Morgunblaðið - 23.06.1996, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 23.06.1996, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1996 B 7 EFNAHAGURIRUST Mannlíf í molum AÐUR en við lögðum af stað til Rússlands hafði okkur verið sagt að Nov- osibirsk væri einhver ljótasta borg í heimi. Við vorum þess vegna ákaflega spenntir þegar við ientum á flugvellinum um klukkan sex um morguninn eftir þriggja tíma flug frá Moskvu með Aeroflot. Við urðum ekki fyrir von- brigðum. Novosibirsk, sem er um 1,6 milljón manna borg, kom okkur fyrir sjónir sem full af kassalaga gráum blokkum og verksmiðjust- rompum, og stórum mannvirkjum í niðurníðslu. Hins vegar hafði okkur líka verið sagt, að staðurinn þar sem ráð- stefnan yrði haldin, rétt fyrir utan borgina, væri einhver fegursti stað- ur í Rússlandi. Þar er um að ræða háskólahverfi, sem var byggt fyrir rússnesku vísindaakademíuna í Sí- beríu á árum áður, með 22 rann- sóknarstofnunum, ráðstefnuhöll, tónleikahöll og aðalbyggingu. Ekki var þetta fegursti staður sem við höfðum augum litið, en hvarvetna var þó eins og glitti í fornan glæsi- leika. Einn viðmælandi okkar hélt því fram að hugtakið viðhald væri ekki til í orðaforða Rússa, a.m.k. ekki í þeirri merkingu sem hann átti við. Hugsjónastarf Þessi ráðstefna, sem við fréttum af í gegnum nýstofnaða Framtíðar- stofnun hér á íslandi, var mjög vel skipulögð og áhugaverð í alla staði. Yfirskriftin var „Global Governance Towards Sustainable Develop- ment“, eða Alþjóðlegt stjórnarfar í þágu sjálfbærrar þróunar. Boðið var upp á sjö málstofur um ýmis mál, sem flest mætti flokka sem ein- hvers konar heimsmál, og við vorum skráðir í málstofu um efnhagslegt og félagslegt ástand í Rússlandi. Ráðstefnan er haldin árlega á veg- um samtaka ungs fólks í Siberíu, sem eru óvenju virk samtök í Rúss- landi. Viðfangsefni ráðstefnunnar, sem er alþjóðleg, eru þau sömu á hveiju ári, og sýnir það viðleitni ráðstefnuhaldara til þess að kryfja málefnin almennilega til mergjar. Það er ungur maður, Oleg Matuzov, sem hefur átt veg og vanda að skipu- lagningu ráðstefnunnar. Hann vinn- ur í háskólanum í Novosibirsk, sem er talinn sá þriðji besti í Rússlandi og fær í laun um 55 dollara á mán- uði. Lítill kaupmáttur almennings er eitt stærsta vandamálið í rússnesku samfélagi. Einn háskólakennari sem við fréttum af fær 12 dollara á mán- uði, eða um 800 krónur. Ástandið í Rússlandi í málstofunni um ástandið í Rúss- landi bar margt á góma og það var fróðlegt að hlusta, með aðstoð túlka, á rússneska fræðimenn rök- ræða sín á milli um innanríkismál, mánuði fyrir kosningar. Einn fyrir- lesara, V. Fofanov, prófessor við Háskólann í Novosibirsk, var meðal þeirra sem töldu allt benda til þess að Rússland væri á barmi efnhags- legrar og félagslegrar glötunar. „Efnahagurinn er í rúst og mannlíf- ið er í molum,“ sagði Fofanov. „Hver sem vinnur kosningarnar verður að reka sömu stefnuna; — að forða þjóðinni frá hruni." Að mati Fofonovs hagnast hin vinnandi stétt ekki á ástandinu í Rússlandi um þessar mundir, heldur aðeins þeir sem nýta