Morgunblaðið - 23.06.1996, Side 44

Morgunblaðið - 23.06.1996, Side 44
MORGUNBLAÐIÐ 44 SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1996 Stóra sviðift kl. 20.00: • TAKTU LAGIÐ LÓA eftir Jim Cartwright í kvöld uppselt. Sföasta sýning í Reykjavík, leikferö hefst með 100. sýningu leikverks- ins á Akureyri 27/6. Miöasalan verður opin í dag frá kl. 13.00-20.00. Sími miðasölu 551 1200 - Sími skrifstofu 551 1204. Litla svið kl. 14.00 0 GULLTARAÞOLL eftir Ásu Hlín Svavarsdóttur, Gunnar Gunnarsson og Helgu Arnalds. Handrit: Gunnar Gunnarsson. Leikstjóri: Ása Hlín Svavarsdóttir. Leikmynd, búningar og grfmur: Helga Arnalds. Tónlist: Eyþór Arnalds. Leikarar: Asta Arnardóttir, Ellert A. Ingimundarson og Helga Braga Jónsdóttir. Forsýningar á Listahátið í dag og sunnud. 23/6. SAMSTARFSVERKEFNI VIÐ LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Leikfélag íslands sýnir á Stóra sviði kl. 20.00. • STONE FREE eftir Jim Cartwright. Frumsýning fös. 12. júlí, 2. sýn. sun. 14. júlí, 3. sýn. fim. 18. júlí. Forsala aðgöngumiða hafin. Miðasalan er opin frá kl. 15-20. Lokað á mánudögum. Tekið er á móti miðapóntunum í síma 568-8000. Skrifstofusími er 568-5500. Faxnúmer er 568-0383. Gjafakortin okkar — frábær tækifærisgjöf! FÓLK í FRÉTTUM ÁHORFENDUR voru vel með á nótunum. Morgunblaðið/Þorkell Reggítónar kynntir HUÓMSVEITIN Reggae On Ice hélt útgáfutónleika á Astró síðast- liðið miðvikudagskvöld. Tilefnið var útgáfa á geislaplötu sveitar- innar og fluttu liðsmenn hennar að sjálfsögðu lög af plötunni. Fjöldi áhorfenda sótti tónleikana eins og sést á annarri af meðfylgj- andi myndum. HLJÓMSVEITIN Reggae On Ice í góðri sveiflu. Leikið tveim skjöldum KVIKMYNPIR Háskólabíó INNSTI ÓTTI („Primal Fear“) ★ ★ ★ Leikstjóri Gregory Hoblit. Handrits- höfundur Steve Shagan og Ann Bid- erman. Kvikmyndatökustjóri Mich- ael Chapman. Tónlist James Newton Howard. Aðalleikendur Richard Gere, Laura Linney, John Mahoney: Alfre Woodard, Frances McDor- mand, Ekiward Norton. Bandarísk. Paramount 1996. ÚTLITIÐ er svart hjá kórdrengn- um Aaron (Edward Norton). Þessi stamandi, óframfærni flækingur frá Suðurríkjunum hafði verið hirtur upp af öngstrætum Chicago af erki- biskupi borgarinnar fyrir tveimur árum. Nú situr hann inni, grunaður um hroðalegt morð á velgjörðar- manni sínum. Málið er talið upp- lýst, enda pilturinn gripinn nærri morðstaðnum, útataður blóði fómarlambsins. Þá kemur til sög- unnar lagarefurinn Martin Vail (Richard Gere), kunnur fyrir að taka að sér varnir í málum sem efst eru á baugi og hafa betur. Vail er bjartsýnn og telur sig kom- inn vel á veg með að upplýsa málið er það tekur nýja og óvænta stefnu. Bak við vammlausar grímur geist- legra og veraldlegra leiðtoga borg- arinnar leynast vafasamar persónur sem leika tveim skjöldum. Hvað með morðingjann? í það heila tekið er Innsti ótti góð afþreying, vel gerð blanda af morðgátu