Morgunblaðið - 23.06.1996, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 23.06.1996, Qupperneq 8
8 B SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1996 MANNLÍFSSTRAUMAR MORGUNBLAÐIÐ Bjartar sumamætur AÐ ER Jóns- messunótt. Eiginlega sú há- tíð sem við ís- lendingar njótum fyrir okkur og algerlega á okk- ar forsendum, sem fáir aðrir eiga. Þá er lengstur sólargang- ur, björt nótt. Aðrar þjóðir eiga Jónsmessu, en hjá þeim er svo rökkvað að logandi bál eru ein- kenni og sjást. Við skynjum þetta líka. Löngum hafa menn vakað á Jónsmessunótt úti í náttúrunni. Sagt er að við ís- lendingar þurfum minni svefn á björtum nóttum en dimmum vetramóttum. Kannski af því að við viljum vaka og njóta birt- unnar meðan hún er svona tær. Krakkar fá að vera lengur úti á kvöldin og ærslast, ómögulegt að fá þau inn. For- eldramir hafa skilning á því. Hestafólk ríður nóttina langa upp til heiða. Aðrir ganga á ijallið sitt þar sem víðsýnið er á Jónsmessunótt. Ég minnist miðnættis á hæsta tindi lands- ins, Hvannadalshnjúk með út- sýni yfir næstum hálft landið. Ungt fólk vill nú sem fyrr dansa nóttina langa. Ætli það gildi ekki líka í dag, að ungt fólk vilji dansa út bjarta vornóttina? Kannski er ekkert skrýtið þótt það fari öfugt í það að vera rekið heim meðan nóttin er enn björt 17. júní, úr því á annað borð er boðið í dansinn á götun- um. Væri ekki ráð að ýta frekar undir fólk að dansa á götunum þjóðhátíð- ardaginn fram und- ir morgun eða þar til þreytan yfirbug- ar - eða ofurölvun? Að vísu er fjarska dapurlegt að sjá að unglingar niður eftir öllum aldri séu svo gleðivana að þeir orki ekki að dansa nótt- ina langa vegna ofurölvunar, missa af allri gleðinni. Og ekki síður að þeir snúast af ofsa gegn þeim sem þó eru að reyna að bjarga þeim frá að fara sér að voða eins og piltinum sem hékk ölvaður uppi á háu hliði í Austurstræti. Atti lögreglan kannski að leyfa honum að stórslasast eða fyrirfara sér hinum til skemmtunar? Sama dag, 17. júní, lagði skólameist- ari Menntaskólans á Akureyri til að að breyta ákvæði áfengis- varnarlaga, færa leyfi til að kaupa sér bjór og áfengi niður í 18 ár vegna hins mikla ósam- ræmis, þar sem ungu fólki er þá treyst til til að gifta sig, stofna heimili og taka ábyrgð á börnum, kjósa til þings og forseta o.fl. Lítum á þetta í samhengi. Við Islendingar erum núna loks að byija, eftir 50 ára til- veru sem lýðræðisþjóð, að lag- færa og rétta ýmisleg grunn- atriði af í íslenskri löggjöf, svo sem aðskilnað dómsvalds og framkvæmdavalds og fleira, ýtt út í sumt af fjölþjóðalögum og samstarfi við aðrar lýðræð- isþjóðir. En þar sem alltof margir pólitíkusar fórna hug- sjóninni og tilfinningu fyrir jafnræði og réttlæti, sem ég efast ekkert um að þeir hafi, fyrir pólitíkina undir kjörorð- unum „að pólitík sé list hins mögulega“, þá eigum við enn langt í land. Þannig getur meiri hluti þjóðarinnar nú að- eins einu sinni glaðst yfir því að hafa fullan kosningarétt, þ.e. að atkvæði greitt forseta- efni vegur jafnt hvar sem er á landinu. Því verður forseti jafnt forseti allr- ar þjóðarinnar og höfuðmál að allir geti sætt sig við hann. Réttindi og skyldur ungs fólks virðast í löggjöfinni hafa lent í kvöm misræmis, einstök atriði um