Morgunblaðið - 27.06.1996, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 27.06.1996, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 1996 49 Persóna í gamla bæinn Keflavík. Morgunblaðið. VERSLUNIN Persóna í Kefiavík flutti nýlega í nýtt húsnæði að Tún- götu 18, eða í gamla læknahúsið sem byggt var 1928. Að sögn Ágústu var ástand húss- ins orðið lélegt og veitti því ekki af endurbótum. Páll Bjarnason arkitekt sá um breytingar og var reynt að nálgast upprunalegt útlit þess á sem flestum þáttum. Inréttingar teiknaði Guðbjörn Gunnarsson. Verslunin Persóna selur kven- manns og karlmannsföt. Fagna um- fjöllun VSÍ á málefnum grunnskóla SAMTÖKIN Heimili og skóli, Sam- fok í Reykjavík og Barnaheill fagna því að VSÍ, samtök vinnuveitenda, skuli taka upp málefni grunnskólans og vekja athygli á stöðu grunn- menntunar á íslandi í samanburði við aðrar Evrópuþjóðir. „í frétt frá samtökunum segir: „Það hefur lengi verið vitað að árleg- ar kennslustundir í íslenskum skólum eru færri en meðal anparra Evrópu- þjóða og framlög íslendinga til menntamála eru lægri en viðunandi getur talist. Samtökin Barnaheill og samtök foreldra hafa ítrekað_ vakið athygli á stuttum skólatíma á íslandi og um árabil sett fram rökstuddar kröfur um einsetinn skóla og lengd- an, samfelldan skóladag sem taki mið af aðstæðum á hverjum stað. Þessar áherslur koma m.a. skýrt fram í ályktunum af ársþingum Heimilis og skóla, ijölskyldustefnu Barnaheilla og stefnu Sambands for- eldrafélaga í grunnskólum Reykja- víkur sem unnin var sl. vetur.“ ------♦ ♦ ♦---- Þörf á mál- fundafélagi HALDINN var á mánudag árlegur fundur Jafnaðarmannafélags íslands og var þar kosin ný stjóm. Stjórnina skipa nú: Njáll Harðarsson, oddviti framkvæmdaráðs, Kristján Péturs- son, oddviti málefnaráðs, Dóra Haf- steinsdóttir varaoddviti og Marías Sveinsson gjaldkeri. Fram kom á fundinum að talin væri þörf á öflugu málfundafélagi utan stjórnmálaflokka sem vettvangi fyrir umræður um stöðu jafnaðar- stefnunnar. Ályktað var að halda fundi um þessi málefni og önnur með ýmsum starfsstéttum og aðildarfé- lögum á komandi misserum. Jafn- framt var ákveðið að koma upp Al- netsíðu fyrir félagið þar sem hægt verði að nálgast upplýsingar um starfsemi félagsins. Heimasíðan verður_ vistuð á: http://www.islandia.is/njall/jafn og tölvupóstur á á e-mail: njall@islan- dia.is. ------»'■♦ ■ ♦-- Aðalfundur Hollvinafé- lags Minne- sotaháskóla AÐALFUNDUR Hollvinafélags Min- nesotaháskóla (Minnesotafélagsins) verður haldinn miðvikudaginn 3. júlí að Selbraut 11, Seltjarnarnesi klukk- an 20.00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfund- arstörf auk þess sem Carol H. Paz- andak prófessor yprður á fundinuip. ININILEIMT Morgunblaðið/Bjöm Blöndal ÁGÚSTA Jónsdóttir og Guðmundur Reynisson i nýju versluninni. Fjáröflun til foreldrafræðslu ATTUGASTA þing Bandalags kvenna í Reykjavík var haldið 2. mars sl. Mörg málefni voru rædd á þinginu en efst í huga þingfulltrúa var það böl sem fylgir aukinni vímu- efnanotkun ungs fólks. Á þinginu kom fram að foreldra- fræðslu er ábótavant og taldi þingið það forsendu fyrir því að árangur náist í forvörnum gegn vímuefnum, að fræðsla og skilningur á vandanum sé fyrir hendi á heimilunum áður en skaðinn er skeður. Til að afla fjár til foreldrafræðslu með námskeiðshaldi og starfí að for- vörnum með þátttöku foreldra að markmiði mun Bandalag kvenna