Morgunblaðið - 23.06.1996, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 23.06.1996, Qupperneq 30
30 SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ + Bogi Ingjaldur Guðmundsson fæddist í Sjólyst á Hellissandi 18. des- ember 1917. Hann andaðist í Sjúkra- húsi Reykjavíkur 10. júní síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Guðmundur Þorvarðarson skútuskipstjóri á Hellissandi, f. 12 janúar 1880, d. 11. júni 1952, og eigin- kona hans Sigríður Bogadóttir Gunn- laugsson frá Flatey f. 7. júlí 1886, d. 6. september 1961. Börn þeirra auk Boga voru Lárus Skúli Guðmundsson, f. 23. ágúst 1910, d. 11 mars 1960, og uppeldisdóttir þeirra hjóna var Guðrún Hildur Lárusdóttir. Bogi ólst upp hjá Lárusi Skúla- syni fyrrverandi skipsformanni í Höskuldarey og síðar útvegs- bónda á Sandi undir Jökli. Hinn 18. desember 1943 kvæntist Bogfi eftirlifandi eiginkonu „jflt sinni, Petrínu Margréti Magn- úsdóttur, f. 20.5. 1921. Foreldr- ar hennar voru Magnús Péturs- son verkamaður í Reykjavík, ættaður frá Miðdal í Kjós, f. Stórvinur minn Bogi Ingjaldur Guðmundsson er látinn. Hann var í farsælu hjónabandi með föður- systur minni Petrínu Margréti Magnúsdóttur í 53 ár. Hann var maður trúr, traustur, ósérhlífinn, þolinmóður, víðlesinn og nægju- samur. Bogi fæddist í lok árabáta- og skútutímabilsins á Snæfellsnesi en Guðmundur faðir hans ólst upp hjá 14.9. 1891, d. 9.1. 1981 og Pálina Þorfinnsdóttir verkakona í Reykja- vík, ættuð frá Hurðarbaki í Kjós, f. 18.4.1890, d. 19.7. 1977. Petrína og Bogi eignuðust eina dóttur, Sigríði, f. 23.11. 1943. Eigin- maður hennar var Foster A. Hockett. Börn þeirra eru: 1) Þór Hockett, f. 9.8. 1963. 2) Pétur Bogi Hockett, f. 19.12. 1966. 3) Stephanie Sunna Hoc- kett, f. 2.10. 1970. 4) Allan Örn Hockett, f. 3.7. 1973. Bogi lauk prófi frá stýrimannaskólanum á ísafirði 1942. Hann var stýri- maður á ýmsum skipum til 1947 en þá gerðist hann verkstjóri hjá hf. Eimskipafélagi Islands. Hann vann samfellt hjá Eim- skip til 1975 en gerðist þá verk- stjóri hjá íslenskum aðalverk- tökum á Keflavíkurflugvelli til 1985 er hann varð verksljóri fyrir Aðalverktaka við Höfða- bakka til ársins 1990. Utför Boga fór fram í kyrr- þey frá Fríkirkjunni í Reykja- vík hinn 19. júní. Lárusi Skúlasyni útvegsbónda og sveitarhöfðingja á Sandi. Eftirfar- andi segir; Jens Hermannsson, Breiðfirskir sjómenn, 1976:135: „Einn af sonum Skúla Jónssonar frá Hallsbæ, sem fórst við Ólafs- víkurenni 1852, var Lárus Skúla- son útvegsbóndi á Sandi. Við frá- fall föðurins tvístraðist barnahóp- urinn. Lárus var tekinn til fósturs af fornkunningjum foreldra sinna, MIIMIMINGAR Jóni Bergssyni hreppstjóra í Bro- key og konu hans Hildi Vigfúsdótt- ur, og þar er hann óslitið til 1876, en þá er hann 32 ára að aldri (f. 1844). Þá kvæntist hann Guðrúnu Oddsdóttur smiðs á Ormstöðum á Skógarströnd og reisa þau bú að Hálsi í sömu sveit. Ekki varð þeim hjónum barna auðið, en eftir 6 ára búskap taka þau til fósturs Guð- mund frænda Lárusar Þorvarðar- sonar Jónssonar (faðir Boga inn- skot höf.), þá þriggja ára að aldri. Árið eftir bregða þau búi og flytja búferlum út á Hellissand og gerð- ist nú þessi hartnær fimmtugi sveitabóndi sjómaður og útvegs- bóndi undir Jökli. Ekki má þó líta svo á, að Lárus hafi lítið þekkt til sjómennsku. Hann hafði róið marg- ar vertíðir undir Jökli, einkum meðan hann var í Brokey, en haust og vor í Höskuldarey, svo ljóst er að hann var enginn viðvaningur í listinni. Ekki hafði hann grasnytjar en settist að í tómthúsbæ, sem Salarbúð hét. Þar bjó hann til 1890. Lárus hefur verið allvel fjáður, er hann kom á Sand, en almæli er, að með ráðdeild og hagsýni, sam- fara kappi og dugnaði hafi hann efnast allvel á Sandi. Árið 1891 byggði hann sér snoturt timbur- hús, sem nefnt var Nýjahús." Þetta hús er nú í endurnýjun og verður kallað Lárusarhús. Ög síðar í sömu heimild: „Árið 1911 kvæntist Lárus að nýju. Hann var þá 67 ára að aldri, en konan stóð á tvítugu, Málfríður Sigurðardóttir að nafni, fædd 13. júlí 1891, dóttir Sigurðar Bergssonar og Kristínar Þorkels- dóttur frá Móabúð. Sigurður Bergsson dó 18. júlí 1905 á Hellis- sandi, 57 ára að aldri. Önnur börn þeirra voru: Þorsteinn fæddur 1888 og Hildur fædd 1895. Lárus og Málfríður giftust 26. júlí 1911. Þau eignuðust tvö börn, Skúla Siguijón og Guðrúnu Hildi. Málfríður dó eftir 10 ára hjúskap þrítug að aldri, en hinn hartnær áttræði öldungur stendur eftir í brimróti lífsins, þrekinn og þolinn svo furðu sætir, BOGIINGJALDUR GUÐMUNDSSON sækir sjóinn og lemur hinn gráa sæ, að vísu ekki nema vor- og sumarmánuðina. Vetrarvertíðar- róðrana hefur hann lagt niður. Dagsverkinu er lokið. Guðmundur Þorvarðarson (faðir Boga innskot höf.), fóstursonur hans, er kvæntur Sigríði Bogadótt- ur frá Flatey, ötull og ótrauður sjó- maður, og Lárenzía er gift Jóhanni Jónssyni Jónssonar frá Munaðar- hóli. Þau fimm ár, sem öldungurinn á eftir ólifað, sækir hrörnunin hann heim, og 27. mars 1925 lokar hann augum sínum í hinum síðasta svefni, 82 ára að aldri.“ Árið 1925 þegar uppeldisfaðir föður Boga lést var Bogi átta ára gamall. Síðar í sömu frásögn kemur fram að faðir Boga, Guðmundur Þorvarðsson, réri með fósturföður sínum allt fram að andláti hans. Lífsbaráttan var hörð á þessum árum og mikið um sjóskaða á opn- um skipum fyrir opnu hafi. Þá var Hellissandur algjörlega einangrað sjávarþorp. Hvorki akvegur né veg- ur fyrir vagna var fyrir Enni á þess- um árum og kom ekki fyrr en löngu síðar. Ef einhver kom í heimsókn þurfti að sækja hann á báti fyrir Enni til Ólafsavíkur. Akvegur frá Búðum vestur fyrir Jökul að Sandi kom ennþá síðar. Guðmundur faðir Boga sem fæddist 1880 fór upp úr aldamótum til Röjne í Danmörku og tók þar próf í skipstjórnarfræðum (Karvel Ógmundsson, Sjómannsævi 1981: 100). Hann hefur eflaust verið kost- aður til náms af Lárusi uppeldisföð- ur sínum en eins og fram kemur fyrr í þessari grein réri Guðmundur með honum uns hann lést 1925. Guðmundur bjó ásamt konu sinni Sigríði Bogadóttur í Sjólyst á Sandi. Guðmundur var ötull