Morgunblaðið - 27.06.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.06.1996, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 1996 33 SHrogiuttMiifeife STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÁKVÖRÐUN BISKUPS BISKUPINN, herra Ólafur Skúlason, hefur ákveðið að láta af störfum fyrr en aldursmörk gera skylt. Með þessari ákvörðun hefur hann tekið frumkvæði um að setja niður þær deilur, sem veikt hafa þjóðkirkjuna síðustu mánuði. Biskup segir að tvennt hafi öðru fremur vakað fyrir sér með þessari ákvörðun. í fyrsta lagi að stuðla að • friði innan þjóðkirkjunnar. í annan stað að skapa nýjum biskupi tóm og tíma til að hafa áhrif á undirbúning hátíðahalda í tilefni af þúsund ára afmæli kristnitöku þjóðarinnar. Því sé á hinn bóginn ekki að leyna að sá áburður, sem hann hafi mátt þola undanfarið, og óvæg- in umfjöllun fjölmiðla, eins og hann kemst að orði, um þann áburð, hafi ýtt undir þessa ákvörðun. íslenzkt þjóðfélag er mótað af kristnum viðhorfum í þúsund ár. Kristin siðfræði er rauði þráðurinn í gagn- kvæmri velvild, réttlætiskennd og umburðarlyndi fólks- ins í landinu. Þjóðkirkjan stendur og dýpri rótum í þjóðar- sálinni, sögu og samtíð, en menn gera sér í fljótu bragði grein fyrir. Það er því mjög miður og þjónar ekki þjóðar- heill, ef átök og sérsjónarmið veikja stöðu hennar í sam- félaginu. FJOLGUN KENNSLUSTUNDA NEMENDUR í íslenskum grunnskólum fá einungis 70% af þeirri kennslu sem almennt tíðkast í löndum Evrópusambandsins, samkvæmt viðamikilli könnun er gerð var á vegum ESB á skipan skólatíma grunnskóla- barna. Voru EES-ríkin ísland og Noregur tekin með í könnuninni. Kennslustundafjöldi níu ára barna á íslandi reyndist vera 554 á ári, þegar könnunin var gerð og voru kennslustundirnar hvergi færri. Á hinum Norðurlöndun- um fengu grunnskólabörn 660-712 stunda kennslu ár- lega. Jónína Gissurardóttir félagsfræðingur greinir frá þessum niðurstöðum í Á vettvangi, fréttabréfi Vinnuveit- endasambandsins. Nefnir hún sem ástæður fyrir þessum mikla mun fleiri almenna frídaga á íslandi en annars staðar auk þess sem hvergi annars staðar virðist tíðk- ast að leggja niður kennslu vegna starfsdaga kennara. Það er hins vegar gert tólf daga á ári á Islandi. Björn Bjarnason menntamálaráðherra segir í samtali við Morgunblaðið í gær að þegar hafi verið tekið á þessu máli að hluta og kennslustundum verið fjölgað um fimmt- án á ári frá því að könnunin var gerð. „Ég held alla sammála um að þetta sé áhyggjuefni, að minnsta kosti hefur enginn sagt þessa stöðu æski- lega,“ segir menntamálaráðherra. Hann segir ekki aðrar skýringar á fáum kennslustund- um en samninga við kennara og sparnað í menntakerfinu. Fjöldi kennslustunda er hins vegar einungis hluti vand- ans. Það verður sífellt mikilvægara að íslenska skólakerf- ið fylgi áþekkum stöðlum og í öðrum Evrópuríkjum, allt frá grunnskóla upp í háskóla. íslendingar eru hluti af því efnahagssvæði er Evrópuríkin mynda og ef við eigum að vera samkeppnisfærir á þeim vettvangi er menntun lykilatriði. í flestum Evrópuríkjum eru sumarleyfi töluvert styttri en á íslandi og kennslustundir þar með fleiri. Oftar en ekki eru einnig meiri kröfur gerðar til nemenda á mörg- um sviðum. Þá má nefna að evrópsk ungmenni Ijúka menntaskólaprófi að jafnaði mun fyrr en íslensk ung- menni og geta því hafið og lokið háskólanámi fyrr. Það ber því að fagna þeim orðum menntamálaráð- herra að í verkefnaáætlun hans í ráðuneytinu sé gert ráð fyrir að