Morgunblaðið - 23.06.1996, Side 34

Morgunblaðið - 23.06.1996, Side 34
34 SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJÖRN GUÐMUNDSSON, forstjóri, Lálandi 1, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, Fossvogi, 20. júní sl. Ólafía Ásbjarnardóttir, Ásbjörn Björnsson, Helga Einarsdóttir, Ásta Friðrika Björnsdóttir, Guðmundur Karl Björnsson, Gunnlaugur Rafn Björnsson, Ólafur Björn Björnsson, Linda Björk Ingadóttir og barnabörn. t KRISTÓFER FINNBOGASON frá Hitardal lést 20. júní í París. Fjölskylda hins látna. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, LAUFEY BERGMUNDSDÓTTIR, Hraunhólum 9, Garðabæ, lést 21. júní á Sólvangi, Hafnarfirði. Gfsli S. Guðjónsson, Auður F. Jóhannesdóttir, Reynir S. Gíslason. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LAUFEY ARNÓRSDÓTTIR, Hjallaseli 27, Reykjavik, verður jarðsungin frá Seljakirkju mánu- daginn 24. júní kl. 13.30. Ingibjörg Bjarnadóttir, Einar Magnússon, Lúðvik Bjarnason, Sigrún Böðvarsdóttir, Haukur Bjarnason, Jóhanna Borgþórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Bróðir okkar, ÞORSTEINN JÓNSSON frá Gjögri, andaðist á dvalarheimilinu Ási í Hveragerði 21. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Garðar, Margrét og Auðunn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEINUNN SNORRADÓTTIR, Hjálmholti 4, Reykjavík, sem lést 16. júní, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 25. júní kl. 13.30. Berta Bragadóttir, Jón H. Guðmundsson, Helgi Bragason, Gyða Gísladóttir, Halldór S. Bragason, barnabörn og barnabarnabörn. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 - sími 587 1960 ANNA HALLDÓRA G UÐJÓNSDÓTTIR + Anna Halldóra Guðjóndóttir fæddist á Eyri við Ingólfsfjörð í Ár- neshreppi á Ströndum 21. júní 1915. Hún lést á EUi- og hjúkrunar- heimilinu Grund 18. júni síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Guð- jón Guðmundsson hreppstjóri og út- vegsbóndi á Eyri og kona hans Guð- jóna Sigríður Hall- dórsdóttir frá Súðavík. Systk- ini Önnu voru Ingibjörg, f. 1913, látin, Gunnar, f. 1917, og Ingólfur, f. 1920. Eiginmað- ur Önnu var Sveinn Sveinsson frá Gillastöðum í Reykhóla- sveit, f. 12. júní 1908. Þau skildu 1964. Börn Önnu og Sveins eru: 1) Guðmundur, maki Þórunn Hauksdóttir. Börn þeirra eru Svava Rán, í sambúð með Kristjáni Sigurðs- syni, og Hildur Ýr. 2) Sveinn, maki Margrét Nilsen. Börn þeirra eru Steinunn, í sambúð með Kára Ragnarssyni, Sunna, maki Hjörtur Jónsson, og Sandra. 3) Sigríður, maki Stef- án Jónsson. Börn þeirra eru Anna Björg, maki Eiður Krist- insson, Jón, maki Herdís Guð- jónsdóttir, Sveinn, maki Dagný Arn- þórsdóttir, og Sús- anna Harpa. 4) Guðjón, maki Jenný Jónsdóttir. Dóttir __ þeirra er Dóris Ósk, en fyrir átti hann Halldór Rósmund, Bryndísi og Guðjón Ásgeir. 5) Ólafur. Börn hans eru Ólafur Örn, Heiðrún, Sara Dögg og Rannveig. 6) Halldór Már, maki Annette Sveinsson. Börn þeirra eru Sveinn Kim og Sveinn Joel, en fyrir átti hann Steinar og Hebu. Anna iauk Ijósmæðranámi frá Ljósmæðraskóla íslands 30. 9. 1940. Hún var ljósmóðir á fæðingardeild Landspítalans um tíma og vann síðan við Ijós- móðurstörf í Reykjavík frá 1943 til 1945. Hún vann einnig við hjúkrunarstörf í heimahús- um og á sjúkrahúsum. Hún var starfsmaður Pósts og síma á Ingólfsfirði í tíu ár. Hún lærði bókfærslu og rak verslun um tíma og vann auk þess almenn verslunarstörf. Anna verður jarðsungin frá Háteigskirkju á morgun, mánu- daginn 24. júui, og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Við andlát móður minnar, Önnu Guðjónsdóttur frá Eyri, kom mér í hug svar Guðjóns afa míns og föður hennar, þegar hann var eitt sinn spurður um tilgang mannlífsins norð- ur á Ströndum. Hann sagði tilgang- inn hafa verið óbreyttan frá því hann myndi eftir sér: „Áð eiga frá hend- inni til munnsins og þaðan af meira.