aldursmörk orðið til eins og nokkurs konar uppá- komur. Ekki verið gert upp hvenær unglingur á að taka ábyrgð á sjálfum sér, hafa sín réttindi og þá líka sínar skyldur og standa undir því. Sjálfræðis- aldurinn er auðvitað undirstað- an. Sjálfræðisaldur er við 16 ára mörkin, þá ráða ungling- arnir sér sjálfir. Foreldrar bera ekki lengur ábyrgð á þeim, og eiga kannski ekki lengur að hafa skyldur við þá. Farið er að tala um að færa sjálfræðis- aldurinn upp í 18 ár til sam- ræmis við margar aðrar þjóðir. M.a. hefur það komið inn í umræðuna um fíkniefnavand- ann að 16 ára sjálfræðisaldur sé of ungt til að hægt sé að taka á vandanum snemma. Það virðist eiga hljómgrunn. Enda fer ungt fólk á okkar tímum seinna að vinna fyrir sér og er lengur í skólum að búa sig undir lífið en áður var. Virðist því almennt rökrétt. Við höfum á ýmsan hátt verið að fikra okkur niður að þessum tímamótum, setja ald- ursmark í lögum við 18 ár. Kosningaréttur og kjörgengi var fært niður í 18 ár, gifting- araldur karla og kvenna og ábyrgð á heimili þar líka o.fl. Þetta „fullorðna fólk“ má vera inni á vínveitingastöðum en ekki kaupa sér bjórdós. Mis- munurinn á ábyrgð er auðvitað ekki í neinu samræmi. Heldur ekki ábyrgð foreldra, sem eiga erfitt með að átta sig á hvar mörkin um skyldur og ábyrgð Uggja. Eitt er þó himinhrópandi um skyldurnar. Með lögum var akstursrétturinn settur við 17 ár með skelfilegum afleiðing- um. Unglingar eru að læra á bíl 16 ára, og taka próf á 17 ára afmælisdaginn sinn og koma þá hömlulaust út í um- ferðina. Það er ekki tilviljun að öll banaslysin sem orðið hafa í umferðinni á þessu ári eru á 17 ára unglingum. Samkvæmt úttekt tryggingafélaganna hafa í mörg ár flest stórslysin í umferðinni orðið hjá fólki 17-20 ára. Um leið og önnur ábyrgð í samfélaginu er sett við 18 ára markið þarf auðvitað að rétta ökuréttindaaldurinn af til sam- ræmis. Með síöflugri ökutækj- um og vaxandi umferð er ábyrgðin á eigin lífí og annarra ekki minni í umferðinni en ann- ars staðar í samfélaginu. A.m.k. hafa of mörg 17 ára mannslíf og 17 ára lamanir nú þegar farið í þessa tilrauna- starfsemi. eftir Elínu Pálmadóttur ÁN ÞRÖSKULDAAA) hunsa lögogreglur Hafaráðamenn enga ábyrgð? Ú ERT alltaf að skrifa í blöð- in.“ Sagði kunningi minn við mig um daginn er við hittumst eftir fjöldamörg ár. „En hefur þetta nú ekki lagast mikið á síð- ustu árum?“ bætti hann við. Mér vafðist hreinlega tunga um tönn, því sjálfur hef ég setið í þessari súpu í nær tutt- ugu ár og því kannski ekki séð hlutina með nægi- legu víðsýni. En! Það er hreint ótrúlegt hve stjórnmálamönnum og öðrum ráðamönnum þjóðarinn- ar leyfist að hunsa egin lög lengi. Ein lítil lagagrein í hartnær fjórðung aidar hefur verið skýrt í lögum að allar opin- berar byggingar skulu vera að- gengilegar öllum og í hvert sinn sem meiriháttar breytingar eru gerðar á byggingum ætluðum al- menningi skuli aðgengi hreyfi- hamiaðra haft í huga. Eg ætla að leyfa mér að birta hér þessa um- ræddu reglugerðargrein í heild sinni: „Við hönnun á lyftum og iyftu- húsum skal gætt rýmisþarfa hreyfihamlaðra, sbr. Rb-blöð nr. (E2) 101 og 201 og að flytja megi sjúkling í sjúkrakörfu í lyftunni. Ennfremur skal gætt ákvæða í reglugerð nr. 203/1972 um