Morgunblaðið - 27.06.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 27.06.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ1996 43 Opið bréf til Hafn- firðinga, Garðbæinga og íbúa Bessastaðahrepps FORSTJÓRA Tryggingastofnunar ríkisins, Karli Steinari Guðnasyni, er mikið niðri fyrir gagnvart heilsugæslulæknum í Hafnarfirði og Garðabæ. Lítur hann vinnubrögð þeirra mjög alvarlegum aug- um og ásakar þá fyrir að hræða sjúklinga. Siðan ber hann sér á bijóst fyrir hönd stofnunar sinnar og kveður hana standa við skyldur sínar. Jafnframt væntir for- stjórinn þess, að hætti Nelsons forðum, að aðrir geri slíkt hið^ sama. Ástæðan fyrir þessari vanstillingu forstjórans er bréf Jóhanns Ágústs Sigurðssonar, þar sem á hvatskeyt- inn hátt er röskuð ró stjórnsýslunnar auk þess sem vakin er athygli á klúðri í gjaldskrársamningi Trygg- ingastofnun ríkisins og.Læknafélagi íslands frá því í júní 1995. í ljósi viðbragða forstjórans er orðið tímabært að upplýsa íbúa Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Bessastaðahrepps um stöðu lækna- vaktarinnar á svæðinu. Vaktin er og hefur lengi verið í uppnámi eins og margt er varðar heilsugæsluna í landinu og framtíð hennar eftir 1. ágúst nk. er í óvissu. Forsaga málsins er löng og teng- ist hefðbundinni vaktstöðu heilsu- gæslulækna á landsvísu. I raun er hér um að ræða arf frá tímum gömlu héraðslæknanna sem ekki hefur tek- ist í samningum að færa til nútíma- legs horfs. Ráðuneyti fjármála og Tryggingastofnun ríkisins hafa lagst á eitt að gæta fjármunalegra hags- muna ríkisins og hafa fagleg sjónar- mið mátt sín lítils. Afleiðingin er sú, að eðli og innihald vaktstöðu heilsu- gæslulækna um land allt er komin langt fram úr þeirri viðmiðun sem heimfæra má til þeirra samninga sem um vaktstöðuna gilda. Þetta á við hér í Hafnarfirði, Garðabæ og Bessastaðahreppi ekki síður en annars staðar. Leitast hefur verið við að þróa vaktina í takt við kröfur tímans og íbúanna. Tekin hafa verið ýmis skref í þá átt á umliðnum árum án tilstillis stjórn- valda. Þau felast m.a. í aukinni þjálf- un og viðbúnaði en sér í lagi hefur viðbragðstími í útköllum verið stytt- ur. Þetta var gert árið 1981 og aft- ur árið 1982. Með tilkomu talstöðv- arsambands við slökkvistöðina í Hafnarfirði árið 1985 sköpuðust for- sendur fyrir viðstöðulaus viðbrögð við neyðarút- köllum. Um ekkert af þessu hefur verið samið. I raun hefur eðli vaktar- innar verið gjörbreytt á þennan hátt. Þetta hefur hins vegar haft þær af- leiðingar, að álag og kröfur eru komnar fram úr þeirri launaviðmiðun sem um vaktina gildir. Fyrir fimm árum hóf- um við heilsugæslulækn- ar í Hafnarfirði og Garðabæ að leita eftir frekari faglegum en jafnframt kjaralegum umbótum á vaktinni. Fundir hafa verið haldnir og mörg bréf skrifuð, en árangur í skötulíki. Þó má nefna, að í lok september 1995 skrifar ráðherra heilbrigðis- mála bréf. Þar lofar ráðherrann, eft- ir að hafa minnt á skyldur heilsu- gæslulækna að lögum, að nú þegar Það er út í hött að vera að áminna vaktlækna hér um skyldur sínar, segir Gunnsteinn Stef- ánsson, þar dugir að skoða ferli vaktamálsns. skuli hafin endurskoðun vaktamála svæðisins. 