íslenskt skólakerfi sé sambærilegt og veiti sambærilega þjónustu og menntun og best gerist ann- ars staðar. Vissulega kostar slíkt fjármagn en það fjár- magn er rennur til menntunar er ekki eyðsla heldur fjár- festing í framtíð þjóðarinnar. RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR Sóknarhugnr á 7 5 ára afmæli Morgunblaðið/Golli AÐALSTEINN Guðjohnsen rafmagnsstjóri segir tíma orkuhlutafé- laga á næsta leiti. En það þurfi bæði kjark til að ákveða breyting- ar og lagni til að undirbúa þær og framkvæma. Micael Brennan fyrrverandi prófessor í heimilislækningum 7 5% kostnaðar fer í 25% sjúklinga Morgunblaðið/Árni Sæberg MICHAEL Brennan frá Kanada var prófessor í heimilislækningum þar í landi og kenndi allmörgum íslenskum læknum. RÁTT fyrir háan aldur er engin lognmolla í starf- semi Rafmagnsveitu Reykjavíkur og ýrnsar breytingar í vændum. Þar ber helst að nefna að nýlega var samþykkt í borgarráði tillaga að samkomulagi Reykjavíkurborgar og Landsvirkjunar að stefna að framleiðslu raforku á Nesjavöllum. Sú viðbótarorka sem þar myndast verður notuð til að bæta úr aukinni orkuþörf Reykvíkinga á komandi árum. Áætlað er að Nesjavallavirkj- un komist í gagnið árið 1998 eða 1999, þá í samvinnu við Landsvirkj- un m.a. vegna orkusölu hennar til stóriðju, og geti framleitt 360 gíga- vattstundir á ári sem er ríflega helm- ingurinn af orkuþörf borgarinnar. Nesjavellir eru í eigu Hitaveitu Reykjavíkur og verður virkjunin í hennar höndum en Rafmagnsveitan mun leggja háspennulínu frá Nesja- völlum. Landsvirkjun á krossgötum Framleiðsla raforku hér á landi er meiri en stærðarmörk ESB setja sem viðmiðun um einokunarheimild. Smáríki eru hins vegar undanþegin þessu ákvæði og fellur ísland því undir samþykkt ESB um frjálsa sam- keppni á sviði orkumála er tekur gildi árið 1998. Landsvirkjun, sem er í eigu ríkis- ins, Reykjavíkurborgar og Akur- eyrarbæjar, er með 93% af orku- framleiðslu hér á landi. „Ef koma á samkeppni í orkumál- um á íslandi verður að breyta Lands- virkjun. Hugsanlega verður lag til þess nú á næstunni vegna mikilla verkefna sem blasa við í orku- vinnslu. Landsvirkjun hefur skilað eigendum sínum litlum sem engum arði og allt óvíst um framtíð henn- ar. Ég tel vel hugsanlegt að Raf- magnsveita Reykjavíkur eigi, frekar en að fá greiddan út sinn hlut í Landsvirkjun, að fá u.þ.b. helming- inn af virkjunum og stofna eigið virkjanafyrirtæki." Aðalsteinn segir ennfremur að ef Landsvirkjun yrði skipt upp í tvö fyrirtæki, þá væri jafnframt eðlilegt að stofna sjálfstætt línufyrirtæki sem væri milliliður í orkusölu hér á landi. Ekki yrði um samkeppni í orkuflutningi að ræða, því það er ekki fjárhagslega hagkvæmt, en fyr- irtækið væri undir mjög öflugu opin- beru verðlagseftirliti. Það keypti orku frá virkjanafyrirtækjum og seldi hana aftur út til dreifiveitna víða um land. Viðskiptavinir þeirra yrðu þegar fram liðu stundir ekki bundnir af orkukaupum frá ákveð- inni dreifiveitu heldur gætu þeir keypt raforku frá þeirri dreifiveitu sem byði besta verðið. Samstarf systurfyrirtækjanna Rafmagnsveitu Reykjavíkur og Hita- veitu Reykjavíkur er ekki nýtt af Rafmagnsveita Reykjavíkur á 75 ára afmæli í dag. Þjónustu- svæði Rafmagns- veitunnar nær frá Garðabæ til Kjalarness og þjónar rúmlega helmingi þjóðarinnar. Guðrún Hálfdánar- dóttir ræddi við Aðalstein Guðjohnsen, rafmagnsstjóra, sem hefur starfað hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur í rúmlega fjóra áratugi. nálinni. Það