Morgunblaðið - 23.06.1996, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 23.06.1996, Qupperneq 10
10 B SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ A FLEYGIFERÐ - MEÐ STOISKRI RO i „Öskju hlíéarskólanum" í Peking Þótt sérkennsla blindra og heymarlausra eigi sér meira en hundrað ára sögu í Kína, rétt eins og hérlend- is, er skipulegt skólahald fyrir þroskahefta tiltölulega nýtilkomið þarlendis. As- geir Sigurgestsson notaði tækifærið í Pekingferð ný- verið til að heimsækja Pei Zhi-skólann. NÁLASTUNGUAÐFERÐINNI beitt. ÞRÁTT fyrir þrjár akgreinar í hvora átt var umferðin í hnút á hraðbrautinni vest- ur frá miðborg Peking. „Morgunhnúturinn", sagði Yan Xue Song, bílstjóri og allsherjarhjálpar- hella íslenska sendiráðsins, sallaró- legur. Og hann brá heldur ekki svip þegar hann beygði snöggt til hægri inn á hjólreiðabrautina, sem var á breidd eins og heil akrein. Beint inn í mitt reiðhjólahafið. Mér varð ekki um sel; framundan voru hjólandi borgarbúar eins langt og augað eygði. Áreiðanlega tíuþús- und. Þetta hlaut að enda með ósköp- um. En Song vissi augljóslega hvað hann var að gera og greip til hjálp- artækisins, sem í Peking er álíka nauðsynlegt í hveijum bíl og hjólin undir honum: Flautunnar. Það var galdri líkast hvernig jafnóðum myndaðist geil í hjólahafið þótt Song þeytti bílnum í einu vetfangi upp í 70 km hraða. Hann straukst við buxnaskálmar á báða bóga og engum virtist brugðið nema mér. Og Song flautaði bara létt annað veifið. Fljótlega varð ljóst að fleiri bflstjórum hafði hugkvæmst að þræða hjólreiðabrautina. Og aftur fór allt í hnút. Nema nú voru það hjólreiðamennirnir sem dóluðu sér áfram sem fyrr og sveigðu listilega milli bílanna, sem sátu fastir í krað- akipu. Ég hagræddi mér í sætinu, bjó ég mig undir að dvelja þarna um hríð og fór að virða fyrir mér ið- andi mannlífið á gangstéttinni hægra megin við hjólreiðabrautina. Enn og aftur haf af Kínveijum eins langt og augað eygði. Song horfði líka til hægri, - en greinilega ekki til þess eins að virða fyrir sér sam- borgara sína. Skyndilega tók bíllinn kipp og Song svipti honum upp á gangstétt, beint inn í mannhafið. Og flautaði létt. Áður en ég náði að stynja því upp að okkur lægi nú kannski ekki svona mikið á, vorum við komin á fleygiferð í gegnum hópinn. Ég átti nánast von á blóðslettum á framrúðuna, a.m.k. reiðiópum og hnefum á lofti, en aftur galdraði Song okkur áleiðis, út úr hnútnum á lygnan sjó, og vegfarendur virtu okkur varla við- lits. Viku aðeins lipurlega. Mér varð NEMANDI í tölvuveri, þar sem hann vinnur við stærðfræðiforrit. hugsað til æðruleysishugmynda austurlenskra trúarbragða. Þannig er umferðin á annatímum í Peking, ellefu milljóna manna stórborg í voldugri uppsveiflu. Það var eins gott að Song hafði alið allan aldur sinn í Peking - fyrir utan nokkur misseri við vinnu á austurlenskum veitingastað á Grensásveginum! - og vissi upp á hár hvað til bragðs skyldi taka, þá sem endranær. Okuferðirnar með honum um Peking urðu fleiri, ein- att á fleygiferð. Þegar tíminn var naumur var aksturslagið líkt og í stórborgarkappakstri í amerískri bíómynd - löggan á eftir bófanum - en Song hvíldi ævinlega í stó- ískri ró. Mér varð ljóst að stundum er óhjákvæmilegt að fela örlög sín í hendur annarra - og loka augun- um. í erindum listagyðjunnar En hvert var ferðinni heitið? Og hvað var ég að vilja þarna hinum megin á hnettinum? Því er m.a. til að svara að það er samfellt ævin- týri að eiga vin og sálufélaga á borð við dr. Guðmund Emilsson hljómsveitarstjóra. Aldrei logn- molla, einlægt óvæntar hendingar í orði og æði — og tónum. Einn góðan veðurdag var spurningin: „Ertu með til Peking?