30. apríl sl. minntum við síðan ráðuneytið á, að sú endurskoð- un væri enn ekki hafin. Jafnframt upplýstum við ráðherra um, að hann framlengi einungis þær skyldur sem heimfæra má upp á ráðningakjör okkar en ekki það sem við höfum sjálfviljugir gengist undir þar um- fram. Hvað þetta hefði þýtt fyrir íbúa svæðisins ef fylgt hefði verið eftir til fullnustu má lesa í þeim gögnum sem þá voru afhent ráðu- neytinu og þau ætti forstjóri Trygg- ingastofnunar ríkisins að kynna sér áður en hann sakar okkur um ósæmileg vinnubrögð og hræðslu- áróður. Tilefni er hér til að minna á, að vaktlæknar þessa svæðis hafa á umliðnum árum sinnt neyðarbíls- þjónustu í líkingu við það sem neyð- arbíll Slökkviliðs og Sjúkrahúss Reykjavíkur veitir íbúum Reykjavík- ur, Kópavogs, Seltjarnarness og Mosfellsbæjar. Það skýtur því skökku við, að þeir heilsugæslulækn- ar sem sennilega oftast lenda í slík- um aðstæðum skulu sérstaklega undanskyldir frá beitingu nýtilkom- ins gjaldskárliðar fyrir neyðarhjálp. Þegar þar við bætist, að Trygginga- stofnun ríkisins virðist setja sér sjálf- dæmi um hvað greitt er af sjúkrabí- laútköllum vaktlækna, er vart að undra þótt sú spurning vakni, hvort ætlast sé til að við sinnum þessari þjónustu við íbúa svæðisins. Eins og Hafnfirðingum er vel kunnugt gengur oft illa að fá tíma hjá heimilislækni og bið á dagvakt- inni getur orðið löng. í þessu sam- bandi er ekki úr vegi að upplýsa, að á Heilsugæslustöðinni í Hafnarfirði hefur „framleiðsluaukning" á sl. 6 árum verið 57% á óbreyttum mann- afla og fjölgun íbúa 19%. Við erum því of fáliðuð en varðandi vaktina höfum við notið aðstoðar lækna utan svæðis. Þeir eru nú flestir hættir vegna álags og lélegra launa. Við heilsugæslulæknar í Hafnar- firði og Garðabæ höfum nú verið minntir á skyldur okkar að lögum af ráðherra, íandlækni og nú síðast forstjóra Tryggingastofnunar ríkis- ins. Slíkt er óþarfi því við höfum ekki vikið okkur undan þeim skyld- um. Hins vegar þarf að baki þeim skyldum að finnast virkur stjórn- sýslulegur bakhjarl. Þar virðist skór- inn kreppa, því nokkuð ljóst sýnist, að sá bakhjarl er ekki til í raun inn- an heilsugæslunnar. Þar eru ekki eðlileg tengsl milli hinnar faglegu skyldu og stjórnsýslulegrar ábyrgð- ar. Heilsugæslulæknar eru á reki með faglegar skyldur sínar gagnvart ráðuneytum heilbrigðis- og fjármála auk Tryggingastofnunar ríkisins. I þessu ljósi skoðað getur for- stjóri Tryggingastofnunar rikisins þurft að endurskoða afstöðu sína. Það er út í hött að vera að áminna vaktlækna hér um skyldur sínar, þar dugir að skoða ferli vaktamálsins. Það er einnig út í hött gagnvart vaktlæknum hér að verja klúðrið í gjaldskrársamningnum frá því í fyrra. Nær væri fýrir forstjórann að líta til þess, að hann er hluti af þeirri stjórnsýslu sem ber að tryggja íbúum þessa svæðis góða vaktþjónustu. Heilsugæslulæknar í Hafnarfirði, Garðabæ og Bessastaðahreppi hafa sýnt mikið langlundargeð í vakta- málinu og þeir verða vart með réttu vændir um áróður, þótt þeir minni nú stjórnsýsluna á með skýrum hætti að stutt er til 1. ágúst þegar 90% heilsugæslulækna láta af störf- um. Höfundur er læknir á Heilsugæslunni Sólvangi Hafnarfirði. Gunnsteinn Stefánsson Áhyggjufullir foreldrar VÍMUEFNA- NOTKUN unglinga er nú eitthvert mesta áhyggjuefni íslenskra foreldra. Við ölum börnin okkar upp í opnu samfélagi þar sem allt berst óhindr- að á boðstóla og þau eiga að velja. Vð vit- um að þau mæta freistandi tilboðum löngu áður en þau hafa þroska til þess að fást við valið, greina gott frá illu í þessu efni og hafna því sem óhollt er. Við erum því fegin allri fræðslu og þjálfun sem unglingum er veitt til þess að ráða betur við þetta erfiða hlutverk sitt. Engu að síður erum við flest kvíðin, reynum að treysta unglingunum okkar en erum óviss, þekkjum ekki merki um óheillaþróun og erum hrædd um að við kunnum ekki að bregðast rétt við. Við þörfnumst stuðnings og