Morgunblaðið - 19.07.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.07.1996, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR B/C 162. TBL. 84.ÁRG. FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter NETANYAHU (t.v.) og Mu- barak takast í hendur við komu hins fyrrnefnda til við- ræðnanna í gær. Netanyahu á fundi með Mubarak Vonir glæðast um friðar- viðræður Kaíró. Reuter. HOSNI Mubarak, forseti Egypta- lands, sagði í gær að Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra ísra- els, hefði glætt vonir um að friðar- viðræður hæfust að nýju milli ísra- ela og araba. Mubarak sagði eftir fund þeirra í Kaíró að Netanyahu hefði lofað að virða gerða samninga við araba. Þetta er fyrsta heimsókn Net- anyahus til arabaríkis frá því hann bar sigur úr býtum í forsætisráð- herrakjörinu í Israel með loforðum um að láta ekki hertekin landsvæði af hendi í skiptum fyrir frið við araba. Mubarak kvaðst „anda létt- ar“ eftir tveggja stunda fund með ísraelska forsætisráðherranum. „Ég skil hugmyndir hans og bind miklar vonir við að friðarferlið haldi áfram.“ Fátt benti þó til þess að Netanya- hu hefði dregið úr andstöðu sinni við að láta af hendi hernumin land- svæði sem arabar segja skilyrði fyrir frekari viðræðum. Hann til- kynnti að slakað yrði á fimm mán- aða banni við ferðum Palestínu- manna á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu til ísraels. Einnig staðfesti hann _að David Levy, utan- ríkisráðherra ísraels, myndi ræða við Yasser Arafat, leiðtoga Palest- ínumanna, í næstu viku. Þegar Mubarak var spurður sér- staklega um andstöðu Netanyahus við að láta landsvæði af hendi sagði hann að í því máli væru „mismun- andi túlkanir". „Fólk bölvar þér“ Netanyahu hefur einnig reitt arabaþjóðir til reiði með því að hafna viðræðum við Palestínumenn um framtíð Austur-Jerúsalem, neita að láta Gólanhæðirnar af hendi í samningum við Sýrlendinga og hvetja til búsetu gyðinga á herteknu svæðunum. Dagblöð egypskra stjórnarandstæðinga tóku á móti Netanyahu með miklum fúkyrða- flaumi. „Þú rotni maður, þú flekkar land okkar. Þú ert hataður, við- bjóðslegur gestur og fólkið bölvar þér á götunum,“ skrifaði ritstjóri dagblaðsins Al-Ahrar. Eldhnettir áhimni er þota TWA fórst í New York með 230 manns Ekkert komið fram sem bendir til hermdarverks Neyðarkall barst í sama mund og fórst New York. Reuter. ENGAR vísbendingar höfðu fundist í gærkvöldi sem bentu til annars en að um slys hefði verið að ræða er Boeing 747-100 breiðþota banda- ríska flugfélagsins Trans World Airways (TWA) sprakk á flugi í fyrri- nótt, skömmu eftir flugtak í New York, að sögn Roberts Francis, eins af yfirmönnum Öryggisstofnunar samgöngumála (NTSB). Fjöldi sam- taka lýsti ábyrgð á hendur sér og sagði að um hermdarverk hefði verið að ræða en af hálfu yfirvalda er litið svo á að um slys hafi verið að ræða þar til annað fæst staðfest. Lík 104 höfðu fundist á slysstað í gær og var ekkert þeirra í björgunarvesti en 230 manns fórust með þötunni sem var á leið til Parísar. Fyrst í stað var talið að 229 manns hefðu verið með þotunni. Bandaríska sjóhemum var falið að leita flug- og hljóðrita þotunnar sem taldir eru geta varpað ljósi á hvað raunverulega gerðist. Þeirra er leitað á rúmlega 30 metra dýpi, 14 km undan ströndu, um 112 km austur af New York- borg. Sömuleiðis hófu skip flotans að kortleggja brak úr flugvélinni sem dreifðist yfir mikið svæði á sjávar- botni. Bill Clinton forseti hét ættingj- um þeirra sem fórust að komist yrði til botns í því hvað gerðist. Sjónvarpsstöðin ABC sagði í gær- kvöldi, að arabískt stórblað hefði fengið skriflega viðvörun á miðviku- dag um árás á stórt, bandarískt skot- mark. Hefði árásin.verið tímasett um Helsti leiðtogi Tsjetsena vill halda áfram friðarumleitunum um hríð bardaga við rússneska herinn. Radújev fullyrti að fyrrverandi leiðtogi aðskilnaðarsinna, Dzhokhar Dúdajev, væri enn á lífi, en hann var talinn hafa fallið fyrir