Morgunblaðið - 27.06.1996, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 27.06.1996, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, GESTUR HALLGRÍMSSON, Starrahólum 4, Reykjavík, lést í Landspítalanum 25. júní. Gyða Magnúsdóttir og börn. t Ástkær sonur minn, INGÓLFUR ARNARSON, lést í Danmörku þann 24. júní sl. Fyrir hönd aðstandenda, Sigriður Jónsdóttir. t Okkar kæri ÓLIÍSFELD, Hilmisgötu 13, Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Landakirkju laugardaginn 29. júní kl. 14.00. Fyrir hönd ættingja og vina, Sigfús Thorarensen. t Hjartkær dóttir mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SÆUNN ÁRNADÓTTIR, Heiðargerði 24, Akranesi, lést þann 25. júní. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 2. júlí kl. 14.00. Árni B. Gíslason, Árni Þór Sigmundsson, Ágústa Sigmundsdóttir, Ingimundur Sigmundsson, tengdabörn og barnabörn. t Útför LILJU INGÓLFSDÓTTUR, Hrísateigi 9, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 28. þessa mánaðar og hefst kl. 13.30. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Hafsteinn Hansson. t Innilegar þakkir færum við öllum, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, RAGNHEIÐAR MAGNÚSDÓTTUR. Elías Ragnar Gissurarson, Þórdís Gissurardóttir, Hákon Örn Gissurarson, Hjördis Gissurardóttir, Vera Snæhólm, Sverrir Þórólfsson, Valdís Kristinsdóttir, Geir Gunnar Geirsson, i.jv.u.v — —; ------------- ' Magnús Þórarinn Gissurarson, Anna Agúsa Hauksdóttir, Ásdís Gissurardóttir, Ragnar Thor Sigurðsson og barnabörn. t Sendum innilegar þakkir öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug í veikindum og við andlát og útför föður míns, tengdaföður og bróður okkar, ÆVARS GUNNARSSONAR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki gjörgæsludeildar Landspítalans fyrir góða umönnun. Guðmundur Ævarsson, Hildur Gunnarsdóttir, Gunnar Þ. Gunnarsson, Sverrir Gunnarsson, Þorgerður Gunnarsdóttir. HARALDUR S. SIGURÐSSON + Haraldur Snæ- land Signrðsson fæddist í Gíslholti í Reykjavík hinn 15. febrúar 1914. Hann lést á Landspítalan- um 14. júní síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Sigurður Brynjólfsson frá Miðhúsum í Bisk- upstungum og Dagný Níelsdóttir frá Svefneyjum á Breiðafirði. Systkini hans eru Bryndís, Sigurborg, Kristinn Björgvin og Sigurður Ragnar sem lést 10. janúar 1984. Hinn 16. september 1941 kvæntist Haraldur i Fríkirkjunni __ í Reykjavík Ingu Ól- öfu Arngrímsdótt- ur; f. 12. júní 1915 á Isafirði, d. 2. jan- úar 1976. Hún var dóttir Arngríms Fr. Bjarnasonar, prentara á ísafirði og konu hans Guð- ríðar Jónsdóttur frá Stóra-Langad- al. Synir Haraldar eru: Hafþór, Dag- þór Gunnar og Birgir Ómar. Útför Haraldar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Haraldur ólst upp á Bráðræðis- holtinu og fór snemma að starfa og létta á heimilishaldinu. Hann var mikið í sveit og sagði oft marg- ar sögurnar af þeim vistum sem hafa verið misjafnar og markað djúp för í sál ungs stráks. Lífsbar- áttan var hörð á þessum árum enda kreppan í algleymingi. Eitt af mörgum störfum afa míns var sendlastarf á yngri árum hjá 0. Johnson & Kaaber. Haraldur og Inga voru lengi búsett á Grandavegi 39, en þar hafði faðir Haraldar reist myndar- legt þriggja hæða hús. Árið 1959 fluttust þau í Gnoðarvog 16 sem var bústaður þeirra er Inga Iést hinn 2. janúar 1976 langt um ald- ur fram, og var það mikill missir fyrir afa minn. Seinustu árin bjó Haraldur á Grandavegi 47, kominn á æskuslóðimar og þar leið honum afar vel og eignaðist marga góða vini. Úr íbúð sinni þar sá hann út á sjó og gat fylgst með skipunum sem voru honum ávallt kær og var það honum mikið ánægjuefni að vera svona nálægt sjónum aftur. Fyrst í stað er Haraldur starf- andi við sjómennsku sem alla tíð átti hug hans. Hann tók minna fiskimannapróf við Stýrimanna- skólann og starfaði sem háseti og vélamaður á strandferðaskipunum Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborc), fallegir salir og mjög géð jrjómista Upplýsingar ísíma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIDIR IIÉTEL LIIFTLLIDII! Heklu, Esju og fleiri skipum sem tilheyrðu Skipaútgerð ríkisins. Haraldur hafði ætíð yndi af sjónum og bar ávallt hlýhug til sjómenns- kunnar. Haraldur átti við veikindi í baki að stríða á sínum yngri árum. Aðgerð á honum þýddi að hann varð að liggja í gipsi í um sex mánuði þá maður á besta aldri. Þá voru engin sjúkrasamlög eða styrkir til fólks sem lenti í veikind- um. Þegar hann náði sér af veikind- um sínum var ljóst að fast starf í erfiðisvinnu var ekki valkostur. Hann