Morgunblaðið - 23.06.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.06.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1996 B 13 KVIKMYNDIR IBIO Iþróttaviðburðir hafa áhrif á bíósókn eins og sannaðist þegar heimsmeistarakeppnin í handbolta var haldin hér á landi í fyrra. Evrópukeppnin í knattspyrnu hefur staðið lungann úr júní og má búast við að hún hafi haft áhrif á bíó- sókn. Það er enda ekki til betra bíó en góðir fótboltaleikir og þeir hafa komið á færi- bandi. „Evrópukeppnin hefur haft áhrif á að- sókn en ekki að neinu verulegu leyti af því að leikirnir eru á þeim tíma að þeir taka af fimm og sjö sýningum en níu og ellefu sýning- ar hafa haldið sér vel,“ sagði Þorvaldur Áma- son, framkvæmda- stjóri hjá Sambíóunun- um. „En markaðurinn hefur verið rólegur í júní. Ég hef verið að skoða aðsóknartölur í Evrópu og þar sýnist mér boltinn hafa mikil áhrif. Það er ekkert að gerast þar í aðsókn.“ Gamanmyndin í hæpnasta svaði byijaði mjög vel um síðustu helgi en þá sáu hana 7.500 manns í Sambíó- unum og í Borgarbíói á Akureyri. Nemand- inn með Vincent FRANSKA myndin Hat- ur hefur vakið verð- skuldaða athygli víða um heim. Einn leikaranna ungu í myndinni er Vincent Cass- el en hann er einn efnileg- asti leikari Frakka af yngri kynslóðinni. Nýjasta mynd- in hans heitir Nemandinn og er byggð á sögu eftir Henry James. Leikstjóri er Olivier Schatzky og skrifar hann handritið ásamt Eve Debo- ise. Sagan gerist árið 1897 og er um sérkennilegt sam- band kennara og nemanda. Ungur maður er ráðinn af yfirstéttarfólki til að kenna 12 ára gömlum dreng í fjöl- skyldunni og kemst brátt að því að foreldrarnir reyna hvað þeir geta að fela þá staðreynd að þrátt fyrir glæsileikann og glamúrinn eru þeir gersamlega gjald- þrota. Um síðir kemur hið sanna í ljós og kennarinn fær að vita hvers vegna hann í raun var ráðinn til fjölskyldunnar. Með önnur hlutverk fara Caroline Cellier, Jean- Pierre Marielle og Caspar Salmon. METSÖLUMYND; Paxton og Hunt í „Twister". Verður hún metsölumynd sumarsins? Fellibylur í miðasölunni Formúlan er einföld: Tölvubrellur + Michael Crichton = Metsölumynd. Fellibylstryllirinn „Twister", spennumynd um veður eins og David Letterman sagði, stefnir í að verða met- sölumynd sumarsins, fyrsti sumarsmellurinn og sá aðsókn- armesti. Hún verður sýnd í Sambíóunum og Háskólabíói og á sjálfsagt eftir að vekja samskonar viðbrögð hér og vestra og verða ein aðsóknarmesta mynd ársins. Hún hefur þegar tekið inn yfir 200 milljónir dollara í Bandaríkjunum og er enn ein fjöðrin í hatt metsöluhöfundarins Crichtons og ekki síður hollenska leikstjórans Jan De Bont, sem síðast gerði „Spe- ed“. Það er ekki öllum fært að gera spennandi mynd um sólarhring i lífi veðurfræðinga en þessum tókst það svo um munar. Með svolítilli hjálp frá Steven Spielberg, sem er fram- leiðandi myndarinnar. Þetta er frábært hasar- ævintýri án ofbeldis, byssubardaga eða spreng- inga,“ er haft eftir De Bont, sem fékk boð frá Warner Bros. um að leikstýra „Twister" þegar tökur á risaeðlu- myndinni „Godzilla" eftir Arnold frestuðust. Indriðoson „Twister" er önnur bíómyndin sem þessi fyrrum kvikmyndatökumað- ur leikstýrir og þykir sýna og sanna að „Speed" var engin byrjendaheppni. Og hann hefur afsannað þá kenningu að myndir um felli- bylji eins og „Hurricane" eft- ir Jan Troell séu glataðar. Myndin segir af kunnáttu- mönnum um fellibylji sem ferðast um Okahomafylki í Bandaríkjunum og fylgjast með röð smárra hvirfilbylja og lenda í einum hrikalegum, svokölluðum „twister“. Með aðalhlutverkin fara Bill Pax- ton, sem hreppti hlutverk sitt eftir að Tom Hanks hafnaði því og benti á hann sem efni- legan kandídat (þeir unnu saman við Apollo 13), Helen Hunt, sjónvarpsleikkona með óveruleg bíómyndahlutverk að baki og Gary Elwes, álku- legur B-myndaleikari. Svo ekki áttu „stjörnurnar" að trekkja að áhorfendur fremur en í öðrum tæknibrellumynd- um byggðum á verkum Crichtons heldur brellurnar sjálfar og allt kapp var lagt á að hafa þær sem raunveru- legastar. Það kostaði óhemju fyrir- höfn. Myndin var tekin í mið- vesturríkjum Bandaríkjanna sl. sumar þegar hvirfilbylir gengu yfir landið og tökuá- ætlunin var ekki lengi að fara úr skorðum. Kvikmyndatöku- maðurinn, Don Burgess, yf- irgaf myndina ásamt 20 tæknimönnum eftir að De Bont, þekktur fyrir ónot á tökustað, hafði ofboðið þeim (hann stjakaði aðstoðar- manni ofan í drullupoll). Aug- un í Helen Hunt sködduðust þegar lýsa þurfti upp atriði með óvenju sterkum ljósum og þotuhreyflarnir sem not- aðir voru til að líkja eftir vind- hviðunum þeyttu látlaust drasli framan í leikarana. Notast var við raunverulegt óveður í bland við óveður sem brellufyrirtækið Industrial Light & Magic bjó til í tölvum sínum.