Morgunblaðið - 23.06.1996, Page 15

Morgunblaðið - 23.06.1996, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1996 B 15 NEIL Bardal, ræðismaður íslands í Kanada, flytur ávarp á þjóðhátíðardaginn. KRISTIN Good á einkaströnd fjölskyldunnar. og vel menntað fólk. Ég hef heyrt að konur séu virtar á íslandi og þar sé jafnrétti kynj- anna í hávegum haft. Amma mín var mjög vel menntuð og eins finnst mér áhugavert og merkilegt að forseti íslands skuli vera kona. Mig langar að læra málið en ég held að reynslan og upplifunin verði alveg jafn mikilvæg fyrir mig.“ Vínarterta og ættjarðarlög Þjóðhátíðardagur Islendinga er genginn í garð. í Kanada fær enginn frí á 17. júní svo að hátíðahöldin geta ekki hafist fyrr en klukkan fimm. Fjallkonan að þessu sinni er Dídí Westdal, miðaldra kona og tignarleg í fallegum búningi. í Winnipeg eru fjallkon- ur valdar eftir því hvað þær hafa lagt af mörkum til samfélagsins þannig að það fylg- ir því mikill heiður af fá þetta hlutverk. Dídí hefur fengið til liðs við sig barnabörn sín, tvær fallegar stúlkur sem eru henni til halds og trausts. Sú eldri tók af mér loforð um að mæta á íslendingadaginn í ágúst því þar ætti hún að vera prinsessa í blæjubíl sem ekið er um götur Gimli. Frekar lítill hópur fólks safnast saman fyrir framan þinghúsið í miðri Winnipeg og markmiðið er að ganga fylktu liði frá tröppum þing- hússins og út á grasblettinn þar fyrir fram- an. Fánaberarnir eru tvær tvítugar stúlkur með íslenskt blóð í æðum, önnur hélt á ís- lenska fánanum en hin á þeim kanadíska. Skrúðgangan hafði eiginlega ekki farið af stað þegar hún stöðvaðist fyrir framan styttu af Jóni Sigurðssyni. Að ræðuhöldum loknum fékk Jón sinn hefðbundna krans sem síðan var settur aftur ofan í plastpoka til að hægt væri að nota hann aftur næsta ár. Einhvern veginn átti ég von á því að þátttak- endur í þessari táknrænu athöfn yrðu fleiri þar sem svo mikill fjöldi Vestur-íslendinga býr í Winnipeg, en sjálfsagt hefur þjóðhátíð- ardagurinn ekki sömu merkingu fyrir af- komendur vesturfaranna sem fóru frá ís- landi í lok síðustu aldar. Kvöldið átti þó eftir að skána til muna því þegar búið var að leggja kransinn á styttuna og taka hann aftur, var haldið í Norræna húsið í Winnipeg þar sem nokkrar röggsamar vestur-íslensk- ar konur buðu upp á kaffi og meðlæti. Vesturfararnir tóku með sér eitt og annað sem síðan hefur nánast horfið úr íslenskri menningu. Dæmi um þetta er vínartertan, lagskipt kaka sem skorin var í litla bita. Reyndar man ég eftir svipaðri köku á ís- landi sem var kölluð randalín en vínartertan er í 7 lögum _og er hluti af menningarar- fleifð Vestur-íslendinga. Það var sama við hvern þeirra var talað, vínartertan var jafn mikill hluti af því að vera Islendingur og að eiga afa og ömmu. Það eru örlítið fleiri sem mæta í pönnu- kökur og vínartertu heldur en létu sjá sig við styttu Jóns Sigurðssonar. Fjallkonan ákveður að halda sömu ræðuna aftur og svo er sungið. Ræðismaðurinn, Neil Bardal, sest við píanóið og leikur íslensk ættjarðarlög og aldraðir íslendingar taka undir fullum hálsi. Það er þijár fullorðnar konur sem bera af í söngnum og það er nánast eins og þær verði ungar á ný þegar þær syngja ættjarðarlög sem ég hafði aldrei heyrt áður. Eina unga fólkið á staðnum eru stúlkurn- ar tvær sem báru fánana og Kevin Jón John- son, sem starfar á íslenska vikublaðinu Lögberg Heimskringla. Það er alls ekki ólík- legt að þessi menningarheimur sé um það bil að hverfa. Þó svo unga fólkið læri ekki