“ Við þesa lífssýn afa míns ólust móð- ir mín og systkini hennar upp. Heimilið á Eyri var stórt. Þar voru, auk foreldra systkinanna á Eyri, móðuramma þeirra, Anna, og föðuramma, Guðrún, og einnig fóst- urbörn, bæði skyld og vandalaus. Það þótti sjálfsagt að taka við barni til lengri eða skemmri dvalar ef illa stóð á hjá einhveijum. Allir á heim- ilinu lögðu sitt af mörkum við að draga björg í bú og gerði hver það sem hann var best fallinn til. Síldarævintýrið í upphafi þessarar aldar setti svip sinn á mannlífið í Ingólfsfirði. Fullorðnir fengu vinnu við að byggja síldarplön og verk- smiðju og síðan við að salta og bræða. Krakkarnir á staðnum nutu einnig góðærisins og unnu í síldinni um leið og þeir höfðu aldur og krafta til. Móðir mín fór að vinna í síldinni stax og hún var fær um það. Hún saltaði og sá um mötuneyti ásamt Ingibjörgu systur sinni. Hún sá einn- ig um símstöðina á staðnum og var það ærinn starfi þegar athafnalífíð var á fullri ferð. Auk þeirra starfa, sem áður er getið, hugsaði móðír mín algjörlega um móðurömmu sína og nöfnu fjög- ur síðustu árin sem hún lifði, en hún var þá orðin blind og nær heyrnar- laus, en mikill kærleiki var með þeim nöfnunum. Þannig hjálpuðust allir að, unnu þau störf sem vinna þurfti, hver gætti annars og vakti yfir vel- ferð heildarinnar. Þetta krafðist ár- vekni, skjótra viðbragða og ábyrgð- ar, en auk þess þurfti glaðværðin Opið 9-22 alla daga Lyf á lágmarksverði LYFJA Lágmúla 5 Sími 533 2300 og kímnin að vera til staðar, annars gat lífíð verið óbærilegt. Fjölskyldan á Eyri hafði allt þetta til að bera. Eitt sinn er Ingólfur móðurbróðir minn fór ásamt Kristni á Seljanesi, Böðvari og Ingólfi frá Ófeigsfírði, að sækja rekavið á mót- orbátnum Ebba norður í Drangavík, var langamma mín Guðrún venju fremur óróleg. Hún vissi að þessir kappsfullu menn myndu koma með drekkhlaðinn bátinn til baka og veð- ur mætti ekki breytast mikið til að illa færi. Hún stóð við gluggann sinn, sem vissi út á fjörðinn, og fylgdist með ferðum bátsins. Að lokurn birt- ist hann í fjarðarmynninu og átti þá öllu að vera óhætt, aðeins stutt sigling inn fjörðinn eftir. Langamma fór þó ekki frá glugganum, það var einhver beigur í henni. Skyndilega sér hún að Ebbi leggst á hliðina, þegar hann er skammt kominn inn Qörðinn. Heima í bænum voru þá bara konur, þar á meðal móðir mín 24 ára. Guðrún langamma kallar strax til kvennanna að Ebbi sé að sökkva úti á firði. Móðir mín fleygir frá sér þvottaklútnum og hleypur út. Fyrir utan er Eyborg frænka hennar að störfum. Hún segir Ey- borgu að hlaupa niður í síldarverk- smiðju og ná í hjálp, hún vissi að þar voru tveir menn við vinnu. Sjálf hleypur hún niður í íjöru þar sem árabátar stóðu uppi. Hún fer strax að undirbúa sjósetningu og í þann mund sem karlmennirnir komu hafði hún sjósett einn bátinn. Mennirnir reru lífróður út fjörðinn og sóttist þeim vel þar sem þeir höfðu með- vind. Þegar þau koma á staðinn þar sem Ebbi sökk var leiðin nær lokuð vegna rekaviðar sem flaut um allan sjó. Móðir mín var frammi í bátnum og greiddi þeim leið í gegnum viðar- flákann. Að lokum ná þau til Ingólfs móðurbróður míns. Hann segir þeim að láta sig vera, hann geti beðið, en segir þeim að fara til þeirra tveggja, sem höfðu verið neðan þilja þegar báturinn fór á hliðina og ekki komist upp fyrr en hann var orðinn fullur af sjó. Þau fóru að ráðum hans og náðu þeim upp í bátinn. Það var þá nokkuð af þeim dregið, enda höfðu þeir sopið sjó við að komast upp úr bátnum. Þau sneru sér síðan að þeim tveimur sem höfðu verið ofanþilja. Hugboð langömmu minnar reyndist rétt. Þeir höfðu staflað of miklu á dekkið en lestin var lítil og báturinn því með