Morgunblaðið - 27.06.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.06.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 1996 37 Rithöfundar í fjárhagsvanda Karen Kunc í Umbru í DAG fimmtudag kl. 17 opnar bandaríska grafíklistakonan Karen Kunc sýningu á riýjum verkum sín- um í Galleríi Úmbru, Bernhöfts- torfu. „Karen er þekkt fyrir stór, kröftug tréskurðarþrykk í sterkum heitum litum, expressjónískum formum og línum, en slík verk voru á sýningu hennar í Hafnarborg s.l. vetur. Á þessari sýningu í Galleríi Úmbru eru smáar kyrrari myndir, einfald- ari í efni og lit en í sama kröftuga leik að línu og formum“, segir í kynningu. Sýningin er sú þriðja í röð sýn- inga bandarískra listamanna sem Gallerí Úmbra býður upp á nú á vordögum í tilefni Listahátíðar í Reykjavík og eru áður komin Laur- en Piperno ljósmyndari og Robert Shay leirlistamaður. Sýningin stendur til 17. júlí og er opið þriðjudaga til laugardaga kl. 13-18 og sunnudaga kl. 14-18. -----♦ ♦ ♦----- Danskur kór í Reykjavík KAMMERKÓR Dómkirkjunnar í Haderslev heldur tvenna tónleika í Reykjavík, föstudaginn 28. júní kl. 20.30 í Norræna húsinu og sunnu- daginn 30. júní kl. 17 í Hallgríms- kirkju. Kórinn, Vor Frues Cantori var stofnaður árið 1971 og hefur hlotið fjölda viðurkenninga, bæði innan- lands og utan. Á tónleikunum í Norræna húsinu mun kórinn syngja þekkta danska söngva, meðal annars vinsæl þjóð- lög,og að lokum rytmísk lög. Á tónleikunum í Hallgrímskirkju verður boðið upp á söngva eftir dönsk tónskáld, meðal annars; Vagn Holmboe, Emil Hartmann og C.EF. Weyse ásamt verkum eftir Vaughan Williams. Óskalisti brúðhjónanna Gjafaþjónusta fyrir brúðkaupiö f (V1) SILFURBÚÐIN NXV Kringlunni 8-12 • Sfmi 568 9066 - Þar færöu gjöfina - MARGIR breskir rithöfundar, sem hafa notið töluverðra vinsælda í gegnum árin, berjast nú í bökkum fjárhagslega. Ástæðan er fyrst og fremst allt að þriðjungslækkun á greiðslum bókaútgáfa til höfund- anna á meðan þeir vinna að nýjum skáldverkum, að því er segir í Independent. Þetta hefur orðið til þess að bankar hafa gengið harðar fram en áður og yfirdráttur rithöfund- anna oftar en ekki verið minnkað- ur. Helstu fórnarlömbin eru höf- undar sem eiga fjögur til fimm verk að baki, hafa aldrei náð met- sölu en eru ágætlega þekktir og hafa hingað til komist vel af. Er vandamálið orðið svo aðkall- andi að Konunglegi bókmennta- sjóðurinn, sá elsti og stærsti sinnar tegundar í Bretlandi, greiddi á síð- asta ári um 48 milljónir ísl. kr, í styrki, sem er um þrefalt meira en að jafnaði á síðasta áratug. Sjóðurinn, sem var stofnaður árið 1790, hefur veitt mörgum helstu skáldum Breta aðstoð á liðnum tveimur öldum en sjóðstjórnin gef- ur ekki upp nöfn þeirra sem þiggja aðstoð. Formaður stjórnarinnar upplýsti þó að á meðal þeirra sem sótt hefðu um styrki væru margir vel þekktir og að aldur umsækj- enda færi lækkandi. Um 150 rit- höfundar hefðu sótt um aðstoð á síðustu 12 mánuðum, fjölmargir fleiri hefðu ekki talist uppfylla skilyrði sjóðsstjórnar um að vera rithöfundar. Þá hafi verið nokkuð um að menn hafi dregið umsóknir sínar til baka þar sem þeir vildu ekki gefa sjóðstjórninni upplýs- ingar um fjárhagsstöðu sína. Auk þess sem dregið hefur ver- ið úr fyrirframgreiðslum til rithöf- unda, hafa miklar mannabreyting- ar hjá útgáfufyrirtækjunum valdið vanda. Þá segja þeir sem til þekkja í bókaútgáfu að athyglin beinist að æ færri bókum, að æ færri höfundar fái æ hærri greiðslur fyrir verk sín. Erfiðara sé að koma verkum sínum á framfæri og því hafi fjölmargir höfundar gripið til þess að gefa bækurnar út sjálfir, alls um 3.000 manns. Hefur það orðið til þess að aldrei hafa verið skráðar jafn margar breskar bóka- útgáfur og nú, um 30.000. * Hvíldargreinirinn er sérstök mælidýna sem nemur þyngdardreifingu líkama þíns og hjáipar þér aö velja bestu dýnuna. SUÐURLANDSBRAUT 22 108 REYKJAVÍK SÍMI 553 601 1 & 553 7100 Ekens Natiir deluxe *Springdýnur í hæsta gæöaflokki. Dýnurnar eru með vandað gormakerfi og bólstraðar með latexi og bómull.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.