sér verðbólguna til spákaupmennsku. Það hefur jafn- framt í för með sér heldur slakt viðskiptasiðferði í landinu. í tengsl- um við mikla glæpi í viðskiptalífinu Um miðjan maí síðastliðinn fór fram í Nov- osibirsk í Síberíu alþjóðleg ráðstefna ungs fólks um heimsmál. Andri Steinþór Bjömsson og Guðmundur Steingrímsson fóru á ráðstefnuna og tóku þátt í umræðum um ástandið í Rússlandi. Novosibirsk er iðnaðarborg, ekki langt frá landamærum Mongólíu, og hún er á meðal íjölmennustu borga í Rússlandi. NÓG framboð af ferskum afurðum er þó á boðstólum götusalanna í umræðum um þessi mál kom fram athyglisverð skipting fyrir- tækjaeigenda í Rússlandi í fjóra flokka. I fyrsta flokki eru þeir, sem reka fyrirtæki undir verndarvæng stjórnvalda í Rússlandi. í öðrum flokki þeir sem reka fyrirtæki í nánum tengslum við stjórnvöld í borgum og landshlutum og nýta sér þau tengsl mikið. í þeim þriðja eru fyrirtækjaeigendur á vegum mafí- unnar og í þeim fjórða eru fyrir- tækjaeigendur sem eru heiðarlegir. Þeir sem töluðu fyrir öllu bjartsýnni viðhorfum en Fofanov gerði, og töldu að þrátt fyrir allt væru ýmsar vísbendingar um stöðugleika í rúss- nesku efnahagslífi, gerðu mikið úr mikilvægi fjórða hópsins, þeirra heiðarlegu, og lögðu áherslu á að sá hópur færi stækkandi. Fo- fonov benti á, að margir hefðu hagn- ast í stjórnartíð Jelts- íns, og sagði í því samhengi að hættan á borgarastyijöld væri talsverð núna þegar u.þ.b. helming- slíkur eru á endur- kjöri forsetans. „Margir eru reiðu- búnir að beita vopn- um ef þeir missa Jeltsín," sagði Fo- fonov. „Og sumir rót- tækir hópar vilja gera allt til þess að „endurreisa réttlæt- ið“. Það ríkir köld borgarastyrjöld. Það er mjög veik miðja i okkar samfélagi, en sterkar öfgar.“ T.V.: Gamall hertrukkur hefur tekið við hlutverki kaupmannsins á horninu. T.h: Seryakova er í forsvari fyrir átaki í Rússlandi sem miðar að því að fá ungt fólk til þess að kjósa í forsetakosningunum. MANNLÍFIÐ er samt við sig - hér eins og annarsstaðar. nefndi Fofonov það einnig sem or- sök hversu samfélagið væri íhalds- samt. „Rússar hafa alltaf verið mjög nánir,“ sagði Fofonov, „og það er alls ekki í samræmi við síaukna samkeppni i viðskiptum. Á Vestur- löndum er reynt að gera þessa sam- keppni mannlega, en okkar sam- keppni er mjög hörð. Menn skjóta hver aðra.“ Ungt fólk kýs ekki til þess að kjósa í forsetakosningun- um. í máli hennar kom fram að einungis um 11-17% ungs fólks í Rússlandi, á aldrinum 18 til 25 ára,- mætti á kjörstað í seinustu þing- kosningum. „Um 15% ungs fólks hefur áhuga á stjórnmálum,“ sagði Seryakova. „Restin hefur ekki áhuga og sýn- ir ekki tilburði til þess að kjósa.. Þetta er svo sem ekki endilega ein- kenni á Rússlandi, því þetta virðist vera landlægt vandamál annars staðar líka.