Morgunblaðið - 23.06.1996, Síða 18

Morgunblaðið - 23.06.1996, Síða 18
18 B SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ATVIN N U A UGL YSINGAR Hafralækjarskóli, Aðaldal Starf aðstoðarskólastjóra við Hafralækjar- skóla er laust til umsóknar. Stjórnunarsvið aðstoðarskólastjórans er fremur öðru stjórn faglegs innra starfs skólans í samráði við skólastjóra. Æskileg kennslugrein aðstoðar- skólastjórans er íslenska á unglingastigi. Hafralækjarskóli er staðsettur í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu um 20 km frá Húsavík. Skólinn er, ásamt þremur öðrum skólum á Norðurlandi eystra, þátttakandi í viðamiklu þróunarverkefni undir heitinu „Aukin gæði náms“. í boði er mjög ódýrt húsnæði. Umsóknarfrestur er til 5. júlí. Upplýsingar gefa Sigmar Ólafsson, skóla- stjóri, í síma 464 3580, heimasími 464 3581 og Rúnar Sigfússon, aðstoðarskólastjóri, í síma 464 3582, heimasími 464 3584. Hafralækjarskóli. Q (IIIEIIII eRiiiiiiB iiiieiiii im |l B. B !EE m HIIilDII niecEiii §!!!!!!!! Háskóli íslands Prófessorsstaða við umhverfis- og byggingarverkfræðiskor Laus er til umsóknar staða prófessors við umhverfis- og byggingarverkfræðiskor verk- fræðideildar Háskóla íslands. Staðan er á sviði jarðtækni, grundunar og skyldra greina. Til greina kemur að ráða í dósentsstöðu ef enginn umsækjandi dæmist hafa hæfni pró- fessors. Umsækjandi þarf að hafa umsjón með og stunda kennslu í námskeiðunum jarðtækni og grundun, vega- og flugbrautagerð og samgöngutækni. Þá er honum ætlað að gegna leiðandi hlutverki í verkfræðirann- sóknum, með áherslu á jarðtækni og grund- un. Umsækjendur skulu láta fylgja umsóknum sínum rækileg skýrslu um vísindastörf þau er þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf. Með umsóknum skulu send eintök af vísindalegum ritum og ritgerðum umsækjenda, prentuðum og óprentuðum. Laun skv.kjarasamningi Félags háskólakenn- ara og fjármálaráðherra. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst 1996 og skal umsóknum skilað til starfsmannasviðs Há- skóla íslands, Aðalbyggingu við Suðurgötu, 101 Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir Ragnar Sigbjörns- son, sími 525 4300. Lektorsstaða í námsbraut íhjúkrun- arfræði í námsbraut í hjúkrunarfræði er laus staða lektors í hjúkrunarfræði. Ráðgert er að staðan veitist frá 1. janúar 1997 til þriggja ára. Umsækjendur um ofangreinda stöðu skulu láta fylgja umsóknum sínum rækilega skýrslu um hjúkrunar- og vísindastörf þau sem þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil. Með umsóknum skulu send eintök af vísindalegum ritum og ritgerðum umsækj- enda, prentuðum og óprentuðum. Ennfrem- ur er óskað eftir greinargerð um rannsóknir, sem umsækjandi hyggst stunda verði honum veitt staðan. Frekari upplýsingar veitir Kristín Björnsdótt- ir, formaður stjórnar námsbrautar í hjúkrun- arfræði, í síma 525 4978. Laun skv. kjarasamningi Félags háskóla- kennara og fjármálaráðuneytis. Umsóknir skulu sendar starfsmannasviði Háskóla íslands, Aðalbyggingu við Suður- götu, fyrir 26. júlí nk. Náttúrufræðistofnun íslands Náttúrufræðistofnun íslands óskar eftir að ráða starfsmann til að vinna við útgáfu- og fræðslumál Helstu verkefni eru eftirfarandi: • Að ritstýra Náttúrfræðingnum samkvæmt sérstöku samkomulagi við Hið íslenska náttúrufræðifélag í samvinnu við ritstjórn og fagráð þess. • Að ritstýra Ársriti Náttúrufræðistofnunar. • Að vinna við útgáfu fjölrita Náttúrufræði- stofnunar og tímaritsins Blika. • Að hafa umsjón með skýrslugerð og út- gáfu á bæklingum og öðru fræðsluefni. • Að hafa umsjón með sýningarsölum stofnunarinnar. • Að sjá um auglýsingar, fréttatilkynningar og sölu á útgefnu efni stofnunarinnar. • Að veita upplýsingar um starfsemi stofn- unarinnar. Æskilegt er að umsækjendur uppfylli eftirtalin skilyrði: • Hafi þekkingu á núttúrufræðum og geta unnið sjálfstætt. • Hafi reynslu af útgáfustarfsemi, uppsetn- ingu á prentuðu efni og kunnáttu í með- ferð umbrotsforrits. • Hafi gott vald á íslensku. • Hafi gott vald á ensku. Umsóknir skulu berast Náttúrufræðistofnun íslands, Hlemmi 3, Reykjavík, fyrir 10. júlí nk. Nauðsynlegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Félagsmálastofnun Mosfellsbæjar óskar að ráða félagsráðgjafa og sálfræðing til starfa. Mosfellsbær er ört vaxandi sveitar- félag þar sem barnafjölskyldur eru í meiri- hluta. Náin samvinna er milli Félagsmála- stofnunar og grunnskóla bæjarfélagsins. í Mosfellsbæ er lögð áhersla á forvarnastarf í málefnum barna og ungmenna. Undanfarin ár hefur verið starfandi forvarnahópur, sem í eiga sæti þeir aðilar í bæjarfélaginu sem fara með málefni barna og ungmenna. Starf félagsráðgjafa býður upp á afar fjöl- breytt starfssvið. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af starfi á félagsmálastofnun og þekkingu á fjölskylduvinnu. Laun eru skv. kjarasamningi Starfsmannafélags Mosfells- bæjar og Launanefndar sveitarfélaga. í starfi sálfræðings er megin áhersla lögð á greiningarvinnu og úrvinnslu í málefnum barna og fjölskyldna þeirra. Umsækjandi þarf að hafa reynslu af gerð sálfræðiathug- ana og vinnu með börnum. Laun skv. kjara- samningi Starfsmannafélags Mosfellsbæjar og Launanefndar sveitarfélaga. Til greina kemur að gera verktakasamning við sjálf- stætt starfandi sálfræðing. Umsókn, ásamt staðfestum upplýsingum um nám og fyrri störf sendist til Félagsmála- stofnunar Mosfellsbæjar í síðasta lagi 8. júlí 1996. Nánari upplýsingar veita yfirmaður fjöl- skyldudeildar og félagsmálastjóri í síma 566 8666 kl. 10-11. Félagsmálastjóri. Grunnskóli Siglufjarðar Kennara vantar í almenna kennslu. Æskileg- ar kennslugreinar: Sérkennsla, samfélags- fræði og tölvufræði á unglingastigi. í flestum árgöngum skólans eru tvær bekkjardeildir af þægilegri stærð. Mikil áhersla er lögð á stuðningskennslu. Stefnt er að eflingu skólastarfs á næstu árum og gangi áform um yfirtöku bæjarins á rekstri hans eftir, ætlar skólanefnd að hafa náið samráð við kennara við mótun skólastarfs. Unnið er að endurbyggingu skólahúsnæðis. Upplýsingar gefa skólastjóri í síma 467 1184 og bæjarstjóri í síma 467 1700. Umsóknir skulu berast Bæjarskrifstofu Siglu- fjarðar, Gránugötu 24, 580 Siglufirði, bréf- sími 467 1589, tölvupóstfang Siglufjordur @centrum.is. Siglufjörður er í fallegu umhverfi og samgöngur við bæinn góð- ar. Tómstundastarf og félagslíf eru fjölbreytt þ.á m. margskon- ar klúbbastarfsemi, mikið tónlistarlíf, nýtt iþróttahús, sundlaug, eitt af betri skíðasvæðum landsins, fjölbreytt íþróttalíf og falleg- ar gönguleiðir. Fjöldi ferðamanna heimsækir bæinn á sumrum. í bænum er nýr leikskóli, góður tónskóli, öflug heilsugæsla og svo mætti lengi telja. Verið veikomin til Siglufjarðar! Hf. Eimskipafélag íslands annast þjónustu og ráðgjöf á sviði alhliða flutninga- og vöru- þjónustu. Tækniþjónusta kerfisstjóri/tækni- maður EIMSKIP leitar að starfsmönnum til starfa í tækniþjónustu upplýsingavinnslu. Upplýsingakerfi EIMSKIPS byggjast á stað- arnetum ásamt IBM AS/400 tölvum sem tengjast saman á einu samskiptaneti með 3Com beinum. Tölvuumhverfið tengir saman 18 starfsstöðvar í 9 löndum, með samtals um 500 útstöðvum, 12 staðarnetum og 9 AS/400 tölvum. Netstýrikerfi staðarneta er Windows NT Server og helstu netþjónustur byggjast á Microsoft BackOffice hugbúnaði. Helsti hugbúnaður á útstöðvum er Windows 3.11, Microsoft Office, Lotus cc:Mail, Eicon skjáhermir og Lotus Notes. Að auki eru í notkun nokkur sértækari kerfi. Algengustu samskiptahættir eru NetBEUI, SNA og TCP/IP. Óskað er eftir starfsmönnum með hagnýta menntun á sviði tölvumála og/eða reynslu af tölvum og tölvukerfum. Um er að ræða krefjandi og áhugavert fram- tíðarstarf þar sem áhersla er á eftirfarandi þætti: • Þekkingu á Windows forritum og Micro- soft stýrikerfum, Lotus Notes, AS/400 umhverfi, einkatölvum, útstöðvum og jað- artækjum. • Útsjónarsemi og skipulagsgáfu. • Lipurð í mannlegum samskiptum. Umsóknir leggist inn í starfsþróunardeild EIMSKIPS, Pósthússtræti 2, í síðasta lagi 28. júní 1996. Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál. EIMSKIP VIÐ GREIÐUM ÞÉR LEIÐ EIMSKIP leggur áherslu á að auka hlut kvenna í ábyrgðarstöðum hjá télaginu og þar með stuöla að því að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.