hófst með sameiginlegri innheimtu allt frá stofnun Hitaveit- unnar til ársins 1987. Fyrirhugað er að koma á samvinnu í innheimtum á nýjan leik. Aukin hagkvæmni í rekstri Aðalsteinn segir að ekki verði þó um sameiginlega innheimtu að ræða heldur sameinist veiturnar um greiðsluseðla þar sem greiðendur geta valið um að greiða reikningana í einu lagi eða aðgreinda. Sparnað- urinn er einhver en aðallega sé um aukin þægindi að ræða fyrir neyt- endur. Með greiðsluseðlunum verða dráttarvextirnir reiknaðir um leið, í stað þess að bætast á næsta reikning á eftir. í árslok 1995 voru um 26% af rafmagnsreikningum greiddir með boðgreiðslum greiðslukortafyr- irtækjanna og beingreiðslum bank- anna. Stundum hefur sá möguleiki verið nefndur að sameina Hitaveitu Reykjavíkur og Rafmagnsveitu Reykjavíkur líkt og sambærilegar veitur á landsbyggðinni hafa gert og orkuveitur víða í nágrannalönd- unum. Aðalsteinn segir að fyrirtækin séu bæði mjög stór og sameining tölu- vert mál. „Sameining er ekki á döf- inni og allt óvíst í þeim málum, sér- staklega þegar ekki er ljóst hver framtíð Landsvirkjunar verður.“ Orkuveitum breytt í hlutafélög Aðalsteinn segir að þegar árið 1987 hafi hann ritað grein í Morg- unblaðið þar sem ýjað var að því að gera Rafmagnsveituna að hluta- félagi. í borgarstjóratíð Markúsar Arnar Antonssonar létu þeir Aðal- steinn kanna hugmyndina frekar. Núverandi meirihluti í borgarstjórn lýsti því yfir fyrir borgarstjórnar- kosningarnar árið 1994 að þjónustu- fyrirtæki Reykjavíkurborgar yrðu ekki einkavædd á kjörtímabilinu. „Hlutafélög og einkavæðing er ekki sami hluturinn, líkt og margir halda. Hlutafélög hafa mikla kosti og það er hægt að setja þak á hversu stór hlutur getur verið á einni hendi. Reynsla annarra Norðurlandaþjóða sýnir okkur ótvíræða kosti hlutafé- laganna. Þar hefur orkuveitum verið breytt í hlutafélög og engri hefur verið breytt aftur í fyrra horf. í mörgum tilvikum eiga sveitarfélög eða ríki allt hlutaféð og jafnvel þá hefur reksturinn verið allur annar, meiri sparnaður og stjórnin skilvirk- ari. Neytendur njóta einnig góðs af rekstrarbreytingunni í formi lægra orkuverðs. Tími orkuhlutafélaga er á næsta leiti. En það þarf bæði kjark til að ákveða breytingar og lagni til að undirbúa þær og framkvæma," segir Aðalsteinn. Afgjald Rafmagnsveitu Reykja- víkur til borgarsjóðs hækkaði úr 415 milljónum árið 1994 í 596 milljónir árið 1995. Afgjald fyrir árið 1996 hefur verið lækkað í 483 milljónir. Aðalsteinn segir að þrátt fyrir að Rafmagnsveitan sé skuldlaus þá verði sjóðsstaða fyrirtækisins ekki nægjanlega góð í lok þessa árs. Það kunni þó að breytast með tilkomu fleiri stóriðjuvera á íslandi. Aukin stóriðja bæti afkomu Landsvirkjun- ar, sem gæti þá væntanlega greitt umtalsverðan arð. Framtíðin björt í orkumálum Icenet er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgr og þriggja hol- lenskra fyrirtækja, í samvinnu við Landsvirkjun, um flutning raforku um sæstreng frá íslandi til megin- lands Evrópu. Aðalsteinn tekur þátt í verkefninu fyrir hönd Reykjavík- urborgar og eru niðurstöður vænt- anlegar síðar á árinu um hvort út- flutningur á raforku er arðvænlegur. Reykjavíkurborg setur sem skilyrði fyrir samningi um útflutning á raf- orku að sæstrengsverksmiðja verði byggð í Reykjavík. I ár er verið að gera tilraun með launatengt frammistöðumat hjá starfsfólki Rafmagnsveitunnar, þar sem laun og vinnutími ákvarðast af vinnuafköstum. Allt frá því að