ættjarðarlögin, mun það halda áfram að borða lagskipta vínartertu og íslenskar pönnukökur um leið og það uppgötvar hvað það er að vera kanadískur íslendingur í dag. Höfundur er leiksijóri og sjálfstætt starfandi blaðamaður. „Kannski kemst ég að því hvað það felur í sér að vera íslendingur,“ segir hún. „Ég hef heyrt margt gott um land- ið, lítið um glæpi, vingjarnlegt SIGRID Stefanson. Afi hennar, Stefan Stefanson, er fyrrvcrandi yfirfógeti Manitoba fylkis og handhafi fálkaorðunnar. saman að verða stoltari af því að vera ís- lensk og að eiga rætur á íslandi," segir hann. „Það má jafnvel segja að við séum að uppgötva menningu okkar eða jafnvel að búa til nýjan menningarheim, en vitum ekki alveg út á hvað hann gengur. Ég held að núna sé mikið af ungu fólki að fara í einskonar pílagrímsferðir til íslands, ekki endilega til að hitta ættingja heldur líka til að sjá landið. Það vill komast að því af hveiju forfeður þeirra fóru og frá hveiju þeir fóru. Margir þeirra sem hafa farið til Islands snúa aftur geislandi af stolti og ánægðir með móttökurnar sem þeir fengu.“ Marno er sannfærður um að yngri kynslóð- irnar í báðum löndunum eigi margt sameig- inlegt og geti látið gott af sér leiða, það þurfi hins vegar að finna leiðir til að brúa bilið þarna á milli. „Það eru ekki aðeins möguleikar á samvinnu á menningarsviðum heldur einnig í viðskiptum.“ Það er ljóst af svipnum á honum að hann meinar það sem hann segir og hann ætlar sér einhvern veg- inn að auka samskipti á milli íslendinga í löndunum tveimur. Hann dreymir t.d. um að fara til íslands og æfa með íslensku knattspyrnuliði og langaði að vita hvernig Fram gengi þetta árið. Ég játa vankunnáttu mína á sviði knattspyrnu og vil frekar fá að vita hvenær hann ætlar að láta verða af því að heimsækja ísland. „Það eru á milli þijátíu og fjörutíu manns úr minni fjöl- skyldu og vinahópi sem hafa tekið stefnuna á að vera á íslandi um aldamótin. Ég vona bara að það verði einhver hótelherbergi laus.“ Allir jafnir á íslandi „Líklega veit ungt fólk hér ekki hvað það þýðir að vera íslendingur í raun og veru en á sama tíma hefur það mikla þörf fyrir að finna sér einhvern annan menningarheim en kanadískan því í raun og veru er ekki til nein kanadísk menningararfleifð.“ Það er rúmlega tvítug stúlka, Kristin Good, sem tekur svona skilmerkilega til orða, enda er hún með próf í stjórnmála- fræði. „Þetta á nánast við um alla,“ segir hún. „Fæstir, sem maður spyr, segjast vera kana- dískir, en nefna frekar land forfeðranna, England, írland, Úkraínu, nú eða þá ísland, enda er fólk hvatt til að halda tengslum við uppruna sinn hér. Móðir mín er íslensk og ég líka.“ Ég hitti hana á Pelikana- ströndinni rétt fyrir utan Gimli þár sem fjölskyldan er nýbúin að koma sér upp sumarbústað með einkaströnd og eins og nafnið gefur til kynna svamla pelíkanar í flæðarmálinu. Kristinu hefur lengi dreymt um að geta talað íslensku og innan skamms mun draumur- inn rætast. Hún hefur fengið styrk frá menntamálaráðu- neytinu til að læra íslensku við Háskóla íslands. FJALLKONAN Dídí Westdal við köku- borðið og þar er hápunkturinn vínartert- an, lagskipt kaka, ekki ólík svipaðri köku á Islandi sem er kölluð randalín, en vínartertan er í 7 lögum og er hluti af menningararfleifð Vestur-Islendinga, en löngu horfin af hlaðborði gamla landsins. MARNO Olafson, tæplega þrítugur Vest- ur-Islendingur, sem selur farsíma og boðtæki þjá Símafélagi Manitoba fylkis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.