Morgunblaðið - 09.07.1996, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 09.07.1996, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ1996 21 ___________ERLENT________ Þjóöverjar rýmka opn- unartíma verslana Bonn. Reuter. EFRI deild þýska þingsins, hið svo- kallaða Sambandsráð, samþykkti á föstudag að rýmka opnunartíma verslana í Þýskalandi og er þar með síðustu hindruninni rutt úr vegi frumvarps, sem vakið hefur miklar deilur og verið tilefni fjöldamót- mæla. Ráðamenn í Austurríki skýrðu frá því í gær að þeir gætu orðið að fylgja í kjölfar granna sinna og rýmka opnunartíma. Efnahags- málaráðherra landsins, Hannes Farleitner, sagði viðræður við stétt- arfélög hefjast í ágúst. Samkvæmt nýju lögunum munu Þjóðverjar geta gert ýmislegt, sem hingað til hefur verið talið sjálfsagt hjá grannþjóðum þeirra, eins og til dæmis að kaupa brauð á sunnu- dagsmorgnum. Neytendur munu framvegis ekki þurfa að fara á næstu járnbrautarlestarstöð eða bensínsölu renni mjólkin til þurrðar eftir klukkan hálfsjö eða vanti vín Aðeins bakarar fá i að hafa opið á sunnudögum með matnum eftir klukkan tvö á laugardegi. Helmut Kohl kanslari fagnaði þessari niðurstöðu Sambandsráðs- ins og sagði að hún markaði þátta- skil. Giinter Rexrodt, ráðherra efnahagsmála, gaf út yfirlýsingu til að hrósa þingheimi, þótt hann lægi á sjúkrahúsi í Berlín að jafna sig eftir hastarlegt tilfelli af mal- aríu. Samkvæmt lögunum, sem taka gildi 1. nóvember, munu verslanir mega vera opnar til kl. átta á kvöld- in í stað hálfsjö á virkum dögum. Opnunartími verður einnig lengdur á laugardögum, sem víða eru helstu verslunardagar vikunnar, en aðeins til klukkan fjögur. Flestar verslanir verða eftir sem áður lokaðar á sunnudögum, en bakarar munu mega hafa opið í þrjár klukkustundir. Ný lög sögð andfélagsleg Nýju lögin hafa mætt andstöðu, jafnaðarmenn hugðust fella frum- varpið en höfðu ekki bolmagn til þess. Eigendur lítilla verslana og starfsfólk í verslunum hélt því fram að rýmkun opnunartíma væri and- félagsleg. Þjóðveijar, sem búa nærri landa- mærum, hafa brugðið á það ráð að versla í útlöndum þegar svo hefur borið undir. Einnig hefur tíðkast að reka kjörbúðir í stórum lestar- stöðvum undir því yfirskini að veita þurfi ferðalöngum þjónustu. Talið er að störfum muni fjölga um 50 þúsund vegna aukinnar sölu og andvirði hennar muni nema 20 milljörðum marka (rúmlega 480 milljörðum íslenskra króna). Reuter Alklætt hornsófasett 2+horn+2 Alklædd leðursófasett 3+1+1 Litir: Svart, brúnt, bleikt, koníak, Ijósbrúnt. á tilboðsverði aðeins kr. 159.000 stgr. EINSTAKT TÆKIFÆRI á hreint frábæru verði aðeins kr. 146.000 stgr. Litir: Svart, rautt, grænt, brúnt, bleikt. Greiðslukjör við allra hæfi ÁRMl L\ 8. SÍMAR 581 2275. 568 5375 -kjarni málsins! „Sprengi- pyttur“ ræskir sig ELDGOSIÐ í Ruapehu-fjalli á Norðureyju Nýja-Sjálands, sem frumbyggjar Maoría nefna „Sprengipytt", hófst sem öskugos í síðasta mánuði og náði nýju hámarki í gær, þegar gosefnin stigu upp í allt að 5 km hæð. Hraunslettur þeyttust 900 metra í loft upp. Öskuský frá gosinu ollu því að loka þurfti umferð um alþjóðlega flugvöllin í Auckland, sem er stærsti flugvöllur Nýja-Sjá- lands. Gosvirkni hófst í Ruape- hu-fjalli í september í fyrra, en gosið nú er það stærsta á undanförnum 50 árum. . : — gæðafiMágóðuvem Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 Verð aðeins frá 849.000 kr. Verð aðeins 695.000 kr. án vsk. 1300 cc vél, styrktarbitar i hliðarhurðum, höfuðpúðar i fram- og aftursætum, barnalæsingar. Skoda Felicia r# Þýsk gæði - frábært verð jöfur M 1 5 4 f. - I'»í l Nýbýlavegur 2 Sími: 554 2600

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.