Morgunblaðið - 23.06.1996, Side 50

Morgunblaðið - 23.06.1996, Side 50
50 SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR KNATTSPYRNA Norrænn baráttufótbotti með suðrænum sambatakti töm FOLK ■ CARLO Ancelotti hefur verið ráðinn þjálfari hjá Parma. Ancel- otti, var _ aðstoðarmaður Arrigo Sacchi er ítalir náðu í úrslit á HM í Bandaríkjunum 1994. Ancelotti, sem lék áður með Parma, tekur við af Nevio Scala. Parma hefur keypt fimm nýja leikmenn fyrir næsta tímabil; Enrico Chiesa, Frakkana Daniel Bravo og Lilian Thuram, Argentínumanninn Hernan Cre- spo og Braislíumanninn Rivaldo. Búlgarinn Hristo Stoichkov er einnig á leikmannalistanum. ■ ARTUR Jorge, landsliðsþjálfari Sviss, verður næsti þjálfari FC Porto ef marka má fréttir dagblaða í Portúgal. Joreg, sem er portúg- alskur og tók við landsliðinu af Eng- lendingnum Roy Hodgson í desem- ber, er samningsbundinn svissneska landsliðinu til 1998 og koma því þessar fréttir mörgum á óvart. „Ég trúi því ekki að Jorge ætli að bijóta samninginn við okkur,“ sagði Peter Benoit, talsmaður svissneska knatt- spyrnusambandsins er þessar fréttir voru bomar undir hann. ■ KENNET Andersson, landsliðs- maður Svía, hefur gengið til liðs við Bologna á Ítalíu. Andersson lék með Bari, sem féll í 2. deild. ■ MIKE Walker hefur á ný tekið við starfi knattspyrnustjóra hjá Norwich City. Walker stjómaði Norwich fyrir nokkrum árum og kom þeim m.a. í UEFA-keppnina fyrir þremur árum þar sem það sló Bayern Munchen úr leik áður en það tapaði fyrir Inter Milan. ■ WALKER hætti síðan fyrirvara- laust hjá félaginu nokkru síðar þrátt fyrir að vera með gildandi samning og tók við hjá Everton. Hann stopp- aði hins vegar ekki lengi hjá Everton og var rekinn frá þeim í janúar í fyrra. í millitíðinni hafði Everton verið sektað af enska knattspyrnu- sambandinu fyrir að bjóða honum starf á sama tíma og hann var í vinnu hjá öðru félagi. ■ EFTIR að Walker hafði verið rekinn frá Everton lýsti hann þvi yfir að hann kæmi ekki til Norwich á ný á meðan Robert Chase væri stjórnarformaður. Chase sagði af sér nýlega og ný stjórn félagsins lét það verða eitt af sínum fyrstu verkum að ráða Walker sem knattspyrnu- stjóra, en hann nýtur mikillar hylli hjá stuðningsmönnum félagsins. í ÚTJAÐRI Gautaborgar f Sví- þjóð, í hverfinu Hjállbo, á bækistöðvar fyrstu deiídar lið íknattspyrnu Gunnilse IS. Síðastliðið haust varð ungl- ingalið félagsins, skipað 18 ára leikmönnum, sænskur meistari. Þetta væri í sjálfu sér tæplega í frásögur fær- andi, ef ekki vildi svo til að annar þjálfara liðsins í ár er íslendingur, Pétur Róberts- son 34 ára gamall. Á dögunum heimsóttu Morgunblaðsmenn Pétur á Hjállbovallen og litu um leið á leik liðs hans gegn unglingaliði meistara IFK Gautaborgar. Fyrst lék okkur forvitni á hvernig það hefði atvikast að Pétur fór að þjálfa unglingameistara Svíþjóðar? íslendingurinn Pétur Róbertsson þjálfar ungl- ingaliðið Gunnilse IS, sem er m.a. skipað leik- mönnum af sjö þjóðern- um í Gautaborg. Grétar Þór Eyþórsson hitti íslenska þjálfarann að máli á dögunum. Þetta kom þannig til að ég fór á íþróttalínu við lýðháskólann hérna í haust. Einn kennaranna þar er Ulf Carlsson sem er þekkt- ur þjálfari og yfirmaður kennslu- mála hjá knattspymusambandi Gautaborgar og jafnframt þjálfari 1. deildar liðs Gunnilse. Þeir hjá félaginu báðu hann um að velja unglingaþjálfara úr skólanum og hann vildi mig. Ég byijaði síðan sem aðstoðarþjálfari í vor, en þeg- ar aðalþjálfarinn hætti var mér boðið að verða annar aðalþjálfar- anna.“ Þannig að leiðin hefur legið upp á við hjá þér síðustu mánuði? „Já, það er óhætt að segja það. Mér þykir þetta að sjálfsögðu mik- ill heiður að vera valinn svona og ekki versnaði það þegar mér var svo boðið að verða einn af leiðbein- endunum á tækninámskeiði sem knattspymusamband borgarinnar heldur fyrir útvalda unglinga í júní.