í Reykjavík gangast fyrir merkjasölu laugardaginn 29. júní nk. við kjör- staði á höfuðborgarsvæðinu. „Bandalagið vill hvetja þá fjöl- mörgu Reykvíkinga sem verða á ferðinni á kosningadaginn 29. júní að veita þessu málefni gott brautar- gengi með því að kaupa merki banda- lagsins. Þess utan fyrir þá sem vilja styrkja þetta brýna verkefni hefur bandalag- ið opnað reikning í Landsbanka Is- lands, reikningsnúmerið er 0101-05- 180253,“ segir í tilkynningu frá BKR. Capex-96 Gyllt silfur og stórt silfur til íslands Hrísey. Morgunblaðið. NÝLEGA er afstaðin alþjóðleg frí- merkjasýning í borginni Toronto í Kanada sem nefnist Capex-96. Þátttakendur í samkeppninni á sýningunni voru 760 en auk þess sýndu opinber söfn og póstmála- stofnanir ýmissa landa. íslenskir þátttakendur í sam- keppnisdeild voru tveir í deild al- mennra safna eða sígildrar söfn- unar, þeir Indriði Pálsson, sem sýndi safn frímerkja og póstsögu frá 1836-1902, og Sigurður R. Pétursson, sem sýndi safn sitt af tveggja kónga frímerkjum, póst- bréfsefnum og þjónustumerkjum. Fékk safn Indriða 80 stig og gyllt silfur en safn Sigurðar fékk 77 stig og stórt silfur. I unglingadeild tóku þátt þrír unglingar. Það voru þeir Gunnar Garðarsson, sem sýndi safn rán- fugla í flokki 15 ára og yngri, Guðni Árnason, sem sýndi safn um Christopher Columbus og fund Ameríku í flokki 16-17 ára og Gísli Geir Harðarson, sem sýndi safn um fimm evrópsk tónskáld frá sígildum og rómantískum tíma, í flokki 18-19 ára. Gunnar fékk 78 punkta og stórt silfur fyrir safn sitt, Guðni fékk 81 stig og gyllt silfur og Gísli Geir fékk 72 punkta og silfur fyrir safn sitt. Þá voru tveir þátttakendur frá íslandi í bókmenntadeildinni. Þeir Don Brandt sem sýndi bók sína „Walking into Iceland’s Postal History" og Ólafur Elíasson sem sýndi bók sína Póstsaga íslands í síðari heimstyijöldinni. Don Brandt fékk 68 punkta fyrir bók- ina sína og silfrað brons og Ólafur fékk 77 punkta og stórt silfur. Auk þessa var safn á sýning- unni er sýndi íslensk póstbréfsefni en það var bandaríkjamaðurinn Gorsafn og fékk 85 punkta fyrir og þar með stórt gyllt silfur. Umboðsmaður sýningarinnar hér á landi var Sigurður R. Péturs- son, formaður Landssambands ís- lenskra frímerkjasafnara. Má segja að ísland hafi komið einstak- lega vel út á þessari sýningu. Þá var Frímerkjasalan með sölubás á sýningunni og kynningu. Blað allra landsmanna! - kjarni málsins! Skorradalur „Á þessum árum sem ég Hef haft NMT símann með mér í Skorradal- inn hef ég tilkynnt ófáa árekstra og jafnvel alvarlegri slys. Ég hef kallað eftir aðstoð vegna eldsvoða og ekki siður þegar skriða skall á bústaðinn minn. Svo hef ég nú líka tekið símann með mér í fjall- göngur og á rjúþu án þess að hann íþyngi mér. Já, ég held að NMT sé öryggistœki, a.m.k. vildi ég ekki vera án hans í bústaðnum." Jón Sigurðsson, sumarbústaðareigandi „Hef tifkynnt nokkur bílslys, eldsvoða og náttúruhamfarir með NMT símanum NMT farsímarnir hafa fyrir löngu sannað notagildi sitt á íslandi. Dreifikerfið fyrir NMT farsímana er víðtækt og símarnir eru langdrægir. Þessir kostir gera NMT að ákjósanlegum valkosti fyrir þá sem eru á ferð um sveitir iandsins, í óbyggðum og ekki síður á hafi umhverfis landið. íslenska NMT síma má einnig nota á Norðurlöndum. NMT símar - þegar langdrægni og öryggi skipta máli. PÓSTUR OG SÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.