skipstjórnar- maður og formaður á bátum og skipum frá vesturlandi og Vest- fjörðum meðan hans naut við. Móðir Boga, Sigríður Bogadótt- ir, dóttir Gunnlaugssonar útvegs- bónda í Flatey, var einnig mikill skörungur. Hún var ljósmóðir á Sandi og aðstoðarmaður Arngríms læknis í Ólafsvík. Meðan hennar naut við á Sandi komu allir sem slösuðust á sjó eða landi til hennar og ef einhver kona var í barnsnauð var bankað upp hjá Sigríði og hún gerði að sárum og gaf lyf sam- kvæmt bestu samvisku og í sam- vinnu við Arngrím, sem kom fyrir Enni einu sinni í viku til að sinna sjúklingum og endurnýja lyfja- birgðir hennar, ef fært var á sjó milli Ólafsvíkur og Hellissands. Fólk á Sandi ber henni gott orð fyrir fórnfúst starf í þágu þorpsins og nærliggjandi bæja. í þessu umkverfi ólst Bogi upp. Þarna ræður lífsbaráttan ríkjum. Forfeður hans höfðu ekkert, nema afla fanga fyrir opnu hafi. Mann- skaðar voru algengir og margir frændur hans létu lífið við sjósókn á opnum árabátum og seglskútum. Þetta umhverfi hefur mótað barnið og unglinginn í uppvextinum. Fyrir fermingu fór Bogi með föð- ur sínum í sjóróðra og stundaði sjó- inn, fyrst á árabátum og síðar á mótorbátum og fraktskipum fram yfir stríð. Hann lauk prófi frá Stýri- mannaskólanum á ísafirði 1942 og var stýrimaður til 1947 er hann hóf störf í landi hjá hf Eimskipafélagi Islands. Hann var þar verkstjóri til 1975. Ef tóm gafst fór hann eina og eina ferð með fragtskipum Eim- skips til útlanda. Árið 1975 gerðist hann verk- stjóri hjá íslenskum aðalverktökum á Keflavíkurflugvelli og 1985 verk- stjóri hjá Aðalverktökum við bygg- ingar þeirra á Höfðabakka 9 í Reykjavík til 1990. Hann var hörkuduglegur, sann- gjarn og ósérhlífinn verkstjóri og hélt verndarhendi yfir skjólstæð- ingum sínum. Öll störf sem Bogi tók sér fyrir hendur leysti hann af trúmennsku og skyldurækni, það var honum í blóð borið. Hann var heppinn að engin meiriháttar slys urðu á hans langa verkstjóra- ferli. Eftir að hann hætti störfum hjá + Axel Valdi- marsson fædd- ist 15. apríl 1935. Hann lést í Reykja- vík 13. júní síðast- liðinn. Axel var sonur hjónanna Valdimars A. Jóns- sonar verkamanns og Kristínar Ólafs- dóttur klæðskera. Axel átti einn bróð- ur, Ólaf Steinar, fyrrverandi ráðu- neytisstjóra, f. 11. ágúst 1931. Eigin- kona hans er Fjóla Magnúsdóttir kaupmaður. Þau eiga fjögur börn. Axel starfaði um árabil sem bréfberi á Póst- húsinu í Reykjavík, en lengst af hjá Reykhúsi SÍS við Rauð- * arárstíg. Síðustu 10 árin hefur Axel búið í sambýlinu, Stuðla- seli 2. Axel verður jarðsunginn frá Fríkirlg'unni á morgun, mánu- daginn 24. júní og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Axel, pattaralegur gleðimaður, póstmaður og stoltur af því. Frek- ur á athygli, og gat grætt með stríðni sinni. Góður þegar hann spilaði við okkur Yatzy og gaf Póló að drekka. Þetta eru minning- armyndir frá fyrstu æviárum mín- um af Axel frænda, en þá bjuggum við í sömu íbúð, og aftur síðar á ævinni. Þá var Axel farinn að bjóða Cool-sígarettur