Morgunblaðið - 23.06.1996, Síða 20

Morgunblaðið - 23.06.1996, Síða 20
20 B SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ATVIN N MMALJGL YSINGAR Tæknifræðingur - verkfræðingur Vélaverkstæði Sigurðarehf. leitareftirtækni- fræðingi/verkfræðingi af vélasviði. Nauðsynleg er reynsla af smiðjuvinnu eða öðru sambærilegu, svo og reynsla af teikni- vinnu/hönnun. Vegna mikilla verkefna að undanförnu vantar okkur framsækinn, tæknimenntaðan mann til starfa við stjórnunarstörf. Umsóknir, með uppl. um aldur, menntun og fyrri störf, óskast sendar til afgreiðslu Mbl., merktar: „VS - 0696“, fyrir 30. júní. Vélaverkstæði Sigurðar ehf. var stofnað í janúar 1995. Byggir það á gömlum merg og starfsmenn þess hafa áratuga reynslu í smíði spilvinda og ýmsri þjónustu við skipaflota ísiendinga, svo og ann- arri smiðjuvinnu. Kennarar - kennarar Að Grunnskólanum í Grundarfirði vantar til starfa áhugasama og hressa kennara. Um er að ræða almenna bekkjarkennslu í yngri bekkj- um og einnig sérgreinakennslu, s.s. hand- og myndmennt, íþróttir og raungreinar. Skólinn er einsetinn, með 170 nemendur og ágætlega tækjum búinn. Unnið er að stækkun hans og verður ný álma tekin í notkun í haust. Grundarfjörður er á norðanverðu Snæfellsnesi í fögru umhverfi. Hann er vaxandi byggðarlag með rúmlega 900 íbúðum. Atvinna er næg og stöðug uppbygging. Hér erum við vel í sveit sett hvað samgöngur varðar. Dagleg- ar rútuferðir og fleiri ferðir um helgar. í einkabíl tekur það um tvær og hálfa klukkustund að aka milli Reykjavíkur og Grundarfjarðar og er bundið slitlag á um 90% leiðarinnar. Við leitum að kennurum sem vilja taka þátt í að gera góðan skóla betri. Aðstoðað verður við útvegun húsnæðis og greiddur flutningsstyrkur. Nánari upplýsingar gefa skólastjóri í símum 438 6637/438 6802 og aðstoðarskólastjóri í síma 438 6772. Fjármálastjóri Stórt fyrirtæki á sviði neytendavöru óskar eftir að ráða dugmikinn og ákveðinn fjármála- stjóra. Helstu verkefni Fjármálastjórinn mun sjá um öll fjármál fyrir- tækisins, þar með talið innheimtu, bókhald og launamál. Hann mun einnig bera ábyrgð á og vinna áætlanagerð, kostnaðargreiningu og fráviksgreiningu. Hann sinnir öllum sam- skiptum við fjármálastofnanir og ber jafn- framt ábyrgð á samningum við birgja. Kröfur um hæfni Viðkomandi þarf að hafa viðskiptafræði- menntun eða hliðstætt nám og 5 til 10 ára reynslu í sambærilegum störfum. Um er að ræða krefjandi starf þar sem áhersla er á skipuleg vinnubrögð og árangur í starfi. Fyr- ir réttan aðila eru góð laun í boði. í umsókn þurfa að koma fram nákvæmar upplýsingar um menntun og fyrri störf. Farið verður með allar upplýsingar sem trún- aðarmál og öllum umsóknum verður svarað. Þeim, sem telja sig uppfylla þær kröfur sem að ofan greinir er boðið að senda inn um- sókn til KPMG Sinnu ehf., fyrir 3. júlí 1996. inna ehf. Rekstrar- og stjórnunarráðgjöf Vegmúli 3 Sími 588-3375 108 Reykjavík Fax 533-5550 KPMG Sinna ehf. veitir ráðgjöf á sviði stjómunar- og starfsmannamáia og einnig sérhæfða ráðningarþjónustu. KPMG Sinna ehf. er í samstarfi við KPMG Management Consulting. Ritari bæjarstjóra Fyrirtækið: Bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar. Starfið: Ritvinnsla, skjalavarsla og almenn skrifstofustörf. Kröfur: Framtíðarstarf fyrir duglegan og sjálfstæðan starfskraft sem hefur góða tölvu- og íslenskukunnáttu auk reynslu af skrif- stofustörfum. Um heilsdagsstarf erað ræða. Upplýsingar: Umsóknarblöð og frekari upp- lýsingar fást aðeins hjá Ráðningarþjón- ustunni. Umsóknarfrestur er til 28. júní. m RÁÐNINGARÞJÓNUSTAN Jón Baldvinsson, Háaleltisbraut 58-60 Sími 588 3309. fax 588 3659 Ráðgjafastarf við Skóiamálaskrif- stofu í Húnavatnssýslum í tengslum við flutning