kaup- aukakerfi var tekið upp vegna vinnu í veitukerfinu árið 1972 hefur Raf- magnsveitan reynt að koma á hlið- stæðu launakerfi fyrir aðra starfs- menn. Hingað til hefur það ekki þótt framkvæmanlegt en ákveðið var að prófa þetta í tilraunaskyni. Markmiðið með tilrauninni er að hækka laun og stytta vinnudag starfsfólks fyrir árangur í starfi. Rafmagnsveitan hefur unnið að stefnumótun, þ.e. að skilgreina vandlega hlutverk, stefnu og mark- mið fyrirtækisins. Stefnuskjal henn- ar var samþykkt í þorgarstjórn í september á s.l. ári. í samræmi við það miðar gæðastarfi vel hjá fyrir- tækinu og innra skipulag er í endur- skoðun miðað við breyttar kröfur nýrra tíma. Rafmagnsveita Reykjavíkur hefur starfað í 75 ár og á þeim tíma hafa skipst á skin og skúrir í rekstri veit- unnar. En ef litið er til framtíðarinn- ar þá telur rafmagnsstjóri, Aðal- steinn Guðjohnssen fulla ástæða til bjartsýni. „í árslok 1995 var boðuð endur- skoðun á orkumálum íslendinga. Er þar bæði átt við viðræður eignar- aðila Landsvirkjunar um hlutverk, rekstarform og eignarhald þess fyr- irtækis, en einnig heildarendurskoð- un á Orkulögum og skipulagi orku- mála í landinu. í tilefni afmælisins hefur stjórn Rafmagnsveitu Reykjavíkur ákveðið að fyrirtækið leggi fram styrk til að stofna prófessorsembætti í raf- magnsverkfræði við Háskóla Is- lands. Er þetta liður í því að koma á betri tengslum milli atvinnulífsins og Háskóla íslands. í dag kemur út saga Rafmagns- veitu Reykjavíkur rituð af Sumarliða R. ísleifssyni, og nefnist hún „í straumsamband“. Eru hátæknilækning- ar komnar út í öfgar? Getur verið að mark- aðsmennirnir séu komnir með okkur of langt? Þessar spurn- ingr eru meðal þeirra sem Michael Brenn- an, fyrrverandi pró- fessor í heimilislækn- ingum í Ontario-fylki í Kanada, varpar fram í samtali við Jóhannes Tómasson þar sem meðal annars er fiallað um for- gangsröðun í heil- brigðiskerfinu. VANDI heilbrigðiskerfisins í vel flestum ríkjum á Vesturlöndum er sá að fólk lifir sífellt lengur en fólksfjölgunin er orðin svo hæg að sífellt minnkandi hópur vinnandi manna þarf að bera allan kostnað við þjóðfélagið og er hann ekki minnstur í heilbrigðismálum. Þess vegna er það í almanna þágu að yfirvöld endurskoði til dæmis hveija krónu sem fer til heilbrigðismála og raði verkefnum í þá forgangsröð sem mestu skilar,“ sagði Michael Brennan frá Kanada í samtali við Morgunblaðið. Brennan var prófessor í heimilis- lækningum í London í Ontario-fylki og hefur nýlega látið af störfum. Til hans hafa allmargir íslenskir sérfræðingar í heimilislækningum sótt sérfræðimenntun og hefur hann haldið góðu sambandi við þá og oftlega heimsótt þá hér. „Efnhagsástand margra landa er þannig að við getum ekki horft uppá að fjármagni sé eytt í óarð- bæra hluti og þess vegna verðum við að velta hverri krónur fyrir okk- ur,“ segir Brennan prófessor. „Ef við lítum aðeins til baka sjáum við að á fyrri helmingi aldarinnar urðu 'róttækar breytingar til batnaðar í heilsufari manna og meðalævin hef- ur víða tvöfaldast. Er það að þakka framförum í læknavísindum? Nei, að langmestu leyti er það vegna betri aðbúnaðar á svo mörgum svið- um. Menn hafa betra neysluvatn, störfin eru orðin léttari og ýmsar almennar umbætur í þjóðfélaginu hafa fært okkur þessar framfarir, líka forvarnir og aukin þekking í læknisfræði. Við höfum náð niður barnadauða og höfum náð mikilli færni í að ráða við sjúkdóma og notfært okkur hátækni á öllum sviðum í þessari baráttu með