með Pólódrykkn- um og hlýjan, nærgætinn faðm þegar frænka var hnuggin. Þá var oft gestkvæmt í Þverholtinu og enn og aftur stal yndislegi Axel athygl- inni, ýmist með einföldum hljóð- færaleik, stökum um gesti eða lygasögum af sjálfum sér. Allir sem vöndu komur sín- ar i Þverholtið eiga minningar af gleði- stundum tengdum þessum uppákomum. Axel var eina systk- ini föður míns, hann var föðurljölskylda okkar systkinanna, og hans líf samtvinnað okkar. Þegar Axel var íjögurra ára sýktist hann af heilahimnu- bólgu. Honum var ekki hugað líf, en framvindan kom að óvörum. Axel hristi af sér krumlur dauð- ans, en eftir sátu áverkar. Andleg geta hans varð ekki sú sama og áður, hún varð önnur. Sumir myndu ef til vill nota orðið þroska- heftur um Axel, en það á við um hann, eins og svo marga sem sett- ir eru undir þessa skilgreiningu, að þroskinn er fyrir hendi. Hann er bara ekki sá sem við höfum öðlast heldur sá sem einmitt er sprottinn af reynslunni að vera öðruvísi. Þannig var Axel, öðruvísi og yndislegur. Ég held að skynjun Axels á því að vera öðruvísi hafi oft valdið honum sársauka, sem á yngri árum hans lýsti sér stundum í innri spennu. Það er þung byrði og mik- ið álag að þurfa stöðugt að laga sig að heimi sem ekki aðlagast á móti. Samt bjó Axel yfir meiri reisn en flestir sem ég hef kynnst. Það sem auðveldaði Axel lífíð var tilfinningarík og djúpvitur móðir, hið einstaklega elskulega vinnuumhverfi sem hann varð að- njótandi, eftir að hann hóf störf í Reykhúsinu og sá stóri, trausti vinahópur sem hann eignaðist. Með sumum fór hann í ferðalög, kirkju eða annað, með öðrum dreypti hann á víni og fór á ball. Og þá var Axel í essinu sínu. Dans var hans mesta yndi, og Axel ró- maður dansmaður, enda vann hann ekki svo sjaldan til verðlauna í Ásadansinum. Vinahópur Axels samanstóð af körlum, en nokkrum sinnum reyndu konur að smeygja sér inn í líf Axels, án varanlegs árangurs. Þar réð Axel ferðinni, en síðar horfði hann með nokkurri eftirsjá til þess að hafa aldrei gifst. Axel var sannkallaður stemmn- igsmaður. Engin hátíð hófst í mín- um huga fyrr en Axel var mættur í smókingnum, með virðulega bumbu og vindil. Sannkallaður hefðarmaður. Og hann var ekki í nokkrum vandræðum með að fylla út í ímyndina með skáldskap um hin og þessi afrek sín og tókst þá oft að blekkja nærstadda. Til dæm- is laxveiðimanninn sem hlustaði á Axel með andakt, eina kvöldstund, lýsa veiðireynslu sinni í mestu lax- veiðiám íslands. Axel var eðlisgreindur og næm- ur maður með listrænar taugar. Hann þreifst vel í umhverfi sem virti hans eiginleika og það gerðu flest allir vinir mínir sem heim- sóttu okkur í Þverhoitið. Skapandi ungt menntafólk, sem hafði þau áhrif að sköpunarkraftur Axels fór að blómstra. Um leið og dyrabjöll- unni var hringt, setti Axel sig í stellingar og kastaði fram stöku um gestkomendur, þar sem skynj- un hans á persónuleika viðkomandi var gjaman í forgrunni. Stundum var þetta bráðfyndið, sérstaklega þegar athugasemdirnar voru neyð- arlegar og