grunnskóla til sveitar- félaga hefur verið komið á fót skólamálaskrif- stofu fyrir Húnavatnssýslur á Blönduósi. Skrifstofunni er ætlað að annast sérfræði- þjónustu við leikskóla og grunnskóla. Á svæðinu eru 7 grunnskólar og 3 leikskólar. Við auglýsum nú eftir ráðgjafa til starfa. Til greina kemur grunnskóla- eða leikskólakenn- ari með framhaldsmenntun, sálfræðingur eða félagsráðgjafi. Um nýjan starfsvettvang er að ræða sem mótaður verður í samstarfi við skólana á svæðinu. Lögð verður áhersla á: - Þjónustu við foreldra og nemendur. - Stuðning við þróunarstarf. - Ráðgjöf til starfsfólks skóla. Umsóknum skal skilað til Skúla Þórðarson- ar, formanns stjórnar byggðasamlags um skólamálaskrifstofu, Húnabraut 6, 540 Blönduós. Hann veitir einnig nánari upplýs- ingar í síma 452 4181. Umsóknarfrestur er til 5. júlí nk. Skólaskrifstofa Skagfirðinga Skólaskrifstofa Skagfirðinga auglýsir laus til umsóknar eftirtalin störíf: 50% stöðu sérkennsluráðgjafa og 50% stöðu kennslugagnafulltrúa. Hlutverk sérkennsluráðgjafa er m.a. að meta og greina nemendur með námslegar sérþarf- ir og að veita ráðgjöf til starfsmanna skóla og foreldra/forráðamanna nemenda. Umsækjendur skulu hafa sérkennslumerint- un og góða yfirsýn yfir daglegt skólastarf. Hlutverk kennslugagnafulltrúa er að byggja upp öfluga kennslugagnaþjónustu í víðasta skilningi og samhengi, til að styrkja sérfræði- þjónustu skrifstofunnar. Hann hefur einnig umsjón með gagnabanka. Umsækjendur skulu hafa kennaramenntun, hæfni og reynslu í tölvumálum og þekkingu og reynslu í skólamálum. Hæfni í mannlegum samskiptum er nauð- synleg, Umsóknarfrestur er til 15. júlí og skulu um- sóknir berast til skólaskrifstofu Skagfirðinga, 550 Sauðárkróki. Nánari upplýsingar veitir skólamálastjóri, Allyson Macdonald, í síma 453 6594 eða 453 6440. Gerðaskóli Kennara vantar við Gerðaskóla í Garði. Almenn kennsla á miðstigi og íslenska á unglingastigi. Umsóknarfrestur er til 30. júní. Upplýsingar gefa skólastjóri í síma 422 7216 eða 422 7380 og aðstoðarskólastjóri í síma 422 7258. Skólanefnd Gerðaskóla. SKINNAIÐNAÐUR HF Aðstoðarmaður á rannsóknarstofu Aðstoðarmann vantar á Rannsóknarstofu Skinnaiðnaðar hf. á Akureyri. í starfinu felst að framkvæma tilraunir í tilraunasútun fyrir- tækisins, ýmsar mælingar og halda utan um gæðaþætti. Starfið er fjölbreytt og krefjandi og getur vaxið með réttri manneskju. Æskilegt er að umsækjandi hafi stúdents- próf en skilyrði að vera léttur í lund og góður í samskiptum. Þarf að geta hafið störf í ágúst byrjun. Nánari upplýsingar veitir Ormarr á rannsóknar- stofu. Umsóknir sendist á skrifstofu Skinnaiðnaðar. Gleráreyrum, P.O.Box 540, 602 Akureyri, sími 462 1710. Framleiðslustjóri Kaupfélag Austur-Skaftfellinga á Horna- firði óskar eftir að ráða framleiðslustjóra til starfa í nýrri kjötpökkunarstöð fyrir útflutn- ingsvinnslu sem hefur starfsemi í ágúst nk. Starfssvið: 1. Dagleg stjórnun útflutningsvinnslu/kjöt- pökkunarstöðvar. 2. Framleiðslustýring og arðsemisútreikn- ingar. 3. Skipulagning sölu- og þróunarverkefna. 4. Þátttaka í sameiginlegri stjórnun slátur- húss KASK. Við leitum að iðnaðartæknifræðingi, iðn- rekstrarfræðingi eða manni með sambæri- lega menntun eða reynslu. Viðkomandi þarf að hafa góða skipulags- og stjórnunarhæfileika, vera nákvæmur í vinnubrögðum, vinnusamur og tilbúinn að leggja sig fram. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu í matvælaiðnaði. Góð tölvukunn- átta er nauðsynleg. Viðkomandi þarf að geta hafið störf frá og með 1. ágúst nk. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar: „Framleiðslustjóri 240“ fyrir 5. júlí nk. Hagvangur hf Skeifunni 19 Reykjavík Sími 581 3666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.