Morgunblaðið - 23.06.1996, Side 43

Morgunblaðið - 23.06.1996, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ1996 43 Árnað heilla Havsögtilcn - 7752 SrtMitcð - tksrmart! TLF. 97 93 44 OO Fax. 97 93 77 Við sendum skattfrjálst til islands I DAG AFMÆLI O pTÁRA afmæli. Á OfJmorgun, mánudaginn 24. júní, verður áttatíu og fimm ára Haraldur Hann- esson, útgerðarmaður, Birkihlíð 5, Vestmanna- eyjum.Hann tekur á móti gestum í Akogeshúsinu í Vestmannaeyjum eftir kl. 20 á afmælisdaginn. 77/VÁRA afmæli. Á I v/morgun, mánudaginn 24. júní, er sjötugur Grím- ur Jónsson, járnsmiður, Háaleitisbraut 45, Reykjavík. Eiginkona hans er Ásta Jónsdóttir. Þau taka á móti gestum í fé- lagsheimili Rafveitunnar v/EIliðaár á morgun, af- mælisdaginn kl. 18-21. SKAK Umsjón Margeir Pétursson Hvítur leikur og vinnur STAÐAN kom upp á alþjóð- legu móti í Malmö í Svfjýóð, sem nú stendur yfir í viður- eign tveggja stórmeistara. Það var sjálfur Viktor Kortsnoj (2.645) sem hafði hvítt og átti leik, en Svíinn Jonny Hector (2.520) var með svart. Gamla brýnið hefur náð tvöföldu valdi þungu manna sinna á sjö- undu línunni og einu sinni sem oftar ræður það úrslit- um: 40. Hc4! - Dxc4 (Leikur sig beint í mát, en ef svart- ur víkur drottningunni und- an þrefaldar hvítur á sjö- undu línunni með 41. Hcc7 og þá þarf heldur ekki að spyija að leikslokum) 41. Hg7+ og Hector gafst upp því hann er mát í öðrum leik. Staðan í Malmö er þessi þegar lokið er sjö umferðum af níu: 1.-2. Kortsnoj og Miles 5 v. 3. Curt Hansen 3'/2 v. 4. Pia Cramling 3 v. 5.-8. Bator, Bellon, Hellsten og Ziegler 2 v. 9. Agrest 2 v. 10. Hector 1 v. O/VÁRA afmæli. Á 0\/morgun, mánudaginn 24. júní, verður áttræð Lillý Kristjánsson, Hæðargarði 29, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum í Félags- heimilinu, Hæðargarði milli kl. 18 og 20 á afmælis- daginn. P7/\ÁRA afmæli. í dag, I \/sunnudaginn 23.júní, er sjötugur Skúli Einars- son, matsveinn, Tungnseli 4, Reylqavík. Eiginkona hans er Inga Ingimars- dóttir. Þau eru stödd í Port- úgal á hótel Felix Choro, íbúð 1006, Areias Desjóao, 8200, Albufeira, Algarve, sími 089-587- 430-1, bréfsími 089-5123- 99. GULLBRÚÐKAUP. í dag, sunnudaginn 23. júní, eiga fimmtíu ára hjúskaparafmæli hjónin Margaret og Bent Scheving Thorsteinsson, Efstaieiti 12, Reykjavík. Þau eru nú í hálfsmánaðar skemmtisiglingu um Miðjarðarhafið. Ljósm. MYND Hafnarfirði BRÚÐKAUP. Gefín voru saman 1. júní sl. í Fríkirkj- unni í Hafnarfirði af sr. Einari Eyjólfssyni Sigrún Ómarsdóttir og Einar Kr. Vilhjálmsson. Heimili þeirra er á Sléttahrauni 25, Hafnarfirði. HOGNIHREKKVÍ SI KRABBI Afmælisbarn dagsins: Þú hefur aðlaðandi framkomu, sem tryggir þér trausta vini. Hrútur (21. mars-19. apríl) Háttvísi hefur styrkt stöðu þína í vinnunni, og framund- an eru uppgangstímar. Njóttu kvöldsins í hópi góðra vina. Naut (20. apríl - 20. mai) Þú ættir ekki að láta það spilla skapinu þótt vinur sé þér ekki fyllilega sammála í dag. Hann gæti haft á réttu að standa. Tvíburar (21.maí-20.júní) Gættu tungu þinnar í mikil- vægum viðræðum við áhrifa- menn, því mikið er í húfi. Kurteisi skilar þeim árangri sem þú sækist eftir. Krabbi (21. júnf - 22. júlí) Ástvinir njóta frístundanna saman í dag, _og skreppa í stutt ferðalag. I kvöld kemur eitthvað þér mjög ánægju- lega á óvart. