Morgunblaðið - 23.06.1996, Side 14

Morgunblaðið - 23.06.1996, Side 14
14 B SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ SKRÚÐGANGAN - eina unga fólkið eru fánaberarnir tveir. Eg hef aldrei haft það alveg á hreinu hvaða til- finningar við íslend- ingar berum til Vestur- íslendinga, fólksins sem yfírgaf landið þeg- ar harðindi dundu yfir, fólksins sem settist að í vesturheimi og breytti nöfnum sínum úr Kristján í Chris, Jónsson í Johnson og svo framvegis til þess að út- lendingar ættu auðveldara með að bera þau fram. Af einhverjum ástæðum hafa tiltölu- lega fáir viljað skipta sér af þessu fólki hing- að til. Getur verið að innst inni lítum við á þau sem föðurlandssvikara? Þeir sem yfir- gefa landið í stað þess að þrauka, gera að sjálfsögðu lítið úr áramótaboðskap lands- feðranna sem oft virðist ganga út á það að fá okkur til að bíta á jaxlinn og þrauka eitt ár enn. Sem betur fer höfum við ekki upplif- að samskonar þrengingar og þeir sem pökk- uðu föggum sínum ofan í trékoffort og lögðu á sig langar og hættulegar siglingar til að komast til Vesturheims í lok síðustu aldar. Það fólk þurfti að gera upp á milli þess hvort það vildi hafa með sér verkfæri, bæk- ur, fatnað, nú eða þá mat til þess að lifa af ferðina. Ég held að þessar hugsanir hafi allar skotist í gegnum kollinn á mér á með- an flugfreyjan beið eftir því að ég ákveddi hvort ég vildi vín með matnum. Breiðþotan frá Atlanta flugfélaginu var ekki að flytja pílagríma í Jþetta sinn. I vélinni voru rúm- lega 300 Islendingar, heill karlakór og bændur sem Samvinnuferðir-Landsýn höfðu tekið að sér að koma til Kanada. Þotan átti að fara strax til baka og með henni 70 Vestur-íslendingar. Undanfarin ár hafa hlutföllin verið á hinn veginn, fleiri Vestur- íslendingar hafa heimsótt ísland en núna dugði ekki minna en heil breiðþota fyrir þennan stóra hóp af íslendingum. Við skild- um þó ekki vera farin að leita vestur á bóginn aftur án þess að gera okkur grein fyrir því. Ég læðist með höndina ofan í jakkavasann og gái laumulega að því hvort miðinn gildi ekki örugglega til baka líka. Hitinn er rúmlega 30 gráður í Winnipeg þegar þijú hundruð útiteknir bændur og kátir kór- söngvarar stíga út úr vélinni. Sautjándi júní er skammt undan og aðeins nokkrar vikur síðan allt var á kafi í snjó. Veturinn var mánuði lengri en þau eiga að venjast og vetumir eru kald- ir í Manitoba, oft þijátíu til fjöru- tíu gráðu frost. Ég kemst fljótt að því að veðrið er eitt vinsæl- asta umræðuefnið meðal Vest- ur-íslendinga svona rétt eins og á meðal okkar. Ræðismaður íslands í Kanada heitir Neil Bardal og er útfarar- stjóri að aðal atvinnu, virðulegur á yfirborðinu en strákslegur og jafn vel prakkaralegur undir niðri. Hann tekur starf sitt al- varlega og fer með mig beina leið á skrifstofu Þjóðræknisfé- lagsins. Á leiðinni staðfestir hann grunsemdir mínar því að á ferð- um sínum til Islands hefur hann stundum orðið var við einskonar ásökunartón í máli sumra þeirra íslendinga sem hann á samskipti við; „Þið flýðuð land, létuð ykkur hverfa þegar við þurftum á ykkur að halda og fóruð vestur til að verða rík á meðan við vorum eftir og þurftum að takast á við þetta harðbýla land“. Hann segir að samt sem áður sé allt þetta fólk í góðum störfum á íslandi og hann mundi glaður vilja skipta við þau. „Þeir sem fóru vestur voru að gera þeim sem eftir urðu greiða,“ segir hann. „Þeir voru að koma í veg fyrir hungursneyð því landið gat ekki brauðfætt alla sem þar voru á þessum hörm- ungarárum.