“ Ég hafði vitaskuld fylgst með linnulausri viðleitni Guðmundar gegnum árin til að auðga tónlistar- lífið hérlendis og kynna íslenska menningu erlendis, ekki síst ný- sköpun í tónlist. Óbifandi trú hans á erindi listagyðjunnar við alla menn var mér engin nýlunda og ekkert minna en allur heimurinn er undir. Og nú voru það Austur- lönd fjær. „Byrjum á Kína,“ sagði Gummi. Ég minntist samstarfs hans við Hjálmar W. Hannesson sendiherra um velheppnaða íslenska menning- arhátíð í Bonn á fyrra ári; íslensk tónlist, þ.á m. frumflutningur ís- lenskrar óperu eftir Atla Heimi Sveinsson, skáldskapur og fleira góðgæti. Nú hafði Hjálmar tekið við stöðu sendiherra í Peking og það stóð jafnvel annað eins til þar í borg að ári. Samstarfi Hjálmars og Guðmundar var hvergi nærri lokið. „Drífðu þig með.“ Hvernig er annað hægt en að hrífast með slíkum eldhuga - og drífa sig með? „Ég skynjadi fljótt að ég var staddur meðal brautryðjenda, hug- sjónafólks, og varð óneitanlega hugsað til þeirra sem ruddu brautina heima.“ Snör viðbrögð og einstök gestrisni Þegar ljóst var orðið að ég myndi eyða viku í Peking sendi ég Hjálm- ari W. Hannessyni sendiherra nokkrar línur um starfssvið mitt á íslandi í ár, málefni fatlaðra barna, og bað hann, ef nokkur kostur væri, að koma mér í samband við starfsbræður þar eystra. Og ekki stóð á snörum viðbrögðum hans í þeim efnum, fremur en öðrum þessa viku sem við nutum einstakrar gest- risni hans og að- stoðar. Hann var mmmm vakinn og sofinn yfir erindum okkar og vellíðan. Þrátt fyrir skamman fyr- irvara hafði hann, ásamt dyggu starfsliði sínu, Ragnari Baldurs- syni, Petrínu Baeh- mann og tveimur ■■■■■ kínverskum starfs- mönnum sem bregður fyrir í þess- ari frásögn, komið til leiðar heim- sóknum sem reyndust afar forvitni- legar; Til yfirmanns sérkennslu- mála í kínverska menntamálaráðu- neytinu og í skóla fyrir þroskahefta nemendur í Peking. Hjálmar hafði vitaskuld einnig komið á tengslum milli Guðmundar Emilssonar og kínverskra aðila, m.a. við aðstoðarmenningarmála- ráðherrann og forráðmenn kín- verska ríkisútvarpsins, að ógleymdri Pekingóperunni. Ökuferð minni með Yan Xue Song um akvegi, hjólreiðabrautir og gangstéttir Peking þennan morgun var einmitt heitið í áður- nefndan skóla fyrir þroskahefta, nánar tiltekið Pei Zhi-skólann í vesturhluta borgarinnar. Sú heim- sókn verður mér ógleymanleg. Skólinn er í borgarhluta sem enn einkennnist af lágreistri byggð og þröngum götum, en víða annars staðar í borginni víkur sú götumynd ört fyrir öllu viðameiri byggingum. Song smeygði bílnum fimlega milli hjólandi og gang- andi vegfarenda, ■■■• spurði til vegar ann- að veifið og ekki stóð á svörum. Fyrr en varði stöðvaði hann bílinn í stóru porti, umlukið Pei Zhi-skólanum á alla vegu. Nú skal nefnd til sögunnar frú Zhang. Hún er ritari Hjálmars W. Hannessonar, prýði- lega mælt á ensku og ekki þarf að efast um kínverskukunnáttuna. Hún var með í för til að túlka og fór fyrir er við stigum út úr bílnum og heilsuðum Zhang Tian Lun skólastjóra og starfsfólki hans. Meðal brautryðjenda Okkur var boðið til hátíðarsalar skólans þar sem veggir eru klæddir dökkum viði og langt, blómskreytt borð í stíl í miðjum sal. Og við vor- um vart sest, beggja vegna borðs- ins, þegar borið var fram hið ómiss- andi te, í stórum föntum með loki svo það kólnaði ekki. Eftir að hafa skipst á nafnspjöldum