Morgunblaðið - 27.06.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 27.06.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 1996 45 + Fríðgeir Guð- mundsson fædd- ist í Reykjavík 3. október 1936. Hann lést á Landspítalan- um 16. júní. For- eldrar hans voru Sesselja Friðriks- dóttir Runólfsson, f. 3. júní 1900, d. 1981, og Guðmundur Kristján Runólfs- son, f. 30. desember 1899, d. 1956. Þeim hjónum varð fimm barna auðið. Elst er Guðrún, f. 1921 í Kaupmannahöfn, tvíburasysturnar Auður og Þrúður, f. 1924 í Reykjavík, og Hjördís tvíburasystir Friðgeirs. Sambýliskona Friðgeirs var Renata Kristjánsdóttir, f. 31. október 1938, d. 3. júní 1982. Þau slitu samvistir. Sonur þeirra er Haraldur Friðgeirsson, f. 23. apríl 1971. Eiginkona Friðgeirs var Sunna Borg leikkona. Þau skildu. Dóttir þeirra er Berg- ljót, fædd 15. febrúar 1975. Friðgeir lauk námi í rafvéla- virkjun frá Iðnskólanum 1959 Friðgeir Guðmundsson tengdafaðir minn lést í Landspítalanum 16. júní síðastliðinn, 59 ára gamall eftir að- eins tveggja daga sjúkdómslegu. Dauða hans bar brátt að og á stund- um sem þessum sést hve bilið er stutt á milli lífs og dauða. Ég kynntist Friðgeiri haustið 1989. Var ég heimagangur á heimili hans til margra ára og urðum við fljótt perluvinir. Friðgeir tók virkan þátt í lífi mínu og sýndi mikinn áhuga og hvatti mig áfram í því sem ég tók og var veturinn 1960-1961 við nám í Karlsruhe í Þýska- landi. Eftir að hann lauk námi stofnaði hann Rafvélaverk- stæði Friðgeirs Guð- mundssonar, sem hann rak til ársins 1979. Samhliða verkstæðisrekstrin- um kenndi hann í Iðnskólanum í nokk- ur ár. Árið 1979 flutti Friðgeir með fjölskyldu sína til Akureyrar. Þar starfaði hann sem framkvæmdasljóri Leikfélags Akureyrar í eitt leikár. Þá tók hann við framkvæmdastjórn plastverksmiðjunnar Bjargs til ársins 1983. Árið eftir stofnaði hann plastverksmiðjuna Plast- tækni sem hann rak til ársins 1992. Ári síðar gerðist hann sendibílstjóri og starfaði við það síðustu árin. Friðgeir Guðmundsson verð- ur jarðsunginn frá Háteigs- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. mér fyrir hendur. Hann sýndi mér mikinn áhuga og hvatti mig áfram í því sem ég tók mér fyrir hendur. Hann sýndi mér mikla umhyggju og væntumþykju. Ég vissi ekki að hann vissi hvenær ég ætti afmæli, en á tvítugsafmælinu mínu sendi hann mér óvænta kveðju og fallega perslu- hálsfesti og eyrnalokka. Þær eru ófáar ferðirnar sem við fórum saman um landið, oft á Þing- velli og upp að Tröllafossi sem hann hafði sérstakt dálæti á. Friðgeir var MINNINGAR mikill náttúruunnandi. Hann var vel að sér í íslandssögu og jarðfræði, var góður í landafræði og varla var sú planta til sem hann þekkti ekki með nafni. Friðgeir var mikill áhugamaður um landgræðslu. Hann kom trjáplönt- um á legg í eldhúsinu heima hjá sér, sem hann svo plantaði þar sem hon- um þótti þurfa, nú síðast við Trölla- foss. Friðgeir var mikill sportmaður. Hann var veiðimaður og hafði gaman af jeppaferðum um óbyggðir og ör- æfi landsins. Hann var í essinu sínu þegar hann kom að óbrúuðum ám og þeir eru ófáir bílarnir sem hann dró upp úr ám eða snjósköflum langt frá mannabyggðum. Friðgeir var laginn við flest sem hann tók sér fyrir hendur. Hann gerði upp gamlan Lapplandeijeppa með syni sínum sem var erfitt og tíma- frekt verk, en mikil var gleði þeirra þegar „Lappinn" stóð á götunni, nýsprautaður og fínn og tilbúinn í slaginn við öræfi landsins. Þó að Friðgeir hafi verið mikill athafnamaður í eðli sínu átti