Morgunblaðið - 19.07.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.07.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1996 3 FRÉTTIR Norskir hagsmunaaðilar vilja loka Smugunni Rabarbari í tonnavís Morgunblaðið/Ómar Friðriksson Naglarnir sem ollu skemmd- um á sagarblöðum í verk- smiðju Aldins hf. Aldin hf. verður fyrir aðgerðum um- hverfisverndarsinna Naglar í trjábol ollu skemmdum STARFSEMI ttjávinnslufyrirtæk- isins Aldins hf. á Húsavík varð fyrir nokkrum skakkaföllum sl. miðviku- dag þegar verið var að saga niður stóran innfluttan trjábol í verksmiðj- unni. Lenti vélsögin í tveimur nögl- um sem reknir höfðu verið djúpt inn í tréð. Ttjábolirnir eru keyptir frá norðausturfylkjum Bandaríkjanna og er talið víst að umhverfisverndar- sinnar hafi rekið naglana í tijábol- inn, áður en tréð var fellt, til að valda skemmdum í sögunarmyllum. Notuð er stór og öflug vélsög við að saga tijábolina og var Gunnlaug- ur Stefánsson, framkvæmdastjóri Aldins, við sögina þegar hún rakst í fjögurra tomma nagla sem stóðu djúpt í viðnum. Varð af talsverður hávaði og neistaflug og eyðilögðust tvö sagarblöð í vélinni. Ttjábolir til vinnslunnar eru fluttir hingað óunn- ir, en sagaðir niður í Aldini og þurrk- aðir. Að sögn Gunnlaugs er tjónið ekki verulegt en hins vegar væri ljóst að starfsmenn Aldins þyrftu að gæta fyllstu varúðar, því dæmi munu vera um að reknir hafi verið stórir stálfleygar inn í tijáboli til að valda sem mestum skemmdum við tijávinnslu. Borgarnesi. Morgunblaðið Fyrirtækið Engjaás ehf. í Borg- arnesi hyggst hefja framleiðslu- tilraunir í haust á rabarbaravíni. Hefur fyrirtækið verið að afla hráefnis að undanförnu og alls hefur verið tekið á móti rúmlega 20 tonnum af rabarbara til þessa. Að sögn Indriða Albertssonar framkvæmdastjóra Engjaáss ehf. er að verða komið alveg nóg hráefni til fyrirtækisins, hvort sem það nýtist til víngerðar eða til rabarbarasultugerðar. Sagði Indriði að fyrirtækið væri verk- taki í fyrirhugaðri víngerð. Það væru þrír menn af Reykjavíkur- svæðinu sem að ættu hugmynd- ina að rabarbaravíninu og þeir byggju yfir þekkingu sem nauð- synleg væri vegna þessarar vín- gerðar. Varðandi aðrar framleiðslu- greinar sagði Indriði að fljótlega myndi hefjast framleiðsla á nýrri framleiðslulínu sem byggðist upp í kring um grautana sem fyrir- tækið væri með í dag en einnig yrðu í þeirri línu, sultur og ávaxtadesertar. Engjaás ehf. er eina fyrirtækið hérlendis sem framleiðir sterkt áfengi í einhveijum mæli. En fyrirtækið framleiðir Icy-vodka fyrir Sprota hf. og Eldurís- vodka, Jöklakrap, Brennivín og fleira fyrir Catco hf. RABARBARI í tonnavís. Berglind Gunnarsdóttir, starfsstúlka Engjaáss ehf. Borgarnesi grófsker rabar- bara en fyrirtækið hyggst hefja framleiðslu á rabar- baravíni í haust. ^ Morgunblaðið/RAX Á leið til mjalta ÞÆR voru ákafar, kusurnar í Biskupstungum, að komast heim til mjalta. Á leiðinni úr haga þurftu þær að fara í gegnum ræsi undir þjóðveginum til að komast heim í fjós. Héraðsdómur um bann við veiðum yfir vatnsleiðslu og rafstreng til Eyja Bann nær ekki til línuveiða HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hefur sýknað mann af ákæru um línuveið- ar á svæðinu á milli Vestmannaeyja og Bakkafjöru. í ákæru var til- greint, að samkvæmt lögum væru veiðar á svæðinu, þar sem vatns- leiðsla og rafstrengur liggja milli Eyja og meginlandsins, bannaðar allt árið. Dómarinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að bannið næði til veiða með botnvörþu, flotvörpu og dragnót, en ekki línuveiða. Ari Edwald, aðstoðarmaður sjáv- arútvegsráðherra, segir að túlkun dómarans komi á óvart. Hins vegar hafi þessi dómur ekki borist sjávar- útvegsráðunéytinu og ekki sé hægt að segja til um það að svo stöddu hverjar afleiðingar hans verði. Forsaga málsins er sú, að þann 5. mars sl. kom varðskip að 4,5 brúttórúmlesta bát, Lilju VE 7, að veiðum á svæðinu. Skipstjóranum var gert að draga línu sína og inn- byrða aflann, alls 644 kíló, sem að langmestu leyti var steinbítur. Höfð- að var opinbert mál á þendur