og réttarsalsdrama. Að visu ekki ýkja frumleg, þó er skemmtileg og óvænt flétta (sem ekki má kvisast út) undir lok mynd- arinnar sem gerir henni mikið gott. Annar handritshöfundurinn er Steve Shagan, hann vann til Ósk- arsverðlaunanna fyrir einum 16 árum fyrir eftirminnilega gott handrit að Save the Tiger, mynd sem jafnframt færði stórleikaranum Jack Lemmon sín einu Óskarsverð- laun fyrir leik í aðalhlutverki. Síðan hefur Shagan fátt gert markvert og gott til þess að vita að Eyjólfur sé að braggast, því Innsti ótti lum- ar á nokkrum, góðum köflum utan lokaþáttarins fyrrgreinda, það er óhugnaður í loftinu og fátt sem sýnist. Vissulega stinga upp kollin- um gamalkunnar klisjur í loftinu, en fleiri góðir þættir koma til hjálp- ar. Tónlist James Newtons How- ards og taka Michaels Chpmans vega þyngst og leikstjóm Gregory Hoblits er örugg og útsjónarsöm Hér er þó um fyrstu bíómynd hans að ræða, en áður hefur hann unnið sig í álit sem snjall leikstjóri sjón- varpsmynda sem gerst hafa í réttar- sölum (m.a. L.A. Law, sem mddi þáttunum vinsælu braut). Leikar- arnir eru einnig vel valdir og standa fyrir sínu. Gere er þó ekki sérstak- lega trúverðugur í hlutverki refsins (þrátt fyrir gleraugnabrelluna). Hann er hinsvegar brattur, sá ágæti eiginleiki bjargar honum sem endranær. Lítið reynd en athyglis- verð leikkona, Laura Linney, fer með aðalkvenhlutverkið, sækjand- ann í málinu og fyrrum hjásvæfu Vails og gerir það vel. Þrír traustir skapgerðarleikarar komast vel frá litlum hlutverkum, þau John Ma- honey, Alfre Woodard og Frances McDormand. Það er hinsvegar ný- liðinn Edward Norton sem stelur senunni í erfíðu, margbrotnu hlut- verki hins grunaða. Það er sannar- lega gefandi og litríkt og nýliðinn kann það vel að meta og fær að öllum líkindum Óskarsverðlaunatil- nefningu fyrir vikið. Hér er komin mynd sem kemur skemmtilega á óvart. Sæbjörn Valdimarsson MorgunMaðið/Áadfs OLÍUBÍLL frá fimmta áratugnum í eigu félagsins var tll sýnis fyrir utan Hótel ísland þar sem tekið var á móti gestum með lúðraþyt. MARGRÉT Baldursdóttir ræðir hér við Óskar RAGNAR J. Bogason framkvæmdasljóri, H. Gunnarsson. Þórólfur Ámason framkvæmdastjóri og Kristinn Hallgrímsson hrl. ræddu saman. ESSO 50ára OLÍUFÉLAGIÐ hf., ESSO, hélt upp á 60 ára afmæli sitt á Hótel íslandi 14. júní. Viðskiptamenn, starfsmenn og aðrir velunnarar félagsins komu þar saman og veislustjóri var Kristján Loftsson stjórnarformaður fyrirtækisins. Ifyrirtækið afhenti tvo styrki til mannræktarmála, eina milljón króna hvom. Þá hiutu Vfmuvama- skólinn og Styrktarfélag vangef- inna, en báðir aðilar þykja hafa unnið brautryðjendastarf í mann- rækt á íslandi. Einnig söng Karla- kór Reykjavíkur nokkur lög. GEIR Magnússon forstjóri fyrirtækisíns, Kristín Bjömsdóttir og Krislján Loftsson stjórnarformaður vom í hátíðarskapi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.