hann sér líka aðra og rólegri hlið. Þau eru ófá skiptin sem við sátum næturlangt við kertaljós og spjölluðum um liðna tíð. Hann hafði verið mikið á skíðum og fóru þeir feðgar m.a. í skíðaferðir til Austurríkis. Friðgeir var í skíða- deild Víkings í nokkur ár. Hann fór með börn sín, Halla og Bellu, á skíði hvenær sem færi gafst. Halli var eldri og gat notað skíðalyftuna, en Bella var of stutt. Friðgeir fékk þá hug- mynd að smíða og setja upp kaðia- lyftu á skíðasvæði Víkings og gerði hann það í félagi við nokkra Víkinga. Lyftan laðaði brátt að sér stóran hóp barna. Friðgeir var skemmtilegur sögumaður og ljómaði allur þegar hann talaði um liðna tíð. Elsku Friðgeir minn. Ég er þér þakklát fyrir þennan góða tíma sem við áttum saman. Minning þín lifir í hjörtum okkar Halla og Bellu um ókomin ár. Svana Kristín Sigoirjónsdóttir. FRIÐGEIR G UÐMUNDSSON + Jóhanna Jónas- dóttir fæddist í Reykjarfirði í Suðurfjarðar- hreppi í V-Barð 12. desember 1907. Hún lést á Hrafn- istu í Reykjavík 18. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóna Ásgeirs- dóttir frá Álftar- mýri í Arnarfirði og Jónas Ásmunds- son frá Borgum í Þistilfirði, Sval- barðshreppi í N- Þing., húsfreyja og bóndi í Reykjarfirði í Suður- fjarðarhreppi V-Barð. Systkini Jóhönnu voru Krisljana, Ásgeir, Sigríður, Ásmundur, Júlíus, Matthías, Daðína, Björn, Sigrún og María sem nú eru öll látin en eftirlifandi er bróðir hennar Gísli. Barnsfaðir Jóhönnu var Klængur Randver Jón Krist- Lífsferill Jóhönnu ömmu var mikill og strangur. Ung að árum horfðist hún í augu við það að vera einstæð móðir í Reykjavík á þeim tima þegar þjóðfélagið leit þær hornauga og var lítið um stuðning og styrk. Amma þurfti að vinna hörðum höndum við að sjá sér og dóttur sinni farborða. Hún vann sem matráðskona á ýmsum stöðum í Reykjavík og utan hennar. Til að byija með vann hún í vist hjá Bergi Einarssyni sútara í Reykjavík og þá á matsölu hjá Lilju Benjamíns- dóttur á Hverfisgötu 32. Hún var ráðs- kona í Skíðaskálanum í Hveradölum hjá Steingrími og Ingibjörgu og vann um árabil á stúdentagörðunum. Amma bjó lengst af í vesturbæn- um. Hún var góðhjörtuð kona og sá um að öllum liði vel í kringum hana. Hún hjúkraði vinkonu sinni Foldu heitinni sem bjó hjá henni á Brekku- stígnum. jánsson f. 4. janúar 1912 á ísafirði, d. 14. nóvember 1990 á Sel- fossi, sjómaður. Einkadóttir Jóhönnu er Lilían Kristjáns- son, f. 14. ágúst 1934 í Reykjavík, gæslu- kona og húsfreyja í Reykjavík. Maki Guðjón Þorsteins- son, f. 27.jan 1925 í Hnífsdal, verkamað- ur. Börn þeirra: 1) Hörður, maki Bryn- hildur Sveinsdóttir. Dætur þeirra: Eva Björg og Sigrún. 2) Jóhanna Guðrún. 3) Guðmundur Jón, maki Dóra Magnúsdóttir. Sonur þeirra Kári. 4) Asta Krist- jana, maki Jóhann S. Gestsson. Synir þeirra: Krislján Darri og Jóhann Sigurður. 5) Þorsteinn Sigurður. Utför Jóhönnu fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Árið 1981 varð hún fyrir því óláni að fbúðin hennar brann og flutti hún þá í Laugarneshverfið. Flest höfum við barnabörnin búið hjá henni um lengri eða skemmri tíma og var það beggja hagur. Hún naut félagsskap- arins og fyrir okkur var það fyrsta skrefið út í lífið úr foreldrahúsum. Á jólunum máttum við eiga von á heim- boði og svignaði veisluborðið undan kræsingunum. Ávaxtagrautur með ijómablandi á eftir, kórónaði svo gleðina. Okkur eru minnisstæðir allir söngvarnir og vísurnar sem hún ýmist söng eða hummaði þegar hún var að taka til kaffið. Þegar við komum í heimsókn fór hún ofan í