Morgunblaðið - 27.06.1996, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
BÍLLINN var fluttur til ísafjarðar í gær. Hann er talinn vera ónýtur.
V öruflutningabíll í sjóinn í Hestfirði
Eini ókaskótryggði
bíll fyrirtækisins
Kröfluvirkjun
stækkuð um
15 megawött
VÖRUFLUTNINGABÍLL valt út
af veginum vestan megin í Hest-
firði við Eiðisháls, fram af lágum
bakka og út í sjó um miðnætti að-
faranótt miðvikudags. Tveir menn
voru í bílnum og sluppu þeir
ómeiddir. Farmur bílsins, aðallega
kjöt og drykkir, skemmdist og bíll-
inn er talinn ónýtur.
Að sögn lögreglunnar á ísafirði
mun hjólbarði á framhjóli bílsins
hafa hvellsprungið og þannig valdið
slysinu. Ökumaður bílsins bólgnaði
á fæti og farþegi kvartaði undan
eymslum í þaki. Þeir fóru í læknis-
skoðun á ísafirði í gær en báðir
fengu að fara heim að henni lokinni.
Bílstjórinn segist hafa misst
stjórn á bflnum þegar dekkið sprakk
og hann þá farið út af veginum.
Hann hafí runnið eftir bakkanum
og lent á hjólunum niðri í fjöru og
að hluta til úti í sjó. Mennirnir voru
báðir í bílbeltum og segir bílstjórinn
að þeir hafi ekki meiðst neitt að
ráði, aðeins marist. Maður úr sum-
arbústað í nágrenninu kom að og
tók mennina tvo með sér í bústað-
inn.
Nýlega keyptur
Bíllinn var sóttur í gær og fluttur
til Isafjarðar. Hann er talinn vera
ónýtur. Kristinn Ebenezersson, eig-
andi ísafjarðarleiðar, sagði í gær
að farmurinn yrði bættur af trygg-
ingum en bfllinn ekki. Fyrirtækið
væri nýbúið að festa kaup á honum
og ekki búið að ganga frá kaskó-
tryggingu á honum. Hann var því
eini bíll fyrirtækisins sem ekki var
kaskótryggður.
Þetta er í annað sinn á skömmum
tíma sem fyrirtækið verður fyrir
skakkaföllum en í byijun mánaðar-
ins kviknaði í út frá rafmagni í
vöruflutningarými bíls ísafjarðar-
leiðar.
Bíllinn var í áætlunarakstri frá
Akureyri til ísafjarðar en Isafjarð-
arleið er með áætlun á þessari leið
einu sinni í viku. Kristinn segir
þetta óhapp ekki raska áætlunar-
ferðum fyrirtækisins meira en orðið
er. Annar bíll hafi þegar verið send-
ur af stað til að sækja vörur í stað
þeirra sem skemmdust.
STJÓRN Landsvirkjunar samþykkti
á fundi í gær að ráðast í stækkun
á Kröfluvirkjun um 15 megawött,
eða úr 30 megawöttum í 45 mega-
wött, sem er um 120 GWst á ári.
Framkvæmdum ætti að geta verið
lokið á næsta ári og þessi áfangi
Kröfluvirkjunar kominn í rekstur í
lok ársins 1997. Að sögn Helgu
Jónsdóttur, stjórnarformanns
Landsvirkjunar, er kostnaður við
stækkunina áætlaður 698 milljónir
króna, 173 milljónir á þessu ári og
525 milljónir á næsta ári.
Talið er að hægt sé að flýta áætl-
uðum virkjunarframkvæmdum á
Nesjavöllum með sértækum aðgerð-
um um 4-6 mánuði, en áætlanir
hafa miðast við að framkvæmdum
yrði lokið í árslok 1998. Áætlað er
að virkja í tveimur áföngum á Nesja-
völlum og að þeir skili samtals 360
GWst orku. Áð sögn Alfreðs Þor-
steinssonar, formanns stjórnar
Veitustofnana Reykjavíkurborgar,
myndi flýtingin hafa í för með sér
umtalsverðan kostnaðarauka, en á
þessu stigi væri ekki ljóst hver hann
yrði.
Helga Jónsdóttir segir að hug-
myndir Columbia Ventures Co., sem
óskað hefur eftir svörum um það
hvort hægt sé að afhenda næga orku
í MORGUNBLAÐINU í dag birtast
þijár auglýsingar varðandi forseta-
kjör. Tvær þeirra eru frá hópi, sem
kallar sig: „Óháðir áhugamenn um
forsetakjör 1996“ en sú þriðja frá
samtökum, sem nefna sig: „Sam-
tökin: „í Guðs bænum ekki...““.