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Láttu ekki viðkvæmt mál valda óþarfa deilum innan fjölskyldunnar í dag. Þú ert vel fær um að finna ásættan- lega lausn. Meyja (23. ágúst - 22. september) Ef þú átt við vandamál að stríða, ættir þú að þiggja með þökkum þá aðstoð, sem býðst í dag. Hún leiðir til góðrar lausnar. Vog (23. sept. - 22. október) Vertu ekki óþarflega hör- undsár þótt þér líki ekki van- hugsuð orð vinar í dag. Reyndu að sýna þolinmæði, því hann vill þér vel. Ljósm. Norðurmynd/Ásgrímur BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 1. júní sl. í Akur- eyrarkirkju af sr. Svavari Alfreð Jónssyni Ásdís Skúladóttir og Jón Krist- inn Signrðsson. Heimili þeirra er á Melasíðu 3, Akureyri. Sþoródreki (23. okt. -21. nóvember) ^(0 Gefðu þér nægan tíma til umhugsunar áður en þú tek- ur mikilvæga ákvörðun varð- andi fjármálin. Þér verður boðið i samkvæmi. Bogmaöur (22. nóv. - 21. desember) m Þér býðst í dag óvænt tæki- færi til að fara í spennandi ferðalag fljótlega. Þú ættir að nota kvöldið til að sinna fjölskyldunni. Steingeit (22. des. - 19.janúar) Þótt þú hafir komið ár þinni vel fyrir borð t vinnunni, og tekjumar fari vaxandi, er óþarfi að eyða öllu jafnóðum í dag, 23. júní, á Jónsmessu verður ágætur veiðifélagi okk- ar og vinur sjötugur. Ólafur Ólafsson vegg- fóðrari Leifsgötu hér í borg er maðurinn sá, og viljum við félagar senda honum hugheilar árnaðaróskir á þessum tímamótum. Það er afar fjarri lagi að Ólafi líkaði, að frá okkur kæmu skrif um hól og lof, eða slegna gull- hamra, því hann er í eðli sínu mjög svo hlé- drægur og af hjarta lí- tillátur. Það er þó næsta ógerlegt að senda honum línu án þess að þakka allar ágætar stundir í þá mörgu áratugi, sem við höfum stundað veiðar saman og allt er við höfum bjástrað. Ólafur er fæddur og uppal- inn í Reykjavík og sleit barnsskónum við Laugaveg og Hlíðarenda, en eft- ir að hann stofnar sitt eigið heimili, hefur hann búið lengst af við Leifs- götu. Eftir venjulegt grunnskólanám fór Ólafur í Iðnskólann í Reylqavík og lauk þaðan prófi árið 1946, en í )á daga var það talinn ágætur kost- ur fyrir unga duglega menn að ljúka prófi úr þeim skóla. Þá var verknám í heiðri haft. Veggfóðrun, dúka- og tejppalagn- ing varð hans ævistarf. Á þessari iðngrein sinni náði hann ótrúlega góðum tökum, og höfum við það fyrir satt að snilli hans, hraði og verklag allt sé eitt hið besta sem hér þekkist. Við félagar höfum oft haft það í flymtingum að hann sé búinn að skríða fyrir stórmenni iessa lands í hálfa öld, og sé enn við sama heygarðshornið. Sam- viskusamur er hann og bóngóður með eindæmun, og leysir vandamál allra er til hans leita eftir bestu getu. Reglusamur er hann í hví- vetna. Ólafur hefur valist til margra trúnaðarstarfa í áranna rás. Hann var lengi í stjórn Félags veggfóðr- arameistara og formaður þess í mörg ár, sat lengi í stjórn Stanga- veiðifélags Reykjavíkur og í ár- nefndum þess, í stjórn Sjóstanga- veiðifélags Reykjavíkur, rak um tíma verslun með öðrum og svo mætti áfram telja. Aðaláhugamál hans utan vinnu sinnar eru veiðar með stöng hvort heldur er á