Morgunblaðið - 23.06.1996, Síða 47

Morgunblaðið - 23.06.1996, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1996 47 TRUFLUÐ TILVERA 2 #3 #4 í haepnasta svaði Sýnd kl. 3, 5. 7, 9, og 11 í THX DIGITAL Vaski gi Sýnd kl. 3 og 5 fsl. tal. Sýnd kl. 7.05 enskt tal. Forsýning í kvöld kl. 11 í THX digital £4MMOi Grínsprengja ársins er komin. Leslie Nielsen (Naked Gun) er njósnarinn Steele, Dick Steele og nú geta illmennin fariö aö pakka saman. Aðalhlutverk: Leslie Nielsen, Andie Griffith, Nicolette Sheridan og Charles During. DIGITAL Kletturinn Ein stærsta kvikmynd sumarsins er komin til íslands. Óskarsverdlaunahafarnir Scan Connery og Nicholas Cage fara á kostum í magnaöri s'pennumynd ásamt fjölda annara heimsþekktra leikara. Alcatrazkletturinn hefur verið hertekinn og hótað er sprengjuárás á San Fransisco. Á meðan klukkan tifar er árás á Klettinn skipulögð og til aðstoðar er fenginn eini maðurinn sem nokkru sinni hefur flúið Klettinn... lifandi. m m n fM t wmm Vel dulbúin mæðgin ► MEG RYAN, leikkonan kunna, kann greinilega að dulbúast, enda er sjálfsagt ekki vanþörf á þar sem stjömurnar verða oft og tíðum fyrir áreitni á götum úti vestra. Á þessari mynd sést að meira að segja sonur Meg, Jack, er farinn að ganga með sólgleraugu til að þekkjast síður. TONLIST Gcisladiskur MARTRAÐIR Martraðir, geisladiskur hljómsveitar- innar Leiksviðs fáránleikans. Ýmsir koma við sögu, enda diskurinn tekinn upp á löngum tíma, helst þeir Alfrerð Alfreðsson sem leikur á trommur, Ágúst Karlsson gítarleik- ari og söngvari, Jóhann Vilhjálms- son, söngvari, Hreiðar H. Hreiðars- son söngvari, Jón Harry Óskarsson bassaleikari og Sigurbjöm Rafn Úlfarsson hryngítarleikari. Ýmsir tóku upp á ýmsum stöðum. Hljómsveitn gefur sjálf út. 56,57 mín., 1.999 kr. LEIKSVIÐ fáránleikans á sér langa sögu í íslensku rokki, þó ekki hafi hún gefið út plötu áður. Þannig hefur sveitin verið iðin við tónleikahald í um áratug, þó á stundum hafi við legið að sveitin hætti og breytti um nafn um tíma. Kjarninn hefur þó ævinlega verið sá sami og iðulega mátti hafa gaman af tónleikum sveitarinnar. Það heyrist og víða á disknum sem hér um ræðir að þeir félagar kunna vel til verka; iðulega er keyrslan hvöss og ákveðin, eins og til að mynda í laginu Sulti, grípandi fokklag, og reyndar er upphafslag LEIKSVIÐ fáránleikans. Agæt nasasjón diskins, Hiti, einnig skemmtilegt, Jarðarber er mikil gítarveisla og fleiri lög mætti tína til. Yfirleitt vantar þó herslumuninn á að lögin lifni og betur hefði mátt vinna lög eins og Sult, Hanaat, Við ána og Skuggamann, þó Hanaat sé eitt besta lag disksins og góður sprett- ur í upphafi Við ána. Skuggamað- ur er reyndar gott dæmi um góða drungalega hugmynd sem koðnar niður í tilgerð. Annað lag sem líð- ur fyrir stefnuleysi er Eldhola þar sem þeir Leiksviðsmenn brydda upp á ýmsum nýjungum í útsetn- ingu, bæta meðal annars við sig lágfiðlu, en ómarkvisst. Martraðir gefa ágæta nasasjón af því hve Leik- sviðið gat verið skemmtilegt á tónleikum þegar best tekst til, en heildarsvipur plötunnar er ansi dauflegur, að ekki sé tekið tillit til þess að hún er afrakstur tíu ára starfs sveitarinnar. Það er aðeins í stöku lögum sem allt gengur upp, eins og til að mynda í Sandi, sem er geysigott lag, og áður- nefndu Hanaati, sem er grípandi poppað rokk. Plat- an er einfaldlega of löng og of kaflaskipt. Söngurinn er akkilesar- I hæll Leiksviðsins í flestum Morgunbiaðið/Ásdís lögum, ýmist eru þau illa sungin eins og fyrstu þrjú lögin, eða söngur er sér- kennilega staðsettur í hljóðblönd- un, eins og til að mynda í Kadil- ökkum, sem Jóhann syngur þó lip- urlega. Textar á plötunni eru á íslensku og því sérkennilegt að sjá texta aftan á disknum á ensku, eins og hann sé sérstaklega ætlaður fyrir enskumælandi, en kannski hyggj- ast Leiksviðsmenn á landvinninga. Til þess að það megi auðnast verða þeir að skerpa lagasmíðar og fága tónmálið. Árni Matthíasson Fólk

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.