leiðbeiningar. Bandalag kvenna í Reykjavík hefur ákveðið að gangast fyrir fjáröflun í því skyni að koma á fræðslustarfi um vímu- varnir og vímuefnaneyslu fyrir foreldra barna og Kvenfélagskonur gang- ast fyrir söfnun til styrktar fræðslu um vímuefnavarnir í dag. Jakob Ágúst Hjálm- arsson hvetur fólk til að taka þeim vel. unglinga og hefur þróað hugmyndir um hvernig megi standa að því verki. Þetta er lofsvert framtak og heiður að mega stuðla að því. Á kosningadaginn 29. júní verða konur úr kvenfélögum borgarinnar við kjörstaði til þess að selja merki til að afla fjár í þessu skyni. Ég vil því hvetja þau sem sækja kjörstaði í höfuðborginni á laugardaginn að taka konunum vel og leggja lið sitt til þess að þetta þarfa framtak nái markmiði sínu. Höfundur er dómkirkjuprestur. Æskilegt að aldraðir geti búið sem lengst í heimahúsum Rósa Hauksdóttir IÐJA, það að hafa eitthvað fyrir stafni, er megininntak iðjuþjálf- unar. Með því er átt við bæði líkamlegar og and- legar athafnir. Þetta er ekki síst mikilvægt þeg- ar unnið er að málefnum aldraðra. Hár aldur hindrar hvorki að hægt sé að þjálfa fólk né að það geti lifað innihalds- ríku lífi. Iðjuþjálfinn leggur áherslu á heild- ræna mynd af einstakl- ingnum, samspili mann- legra þátta og um- hverfisins, en það er mikilvægt sjónarmið jegar hugað er að þjónustu við aldr- aða. Þeir iðjuþjálfar sem vinna með öldruðum eru flestir inni á stofnunum eins og öldrunarlækningadeildum, al- mennum deildum sjúkrahúsanna og endurhæfingadeildum. Þar kemur fólk í meðferð bæði vegna bráðasjúk- dóma og hrörnunarsjúkdóma. Um- hverfi og aðstæður á sjúkrastofnun virka oft þannig á skjólstæðinga að þeir verða óvirkir. Oft er það nauðsyn- legt á meðan bráðaástand varir en þegar því lýkur tekur endurhæfing við. Iðjuþjálfinn fær beiðni frá lækni um meðferð og vinnur samkvæmt henni. Meðferð iðjuþjálfa krefst meira en meðferð flestra annarra heilbrigð- isstétta virkrar þátttöku skjólstæð- ingsins til að ná árangri. Það sem gerir iðjuþjálfun aldraðra frábrugðna er að oft þarf lengri tíma til að ná settu marki. Mikilvægur hlekkur Iðjuþjálfun er mikilvægur hlekkur í endurhæfmgu aldraðra sem hafa skerta getu. Markmið hennar er að auka og viðhalda sjálfsbjargargetu einstaklingsins og endurheimta sem mesta líkamlega, andlega og félags- lega færni. Meta þarf hvaða daglegar athafnir skjólstæðingurinn ræður ekki við eða á í erfíðleikum með. Þetta geta verið einfaldar athafnir er varða eigin umsjá, en með því er átt við þær athafnir sem einstakling- ur leysir af hendi til að sinna sínum frumþörfum. Þessar athafnir eru þær sömu hjá flestu fólki, við þurfum öll að klæða okkur, snyrta og borða. Með því að greina athafnir í hæfni- þætti getur iðjuþjálfínn skilgreint af hvaða toga vandinn er og sett raun- hæf markmið með þjálfuninni. Iðju- þjálfínn horfír frekar á færnina eða getuna til að starfa og vera virkur í umhverfi sínu en sjálfan sjúkdóminn eða fötlunina. Sjálfsímyndin breytist í kjölfar veikinda og einstaklingurinn þarf að takast á við nýtt hlutverk, hlutverk þess sem þarf aðstoð við einföldustu hluti. Það er mikilvægt fýrir sjálfsímyndina að vita hvað maður getur frekar en bara það sem maður getur ekki. Huga þarf að húsnæði og búnaði Aðstæður hafa áhrif á getu ein- staklingsins til að sjá um sig sjálfur. Iðjuþjálfar taka tillit til aðstæðna þegar þeir skipuleggja meðferð og reyna að hafa áhrif á þær í því skyni að auka færni. Margt eldra fólk býr í óhentugu gömlu húsnæði sem þó er hægt að breyta lítilsháttar eða aðlaga þannig að það sé öruggt