gerðist því leigubifreiðar- stjóri hjá Bæjarleiðum og var einn af fyrstu starfsmönnum þess fé- lags. Hann starfaði óslitið þar til 75 ára aldurs en þá gengu lög í gildi sem bönnuðu akstur eldri manna en 75 ára. Starfsævin er því löng og af henni hlotist marg- vísleg reynsla. Haraldur var far- sæll í starfi hjá Bæjarleiðum. Utan þess að vinna á Bæjarleið- um vildi Haraldur gjarnan vera nálægt sjónum, enda hefði hann orðið sjómaður ef heilsa hefði leyft. Samhliða bifreiðaakstri starfaði hann hjá hf. Eimskipafélagi ís- lands bæði við hafnarstörf og á millilandaskipum þess. Vegna erfiðrar lífsbaráttu á APÓTEK AUSTURBÆJAR Háteigsvegi 1 BREIÐHOLTS APÓTEK Álfabakka 12 eru opin til kl. 22 -A" Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Apótek Austurbæjar t Útför ÁRNA ARNGRÍMSSONAR, Goðabraut 3, Dalvík, fer fram frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 29. júní kl. 13.30. Bára Elíasdóttir, Sture Karlsson, Vignir Árnason, Petra Árnason, Þorsteinn M. Árnason, Elías B. Árnason, Svandfs Hannesdóttir, Friðrika Þ. Árnadóttir, Sigurður Bjarnason og barnabörn. hans yngri árum fékk Haraldur aldrei tíma til að þroska áhugamál sín. Helsta áhugamál hans sem hann fékk eitthvert tækifæri til að vinna að var sjórinn og sjó- mennskan. Fyrir utan að hafa unn- ið á sjó þá átti hann trillu sem hann svo síðar seldi. Aðra trillu keypti hann á efri árum og bar hún nafnið Svalan og veitti honum margar ánægjustundir. Á efri árum komu fram talsverðir list- rænir hæfileikar og málaði hann nokkuð af myndum sem eitt sinn fengu verðlaun á listsýningu eldri borgara á Aflagranda. Haraldur gerði einnig óvenjulegt ljóð til lát- innar eiginkonu sem er afar fallegt. Haraldur lét sér mjög annt um barnaböm sín, og athygli vakti hversu duglegur hann var að sækja þau og fara með niður í bæ. Þar var margt gert og alltaf komu bömin ljómandi til baka. Hann tók börnin jafnvel nokkrum sinnum í ferðir um landið og em margar góðar minningar þaðan. Af æsku minni á ég margar góðar minningar. Margar af þeim minningum sem ég hef um æsku mína era tengdar afa mínum, en hann var ætíð duglegur við að sýna mér athygli og hlýhug. Afi kom oft við heima og náði í mig til að fara með mig niður í bæ, þar sem við skoðuðum mannlífið og skemmtum okkur. í þessum bæjarferðum bar sjóinn og það sem tengdist honum mikið á góma og oftar en ekki fórum við niður á höfn að skoða skipin og mannlífið. Ferðir mínar með afa takmark- ast þó ekki við höfuðborgarsvæðið, heldur fór hann einnig með mig út á land, m.a. til Akureyrar og Stykkishólms. Eftir þessum ferð- um man ég ekki mjög mikið, enda orðið langt síðan, en mér eru minn- isstæð nokkur augnablik á báðum stöðum. Eitt af því er sigling okkar yfir Breiðafjörð á gamla Baldri, þar reyndi mikið á mig ungan mann sem vildi sýna afa sínum að ég yrði sko ekki sjóveikur á sigling- unni, heldur sannur sjómaður, og ef ég man rétt tókst mér að halda maganum í skeijum. Af Akur- eyrarferðinni er mér helst minnis- stæður aksturinn yfir Sprengisand, en sá fannst mér heldur langur. Á báðum þessum stöðum skoðuðum við mannlífið og umhverfið og þar átti afi minn þátt í því að víkka út sjóndeildarhring minn og sýna mér hluta af mínu eigin landi. Seinna meir þegar ég varð eldri urðu samvistir okkar þó styttri, og kenni ég þar um sjálfum mér. En við áttum ætíð okkar stund, og afi var ávallt glaður að sjá mig þegar ég kom í heimsókn. Eg man skýrt eftir því þegar ég fór fyrst á sjó, sem messi á Hofsjökli sem siglir til Bandaríkjanna og Kanada, hve stoltur afi minn var af því að ég skyldi vera kominn á sjó. Þrátt fyrir dálæti sitt á sjónum studdi hann mig þó ávallt í öllu sem ég tók mér fyrir hendur hvort sem það tengdist sjónum eða ekki. Hann sagði ætíð að ég myndi standa mig vel í lífinu og það styrkti mig oft. Nú er afi minn látinn og ég mun ekki verða aðnjótandi hans sam- vista lengur, en einn er sá staður sem við munum ávallt hafa og ávallt geta hist á, en það eru minn- ingar mínar, og þar verður hann ávallt velkominn. Afi minn. í lokin vil ég þakka þér alla þó góðvild sem þú sýndir mér og vona jafnframt að við hitt- umst aftur þegar minn tími kemur. Síðustu tvö árin voru Haraldi erfið vegna veikinda en hann bar sig alltaf vel. Æðruleysi og hóg- værð einkenndu framkomu hans. Hann var afar duglegur að bjarga sér og vildi aldrei gera mikið úr veikindum sínum, enda sjálfstæður maður og vanur mótbyr. Eggert Oddur Birgisson. Elsku afi. Þakka þér fyrir allar gömlu góðu stundirnar á meðan þú varst hér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.