búnað, rekstur og eftirlit með lyftum og lyftubúnaði. Um stærðir á lyftum og lyftuhúsum sjá ISO 4190/2- 1982 og 4190-1:1990. Við meiriháttar breytingar á byggingum skal tryggja aðgengi hreyfihamlaðs fólks í hjólastólum m.a. með lyftubúnaði. í byggingum sem eru 3 hæðir eða meira og hýsa opinberar stofn- anir, í skrifstofubyggingum sem eru 3 hæðir eða meira og í verslun- ar- og þjónustumiðstöðvum, sem eru tvær hæðir eða meira skal vera lyfta sem sé a.m.k. 1,10 x l, 40 m, burðargeta 630 kg og breidd dyra 0,80 m. í tveggja hæða byggingum sem hýsa opinberar stofnanir skal tryggja aðgengi hreyfihamlaðs fólks í hjólastól að báðum hæðum, t.d. með lyftubúnaði. í Ijöibýlishúsum sem eru 5 hæð- ir eða meira skal vera lyfta sem sé a.m.k. 1,10 x 2,10 m, burðar- geta 1.000 kg og breidd dyra 0,80 m. í fjölbýlishúsum sem eru 8 hæð- ir eða meira skal auk fólkslyftu vera vörulyfta. Að öðru leyti skal byggingar- nefnd meta, í hveiju tilfelli, þörf á lyftum hvað varðar stærð, fjölda og gerð þeirra. Mat byggingarnefndar á þörf fyrir lyftur skal byggja á fjölda hæða, fermetrafjölda hverrar hæðar, fjölda íbúða, fjölda nota- eininga, íbúafjölda og starfs- mannafjölda ásamt fyrirhugaðri starfsemi, biðtíma og eðlilegu þjónustustigi gagnvart íbúum, starfsmönnum og almenningi. Byggingarnefnd getur krafist þess að aðalhönnuður geri sér- staka grein fyrir mati sínu á lyftu eða lyftum sbr. 7. og 8. mgr. þess- arar greinar. Byggingarnefnd getur krafist úrbóta ef hún telur þörf á og get- ur sett strangari kröfur um lyftur en tilgreindar eru í reglugerð þess- ari.“ (Byggingarreglugerð 1992, 8.2.2.1.) Umhverfisráðuneytið Umhverfisráðuneytið er það ráðuneyti sem gefur út þessar reglur og er ábyrgt fyrir því að farið sé eftir þeim. Þetta er ungt ráðuneyti, aðeins um fimm ára gamalt og var fyrst í viðunanlegu húsnæði en flutti árið 1992 í þetta gjörsamlega óaðgengilega hús- næði og sýnir það ef til vill betur en nokkuð annað hve litla virðingu stjórnmálamenn bera fyrir al- menningi. Á einum af síðustu þingfundum fyrir jól lofaði þó umhverfísmála- ráðherra, Guðmundur Bjarnason því að „ ... fyrir mitt þetta ár skal neðsta hæð ráðuneytisins þar sem afgreiðslan er vera gerð að- gengileg öllum.“ Enn bólar samt ekki á neinum framkvæmdum, í það minnsta ekki neinum sjáanleg- um þó komið sé fram í sjötta mánuð ársins. Hótel Norðurland En ráðherra umhverfismála stendur í fleiru sem varðar þessa grein. Hótel Norðurland á Ákur- eyri, sem er í þriggja hæða húsi, óskaði eftir að bæta við fjórðu hæð, án þess að setja lyftu í húsið og var veitt leyfi til þess af bæjar- stjórn Akureyrar. Sjálfsbjörg, fé- lag fatlaðra á Akureyri kærði úr- skurðinn til ráðherra og tók hann sér góðan tíma til að ígrunda málið, eða alla þijá mánuðina sem hann hafði rétt til samkvæmt lög- um. í síðust viku, rétt fyrir landsþing Sjálfsbjargar, landssambands fatl- aðra, kom svo úrskurðurinn, sann- kallaður Salomonsdómur: Hótel er ekki þjónustumiðstöð heldur fjöl- býlishús! Nú hef ég fyrir því traustar heimildir að byggingarfulltrúi Ak- ureyrar, byggingarfulltrúi ríkisins, sem og ferlinefnd Akureyrar hafi talið það skýlaust að hér ætti að setja lyftu, ef fara ætti að lögum. Bæjarstjórnarmeirihlutinn hefur eftir Guðmund