“ Vissulega var bágt ástand á íslandi í kringum 1875 þegar íslendingar námu land við Winnipeg-vatn, eldgos, ösku- fall og farsóttir hijáðu þjóðina. Afi Njáls í móðurætt fór vestur um haf en hann segir að hjarta hans hafi orðið eftir á íslandi; „Hann lærði aldrei ensku og dreymdi alla tíð um að komast aftur heim til Islands en vissi innst inni að þangað kæmist hann aldr- ei aftur.“ Allt þetta tal um yfirvofandi hungursneyð síðustu aldar gerir okkur svanga og hann fer með mig á veitingastað sem kallast ’Ro- und Table’. Staður þessi er í eigu Islendings sem flutti til Kanada fyrir um þijátíu árum. Hann keypti matsölustaði sem voru reknir með tapi og snéri tapinu í hagnað. Hann er nú orðinn milljónamæringur og á veit- ingahús út um alla Winnipeg-borg, hefur verið kosinn „viðskiptajöfur ársins" og „veit- ingamaður ársins“ í Kanada. Við vonumst til þess að þessi dularfulli Islendingur heilsi upp á okkur en hann lætur ekki sjá sig. Verra heilsufar Nýlega var rannsakað hvort heilsufar Vestur-Islendinga væri öðruvísi en heilsufar þeirra sem urðu eftir á íslandi. „Því miður komum við verr út úr þessari rannsókn,“ segir Neil um leið og hann hámar í sig djúp- steiktan fisk og franskar kartöflur. „Við höfum að meðaltali meira kóleeteról í blóð- inu og heilsufar okkar er almennt verra en frændfólks okkar heima á íslandi." Neil hefur ákveðnar hugmyndir um það hvernig ísland og Kanada gætu aukið sam- skipti og viðskipti sín á milli svo að bæði löndin hagnist af og telur að það sé margt sameiginlegt með þessum tveim þjóðum, segir að við hugsum svipað og eigum svip- aðra hagsmuna að gæta. Hann er t.d. sann- færður um að Kanada mundi reynast Is- landi betur en Bandaríkin í viðskiptum til lengri tíma litið. Nýlega tók hann þátt í því að koma á flugsamgöngum á milli íslands og Kanada og er stoltur af. Fyrir nokkrum árum tókst honum sem forseta Þjóðrækni- félagsins að fá kanadísk yfirvöld til þess að bjóða Vigdísi Finnbogadóttur í níu daga opinbera heimsókn, „mun lengri heimsókn en Elísabetu Englandsdrottningu var boðið í,“ segir hann og hlær. „Frú Vigdís vakti mikla Iukku þegar hún kom hingað og þá kom glöggt í ljós hvaða tilfinningar Vestur- Islendingar bera til ættjarðarinnar." Það er ekki annað að sjá en Neil Bardal hafi vegnað vel i Manitoba og sama má reyndar segja um flesta afkomendur ís- lensku landnemanna. Flestir Vestur-íslend- ingar hafa í gegnum tíðina gengið mennta- veginn og margir hafa komist í áhrifamiklar stöður. Sigtryggur Jónasson, sem kallaður hefur verið faðir íslenska landnámsins, var meira að segja kosinn á þing hér í Kanada fyrir síðustu aldamót en hann var í hópi fyrstu landnemanna. Neil er ekki í nokkrum vafa um að velgengni íslendinganna hér er mest mæðrum þeirra að þakka. „íslenskar konur eru valkyrjur," segir hann á íslensku og brosir, „sterkar konur og ákveðnar sem sjá til þess að þær geti verið stoltar af son- um sínum.“ Fyrstu íslensku landnemarnir, 285 að tölu, settust að i Gimli við Winnipeg vatn einn eftirmiðdag í október 1875. Áður en dagurinn var liðinn hafði þeim fjölgað um einn. Sigríður Ólafsdóttir, sem ól fyrsta bamið í nýju landi, var langalangamma átj- án ára stúlku sem heitir Sigrid Stefanson. Afí hennar, Stefan Stefanson, er fyrrver- andi yfirfógeti Manitoba fylkis og handhafi fálkaorðunnar. Alls eru afkomendur Sigríð- ar landnema í Kanada orðnir um 400 tals- ins. Það er því ekki furða að hin ljóshærða Sigrid finni fyrir uppruna sínum. Þegar hún var yngri söng hún „Stóð ég úti í tungls- Ijósi“ og „Fósturlandsins Freyja“ með ís- lenska barnakórnum og var send í sérstakar sumarbúðir til að læra þjóðsögur og lög frá íslandi. Núna kennir hún í þessum sumar- búðum. Þegar ég bið hana að bera sig saman við jafnaldra sína sem ekki eru af íslenskum ættum segist