“ Hlúð þétt að strákunum Hvernig er æfíngaaðstaða og annar aðbúnaður hjá liði Gunnilse? „Aðstaðan er góð, hér er aðal- völlurinn auk æfingavalla og stórs félagsheimilis. Hér er hlúð þétt að strákunum. Við æfum núna fjórum sinnum í viku auk leikja. Við höfum einnig farið í æfinga- búðir í útlöndum og í lok maí fór- um við sem Svíþjóðameistarar á sterka alþjóðlega tumeringu í Arnhem í Hollandi. Það þykir kannske einhveijum Morgunblaðið/Golli UNGLINGALIÐ Gunnilse vakti mikla athygli í fyrra er þeir urðu meistarar og spilaði ð köflum sambafótbolta. mikið, en félagið veitir u.þ.b. 200.000 sænskum krónum í liðið í ár, en það er lítið sé t.d. borið saman við IFK Gautaborg, sem mér er sagt að leggi 2,5 miljónir í sitt unglingalið." Leikmenn frá sjö þjóðum Unglingalið Gunnilse vakti mikla athygli í fyrra er þeir urðu meistarar, þar sem liðið var skipað nánast „allra þjóða kvikindum “ og spilaði á köflum sambafótbolta. Er þetta svona ennþá? „Já her eru leikmenn af sjö þjóð- emum: Frá Svíþjóð, Finnlandi, Noregi, Serbíu, Cap Verde, Eritreu og loks tyrknesku Kúrdi. Allt em þetta börn innflytjenda. Svo er ég auðvitað íslenskur!" Og hvernig er að setja saman lið úr svona blöndu? „Það er ekki alltaf einfalt. Það þarf að láta Evrópumennina falla að sambastíl og tileinka sér tækni Afríkumannanna og um leið að kenna þeim að tileinka sér baráttu- anda Evrópubúa og að gefast ekki upp, þó á móti blási. Þetta tekst því miður ekki alltaf, eins og t.d. í dag þar sem við töpum 1:6 gegn IFK Gautaborg, sem við unnum um daginn með 5:3. Það þarf því að ná betra jafnvægi á stemmn- inguna í liðinu. Það er ekki knatt- spyrnuleg geta sem er vandamálið hér.“ OPNA OMK Ó. Johnson & Kaaber hf M0TIÐ verður haldið í Urriðavatnsdölum 29. júní n.k. Leiknar verða 18 holur - glæsileg verðlaun veitt fyrir þrjú efstu sætin með og án forgjafar - lengsta teighögg á 3ju braut, næst holu á 4/13 & 6/15 braut. Ræst verður út frá kl. 8-10 og 13-15. Skráning fer fram í golfskála Oddfellowa sem opinn er frá 10-22 alla daga í síma 565 9092. mm ró Ó. Johnson & Kaaber hf PÉTUR Róbertsson byrjaði sem aðstoðarþjálfari í vor, en þegar aðalþjálfarinn hætti var honum boðið að verða annar aðalþjálfaranna hjá Gunnilse IS. Áhersla lögð á uppbyggingu Er pressa á þjálfaranum að end- urtaka sigurinn frá í fyrra?“ „Nei, alls ekki. Félagið hefur sett sér sem fyrsta markmið að við komust í 16-Iiða úrslitin og allt umfram það sé aukageta. Það gengu alls fimm leikmenn uppúr flokknum í fyrra og því er styrk- leikinn kannske ekki alveg sá sami. Félagið leggur mikla áherslu á uppbyggingu yngri flokkanna og það er yfirlýst markmið að í aðaliðinu sé a.m.k. helmingurinn heimamenn. “ Að lokum Pétur. Læturðu þig dreyma um titilinn? „Nei, ég geng ekki svo langt, en ég veit að möguleikinn er fyrir hendi, ef vel tekst til. Við erum örugglega eitt af fjórum bestu Iið- um landsins í dag.“ Johansson ánægður með EM LENNART Johansson forseti UEFA hefur fylgst grannt með Evrópumótinu á Eng- landi. Hann hefur lýst yfir ánægju með framkvæmd mótsins og framkomu stuðn- ingsmanna liðanna sem tug- þúsundum saman hafa komið til landsins. „Umgjörð keppn- innar og andrúmsloftið hefur verið frábært og þar eiga áhorfendur ekki hvað sistan þátt með jákvæðri framkomu utan vallar janft sem innan,“ sagði Johansson. Um þá gagnrýni sem fram hefur komið á störf dómara og að þeir hafi farið offari í að gefa gul spjöld, einkum í fyrstu leikjunum sagði Jo- hansson. „Þeir fylgdu bara þeim skipunum sem þeim voru gefnar fyrir keppnina og ég held að allir geti verið sáttir. Dómararnir tóku hart á brotum enda hafa engin slys eins og fórbrot átt sér stað.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.