tilheyrandi kostnaði. Við getum haldið lífi í sjúklingum okkar nánast í það óendalega en það eru harla lítil lífsgæði í því fólg- in. Og þar er kostnaðurinn orðinn mestur. í heilbrigðiskerfinu fer kringum 75% kostnaðarins í 25% sjúklinga og hann verður langmestur síðustu tvo sólarhringana þegar allt er reynt til að halda mönnum gangandi. Það er orðið nauðsynlegt að meta for- gangsröðun í heilbrigðiskerfinu og þar verða yfirvöld að taka á máium. Stjórnmálamenn eru í þeim vanda að beijast fyrir endurkjöri og þeir vilja ekki taka óvinsælar ákvarðanir — en hvar endum við ef kostnaður- inn eykst sífellt og fáir verða eftir til að bera hann?“ Of margir sér- fræðingar? En er það ekki skylda læknisins að berjast við sjúkdómana? „Læknar reyna alltaf að sigra dauðann en nú er svo komið að þetta er ekki aðeins vandi lækna heldur ekki síður vandi almennings. Þessa siðfræði þurfa allir að horfast í augu við og við þurfum að spyrja okkur blátt áfram hversu miklum fjármunum og orku við ætlum að veija til að halda lífi í sjúklingum sem við vitum að óska þess sjálfir að fá að deyja og losna undan kvöl sinni.“ Brennan bendir einnig á sam- setningu læknastéttarinnar og spyr hvort þörf sé fyrir alla þessa sér- fræðinga. í Kanada er um helming- ur lækna heimilislæknar en aðrir eru sérfræðingar á hinum ýmsu sjúkdómasviðum. „Þið þurfið að spyija ykkur sjálf hvort hér sé þörf fyrir alla þessa sérfræðinga, 80% lækna hér eru sérfræðingar og 20% heimilislækn- ar. Þarf alltaf að senda mann til taugasérfræðings ef hann fær höf- uðverk? Hann sendir sjúklinginn í alls konar rannsóknir og metur veikindin og greinir út frá sérsviði sínu. Heimilislæknirinn sér þau kannski frá öðru sjónarhorni og skoðar allt samhengið í daglegu lífi sjúklings og ákveður meðferð út frá því. Hvað þarf marga hjartasér- fræðinga, hvað þarf marga fæðing- arsérfræðinga, heilaskurðlækna — þannig mætti áfram spyija. Það hefur sýnt sig þegar íslensk- ir læknar koma hámenntaðir frá erlendum háskólum að hér eru blátt áfram alltof fáir sjúklingar á sér- sviði þeirra til að þeir geti vænst þess að viðhalda þekkingu sinni og færni. Við getum haldið áfram og spurt hvort hátæknilækningar séu ekki komnar út í öfgar. Er raun- veruleg þörf fyrir öll þessi tæki og þarf að endurnýja þau reglulega? Getur verið að markaðsmennimir séu komnir með okkur of langt?“ Deila þarf ábyrgðinni Brennan er óhræddur við að full- yrða að heimilislæknar geti leyst um 90% af vanda sjúklinga og spyr hvort ekki sé líklegt að reka megi heilbrigðiskerfið á hagkvæmari hátt ef sérfræðingar væru færri og heim- ilislæknar sinntu stærri sjúklinga- hópi. „Hér verða yfirvöld að marka stefnuna og þau verða að ákveða hvernig fjármagninu er varið. í Kanada hefur verið mikill niður- skurður í heilbrigðiskerfinu, sjúkra- húsum lokað og þar með kennslu- stofnunum og fólk úr heilbrigðis- geiranum orðið atvinnulaust. En þetta eru þær róttæku aðgerðir sem grípa þarf til þegar fjármagnið til skiptanna minnkar. Vitanlega vilja margir fremur fara til sérfræðings af því þeir telja að hann geti leyst vanda sinn. Myndu ekki öll börn vilja ís fremur en lyf ef þeim væri boðið að velja? Vitanlega skiptir máli að við öfl- um okkar allrar þeirrar sérfræði- kunnáttu og færni sem hægt er, við þurfum að stunda rannsóknir og tilraunir. En ég er aðallega að spyrja hvort við séum ekki komin of langt í þessum efnum. Læknar og allur almenningur verða að taka höndum saman og fjalla um þessi mál. Það er alveg ljóst að við viljum öll gera allt fyrir sjúklinginn, við viljum bjarga mann- lífi og lengja líf. En hér þurfa fleiri en læknirinn að deila ábyrgð og við þurfum að skoða þessar erfiðu spurningar í stærra samhengi og með almannaheill að leiðarljósi. Læknar bera ekki þessa byrði einir — við megum ekki líta á þá sem guði sem öllu ráða. Virkjun „aflsins hvíta“ Úr myndasafni Guðmundar J. Hlíðdals. ÚR VÉLASAL Elliðaárstöðvar árið 1921. 