Morgunblaðið - 27.06.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.06.1996, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ 8 FIMMTUDAGUR. 27. JÚNÍ 1996____________________________ FRÉTTIR STRÍÐIÐ um hvort sé betri blár eða rauður harðnar enn . . . Verslunarráð vill fela s veitar félögum rekstur kirkjugarða Ráðherra taki á ný upp skipan kirkj ugar ðamála VERSLUNARRAÐ Islands telur tímabært að sveitarfélögin í land- inu yfirtaki rekstur kirkjugarða og hefur Verslunarráð beint þeim eindregnu tilmælum til kirkju- málaráðherra að hann taki á ný upp lagalega skipan kirkjugarða- mála með það að markmiði að þau verði alfarið færð undir umsjá sveitarfélaga. Verslunarráð bendir á að í kirkjugarðalögum hafi sveitarfé- lögin verið skylduð til þess í lang- an tíma að leggja fram endur- gjaldslaust hæfileg kirkjugarða- stæði, frágengin og girt. Hins veg- ar hafi sérstökum kirkjugarða- stjórnum innan Þjóðkirkjunnar verið falinn reksturinn, en á grundvelli sérskatts, kirkjugarðs- gjalda, sem sé að fjara út í sam- ræmi við ákvörðun Alþingis. Því liggi beint við að sveitarfélögin taki þetta verkefni alfarið að sér og að þar með falli saman í einn farveg stofnkostnaður og rekstrarábyrgð í þessu efni. Myndi leysa Þjóðkirkjuna undan rekstrarábyrgð í fréttatilkynningu frá Verslun- arráði kemur fram að ráðið hafi vakið athygli Alþingis á þessu máli þegar frumvarp að núgildandi lögum um kirkjugarða var til af- greiðslu fyrir þremur árum. Þá hafí ekki reynst vera svigrúm til að fjalla um breytingar á rekstrar- ábyrgð kirkjugarða, sem m.a. varði jafnframt breytingar á samningum um verkaskiptingu ríkis o g sveitarfélaga annars vegar og hins vegar afnám úreltrar for- sjár Þjóðkirkjunnar að þessu leyti. „Eins og Verslunarráð vakti athygli á fyrir þremur árum með umsögn sinni um frumvarpið að gildandi kirkjugarðalögum myndi umsýsla sveitarfélaga eftir settum lögum og reglum leysa Þjóðkirkj- una undan rekstrarábyrgð, sem hún hefur ekki haft nægilegt vald á og hefur auk annars leitt til þess að skatttekjur til kirkjugarða- reksturs hafa verið notaðar um- fram lagaheimildir til annarrar starfsemi, s.s. í þágu samkeppni við fyrirtæki í útfararþjónustu. í því efni er fallinn Hæstaréttar- dómur um misnotkun skatttekna Kirkjugarða Reykjavíkurprófasts- dæma og ágreiningsmál um hlið- stæð efni eru til umfangsmikillar umjQöllunar um þessar mundir hjá Samkeppnisstofnun,“ segir í fréttatilkynningu Verslunarráðs. Pétur Hafstein -traustsins verður Okkur vantar sjálfboðaliða á kjördag. Vinsamlegast hafið samhand semfyrst við kosningaskrifstofu í Borgartúni 20 eða í síma 588 6688 Stuðningsmenn Gulls leitað við Hafravatn Viljum vita um auðlindir í jörðu Bjarni Bjarnason BORUN eftir gulli í nágrennj Hafra- vatns stendur nú yfir á vegum fyrirtækis- ins Melmis hf., sem er félag í eigu kanadískra, ástralskra og sænskra aðila ásamt Málmís hf., sem Iðntæknistofnun og Kísiliðjan við Mývatn eiga. Bjarni Bjarnason, framkvæmdastjóri Kísil- iðjunnar, er stjórnar- formaður Melmis. — Hvað hefur gullleit staðið lengi í ykkar veg- um? „Síðan 1990, held ég að megi segja. Það var fyrirtækið Málmís sem leitaði að gulli og góð- málmum og starfaði í um það bil þrjú ár. Fyrirtæk- ið hafði leyfi til leitar á um % hlutum landsins og annað fyrirtæki, Suðurvík, leitaði á um '/* hluta landsins. Svona leit fer fram í nokkrum þrepum. Fyrsta þrepinu er nú lokið, en þá var gerð gróf ieit á stórum svæðum með því að skoða jarðfræðiuppbyggingu þeirra út frá hugmyndum um við hvers konar aðstæður og í hvers konar jarðvegi þessa málma sé helst að finna. Þar sem þær aðstæður eru fyrir hendi var farið og leitað með jarðfræð- iaðferðum; sýni tekin og send í greiningu. Að