Morgunblaðið - 27.06.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.06.1996, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Mannbjörg varð þegar Mýrafell ÍS 123 sökk í mynni Arnarfjarðar í fyrrinótt Hvolfdi í togi á nokkrum sekúndum Skipveijamir fjórír á Mýrafelli ÍS 123 fengu kveðjur hvaðanæva að og klapp á bakið frá vegfarendum á Þingeyri í gær, enda nýstignir af öl Guðnýjar ÍS 266, eftir giftusamlega björgun úr sjávarháska. Helga Kristín Einars- dóttir fór til Þingeyrar ásamt Sverri Vilhelmssyni ljós- myndara og hafði tal af skipveijunum. „ÉG FLÝTTI mér inn í stýrishús að kalla eftir hjálp, en náði því ekki, bátnum hvolfdi svo fljótt," segir Magnús Kristjánsson, skip- stjóri á Mýrafelli ÍS 123 sem sökk í Arnarfírði aðfaranótt miðviku- dags. „Ég festist inni í stýrishús- inu góða stund og veit eiginlega ekki hvernig mér tókst að fínna hurðina og krafla mig út,“ segir hann ennfremur. Mýrafellið var á dragnót um fjórar sjómílur austur af Kópi ásamt fleiri bátum og ber hásetun- um saman um að mínúturnar sem þeir biðu á kili bátsins án þess að bólaði á skipstjóranum eða björg- unarbátunum hafí verið nokkur ráun. Reyndu þeir að veifa til skip- veija á Guðnýju sem einskis urðu varir þar til blysi var skotið á loft. Mótorbáturinn Björgvin Már sá blysið 17 mínútum fyrir eitt en skipveijar á Guðnýju náðu mönn- unum fjórum um borð nokkrum mínútum síðar. Dýpið á þessum slóðum er 25-30 faðmar, segir Magnús, og var enginn mannanna í flotgalla. Þá þurftu skipveijar að svamla í sjónum nokkra stund meðan skrúfan gekk, því ógemingur Morgunblaðið/Sverrir ÍVAR Örn og Sigurður virða fyrir sér björgunarbátinn sem ekki brást á elleftu stundu. Mýrafeli IS-123 sökk í mynni Arnarfjarðar 26. júní 1996 Kögur Straumnes Ritur Barði Sléttanes jgeyn lOsjómllur MÝRAFELL ÍS 123 er 15 tonna stálbátur, smíðaður 1987. reyndist að klifra upp á kjölinn án þess að taka í stýrið. Spýtti upp sjó við hreyfingn Magnús komst út úr stýrishús- inu við illan leik og fékk alls kyns drasl úr bátnum í fangið á uppleið- inni. Honum tókst þó að krafla sig einhvern veginn upp á yfírborðið að eigin sögn og var þá búinn að Stuðningsmenn Péturs Hafstein Kostiin^dsh if'yiotan i fíOtXtii'lúrti 20 ct t’j'tn 10:00 22:00 itlltl w.iy.j Síltti: 'SS OCtSS M\ tnUemiit • MÖS :\ik\œdagrcidslti tihitt kjöt fun.hi' fcr fmtn lijti sf-lutiniiuiuum tim Ittii,! atlf ti skríptofu- iítn,i kl 'f 10 l2;OÖ úg 13:00 I • Alltn tnítMt t ufijOvsttic.ii, um fút?cl(ikosninjtarnat cni gcfturr í sftttil S53 3209 -trauststns verður feteírtj vcrðui súpa talsverðan sjó. „Það bæði lak úr nefinu á mér og eins spýttist upp úr mér þegar ég beygði mig fram,“ segir hann. Ekki vill hann þó gera mikið úr atvikinu en auð- séð að kona hans, Hjördís Guð- mundsdóttir, er slegin yfír atburð- um næturinnar. Á daginn kemur síðan að Magn- ús, sem er fertugur, féll útbyrðis í fyrstu sjóferð sinni fyrir 25 árum. „Já, þetta var úti á miðum. Á þeim tíma vissi ég ekki einu sinni hvar „miðin“ voru,“ segir hann. Einnig var hann einn ellefu skip- veija á Framnesinu ÍS 708, sem sökk við Rauðasand árið 1972. Þá lentu Magnús og fjölskylda í tveimur snjóflóðum í Kinninni á Breiðadalsheiði fyrir tveimur árum og sluppu með skrámur. Annar björgunarbáturinn kom aldrei upp á yfirborðið „Við vorum að hífa pokann og komnir með hann inn þegar bátur- inn tók að hallast á hliðina. Allt í einu slæst bóman út og pokinn með og bátnum hvolfír. Þetta gerðist bara á nokkrum sekúnd- um,“ segir Magnús. Um borð voru auk skipstjórans hásetarnir Kristján Ástvaldsson, 28 ára, ívar Örn Pálsson, 19 ára, og Sigurður Friðfínnsson, 18 ára, allir frá Þingeyri, sem tókst að klifra upp á kjöl bátsins. I Mýra- fellinu voru tveir björgunarbátar og kom annar þeirra aldrei upp á yfirborðið. „Ef hinum björgunar- bátnum hefði ekki skotið undan bátnum, hefðum við ekki verið í góðum málum, því ekkert stóð upp úr nema kjölurinn þegar ég kom úr kafi,“ segir Magnús. Mýrafellið er 15 tonna stálbátur, 14,5 metrar á lengd og fjórir metrar á breidd, og verður reynt að ná skipinu upp að ósk tryggingafélags útgerðar- innar Rana hf. segir skipstjórinn. Guðný ÍS var á veiðum á svipuð- um slóðum og Mýrafellið sökk