„Þegar tölvugrafíkin er notuð til að gera risaeðlur lítur risaeðlan eins út alla myndina í gegn,“ segir De Bont. „En fellibylur tekur sí- felldum breytingum svo við urðum að byija uppá nýtt í hvert sinn sem við bjuggum til fellibyl." 1 einu dæmigerðu atriði tekur bylurinn upp margra tonna landbúnaðar- tæki og skellir niður á veginn framan við Hunt og Paxton, tveggja hæða íbúðarhús rúll- ar yfir sveitina í áttina til þeirra og hjólbarðar og vind- myllur kastast að þeim. „Það skemmtilega við svona atriði er að lesa þau í handriti og hugsa með sér: Hvernig getur maður gert þetta verulega spennandi?" Hvernig sem De Bont fór að því þá tókst honum að gera það spennandi og ábata- samt. 7.500 höfðu séð í hæpnasta svaði ALLS sáu um 7.500 manns gamanmynd- ina í hæpnasta svaði í Sam- bíóunum og Borgarbíói á Akureyri fyrstu sýningar- helgina. Um 8.000 manns hafa séð Truflaða tilveru í Sam- bíóunum, 28.000 Leik- fangasögu, 13.500 Hættu- lega ákvörðun, 23.000 Vaska grísinn Badda, 7.000 „The Dead Presidents“, 12.000 Bréfberann, 7.500 Ennþá fúlli og 14.000 Fuglabúrið, sem einnig er í Háskólabíói. Næstu myndir Sambíó- anna eru „The Rock“ með Sean Connery, „The Cable Guy“, sem einnig verður í Stjörnubíói, „Flipper“, „Mission: Impossible“, sem einnig verður í Háskólabíó- i,„Eraser“, Guffagrín, teiknimynd með íslensku tali, og „Twister“, sem einnig verður í Háskólabíói. SÝND á næstunni; Carrey í „The Cable Guy“. STRIPLAST í Flórída; Demi Moore afklæðist í „Striptease“. Fatafellan Demi Moore SAMBAND kennara og nemanda; Cassel í Nemandanum. DEMIMOORE varð hæstlaunaða kvik- myndaleikkona í heimi þeg- ar hún samþykkti að leika fatafellu í gamanspennu- myndinni „Striptease", sem byggir á samnefndri met- sölubók Miami-rithöfund- arins Carl Hiaasens. Moore fékk Iitlar 12,5 miHjónir dollara fyrir fatafelluhlut- verkið og mun víst sannar- lega vinna fyrir hveiju senti. Hún leikur framtakss- ama einstæða móður seiþ missir vinnuna og tekur iað starfa á sóðalegri búllu sem nektardansmær og vekur þar óskipta athygli einhvers spilltasta stjórn- málamanns sem um getur í Flórída, en Burt Reynolds fer með hlutverk hans. Vonast hann til að endur- koma hans á hvíta tjaldið eigi eftir að hleypa nýju lífi í heldur dapran feril sinn. Leikstjóri er Andrew Bergman sem áður hefur gert satírur á borð við „The Freshman" og „Honey- moon in Vegas“. Hann seg- ist ekki hafa fengið áhuga á myndinni vegna þess að Moore kærni nakin fram í henni heldur hefði saga Hiaasen verið honum ómót- stæðileg. UTveir fangar flýja undan kúbönsku mafíunni í nýj- ustu mynd Kevin Hooks („Passanger 57“) sem heitir „Fled“. Með aðal- hlutverkin fara Laurence Fishburne, en hann lék síðast Óþelló á móti Ken- neth Branagh, og Step- hen Baldwin. Með aðal- kvenhlutverkið fer Salma Hayek. ■Danny De Vito hefur leikstýrt nýrri mynd sem heitir einfaldlega Matthild- ur eða „Matilda". Fer eig- inkona hans, Rea Perl- man, með aðalhlutverkið en hún leikur móður ungrar stúlku sem ræður yfir yf- irnáttúrulegum kröftum. Myndin er byggð á sögu rithöfundarins Roalds Dahls og sagði Perlman það hafa verið stressandi að leika undir stjórn eigin- manns síns. MTölvubrellur láta æ meira til sín taka. Fyrsta bíó- myndin sem nýsjálenski leikstjórinn Peter Jackson („Heavenly Creatures") gerir í Bandaríkjunum er hlaðin tölvugrafík. Michael J. Fox fer með hlutverk svikamiðils sem hyggst hafa upp á morðóðum draug en hjálparhellur mið- ilsins eru þrír andar skapaðir í tölvu. MNýjasta mynd Whoopi Goldberg heitir „Eddie“ og segir frá því þegar Who- opi tekur að sér þjálfun körfuboltaliðs. Leikstjóri er Steve Rash.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.