27. JÚNÍ 1921 var Rafstöðin við Elliðaár formlega tekin i notkun og hefur sá dagur einnig verið talinn upphafsdagur Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Árið 1894 hafði Vestur-íslending- urinn Frímann B. Arngrímsson bent bæjarbúum á auðnámu nánast við bæjardyrnar, Elliðaárnar, þar sem hægt væri að virkja „aflið hvíta" í fossum Elliðaánna. Ekkert varð úr framkvæmdum það árið og það var ekki fyrr en 1918 sem það var sam- þykkt að byggja rafmagnsstöð fyrir Reykjavík með afli úr Elliðaánum. Sífelld stækkun Reykjavíkur kall- aði á aukna raforku og Ljósafoss- virkjun, fyrsta virkjunin í Soginu, tók til starfa árið 1937. Árið 1947 var byggð varastöð við Elliðaár vegna þess að farið var að bera á orkuskorti í Reykjavík. Sú stöð var einnig notuð á álagstoppum og til að hlaupa undir bagga með Hitaveit- unni í kuldaköstum. Varastöðin var stækkuð tvisvar en starfsemi hennar hefur nú verið hætt. Önnur virkjunin í Soginu, írafoss- virkjun, hóf starfsemi árið 1953 og Steingrímsstöð, sú þriðja í Soginu, tók formlega til starfa árið 1960. Með stofnun Landsvirkjunar árið 1965 var rekstur virkjananna fluttur til hennar og samþykkt að frekari stórvirkjanir skyldu einnig vera í umsjá Landsvirkjunar. Útivistarsvæði fyrir almenning Elliðaárnar og -dalurinn hafa ver- ið í umsjá Rafmagnsveitunnar allar götur frá 1925. Rafmagnsveitan hóf skógrækt í Elliðaárhólma á 30 ára afmæli veitunnar en Skógræktarfé- lag Reykjavíkur tók smám saman, ásamt Vinnuskóla borgarinnar, við gróðursetningunni. Reynt hefur ver- ið að vernda svæðið og gera það aðgengilegt sem útivistarsvæði fyrir almenning. Rafmagnsveitan sér um laxaklak og -eldi í ánum en veiðirétturinn er leigður Stangveiðifélagi Reykjavík- ur. Rafmagnsveita Reykjavíkur er eflaust ein af fáum rafveitum í heim- inum sem á kirkju. Jörðin Úlfljóts- vatn í Grafningi er í eigu Rafmagns- veitunnar ásamt kirkju sem þar er. Rafmagnsveitan keypti jörðina vegna Ljósafossvirkjunar á sínum tíma. Hluti hennar er leigður út til skátahreyfingarinnar á Islandi en einnig eru þar orlofshús á vegum Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar. Minjasafn í Elliðaárdalnum Minjasafn Rafmagnsveitunnar var vígt árið 1990 og er það til húsa á efri hæð eldri Aðveitustöðvar 5 við Elliðaár. Þar eru geymdir munir og minjar sem tengjast sögu Rafmagnsveitunnar. Tilgangur safnsins er að varðveita söjgu þróun- ar rafmagnsnotkunar á Islandi og veita almenningi tækifæri að fræð- ast um hana. Frá stofnun Rafmagnsveitu Reykjavíkur hafa þrír menn gegnt starfí rafmagnsstjóra. Steingrímur Jónsson rafmagnsverkfræðingur var ráðinn rafmagnsstjóri árið 1921 og gegndi hann starfinu í 40 ár. Þá tók við Jakob Guðjohnsen rafmagnsverk- fræðingur en hann andaðist árið 1968. I ársbyijun 1969 tók núver- andi rafmagnsstjóri við starfínu, Aðalsteinn Guðjohnsen rafmagns- verkfræðingur, en hann hefur starf- að hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur í 41 ár, eða frá árinu 1955.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.