og í gær sást ekkert nema olíubrák á sjónum. Nýbúið var að fylla bátinn af olíu að sögn skipveija. Kristján var staddur bakborðs- megin að blóðga í kör ásamt ívari Emi og höfðu þeir fengið sex tonn af kola og þorski þegar bátnum hvolfdi. „Magnús og Sigurður voru að hífa pokann inn þegar allt í einu kemur halli á bátinn. Magnús ætlar að slaka aftur í til að rétta bátinn af en það kemur bara á hann meiri halli. Svo veltur hann. Þetta gerðist á augnabliki. Við klifruðum upp á lunninguna og stukkum í sjóinn. Þegar ég kom úr kafí sá ég bátinn á hvolfi. Við komumst ekki upp á hann aftur því skrúfan var á fullri ferð. Ætli hún hafí ekki snúist í fímm mínútur, annars er erfítt að átta sig nákvæmlega á því,“ segir hann. Kristján segist ekkert hafa tek- ið eftir kulda sjávarins. „Maður sýpur hveljur og drekkur sjó til að byrja með en hugsar ekkert um kuldann. Það eina sem komst að var að fínna eitthvað til þess að halda sér í. Veðrið var ekki slæmt, en kvikudjöfull," segir Kristján ennfremur og á við þunga undiröldu. Talið að spilið hafi bilað „Svo þegar skrúfan stöðvaðist loksins héngum við á stýrinu og klifruðum upp. Magnús kom upp úr kafí seinna. Við öskruðum á hann um leið og báturinn valt. Hann sagðist eftir á ekki viss um hvernig hann hafi komist upp og talaði um að hafa fest í einhveiju drasli," segir Kristján. Sigurður var stjórnborðsmegin og ætlaði að fara að taka á móti pokanum þegar halli kom á bát- inn. „Ætli spilið hafí ekki bilað því það var reynt að slaka niður án árangurs. Eg reyndi að skera á pokann en hann var kominn of langt út. Þá ákvað ég að reyna að komast upp á lunninguna og hékk í handriðinu þegar hann fór á hvolf. Ég veit ekki af hveiju ég varð ekki undir. Ætli hann hafi ekki bara spýtt mér frá. Ég svamlaði um og sá að við vorum bara þrír. Skrúfan var enn ígangi og mér leist ekkert á þetta. Ég reyndi að grípa í einhver kör og belg sem var á floti en karið fór bara í hringi. Það er ekki hægt að grípa í neitt þegar skrúf- an gengur því hliðarnar eru svo sleipar," segir Sigurður. Hann segist ekki hafa fundið fyrir kulda fyrr en í bátinn var komið „Enda var ég drulluhrædd- ur, þetta gerðist svo ótrúlega hratt.“ Sigurður segir ekki mikið hafa verið spjallað í bátnum. „Við sátum bara og hristum hausinn yfir því hvernig þetta gat gerst,“ segir hann loks. Flotgalli óhentugur á snurvoðinni Enginn skipveija var í flotgalla og segir skipstjórinn það ekki ganga þegar verið er að taka inn pokann. „Það er erfítt að vera í flotgalla á snurvoðinni því hætt er við að nótin flækist í fötin og kippi mönnum útbyrðis," segir ívar Örn. Brá honum mikið þegar bátnum hvolfdi. „Ég stökk frá borði og buslaði fram og til baka. Það flaut þarna lítið tómt fiskikar, sem bara rúilaði í hringi þegar maður reyndi að ná taki og barst svo í burtu. Ég sá alla nema Magga. Við hrópuðum og kölluð- um og syntum svo aftur fyrir þeg- ar skrúfan loks stoppaði. Á tíma- bili vissum við ekki hvort hún myndi stöðvast eða hvort við kæm- umst upp á kjölinn. Hinir príluðu upp á og þegar skipstjórinn skaust allt í einu upp. Hann gat eitthvað klifrað sjálfur en var búinn að gleypa mikinn sjó enda búinn að vera lengi í kafí. Hann var eigin- lega alveg stjarfur," segir Ivar Örn. Skömmu síðar bar Guðnýju að og þegar skipbrotsmennirnir voru komnir um borð voru þeim fengin ullamærföt og peysur. „Síðan var maður bara undir sæng þar til komið var að landi.“ ívar Örn seg- ir að sér hafi vitanlega verið brugðið. „Ég vona bara að þetta geri mann ekki sjóhræddan,“ seg- ir hann og bætir við eftir nokkra umhugsun. „Ætli það.“ Skipveijar voru komnir að landi á Þingeyri um hálffjögur í fyrri- nótt og höfðu ekki getað sofið mikið þegar við þá var talað. Magnús skipstjóri átti tíma hjá lækni en hinir sögðust ekki kenna sér mikils meins. í mesta lagi fyndu þehv fyrir einhveijum strengjum. Magnús var ekki margorður um heilsufar sitt og kvaðst helst hafa séð eftir tóbak- inu þegar í björgunarbátinn var komið. Hjördís kona hans sagði hins vegar í kveðjuskyni að það hefði aldrei hvarflað að henni að sleppa af Magnúsi hendinni á tutt- ugu ára brúðkaupsafmæli þeirra hjóna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.