Mognússon Þ|ÓDLÍFSÞANKAR/£n/ þærhvítu ogholdugu betri en brúnar beinasleggjur? _ Kvenímynd nútímans * Imannfagnaði sem ég sat um daginn var verið að ræða um kvenímynd nútímans. „Ég segi fyrir mig, ég hef engan áhuga á þessum brúnu beinasleggjum sem n eftir Guðrúnu Guðlougsdóttur eru arkandi hér út um allan bæ um þessar mund- ir. Þegar ég var ungur maður þá þóttu þær konur fallegastar sem voru hvítar og svolítið holdugar, nú má ekki sjást holdtutla utan á konum þá eru þær roknar til og farnar í erobik eða hvað það nú heitir og þegar þær eiga frí frá leikfimihoppinu liggja þær í ljósum til þess að verða brún- ar. Og hveijum til dýrðar er þetta gert, ekki karlmönnum, svo mikið er víst, karlmenn nútímans eru ábyggilega ekkert öðruvísi en karl- menn fyrri tíma, þeir vilja flestir hafa konur mátulega þéttar á rétt- um stöðum og litfríðar. Nei - sann- leikurinn er sá að konur eru famar að halda sér til hver fyrir annarri, þetta hefst af þessu kvenréttinda- brölti öllu, það mætti sannarlega endurskoða það.“ Þessi ræða, sem einn af viðstöddum karlmönnum hélt, dugði til þess að stórmóðga flestar konur samkvæmisins. Sum- ir karlmennirnir kinkuðu hins veg- ar kolli og gáfu frá sér samþykk- ismuldur. Líklega er það svo að hver tími á sér sína kvenímynd, en ekki er augljóst hver skapar þá ímynd og kannski er það breytilegt. Ef skoð- uð eru málverk af konum frá end- urreisnartímanum sést að þær holdugu og hvítu hafa ailténd ver- ið vinsælar fyrirsætur þá. Seinna var lögð ofuráhersla á mittið, það varð að vera mjög grannt, svo grannt að konur þurftu að reyra sig til þess að nóg væri að gert og jafnvel að láta fjarlægja rifbein þegar lengst var gengið. Rasspúð- amir gegndu þá þýðingarmiklu hlutverki. Mjaðmimar urðu að vera bosmamiklar til þess að mittið sýnd- ist ennþá grennra og bijóstin máttu gjaman vera vel sýnileg. Allar göt- ur vom þó hin kvenlegu einkenni hafin til vegs og virðingar. Eftir seinni heimsstyijöld skipti heldur betur um. Þá klipptu konur hár sitt stutt, svo og kjólana, og kvenímyndin breyttist á þann veg að hún hefur aidrei orðið söm síð- an. Þá komst það sem sé í tísku að konur væru nánast bijósta- lausar og mjaðmalausar og engar sérstakar kröfur voru einu sinni gerðar til mittisins, aðalatriðið fyr- ir konur þá var að vera sem sport- legastar og drengjalegastar í út- liti. Síðan hefur þessi kvenímynd verið ótrúlega lífseig - en misjafn- lega vel sýnileg þó. Á íslandi var fyrr á þessari öld í tísku að konur væru holdugar og hvítar á hörund. I bókum eftir Guðrúnu frá Lundi eru eftirsóknar- verðustu konumar þannig útlít- andi. Hinar, sem karlmennimir ekki sóttust eftir, voru gjarnan holdskarpar og blakkar á hörund. Svo komu aðrir tímar og opin- berlega hafa holdugar, mjúkar og hvítar konur ekki verið í. tísku í marga áratugi. í samræmi við þetta hafa íslenskar konur lagt æ harðar að sér, eftir því sem liðið hefur á öldina, í þeirri viðleitni sinni að verða sem grennstar og sólbrún- astar. Það er því ekki nema von að þeim bregði í brún þegar karl- menn opna sinn munn og lýsa því yfir í heyranda hljóði að þeim þyki þetta eftirsóknarverða útlit ljótt. Það er sárgrætilegt að fá slíka

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.