þessu unnu 1-2 menn á sumrin. Eftir þriggja ára leit varð niðurstaðan sú að nokk- ur svæði væru líklegri en önnur til þess að þar væri gull að finna í einhverju því magni sem væri ef til vill vinnanlegt. Þannig að eftir þennan fyrsta áfanga var spurningunni enn ósvarað. Það var hvorki sýnt fram á né útilokað að hér væri vinnanlegt gull. Það komu fram jarðfræðileg frávik, sem þýða að á þessum svæðum er meira af gulli en í umhverfinu en það eru mjög veik frávik. — Hvað einkennir helst jarð- fræði þeirra svæða sem telja má líklegt að guil sé að finna í vinnaniegu magni? „Ég held við ættum ekki að orða spurninguna þannig að það líklegt að að gull finnist í vinnan- legu magni. Það er ekki líklegt en það er ekki útilokað. Ef það væri líklegt þá væru sjálfsagt löngu komin hingað mörg náma- fyrirtæki að leita. En þau svæði sem helst koma til greina eru kuínuð jarðhitasvæði. Það er mikið um slík svæði á landinu en þau eru jarðfræðilega ung og það hefur ekki orðið mikil útfelling á gulli þar. Vegna þess að það hefur fundist „lykt“ af nokkrum svæð- um þá höfum við áhuga að fá spurningunni svarað til fulln- ustu. Ég er ekkert bjartsýnn og það er góð ástæða fyrir því; hér hefur aldrei fundist gull. Við viijum líka öðlast betri þekkingu á því hvaða auðlindir eru hér í jörðu. Við vitum að við eigum ekki mikil auðæfi í jörðu hér á landi; þó gufu, möl og grjót, vik- ur og eina verðmætanámu, sem er kísilgúr. Annar námurekstur er ekki á landinu." — Hvað teija menn rétt- lætanlegt að verja miklu fé í að fá þessi svör? „Við teljum það kostnaðarins virði að ganga úr skugga um þetta. Það er erfitt að meta kostnaðinn til fjár. Þetta skiptist ►Bjarni Bjarnason er fæddur í Reykjavík árið 1956. Hann lauk prófi í námaverkfræði frá Tækniháskólanum í Luleá í Sví- þjóð og starfaði í 6 ár í Sví- þjóð, aðallega við kjarnorku- úrgangsrannsóknir og ráðgjöf á því sviði. Hann starfaði síðan í 6 ár sem tæknistjóri Jarðbor- ana hf. en hefur frá 1. janúar verið forsljóri Kísiliðjunnar við Mývatn. Bjarni er kvæntur Björgu Árnadóttur blaðamanni. Þau eiga 3 börn. m.a. á Kísiliðjuna, Orkustofnun, Iðntæknistofnun og Rannsókn- arráð, en framlagið er m.a. í formi vinnu. Heildarkostnaður við þetta þrep gæti sjálfsagt numið tugum milljóna." — Hve langan tíma ætia menn að gefa sér í að fá niður- stöðu úr jarðborununum við Hafravatn? „Ég hugsa að það muni ský- rast fyrir lok ársins. Niðurstað- an verður sú að annaðhvort er þarna ekkert að finna og þá verður leit hætt eða þá að það þriðja þrepið tekur við, sem er nákvæmari úttekt. Þá mundi vera gerð nákvæm magnmæl- ing en það mun ráðast af niður- stöðu hennar hvort magntaka er talin standa undir þeirri miklu fjárfestingu sem þá þarf að ráðast í.“ — Af hveiju stafar áhugi Kísiliðjunnar á gulileit? „Kísiliðjan er eina stóra námufyrirtækið í landinu. Gamlir eigendur Kísiliðjunnar, John Manville, voru opnir fyrir ýmsum þáttum jarðefnaleitar hér á landi og frá þeim er hug- myndin komin.“ — Hverjir eiga landið sem ieitað er á í Þormóðsdal og Búrfelii? „Það eru nokkrir Iandeigend- ur og landið er að hluta til í einkaeign. Það er búið að semja við alla landeigend- ur.“ — Hafði það ein- hverja þýðingu fyrir leitina á þessu svæði við Hafravatn að vit- að var um ieit á vegum Einars Benediktssonar á sömu slóðum árin 1911-1925? „Það er alveg ijóst að það sem þarna hafði verið gert áður vakti athygli okkar á svæðinu. Við vitum hins vegar ekki hveij- ar niðurstöður þeirrar leitar voru og það skiptir . ekki svo miklu máli, því að allar forsend- ur eru gerbreyttar, svo sem vinnsluaðferðir, arðsemiskröf- ur, gullverð og fleira.“ Sýni tekin og send í greiningu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.