honum, þess krafist að hann yrði dæmdur til refsingar og til að sæta upptöku á afla og veiðarfærum. Héraðsdómarinn, Þorgeir Ingi Njálsson, segir í niðurstöðu sinni að bann við veiðum á umræddu svæði hafi fyrst verið lögleitt með gildis- töku laga nr. 21/1969, en með þeim hafi verið gerð breyting á lögum nr. 62/1967 um bann gegn veiðum með botnvörpu og flotvörpu. Samhljóða ákvæði hafi verið að finna í lögum frá 1973 um veiðar með botnvörpu, flotvörpu og dragnót í fiskveiðiland- helginni, sem leystu lögin frá 1967 af hólmi. „Efnislega tóku lög þessi ein- göngu til veiða með þeim veiðarfær- um sem heiti þeirra vísa til. Náði umrætt bannákvæði þannig ekki til veiða með öðrum veiðarfærum en botnvörpu og flotvörpu og dragnót frá og með gildistöku laga nr. 102/1973,“ segir í niðurstöðum dómara. Þá segir, að ekki verði séð að lög nr. 81/1976, um veiðar í fiskveiði- landhelgi íslands, sem komu í stað laganna frá 1973, hafi breytt gildis- sviði ákvæðisins á þann veg, að línu- veiðar falli nú undir það. „Er þá jafn- framt til þess að líta, að þau sjónar- mið, sem greinilega liggja að baki banni við veiðum á þeim hafsvæðum sem afmörkuð eru í ákvæðinu, verða ekki talin eiga við um slíkar veiðar," segir dómarinn og sýknar skipstjór- ann að fullu, auk þess sem ríkissjóði er gert að greiða allan sakarkostnað. Veiðarfæri ekki tilgreind Ari Edwald segir að það ákvæði laganna frá 1976, sem skipstjórinn var talinn brotlegur gegn, banni all- ar veiðar á umræddu svæði og ekk- ert sé þar tilgreint um veiðarfæri. „Við höfum ekki skoðað þennan dóm og vitum ekki enn hvort honum verð- ur áfrýjað. Þessi túlkun kemur hins vegar verulega á óvart og við hljót- um að skoða málið nánar." Krefjast útfærslu norsku lögsögunnar Ósló. Morgunblaðið. HAGSMUNAAÐILAR í norskum sjávarútvegi hafa áhyggjur af áframhaldandi veiðum íslenzkra togara í Smugunni í Barentshafi. Norges Fiskarlag, heildarsamtök norska sjávarútvegsins, fer fram á að fiskveiðilögsaga Noregs og Rússlands verði útvíkkuð til þess að loka Smugunni. Sautján togarar eru nú á svæðinu, þar af ellefu ís- lenzkir. Smugudeilan var á dagskrá framkvæmdastjórnarfundar Norg- es Fiskarlag á miðvikudag. Að fundinum loknum sagði Oddmund Bye, formaður samtakanna, í sam- tali við Aftenposten að Smuguveið- arnar gætu gengið af Barentshafs- þorskinum dauðum og lýsti eftir aðgerðum, sem komið gætu bönd- um á veiðarnar. „Það á að þétta Smuguna á ný með því að útvíkka Morgunblaðið/RAX VERIÐ var að útbúa Snorra Sturluson RE til smuguveiða í gær. fiskveiðilögsögu Noregs og Rúss- lands,“ segir Bye. Ellefu íslenzkir togarar voru að veiðum í Smugunni í gær. Auk þeirra veiða fimm skip, sem skráð eru í Sierra Leone, og eitt skráð í Panama á svæðinu. Að sögn norsku strandgæzlunnar er búizt við 30-40 íslenzkum togurum til viðbótar, fari svo að aflabrögð glæðist. Norska strandgæzlan undirbýr nú einnig vertíðina í Smugunni og hefur bæði skip og flugvélar til reiðu að fylgjast með veiðunum. Að sögn Lars Kjoren, sjóliðsforingja hjá Strandgæzlunni, veiða hinir er- lendu togarar nú aðallega lúðu, en þorskurinn er ekki kominn í Smug- una. Kjoren segir gæzluna hafa upplýsingar um að togararnir nái um það bil einu tonni af fiski í hali. Fyrr í vikunni flaug Orion-flug- vél Strandgæzlunnar yfir Smuguna og nú er gæzluskip á leið á svæðið. „Við munum einvörðungu fylgjast með og höfum hvorki skipanir um, né vald til að hafa afskipti af veið- unum,“ segir Kjoren. Hann segir að strandgæzlan hafi haft loft- skeytasamband við togarana og séu íslenzku skipstjórarnir tregari til að svara en hinir. Fékk hjartastopp í leiktæki FJÓRTÁN ára stúlka fékk hjartastopp í einu leiktækja tí- volísins á hafnarbakkanum í Reykjavík í fyrrakvöld. Stúlkan var í leiktæki sem kallast Top Gun, en það er eins konar róla sem snýst í hringi. Hringt var á sjúkrabíl þegar stúlkan leið út af en þegar á sjúkrahús var komið var hún látin. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins er vitað um hjarta- galla í fjölskyldu stúlkunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.