumyndina Nick of Time með Johnny Depp og * Christopher Walken í aðalhlutverkum. I myndinni leikur Depp bókhaldara sem skyndi- lega lendir í ógnvekjandi aðstæðum sem gjörbreyta lífi hans Avenjulegum eftirmiðdegi líð- ur tíminn átakalaust og án tilþrifa í lífi bókhaldarans Gene Watson (Johnny Depp) en einn daginn verður veruleg breyting þar á. Hann er nefnilega í þann mund að upplifa atburði sem vekja nánast sjúklega athygli þegar þeir verða aðalefnið í fréttum dagsins, en einskær tilviljun hefur dregið Watson inn í hringiðu skelfilegrar atburðarásar. Þegar hann kemur á Union brautarstöð- ina í miðborg Los Angeles þar sem hann á stefnumót eru Watson og sex ára gömul dóttir hans tekin í gíslingu af fólki í gervi lögreglu- manna (Christopher Walken og Roma Maffia). Þau segja Watson að hann verði að fremja morð innan 90 mínútna ella muni dóttir hans láta lífíð, en fómarlambið tilvonandi er saklaus stjómmála- maður (Marsha Mason). Allar til- raunir Watsons til að gera yfír- völdum viðvart um hvað er á seiði era hindraðar vegna vitneskju hans um að mannræningjarnir muni bregðast við með því að drepa dóttur hans, og í hamstola kapphlaupi hans við tímann hefur hver mínúta í för með sér skyndi- legar og banvænar afleiðingar. Leikstjóri Nick of Time er John Badham sem áður hefur m.a. gert myndirnar Point of No Return, Stakeout, War Games og Sat- urday Night Fever. Badham er fæddur á Englandi en stundaði nám í Yale háskóla og Yale leik- listarskólanum. Að námi loknu fluttist hann til Hollywood þar sem hann hóf feril sinn með því að leikstýra fyrir sjónvarp og hlaut hann nokkrar til- nefningar til Emmy verðlauna fyrir Sjón- varpsmyndir sínar. Hann hefur einnig leikstýrt mikið á sviði og einnig hefur hann verið iðinn við gerð tölvuforrita sem notuð hafa ver- ið við kvikmynda- gerð. Badham segir um Nick of Time að á hverjum degi sé getið um það í frá- sögnum dagblaða að fólk hafí lent í raun- verulegum aðstæð- um sem séu jafn óskiljanlegar og þær í klóm tímans GENE Watson (Johnny Depp) á að myrða saklausan stjórnmálamann ella missir sex ára dóttir hans lífið. séu sorglegar. „Slíkar frásagnir sýna hvað eftir annað að sannleik- urinn getur verið mun ótrúlegri en skáldskapur. Flest fólk á von á því að hver dagur vikunnar verði svipaður deginum áður. En á hveijum einasta degi era einhveij- ir sem upplifa eitthvað sem er svo óvænt eða ógnvekjandi að þeir CHRISTOPHER Walken og Roma Maffia leika illþýðið sem rænir bókhaldaranum og dóttur hans. LEIKSTJORI Nick of Time er John Badham sem hér sést leiðbeina Johnny Depp við tökur á myndinni. geta ekki með nokkru móti gert sér grein fyrir að það er raunveru- lega að eiga sér stað, hvað þá að það sé eitthvað sem þeir sjálfir eru að upplifa. Þetta er einmitt sú aðstaða sem Gene Watson lendir í, en hann er ósköp venju- legur maður sem flækist í sér- stæða atburði sem í senn eru hryllilegir og þess eðlis að hann getur vart haft nokkur áhrif á framvindu mála.“ Höfundur kvikmyndahandrits- ins er Patrick Sheane Duncan (Mr. Holland’s Opus) og hreifst hann af þeirri hugmynd að gera mynd þar sem sagan spannar sama tíma og sýning myndarinnar tekur. Þetta hefur reyndar verið gert áður í kvikmyndum og þekkt- asta myndin af þessu tagi er sjálf- sagt sálfræðitryllirinn Rope sem Alfred Hitchcock gerði árið 1948. Christopher Walken leikur ill- mennið Mr. Smith og bætir þar með enn einu fólinu í hlutverka- safn sitt, en Walken á nú að baki hátt í 50 kvikmyndir. Hann er fæddur í New York og var aðeins 15 ára gamall þegar hann kom fyrst fram á leiksviði árið 1958. Hann lék í fyrstu kvikmyndinni, Me and My Tapes, árið 1968, en sló hins vegar ekki í gegn fyrr en tíu árum síðar þegar hann lék á móti Robert DeNiro og Meryl Streep í The Deer Hunter og hlaut hann óskarsverðlaun fyrir bestan leik í aukahlutverki fyrir frammi- stöðu sína í