og þjóni þörfum þess sem þar býr. Á undanförnum árum hefur mikið verið byggt af sérhönnuðu húsnæði fyrir aldraða. Fullfrísk manneskja sem flytur inn í nýju íbúðina sína er alsæl en ef getan minnkar er oft þörf á sérhönnuðum húsbúnaði og fyrir- ferðarmiklum hjálpþrtækjum sem ekki komast fyrir í litía svefnherberg- inu. Það er þröskuldur inn á baðher- bergið og annar hár og breiður út á þröngar svalr. Með samvinnu ýmissa fagaðila, þar með talið iðjuþjálfa, má koma í veg fyrir að slíkt húsnæði sé byggt. Oft er farið í heimilisathuganir til skjólstæðinga sem eru að útskrifast af sjúkrahúsi og aðstæður skoðaðar með tilliti til hjálpar- tækja og breytinga. Ein- föld atriði geta skipt sköpum um það hvort skjólstæðingurinn getur verið heima. Algengast er að útvega hjálpartæki á bað, höldur að grípa í og hækka lág rúm og stóla til að auðveldara sé að standa upp. Trygg- ingastofnun ríkisins greiðir að hluta eða öllu leyti fyrir flest slík hjálp- artæki. Félagslegar aðstæður skipta máli Félagslegar aðstæður skipta miklu máli og er mikilvægt að samstaða náist við alla þá er annast skjólstæð- inginn að ógleymdum honum sjálfum um hvaða þjónusta er nauðsynleg og hverra breytinga er þörf því of mikil hjálp getur verið letjandi. Æskilegt er að aldraðir geti búið sem lengst á eigin heimili þótt fæmin rninnki. Flestum er það í mun að búa áfram í því umhverfi sem þeir þekka með munina sína í kringum sig. Mikil- vægt er að svo sé um búið að hægt sé að veita nauðsynlega þjónustu og öryggi inni á heimilinu. Iðjuþjálfun er nauðsynlegur hlekkur í þessari þjónustu. Með því að koma heim til skjólstæðingsins og sjá hann í eigin umhverfí fæst betri mynd af raun- Samningur Trygginga- stofnunar um þjónustu iðjuþjálfa myndi, að mati Rósu Hauksdótt- ur, bæta úr brýnni þörf. verulegri getu. Skjólstæðingurinn er virkari á sínu heimili þar sem allt er kunnuglegt og hægt að athafna sig af gömlum vana. Með því að þjálfa í heimahúsi má tengja raunverulegar - aðstæður við þjálfunina og vekja áhuga og trú á að hægt sé að ná árangri sem nýtist heima til daglegra athafna.. Iðjuþjálfun er samvinna Iðjuþjálfun er ekki eitthvað sem maður gerir við fólk heldur er hún gagnkvæm þar sem iðjuþjálfinn og skjólstæðingurinn vinna saman að settum markmiðum. Samvinna við aðra umönnunnaraðila er líka mikil- væg svo þjálfunin beri árangur. Með mati iðjuþjálfa á getu einstakl- ingsins til að sinna sjálfum sér er hægt að ákveða hvaða aðstoð er nauð- synleg á heimilinu. Taka verður tillit til óska og vilja skjólstæðingsins og aðstandenda hans. Iðjuþjálfinn gæti síðan sinnt ráðgjöf til umönnunarað- ila hvemig hægt er að gera hlutina með skjólstæðingnum frekar en fyrir hann, hvort heldur það er að klæða sig eða elda saman hafragraut. Byrjum verkefni utan stofnana Eins og fyrr greinir starfa flestir iðjuþjálfar á Islandi á stofnunum ólíkt þeirri þróun sem orðið hefur í ná- grannaríkjum okkar þar sem þeir starfa úti í samfélaginu, oft í tengsl- um við félagsþjónustu eða heilsu- gæslustöðvar, og sinna öldruðum það- an. Það er sá vettvangur sem brýn- ast er að fá iðjuþjálfa til starfa. Samn- ingur við Tryggingastofnun ríkisins um gi’eiðslu á þjónustu iðjuþjálfa við fólk í heimahúsi myndi bæta úr brýnni þörf. Nú þegar sjúklingar útskrifast fyrr en áður af sjúkrahúsum er mikilvægt að iðjuþjálfar komi sem fyrst til starfa utan stofnana og sinni þeim brýnu verkefnum sem þar bíða þeirra. Höfundur er yfiriðjuþjálfi öldrunarlækningadeildar Landspítala.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.