Samkvæmt upplýsingum frá
þeim aðilum, sem standa að birtingu
þessara auglýsinga eru forsvars-
fyrir álver snemma árs 1998, séu
fjarri því að vera fastar í hendi.
Bendir hún á að hagkvæmara verð-
tilboð liggi fyrir frá Venesuela sem
Columbia þurfi að kanna til fulls
áður en gengið er til samningavið-
ræðna við íslendinga.
Dýrara að flýta
framkvæmdum
Alfreð Þorsteinsson sagði að svar
Hitaveitu Reykjavíkur við fyrirspurn
Columbia Ventures um hvort hægt
væri að flýta framkvæmdum á
Nesjavöllum væri efnislega það að
það sé hægt með sértækum aðgerð-
um og umtalsverðum kostnaðar-
auka.
Alfreð sagði að allur undirbúning-
ur við Nesjavallavirkjun væri kominn
á þann skrið sem hægt væri að setja
hann. Stjórn Veitustofnana hefði
samþykkt í gær að fela Rafmagns-
veitu Reykjavíkur að annast undir-
búning að lagningu háspennulínu frá
virkjuninni að aðveitustöð Raf-
magnsveitunnar við Korpu, og jafn-
framt að undirbúa stækkun aðveitu-
stöðvarinnar sem nauðsynleg væri
vegna tengingar háspennulínunnar
við stöðina.
■ Ákveðið að stækka/10
menn Óháðra áhugamanna um for-
setakjör 1996, þeir Sigurður Helga-
son, fyrrv. forstjófi Flugleiða,
Björgólfur Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri og Ómar Kristjáns-
son, framkvæmdastjóri.
I forsvari fyrir samtökuttum „í
Guðs bænum ekki...“ er Árni Árna-
son, Brúarási 12.
Auglýsingar
um forsetakjör
NL í brids
ísland í öðru
sæti í opna
flokknum
Faaborg. Morgunblaðið.
ÍSLENDINGAR eru í öðru sæti í
opna flokknum á Norðurlandamót-
inu í brids þegar átta umferðum
er iokið af tíu.
íslendingar unnu Færeyinga
25-3 og Svía 18-12 í gær en töpuðu
12-18 fyrir Norðmönnum og hafa
146 stig. Svíar hafa 152,5 stig og
Norðmenn 144.
Konurnar í 5. sæti
í kvennaflokki er Island í fimmta
sæti með 89 stig. Liðið tapaði 3-25
og 6-24 fyrir Norðmönnum og
Svíum en vann Færeyinga 22-8.
Síðustu tvær umferðirnar verða
spilaðar í dag.
-----» -»• ♦-
Hjálmurinn
bjargaði
EKIÐ var á átta ára dreng á reið-
hjóli í Njarðvík í gærkvöldi. Hann
hafði hjólað út á götuna án þess
að taka eftir bílnum.
Drengurinn var fluttur á sjúkra-
hús en fékk að fara heim að skoðun
lokinni. Hann var með hjálm.
MorgunDlaoio/Knstmn
Tveimur bruggverksmiðjum lokað
FÍKNIEFNADEILD lögreglunn-
ar í Reykjavík handtók „verk-
smiðjueiganda" í Þingholtunum
á þriðjudag sem þar starfrækti
bruggverksmiðju. Lögreglu-
menn helltu niður 2 lítrum af
landa og um 600 Iítrum af
gambra en úr þeim hefði verið
hægt að sjóða um 150 lítra af
landa.
Önnur bruggverksmiðja var
upprætt í Garðabæ sl. mánudag.
Þar var hald lagt á um 50 lítra
af landa. Tæki og tól voru gerð
upptæk á báðum stöðum.
Mönnunum hefur báðum verið
sleppt og teljast málin upplýst,
samkvæmt upplýsingum frá
fíkniefnadeildinni.
Myndin er af lögreglumönnum
að störfum í Þingholtunum.
MEÐ blaðinu í dag fylgir
átta síðna auglýsingablað
frá Hagkaup.
Grindhvala-
vaða á
Hraunsfirði
VAÐA 30-40 grindhvala hefur
lónað á Hraunsfirði frá því í fyrra-
dag.
Þeirra varð fyrst vart úti á Kol-
grafafirði en síðan gengu þeir inn
í Hraunsfjörð og voru í gær komn-
ir inn undir brú. Jafnvel er talið
að hvalurinn sé að elta lax sem
gengur i hafbeitarstöðina í
Hraunsfirði.