skúffu og náði í bismark bijóstsykurinn og ekki kvaddi maður öðruvísi en að kyssast og knúsast. Árið 1987 gekkst hún undir mjaðmaaðgerð. Eftir endurhæfingu á Reykjalundi hóf hún sína eigin endur- hæfingu og náði sér að fullu. Hún átti sér ákveðna gönguleið um hverf- ið sem hún fór daglega. Skipti þá varla máli hvernig viðraði þótt eðli- lega hafi verið minna um gönguferð- ir yfir hörðustu vetrarmánuðina. Á miðri göngunni áði hún í ákveðnu strætóskýli og fékk sér smók áður en hún hélt af stað heim að nýju. Þótt heyrnarskerðing hafi valdið því að hún hafi einangrast eilítið, var ekki um að efast að hér fór sterk kona, drífandi og sjálfstæð sem lét ekki vaða yfir sig þótt háöldruð væri. Amma er okkur hvatning um að gefast ekki upp þó á móti blási held- ur vaxa og styrkjast við hveija þraut. Hörður, Jóhanna Guðrún, Guðmundur Jón, Ásta Krist- jana, Þorsteinn Sigurður. Ég kynntist ömmu fyrir nákvæm- lega níu árum og ég minnist hennar brosandi og sönglandi eitt af þeim fjölmörgu lögum sem hún kunni. Jó- hanna var svo sem ekki amma mín, heldur amma mannsins míns. Um það leyti sem við kynntumst bjó hann hjá ömmu sinni inni á Laugarnesvegi og í stað þess að kynna nýju kærustuna fyrir foreldrum sínum var ég kynnt fyrir ömmu, svona fyrst i stað. Eftir það kallaði ég hana yfirleitt ömmu, jafnvel innan eigin fjölskyldu. Við bjuggum síðar hjá henni um stundarsakir í litlu kjallaraíbúðinni. Hún deildi daglegu amstri með skott- lausa kettinum Kát og líf þeirra beggja einkenndist af lítillæti og umhyggju hvort fyrir öðru, okkur Gumma og öllum þeim sem heimsóttu hana og önnuðust. Ekki var annað hægt en að láta sér líka vel við ömmu. Hún kom fram af einstakri ljúf- mennsku og mér þótti strax vænt um hana. Það hefði verið gaman að kynnast Jóhönnu fyrr á lífsleiðinni, hún var kraftmikil kona sem fór sín- ar eigin leiðir. Það voru aðrir sem deildu lífsgöngunni með henni og hafa margir þeirra horfið á vit feðra sinna eins og Jóhanna nú. Jóhanna tilheyrði þeirri kynslóð íslendinga sem kynntist tímunum tvennum. íslenskt þjóðfélag hefur aldrei breyst eins mikið og á þeim tíma sem Jóhanna lifði og það er okkur, unga fólkinu erfitt að skilja JOHANNA JÓNASDÓTTIR í dag kveður hálfbróðir okkar föð- ur sinn sem lést snögglega 16. júní sl. Móðir okkar lést eftir langa sjúk- dómslegu þegar Haraldur var aðeins ellefu ára gamall. Það hefur án efa verið erfitt fyrir Friðgeir að taka við uppeldi sonar síns sem hafði búið hjá veikri móður og við ofríki tveggja eldri systra meira og minna allt sitt líf. Friðgeir var þá nýskilinn og hafði af því áhyggjur að syni hans myndi leiðast að búa einn hjá karli eins og hann sagði sjálfur. Þá kom Bella inn í líf þeirra, gullfalleg Collie-tík, sem Haraldur skírði í höfuðið á yngstu systur sinni og átti eftir að vera bróð- ur mínum góður félagi næstu árin. Friðgeir hafði góðan skilning á áhugamálum einkasonarins á ungl- ingsárunum - stundum um of. Mótor- hjól og fjórhjól voru meðal leikfanga næstu ára og mátti ekki á milli sjá hvor þeirra feðga brosti breiðar þegar Haraldur sýndi listir sínar á því sem eldri systur hans skilgreindu sem lífs- hættuleg farartæki. Friðgeir og Haraldur voru sam- rýndir feðgar. Það var ekki aðeins að Friðgeir legði sig fram um að bæta Haraldi móðurmissinn heldur voru hugðarefni þeirra svipuð. Þegar Haraldur fékk ljósmyndadellu, dró Friðgeir upp framkalíara og gamla kvikmyndavél úr pússi sínu og kenndi syni sínum allt sem hann kunni sjálf- ur um ljós- og kvikmyndun, framköll- un