myndinni. Meðal þekktra mynda sem Walken hefur nýlega leikið í eru Things to Do in Denver When You’re Dead (1995), Pulp Fiction (1994), True Ro- mance (1993), Bat- man Returns (1992) og King of New York (1990). Walken hefur alla tíð leikið á leiksviði samhliða kvik- myndaleiknum og hefur hann tekið þátt í rúmlega 60 upp- færslum. Honum hefur áskotnast margvíslegur heiður fyrir sviðsleikinn og hlaut hann t.d. Obie verðlaunin fyrir hlut- verk sitt í Mávinum eftir Tsékov sem sýnt var á Broadway. Lofaður og vinsæll JOHNNY Depp hefur öðlast mikið lof gagnrýnenda og al- mennar vinsældir fyrir frammi- stöðu sína í ýmsum athyglis- verðum og oft á tíðum nokkuð sérstæðum kvikmyndum. Það var áhrifamikill leikur hans i titilhlutverki myndar Tims Burtons, Edward Scissorhands (1990), sem kom honum í hóp eftirsóttustu leikaranna í Holly- wood auk þess að færa honum tilnefningu til Golden Globe verðlaunanna. Aðra tilnefningu til verðlaunanna hlaut hann fyr- ir hlutverk sitt í Benny & Joon (1993), sérstæðri ástarsögu þar sem hann lék á móti Mary Stu- art Masterson og Aidan Quinn, og þriðju tilnefninguna hlaut hann fyrir túlkun sína á Ed Wood í samnefndri kvikmynd (1994), en í henni sameinuðu Depp og Tim Burton krafta sína á nýjan leik. I fyrra lék Depp í myndinni Don Juan DeMarco á móti þeim Marlon Brando og Faye Dunaway og nýlega var frumsýnd nýjasta mynd hans, Dead Man, scm Jim Jarmush leikstýrir, en það er vestri og leikur Depp útlægan morðingja í henni. Meðal annarra mynda sem Depp hefur leikið í eru What’s Eating Gilbert Grape (1993), Arizona Dream (1993) og Cry-Baby (1990). Johnny Depp fæddist í Ow- ensboro í Kentucky 9. júní 1963. Hann ólst hins vegar upp í borg- inni Miramar í Flórída, þar sem hann hætti námi og stofnaði hljómsveitina The Kids og gifti sig. Hann fór til Hollywood með hljómsveitinni til að reyna að komast á plötusamning, en það gekk ekki upp og þá benti Nic- holas Cage vinur hans honum á að reyna fyrir sér í leiklistinni. Cage kynnti Depp fyrir umboðs- manni sínum sem sendi Depp í viðtal til leikstjórans Wes Cra- ven sem réð hann til að fara með smáhlutverk í A Nightmare On Elm Street sem gerð var 1984. Er hlutverk Depps í myndinni einungis eftir- minnilegt vegna þess að hann leikur strák sem gleyptur er af rúmi sínu. Ari seinna fékk Depp hlutverk í táninga- myndinni Private Resort og árið þar á eftir kom svo stóra tækifærið. Það var þegar Oli- ver Stone fékk honum hlutverk í Platoon, en flestar senurnar með honum lentu hins vegar á gólfi klippiherbergisins. Árið 1987 var Johnny Depp verkefnalaus og auralaus með öllu, og fékk hann að hírast í lítilli íbúð sem vinur hans Cage átti. Hann var helst að hugsa um að grípa til gítarsins á nýjan leik þegar honum barst boð um að leika í sjónvarpsmyndaröð- inni 21 Jump Street og áður en hann vissi var hann á leiðinni til Vancouver þar sem þættirnir voru gerðir og með fulla vasa fjár. í þáttaröðinni lék Depp löggu í dulargervi og innan árs var hann farinn að fá um tíu þúsund aðdáendabréf á mánuði en hann fékk sig fullsaddan á hlutverk- inu og vildi losna. Það var John Waters sem kom honum til bjargar með því að færa honum aðalhlutverkið í Cry-Baby. Sama ár kynntist hann Tim Burton sem fékk honum aðal- hlutverkið í Edward Scissor- hands og þar með var Depp komin á fulla ferð til frægðar og frama og orðinn einn af eftir- sóttustu ungu leikurunum í Hollywood. Johnny Depp hefur alla tíð verið þekktur fyrir áhuga sinn á að vera í slagtogi við glæsi- kvendi. Hann var lengi vel í föstu sambandi með leikkonunni Winonu Ryder og er húðflúr hans „Winona Forever“ fyrir löngu orðið frægt, en því breytti hann reyndar í „Wino Forever". Núverandi kærasta hans er of- urfyrirsætan Kate Moss, en einnig hefur hann verið orðaður við skáldkonuna Barböru Whitfield.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.