sannar. Axel hitti nefni- lega svo oft naglann á höfuðið. Myndlistarmennirnir í hópnum löð- uðu fram myndlistarmanninn í Axel þegar þeir gáfu honum striga og olíuliti, vatnsliti og blöð og í ljós fóru að koma ýmsar perlur sem gestir fengu gjarnan að gjöf. Þá fór enginn af bænum án þess að hlusta á Axel flytja nokkur lög á munnhörpu eða gítar, meira af vilja en getu, en alltaf af tilfinningu. Það er á þessum tíma sem Axel veikist og fer í uppskurð. í annað sinn á ævinni háði hann einvígi við dauðann, sigraði, og eins og áður sat hann eftir með áverka eftir slagsmálin, t.d. minnisleysi. Og í þriðja skiptið var fjölskyldan kölluð að „dánarbeðinum“, árið 1986. Nú hafði Axel endanlega misst getu sína til þess að búa heima lengur, þrátt fyrir þá miklu aðstoð sem foreldrar mínir hefðu verið tilbúnir að veita honum áfram. Sambýlið í Stuðlaseli 2 varð heimili Axels síðustu níu ár ævi hans. Þrátt fyrir viðvarandi heilsu- leysi er mér til efs að Axel hafi átt mörg betri skeið í lífi sínu en áriri í Stuðlaseli. Þar eignaðist hann guðdómlega fjölskyldu í sam- býlisfólki sínu og stuðningsaðila í starfsfólki. Starfsfólki sem hefur til að bera það tilfinningalega ör- læti og ekki síður þann skilning sem þurfti til þess að Axel fengi notið sín. Og þegar við þökkuðum þessu fólki fyrir hve gott það hefði verið við Axel, horfði það á okkur stórum augum og svaraði: „Já, en annað var ekki hugsandi! Axel var svo gefandi og góður. Það kom af sjálfu sér.“ Við þökkum engu að síður Helgu Birnu, Lofthildi, Guðnýju, írisi og hinum fyrir alla þá elsku og virðingu sem Axel varð aðnjótandi. Andlát Axels bar brátt að þrátt fyrir heilsuleysi hans. Hann greindist með krabbamein sem ákveðið var að fjarlægja samstund- is. Axel vaknaði aldrei til fulls á ný. Dauðinn kom til hans í síðasta sinn og í þetta skiptið streittist Axel ekki á móti. Lítill og grannur fór þessi stóri maður frá okkur, en eftir situr þéttur vefur minninga sem gott er að vefja um sig og hjúfra sig inn í. Ég þakka Axel fyrir gjöfula samfylgd. Kristín Ólafsdóttir. Elsku Axel. Það að hafa fengið tækifæri í þessu lífi til að kynnast þér og að eiga þig sem vin eru forréttindi. Þessara forréttinda hef ég notið og einnig sonur minn, sem biður Guð á kvöldin um að passa vin sinn hann Axel. Síðast þegar við hittumst nokkr- um dögum áður en þú kvaddir ræddum við um sumarleyfið. Þig langaði að ferðast í sumar - ferð- ast til útlanda. Nú hefur þú lagt í aðra för og ég veit að á áfangastað verður þér tekið opnum örmum. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ég kveð þig, kæri vinur, og þakka þér samveruna. Fjölskyldu Axels sendi ég hug- heilar samúðarkveðjur. Guðný Stefánsdóttir. Um sinn kveðjum við nú kæran vin okkar, Axel Valdimarsson, og þökkum honum fyrir samfylgdina. Slíkan mann sem Axel kveður maður aldrei alveg, svo rík áhrif sem hann hafði með nærveru sinni. Svo sterka trú á algóðan guð er hann gaf okkur hlutdeild í á hveiju AXEL VALDIMARSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.