sjó eða við vötnin ströng, árnar okkar sem hann hefur mikið yndi af að sækja heim. Hann er veiðimaður frábær Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Ef lausnin á smá vandamáli heima vefst fyrir þér, ættir þú að hætta leitinni og hugsa um eitthvað annað. Þú finn ur svarið síðar. Fiskar (19. febrúar-20. mars) * Það er óþarfí að kvíða því að þurfa að sækja mann fagnað í dag, því þú átt eft ir að skemmta þér betur þú bjóst við. // T/e/uróa nú lent í bardagQ. einusinnC cnnf? Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki í traustum grunni vísindalegra staðreynda. og stundar íþrótt sína af kappi miklu en um leið af forsjálni, og gengur aldrei á hlut annarra við veiðarnar, heldur sýnir öllu í um- hverfinu fyllstu tillit- semi að hætti náttúru- unnandans. Það er ótrúlega gott að um- gangast mann sem Olaf, einstaklega geðprúðan, traustan, reglusaman sómamann sem eigi má vamm sitt vita. Honum mislíkar örugglega þessi upp- talning orða okkar, en sönn eru þau. Vinátta okkar hefur haldist í tugi ára, og aldrei fallið skuggi þar á. Hún hefur styrkst og eflst eftir því sem árin líða. Sá er vinur sem í raun reynist, og það þekkja allir. Sterk vináttubönd og tryggð er farsælasta veganestið til æðstu gæða, slík bönd taka til alls sem manninum finnst ómaksins vert að sækjast eftir í lífinu. Séu þessi vináttubönd fyrir hendi erum við sæl með lífið, ef þau skortir erum við vansæl. Áherslu ber því að leggja á það að velja vini af kostgæfni. Ólafur okkar valdi sér lífsförunaut og vin er hann gekk að eiga Valgerði Hannesdóttur árið 1955, hina ágætustu konu sem búið hefur þeim afar fallegt og gott heimili, þar sem gott er að koma og njóta gestrisni í ríkum mæli. Börn þeirra hjóna eru þrjú, öll hin mannvænlegustu; Hannes, Björg og Valgerður. Við félagarnir viljum hér með óska þeim hjónum innilega til hamingju á þessum tímamótum, um leið og við sendum börnum þeirra, mökum barnabörn- um og öðru venslafólki öllu, okkar ágætustu kveðjur, með innilegri þökk fyrir allt gamalt og gott á liðn- um árum. Ólafur býður til veislu á afmælisdeginum eins og honum er einum lagið að höfðingjasið í húsi Læknafélags íslands, Hlíðasmára 8. Kæri vinur. Innilegustu afmælis- óskir færum við þér með þessum fátæklegu orðum á þessum merka degi. Lifðu heill um ókomna framtíð, og njóttu í ríkum mæli útivistar með stöng í liönd við vötnin ströng. Þess óska þér af alhug: Jóhann Guðmundsson, Halldór Þórðarson, Friðleifur Stefánsson, Kjartan Zophaníasson. Ásmundur Gunnlaugsson Y06A ? Jóganámskeið GrunnnámskeiÖ 2.-22. júlí, mán. &roið. kl. 20.00-21.30 (7 skipti). Kenndar verða m.a. jógastöður, öndunarætingar, hugleiðsla og slökun. Jóga gegn kvíða 2.-23. júlí, þri. & fim. kl. 20.00-22.15 (7 skipti). Námskeið fyrir þá scm eiga við kvíða og fælni að stríða og/eða cru að ganga í gegnum miklar brcytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Engin reynsla eða þekking á jóga nauðsynleg. Leiðbeinandi Asmundur Gunnlaugsson jógakennari. Hátúni 6A, 105 Reykjavík, símar 511-3100. Hringið eða skrifið og fáið nýja pöntunar- listann fyrir 1996 sem er með allt fyrir barnið þitt. ÓLAFUR ÓLAFSSON STJÖRNUSPÁ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.