var ekkert að vanbúnaði. Lun skólastjóri, hlý- legur maður á sextugsaldri, hafði orð fyrir þriggja manna móttöku- nefnd og ekki stóð á frú Zhang að túlka. Álengdar stóð afar fínleg stúlka, kínverskur sérkennari, reiðubúin með meira te. Pei Zhi-skólinn er sá elsti sinnar tegundar í Peking, en þó aðeins sextán ára gamall. Þótt sérkennsla blindra og heyrnarlausra eigi sér þarna meira en hundrað ára sögu, rétt eins og hérlendis, er skipulegt skólahald fyrir þroskahefta því til- tölulega nýtilkomið þarlendis. Pei Zhi-skólinn á sér því hliðstæðu í Höfðaskóla - síðar Öskjuhlíðar- skóla - í Reykjavík. Ég skynjaði fljótt að ég var staddur meðal brautryðjenda, hug- sjónafólks, og varð óneitanlega hugsað til þeirra sem ruddu braut- ina heima, til Magnúsar heitins Magnússonar, skólastjóra Höfða- skóla og Öskjuhlíðarskóla, og sér- kennaranna Þorsteins Sigurðssonar og Rannveigar Löve, svo einungis séu nefndir örfáir þeirra sem snemma lögðu fyrir sig kennslu nemenda með námsörðugleika. Enda kom það fram á nafnspjaldi Lun skólastjóra að hann er leiðandi maður í samtökum um þróun sér- kennslu þroskaheftra í Peking og stjórnarmaður í félagsskap til stuðnings fötluðum - eigum við að segja Þroskahjálp í Peking. Það varð snemma ljóst í spjalli okkar að hugmyndir og stefnumið gestgjafa minna komu heim saman við almenn viðhorf á íslandi - fötluð börn og ungmenni skulu eiga þess kost að stunda skólanám og félagslíf í hópi jafnaldra sinna. Sama kom raunar fram í samtali mínu daginn áður við frú Wang Zhu, yfir- ■■■■ mann sérkennslu- deildar kínverska menntamálaráðuneytisins, sem sá af hálfum degi í gest frá íslandi af elskusemi og sýnilegum áhuga fyrir því sem hugsað er og tíðkað í þvi fjarlæga landi. Frú Zhu hélt því sérstaklega á lofti að þessi stefna kæmi ekki einungis fötluðum nemendum til góða, heldur einnig þeim sem þekktu ekki til annars en hins venjulega og almenna. Lífs- sýnin yrði með því víðari og ríku- legri, og þroskinn dýpri. Ég gat ekki varist þeirri hugsun að hjörtum mannanna svipaði sam- an í Kína og á íslandi. Það er hins vegar jafnljóst að aðstæður eru ólíkar í Kínaveldi og á ísa köldu landi. Vart þarf að taka fram að Kína er fjölmennasta ríki veraldar; þar búa einar tólf hundruð milljónir manna, ríflega fjórðungur mannkyns. Fjölmenni og frumstæð- ar aðstæður, einkum til sveita þar sem 80% þjóðarinnar eiga sér bú- stað, hafa sín áhrif. Algengt er að í bekkjardeildum bamaskóla séu 40-60 nemendur og gefur augaleið að einn kennari gerir ekki meira en að halda stjórn á og leiðbeina þvílík- um fjölda, hvað þá að sinna nemendum með sérstakar þarf- ir umfram aðra. Engu að síður er það vilji og framtíð- arsýn yfirvalda sér- kennslu að viðhafa samskipan fatlaðra ^■■* nemenda. Frú Zhu tiltók það markmið yfirvalda menntamála að í hverri bekkjardeild í almennum skóla væru ekki fleiri en 2-3 fatlaðir nem- endur - og þá með mismunandi fatlanir - til þess að gera kennurum auðveldara að sinna vandasömu starfi sínu. Augljóst er hins vegar að ekki er hveijum kennara gefið að fást við slíkt verkefni og við aðstæður sem þessar er við því að búast að sérskólar og sérdeildir séu tiltölulega fleiri um hríð en þar sem bekkjardeildir eru minni og kennar- ar í hverri deild jafnvel tveir. Þar með er ekki sagt að sérskólar og -deildir eigi sér ekki tilverurétt, al- „Þarna hljómaði nemendahópurinn eins og ein rödd, hvort sem var í söng ellegar þegar heilsað var og kvatt í tónlist- arstofunni.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.