Morgunblaðið - 27.06.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.06.1996, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Silli KÓR bæjarstjórnar kynnti fjárhagsáætlun með glaðlegum söng. Fjárhagsáætlun Húsavíkur sungin Húsavík - Líf og fjör var á Jóns- messuhátíð Húsvíkinga sem að stóðu Húsavíkurbær, Völsung- ur, skátar og Heilsuefling á Húsavík en allir heilsubæirnir fjórir; Húsavík, Hafnarfjörður, Hveragerði og Hornafjörður, minntu sérstaklega á starfsemi sína nú um Jónsmessuna. Á Húsavík stóð hátíðin frá hádegi og fram yfir miðnætti og var þar mikið líf og fjör um allan bæinn og þátttakendur á öllum aldri frá ársgömlu til áttræðs sov þar sást ekkert kynslóðabil. Hátíðin hófst með ávarp bæj- arsljóra, Einars Njálssonar, og söng kórs bæjarstjórnar sem kynnti bæjarbúum m.a. yfir- standandi fjárhagsáætlun með glaðlegum söng. Síðan ráku skemmtiatriðin hvert annað s.s. leitin að falda fjársjóðnum, mærukappát, fjöltefli, rjóma- bollukast, kassabílarall og Ioft- mesti þingeyingurinn sannaði sig. Það reyndist vera Þórhallur Ásgrímsson, Aðaldælingur, en hingað til hefur nú ekki verið talið minnst loftið í Mývetning- um. Þá á kvöldið leið var dvalið við varðeld hjá skátunum sem skemmtu með söng. í sambandi við hátíðina var svonefndur Mærumarkaður þar sem hægt var að kaupa notað og nýtt, gamalt og gott, íslenskt handverk og innfluttar vörur. Hátíðinni lauk með fjöl- mennri miðnæturgöngu sem heilsueflingin stóð fyrir á Húsavíkurfjall því ekki þótti ástæðulaust að hreyfa sig nokkuð og eyða einhverju af þeim hitaeiningum sem menn höfðu innbirgt með mæru yfir daginn. Veður var milt og gott þó sólin léti lítið sjá sig og sól- setrið sást ekki sem Húsvíking- ur finnst hvergi fallegra en af Húsavíkurfjalli. 140 ár frá fæðingu Hans Ellefsen Frumkvöðuls í hvalveiðum minnst á Flateyri Flateyri - Ellefsenshátíðin var haldin nýlega í tilefni af 140 ára fæðingarafmæli Hans Ellefsens, sem var einn af frumkvöðlum hval- veiða á Flateyri. Seinni hluti dag- skrárinnar var haldinn á Flateyri mánudaginn 11. júní sl, en fyrri hluti hennar í Ráðhúsi Reykjavíkur kvöldið áður. Til landsins komu gestir frá Nor- egi, Per Eivind Johansen, bæjar- stjóri í Stokke, Bjarne Sætre, menn- ingarfulltrúi i Stokke, Hans Ellef- sen, sonarsonur Hans Ellefsens á Sólbakka, og synir hans Petter Ell- efsen og Morten Ellefsen ásamt fleirum. Norsku gestunum var m.a. boðið í siglingu um Önundarfjörð. Að sigl- ingu lokinni buðu Sigrún Gerða Gísladóttir og Einar Oddur Krist- jánsson alþingismaður að Sólbakka norsku gestunum í hádegismat. Rústir hvalstöðvarinnar voru skoðaðar og síðan var farin skoðun- arferð um svæðið og komið við í Holti og víðar. Um kvöldið var hald- in hátíðarsamkoma í mötuneyti Kambs. Þar var boðið upp á þann hluta dagskrárinnar sem hafði verið fluttur í Ráðhúsi Reykjavíkur deg- inum áður. Flutt voru fjölmörg ávörp bæði innlendra sem erlendra gesta. Að því loknu lék Lára S. Rafnsdóttir einleik á píanó. Norska þjóðlagasöngkonan Elfi Sverdrup söng norsk þjóðlög. I lok- in söng Unnur Astrid Wilhelmsen einsöng við undirleik Láru. Morgunblaðið/Egill Egilsson Á MYNDINNI eru f.v. Olaf Myklebust, sendirráðsritari norska sendiráðsins, Per Eivind Johansen, Elfi Sverdrup, Einar Oddur Krisljánsson, Petter Ellefsen og Morten Ellefsen. Fyrir framan krýpur Hans Ellefsen. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir EIRÍKUR Ólafsson, mótsstjóri, Jón Kr. Beck, formaður sundráðs UIA, og Jónas Þór Jóhannsson, framkvæmdastjóri UÍA, fyrir framan sundlaug Egilsstaða. Fjölmennt sundmót á Egilsstöðum Egilsstöðum - Aldursmeistara- mót íslands í sundi verður hald- ið í sundlauginni á Egilsstöðum nú um helgina. Þetta mun vera fjölmennasta sundmót sem hald- ið hefur verið á Islandi en börn og unglingar á aldrinum 9-17 ára taka þátt í mótinu. Keppendur eru tæplega 400 og koma þeir frá 20 félögum og héraðssamböndum. Alls eru um 1900 skráningar í mótinu og starfsmenn mótsins eru um 100. Búið er að fá gistingu í grunnskólanum, menntaskólanum og félagsmiðstöðinni á Egilsstöð- um. Gert er ráð fyrir að um 600 manns verði á Egilsstöðum á veg- um mótsins, þ.e. bæði keppendur og fylgdarmenn. Sérstakt mötu- neyti verður rekið í menntaskólan- um fyrir mótsgesti. Mótið hefst á föstudagsmorgni og lýkur á sunnudagskvöldi með verðlaunaafhendingu og dansleik í Hótel Valaskjálf. Mótsstjóri er Eiríkur Ólafsson frá Fáskrúðsfírði og segir hann þátttakendur vera úrval ungs sundf'ólks á íslandi. Mótið sé ekki einungis keppnismót heldur er lagt upp úr því í yngstu flokkunum að þátttakendur syndi fallega og hafi góða tækni. Eiríkur vill þakka fyr- irtækjum og stofnunum veittan stuðning við mótshaldið en allar styrkbeiðnir hafa fengið jákvæðar undirtektir. í mótsstjórn sitja auk Eiríks, Jón Kr. Beck, formaður sundráðs UÍA og Jónas Þór Jóhannsson fram- kvæmdastjóri UIA. Minnivarði um stofnanda fyrsta skíðaskóla heims Húsavík - „Minnisvarði Nikulásar A.P. Buch fæddur 1755 - dáinn 1805. Hann stofnaði fyrsta skíða- skóla í heimi á Húsavík 1777“ er áletrun á minnisvarða sem formað- ur Skíðasambands Íslands, Bene- dikt Geirsson, afhjúpaði við íþrótta- höllina á Húsavík nú um Jónsmess- una. Minnisvarðann létu ættmenni Buchs reisa með stuðningi frá Skíðasambandi íslands. Nikulás Buch var kaupmanns- sonur, fæddur í Hammerfest í Nor- egi, en kom til íslands 22 ára gam- all og að talið er fylgdarmaður hreindýra, sem faðir hans gaf ís- lendingum. Þetta voru 30 dýr sem valin voru úr stofni hans frá eyj- unni Sörey sem Buch átti skammt frá landi Hammerfest. Þau voru talin laus við sjúkdóma þá er heij- uðu á meginlandinu. Þessi hreindýr munu vera einn fyrsti hreindýra- stofninn sem hér tórði. Buch gerðist verslunarþjónnn á Húsavík og hóf skipulagða kennslu á skíðum fyrsta veturinn sem hann var þar og er það talinn fyrsti skíða- skólinn í heiminum. Hann flutti inn skíði frá heimabyggð sinni, Finn- mörk, og smíðaði einnig skíði úr rekaviði og kenndi þá smíði. Hann var í náðinni hjá stjórnvöldum vegna þessara skíðamála og fékk verðlaun frá kóngi vegna þeirra. Nikulás varð síðar forstöðumað- ur Brennisteinsverslunarinnar á Húsavík til ársins 1791 að hann gerðist bóndi. Hann eignaðist 11 Morgunblaðið/Silli MINNISVARÐINN sem reist- ur var í minningu Nikulásar A.P. Buchs. börn með konu sinni, Karenu Björnsdóttur, og hófu þau búskap á Máná og síðar Hallbjarnarstöðum á Tjörnesi, á Mýrarseli og Laxa- mýri. Síðustu árin sem hann lifði bjó hann með þremur börnum sínum á Bakka í Tjörnesi þar sem hann andaðist 19. júní 1805, aðeins 51 árs að aldri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.