yfirhleðslu. Hug- boð hennar og árvekni ásamt snar- ræði og ákveðni móður minnar varð bátsveijum til lífs. Skólaganga barna í Árneshreppi var engin þá, a.m.k ekki í þeirri mynd sem nú er. Farkennari fór á milli bæja og kenndi bömunum, setti þeim fyrir og fór yfir það í næstu heimsókn. Námið var því að mestu leyti sjálfsnám. Hugur móður minnar stóð til meiri menntunar en hægt var að fá í heimabyggðinni. Hún vildi læra til ljósmóðurstarfa, en Guðrún amma hennar hafði tekið á móti börnum og hefur það væntan- lega haft áhrif á hana. Hún gerði sér grein fyrir þeirri miklu þörf, sem var fyrir menntaðar konur á þessu sviði. Hún sótti um inngöngu í Ljós- mæðraskóla íslands og útskrifaðist þaðan í september 1940. Ekki var rómantíkin langt undan þarna norður frá frekar en annars staðar. Ungur búfræðingur ættaður úr Reykhólasveit ræður sig í kaupa- vinnu hjá skólastjóranum á Finn- bogastöðum. Það fór ekki á milli mála að þeim, móður minni og bú- fræðingnum, leist vel hvort á annað. Enda fór svo að hann kom aftur norður sumarið eftir og fór þá í síld- arvinnu. Ekki segir frá frekari kynn- um þeirra fyrr en móðir mín er sest í Ljósmæðraskólann. Þau tóku þá upp þráðinn að nýju og gengu þau, móðir mín og Sveinn Sveinsson frá Gillastöðum í Reykhólasveit, í hjóna- band 21. júní 1941. Ekki reyndist henni unnt að vinna við sitt fag eins og hún hefði kosið. Á árunum 1941 til 1946 eignaðist hún fimm börn, þar af eina tvíbura. Sjötta barnið bættist svo í hópinn 1954. Ekki er hægt að segja að það hafi vafist fyrir henni að stjórna þessum stóra hópi. Hún var vön að norðan. Lífið var ekki neinn dans á rósum. Munnarnir margir sem þurfti að fæða og vinnudagur þeirra hjóna oft langur og orðið tómstundir varla til. Þó sá hún sér fært að fara með okkur norður á sumrin. Það kann að vera að það hafí verið gert til að létta á heimilinu, en eins og forð- um voru allir alltaf velkomnir á Eyri. Það var okkur eldri börnunum ómetanlegt að fá að kynnast okkar fólki í Ámeshreppi í uppvextinum. Þeirri lífssýn, sem þar ríkti, sam- spili ungra og gamalla og baráttunni við stundum óbíða sumarveðráttu. Ættingjar og vinir að norðan komu ekki svo í bæinn að þeir kæmu ekki í heimsókn til móður minnar, en hún lagði mikið upp úr því að við börnin kynntumst fólkinu að norðan, við vorum fjölskylda og samkvæmt gömlum gildum máttu böndin ekki bresta. Við skilnað foreldra minna 1964 urðu kaflaskipti í lífi hennar. Skiln- aður þeirra varð henni afar þungbær og má segja að hún hafí aldrei bor- ið sitt barr eftir það. Þegar ég kveð móður mína koma mér í hug ljúfar minningar um glað- væra og ósérhlífna konu, sem vildi hvers manns vanda leysa. Hún var góð móðir og ástrík. Hún lætur eft- ir sig 48 afkomendur, sem bera henni vitni um gott uppeldi og vega- nesti út í lífið. Guðmundur Sveinsson. Lítil kveðja til Önnu Guðjónsdótt- ur, en Önnu kynntist ég fyrir 34 árum þegar bróðir minn kynntist konunni sinni, henni Siggu má eins og hún er kölluð af okkur öllum. Anna var alltaf glöð og kát. Henni fannst alltaf svo gaman að vera fín. Svo var það hennar mesta gleði að gefa og gleðja aðra enda var hún ljósmóðir og góð ljósmóðir er þannig að aðlisfari. Þegar við Sigga má bjuggum inni í Skipó í sama húsi heyrðist oft kall- að: „amma er að koma“, og allir biðu og líka mín börn því að hún var alvöru amma. Alltaf með eitt- hvað í poka handa þeim og köku á borðið fyrir okkur Siggu má. Þetta voru góðir tímar og gaman að rifja þá upp. En allt hefur sinn tíma. Anna hefur dvalist síðustu tvö árin á Grund við lélega heilsu. Nú kveð ég þig og þakka fyrir allt, kæra vina. Hvíl í friði. „Drottinn, gef dánum ró, en hinum líkn sem lifa.“ Karen Jónsdóttir og Þröstur Eyjólfsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.