hún sjálfsagt vera sjálfstæð- ari en þeir. Hún er ekki hrædd við að tak- ast á við hliitina sjálf og virðist hafa háleit markmið. Á sumrin er hún stundum leið- sögumaður fyrir ferðamenn sem heimsækja Gimli og finnst gaman að geta rakið ættir sínar aftur til fyrsta Islendingsins sem þar fæddist. Ég rakst á Sigrid þegar ég villtist inn á fund í samkomuhúsi við aðalgötuna í Gimli þar sem Vestur-íslendingar voru að und- irbúa hátíð sem hajdin er þar fyrstu helgina í ágúst og kallast íslendingadagurinn. Eftir að hafa fylgst með fundinum í stutta stund varð mér ljóst að það voru konurnar á staðn- um sem höfðu töglin og hagldimar, karlarn- ir virtust einfaldlega vera verkfæri í þeirra höndum. Ég minntist orða Neil Bardals um vestur-íslensku valkyijurnar, sterkar og ákveðnar, sem fá sínu framgengt. Sigrid hlær að þessum hugrenningum mínum og segir að þetta sé örugglega allt vel meint. Hún lýsir þessari árlegu hátíð sem „wicked weekend" sem sjálfsagt mundi útleggjast sem „bijáluð stuð- helgi“. Íshokkívellinum er breytt í dansgólf og hljómsveitir leika j fyrir dansi. Kórar syngja ísíensk lög og víkingar kasta öxum. Flugeldum er skotið á loft og haldin er keppni í því að fella bjórflöskur af staur með svif- diski. Leikur þessi kallast „Friz- nock“ og var reyndar búinn til af Vestur-íslendingum. íslend- ingarnir bíða spenntir eftir þess- ari helgi allt árið en ég þori ekki einu sinni að segja Sigrid sögur af verslunarmannahelgum heima á íslandi, sem sjálfsagt eru ekki eins íjölskylduvænar skemmtanir og íslendingadag- urinn. Stjórnendur hátíðarinnar dreymir um að einhvern tímann komi stórir hópar frá íslandi til að taka þátt í herlegheitunum. Sjálf hefur Sigrid komið til ís- lands og segir að brosið hafi ekki farið af andliti sínu þann tíma sem hún var þar, að vísu hafi hún orðið fyrir dálitlum vonbrigðum þegar hún komst að því að ekki voru allir íslend- ingar Ijóshærðir. Hún segist hik- laust vera Islendingur þó svo að í æðum móður hennar renni sænskt blóð. Hún kann að baka íslenskar pönnukökur, en tekur ekki í mál að borða harðfisk. Marno Olafson er tæplega þrítugur Vest- ur-íslendingur sem selur farsíma og boð- tsfeki hjá Símafélagi Manitoba -fylkis. Hann er íslenskur í báðar ættir og þó hann hafi ferðast víða um heim sem knattspyrnumað- ur fyrir nokkrum árum hefur hann aldrei komið til íslands. Foreldrar hans tala ís- lensku og ætluðu að skíra hann Marino en ákváðu að breyta stafsetningunni til þess að hann yrði ekki álitinn ítali. Marno er reyndar ekkert sérstaklega íslenskur í útliti fyrir utan það að vera stór og sterklega vaxinn. Heimsæki ísland um aldamótin „Hér í Manitoba snýst allt um íshokkí. Sjálfsagt hefur það verið íslendingurinn í mér sem olli því að ég vildi vera öðruvisi og leika knattspyrnu." Marno flutti til Eng- lands til þess að geta einbeitt sér að fótbolt- anum. Hann lék með varaliði Blackbum Rovers og síðar öðrum liðum á Englandi, Hann ákvað að leggja skóna á hilluna eftir sex aðgerðir á hné en er farinn að hugsa sér til hreyfíngs aftur. Marno ólst upp við sögur af fiskveiðum á vötnunum í Kanada og hefur alltaf verið meðvitaður um uppruna sinn. „Við sem erum afkomendur landnemanna erum smám 17. júní í Winnipeg f kjölfar ^ Vestur- íslendinga Það er talið að í Norður-Ameríku finnist um tvö hundruð og fímmtíu þúsund manns með íslenskt blóð í æðum eða nánast jafn margir og íbúar Islands sjálfs, skrifar Jón E. Gústafsson, Fæst af þessu fólki hefur komið til íslands og aðeins örfáir tala íslensku en flestir segjast hiklaust vera íslendingar, að minnsta kosti þeir sem búa í Kanada.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.