og þess háttar og það var dijúgt. Þeir höfðu báðir bíladellu og nutu sín best í ævintýralegum svaðilförum um fjöll og firnindi, voru góðir skíðamenn og bestu vinir. Friðgeir var bróður okkar góður faðir. Hafi hann þökk fyrir það. Ragnhildur og Stella Blöndal. Látinn er í Reykjavík fyrir aldur fram Friðgeir Guðmundsson rafvéla- virkjameistari. Friðgeir rak um skeið undir eigin nafni rafvélaverkstæði hér í borg. Hann þótti frábær kunn- áttu- og verkmaður á því sviði enda var byggt á menntun og þjálfun sem sótt var til Þýskalands. Faðir Frið- það erfiði sem aldamótafólkið lagði af mörkum svo að okkar líf yrði betra en þeirra. Erfíðisvinna var þessu fólki eðlileg. Jóhanna, sem var matráðs- kona stærstan hluta starfsævi sinnar, sinnti sínu hlutverki dyggilega. Dauðinn er sjaldnast aufúsugestur. Hann losar okkur dauðlega menn úr viðjum líkamans og ég trúi því að Jóhanna hafi glaðst að fá að halda göngu lífsins áfram inn í dauðann. Lífið var henni svo erfitt undir það síðasta. Þar sem Jóhanna er nú líður henni betur, þar á hún auðvelt um andardrátt og birta umlykur hana. geirs, Guðmundur Runólfsson eld- smiður, dó fyrir aldur fram 56 ára gamall, þremur árum yngri en Frið- geir. Friðgeir var eljusamur í starfi sínu og lagði oft nótt við dag til að standa við umsamin verklok. Ef til vill má segja að hann hafi að þessu leyti ekki alltaf sést fyrir og að honum hafi hætt til að ætiast til slíks hins sama af samferðafólki sínu. Þegar horft er um öxl er ljóst að eplið hef- ur ekki fallið langt frá eikinni. Sama var sagt um föður Friðgeirs. Þeir feðgar áttu það einnig sameiginlegt að vera kunnir að einlægni, heiðar- leika og ráðvendni. Þetta eru kostir sem þurfa ekki endilega að afla mönnum vina eða vinsælda í þjóðfé- lagi nútímans. Friðgeir var traustur vinur vina sinna og kom fram af lip- urð og ábyrgð við viðskiptavini. Hann var ekki allra viðhlæjandi en gat þó verið glaður og gamansamur og hlýr í viðmóti. Föðurmissir á viðkvæmu aldurskeiði á námsárunum í Mennta- skólanum á Akureyri hafa vafalítið valdið þungum harmi og markað sín spor. Náið og gott samband við eftir- lifandi móður, Sesselju Runólfsdótt- ur, gerði lífið léttbærara. Síðustu æviárin ók Friðgeir sendi- bíl. Hjarta og hugur voru hjá Haraldi syni hans sem stundaði nám í Banda- ríkjunum. Lagði hann nótt við dag með sama hætti og í hinu fyrra starfi sínu, boðinn og búinn að veita fjöl- mörgum viðskiptavinum sem allra besta þjónustu. Takmarkið var að mennta soninn og skapa honum for- sendur til að hefja lífsbaráttuna og sjá sér farborða. Að leiðarlokum er kvaddur eftir- minnilegur og góður frændi sem ætíð var boðinn og búinn að veita alla þá aðstoð sem í hans valdi stóð. í hugan- um sitja eftir orðin úr Grettissögu um að sitt er hvort gæfa eða gjörvi- leiki. Eftirlifandi börnum, Haraldi og Bergljótu, sendum við samúðarkveðj- ur. Gylfi Kristinsson og Jónína Vala Kristinsdóttir. í þessum reit er þögnin himindjúp en þýðum geislum stafar á foldarsár og fáein kistublóm sem fylgdu þér til grafar En sem þú hefur, söknuður, til fulls mér sorgarklæði skorið þá ijómar inn í lokrekkju til mín af ljósi á dökkvann borið: Við sáluhliðið syngur lítill fugl um sólskinið og vorið (Kristinn Freyr) Dóra Magnúsdóttir. Minnismerki úr steini Steinn er kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki. Áralöng reynsla. Bi S. HELGAS0N HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 • SlMI 557 6677
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.