rúss- neskri sprengjuflaug í apríl sl. Hann sagði Dúdajev illa særðan en „á öruggum stað“. Jandarbíev væri svikari og Dúdajev hefði gefið fyrir- mæli um allsherjarstyrjöld á hendur Rússum til að hefna fyrir tilraun þeirra til að ráða sig af dögum. Beitt yrði bandarískum Stinger- flaugum gegn herflugvélum Rússa, engum reglum yrði fylgt í „heilögu stríði" gegn þeim, til greina kæmi að nota efnavopn. Rodíonov kveði niður spillingu Borís Jeltsín Rússlandsforseti gaf nýskipuðum varnarmálaráð- herra sínum, ígor Rodíonov, í gær fyrirmæli um að framkvæma rót- tækar umbætur í rússneska hernum og skera upp herör gegn spillingu í röðum æðstu yfirmanna hans. Rodíonov sagðist staðráðinn í að takast á við verkefnið af beztu getu. Herstjórar hóta hryðjuverkum Tsjctsjníu, Moskvu. Reuter. HELSTU leiðtogar tsjetsjenskra aðskilnaðarsinna undir forystu Ze- límkhans Jandarbíevs lýstu í gær yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna undangenginna árása Rússa í Tsjetsjníu, en sögðust hafa ákveðið að láta reyna á friðarumleitanir. Myndu þeir ekki um sinn blása til harðra stríðsátaka til að svara sókn Rússa. Hins vegar undirbyggju þeir hernaðaraðgerðir, að meðtöldum hryðjuverkum, ef til þess þyrfti að grípa. Einn af herstjórum aðskilnaðar- sinna lét uppvíst í gær, að tsjetsj- enskir skæruliðar hefðu undirbújð áætlanir um hryðjuverkaárásir á skotmörk í Rússlandi, jafnvel á kjarnorkuver. Þeir myndu hrinda þessum áætlunum í framkvæmd ef stjórnvöld í Moskvu stöðvuðu ekki árásirnar í Tsjetsjníu. „Nú er komið að Rússum að gráta,“ sagði herstjórinn, og sagði aðgerðir þegar undirbúnar: „Tökum kjarnorkuver sem dæmi . . . Tsjernobýl. Sprengdu eitt i loft upp og skaðinn varir í 300 ár.“ Dúdajev á lífi? Annar herstjóri tsjetsjenskra skæruliða, Salman Radújev, kom óvænt fram í dagsljósið á blaða- mannafundi í suðurhluta héraðsins í gær. Hann var talinn hafa fallið í marz síðastliðnum. Radújev aflaði sér frægðar fyrir að fara fyrir hópi skæruliða, sem tók fjölda rúss- neskra þorpsbúa í gíslingu í janúar sl. Hann komst þá undan úr hörðum Reuter RADÚJEV ræðir við frétta- menn í fylgsni sínu í gær. Hann var mjög breyttur, sagðist hafa særst illa en Iýta- læknir í Þýskalandi hefði gert að sárunum. Kunnugir töldu sig þekkja aftur röddina. Reuter EINN af bátum bandarísku strandgæslunnar á slysstað skammt frá Long Island í New York í gær en fremst sést brak úr breiðþotu TWA á floti. 230 manns fórust með flugvélinni. svipað leyti og þota TWA fórst en þar sagði að tiiræðið myndi „hreyfa við öllum.“ Viðvörunin var send í nafni samtaka, sem kalla sig „Hreyf- ing íslamskrar breytingar" en þau lýstu á hendur sér tilræði í banda- rískri herstöð í Saudi-Arabíu í síð- asta mánuði. Viðvöruninni var ekki komið á framfæri við yfirvöld, en hún barst m.a. skrifstofum blaðsins í Washington. Blaðið, sem viðvörun- ina fékk, var ekki nafngreint þar sem forsvarsmenn þess óttuðust hefndir. Sjónarvottar sögðu að tveir rauð- gulir eldhnettir hefðu myndast lágt á himni er þotan sprakk. Hún hrap- aði í sjóinn á um 10 sekúndum. Um borð voru 210 farþegar, 14 flugfreyj- ur og fjögurra manna áhöfn í stjórn- klefa. Flugmennirnir gáfu flugturni ekkert til kynna um að bilun væri um borð en skip strandgæslunnar heyrðu neyðarkall á sama tíma og þotan fórst. Ostaðfest var hvaðan það kom. Gamall floti Að sögn CATV-sjónvarpsins var skipt um þrýstiaflsmæli fyrir einn af fjórum hreyflum TWA-þotunnar áður en hún hélt frá New York. Seinkaði brottförinni um klukku- stund af þeim sökum. TWA-þotan var 25 ára gömul og leiðir slysið athyglina að því, að vegna mikillar aukningar á ferðalög- um eru gamlar flugvélar notaðar meira og lengur en áður. Að sögn sérfræðinga er flugfloti TWA með hæstan meðalaldur stórra banda- rískra flugfélaga, eða 19,8 ár, en til samanburðar er meðalaldur flugflota bandarískra flugfélaga 15 ár. ■ Mikil sprenging/22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.