“ Átakið miðar að því að reyna að spyija spurninga eins og hvers vegna ungt fólk ætti að kjósa og jafnframt að svara þeim. Fyrst af öllu er reynt að skilgreina hvað lýðræði er, sem vald fólksins gegnum þingmenn. Jafnframt er lögð áhersla á réttinn en ekki skyld- urnar, sem lýðræðið felur í sér. „Aldursbilið 18-25 ára eru ár sjálf- stæðis og þess vegna leggjum við höfuðáherslu á þann hóp. Þá vilja menn nota rétt sinn, án þess að neyta aflsmuna," sagði Seryakova. Fyrir þingkosningarnar í Rúss- landi árið 1993 var ráðist í viðamik- ið átak að bandariskri fyrirmynd til þess að fá ungt fólk til þess að kjósa og sama er uppi á teningnum núna. Fjölmargir tónleikar og böll eru haldin víðsvegar um landið og á þessum samkomum, og líka í skólum, er dreift eins konar skrán- ingarspjöldum. Þar er ungt fólk látið lýsa því yfir að það muni nota réttinn til þess að kjósa og kynna sér stefnur allra frambjóðenda. „Eg mun velja mína framtíð og ég mun því kjósa,“ segir á spjaldinu og síð- an eru kortin sett í happdrættisvél og einhveijir heppnir hljóta vinning. Næstu daga er hringt í fólkið og spjallað við það um kosningarnar. Líkt og á bandarísku tónlistar- rásinni MTV fyrir seinustu forseta- kosningar í Bandaríkjunum, þar sém bandarískir tónlistarmenn voru fengnir til þess að ræða um stjórn- mál og skora á ungt fólk að kjósa, þá hafa rússneskir tónlistarmenn einnig verið virkjaðir i Rússlandi. Einnig er lögð áhersla á staðbundna sjónvarpsþætti, þar sem ungt fólk sér fólk sem það þekkir tala um stjórnmál og hagsmuni þeirra. Á þvi leikur enginn vafi að það skiptir gríðarlega miklu máli hvern- ig ungt fólk kýs í Rússlandi, ef það fer á kjörstað í einhveijum mæli. „Hvergi stendur ungt fólk frammi fyrir jafn miklum vandamálum," sagði Seryakova. „Núna stendur valið milli framtíðar og fortíðar. Ungt fólk ætti að kjósa framtíðina, því þar er vettvangur þess, en við getum ekki álasað eldra fólki fyrir ■að kjósa fortíðina.“ Lenín hefur misst hökutoppinn Nokkuð viðamikil tónlistarhátíð fór fram í Novosibirsk á sama tíma og ráðstefnan. Þar komu fram fjöl- margar kraftmiklar rússneskar rokkhljómsveitir og virðist vera talsverð gróska í rússnesku tónlist- arlífi. Lokaviðburður ráðstefnunnar og tónlistarhátíðarinnar var síðan heilmikil hátíð í bakgarði háskól- ans, þar sem allar hljómsveitirnar komu fram og um 15 þúsund manns létu sjá sig. Ráðstefnugestir fengu að halda til i háskólabyggingunni og horfa á æstan múginn úr skóla- stofum. Þessar stofur voru eins og maður getur ímyndað sér skóla á Austfjörðum um eða eftir seinna stríð. Eftir dvölina í Novosibirsk héld- um við til Moskvu og spókuðum okkur í Kreml og á Rauða torginu. Auk þess að fara á McDonalds og Pizza Hut, snæddum við kvöldverð í margfrægu húsi gamla rithöf- undasambandsins í Sovétríkjunum, þar sem óæskilegir pennar voru á sellufundum dæmir til útlegðar á árum áður, en þar er núna veitinga- hús. Einnig heyrðum við af því, að það væri búið að raka hökutopp- inn af Lenín, þar sem hann liggur í grafhýsi sínu. Við fengum hins vegar aldrei tækifæri til þess að sjá það með eigin augum, því oft- ast standa þar nú á dögum vopnað- ir verðir frammi fyrir luktum dyr- Seryakova heitir ung kona sem er í forsvari fyrir átaki í Rússlandi sem miðar að því að fá ungt fólk Höfundar eru háskólanemar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.