Morgunblaðið - 19.07.1996, Síða 15

Morgunblaðið - 19.07.1996, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1996 15 Tamílar fella 150 hermenn SKÆRULIÐAR Tamíl-tígra réðust með miklum mannafla á bækistöð stjórnarhers Sri Lanka i Mullaitivu á norður- hluta eyjunnar í gær og sögð- ust hafa fellt meira en 150 stjórnarhermenn í árásinni. Sjálfir sögðust tígrarnir hafa misst 34 liðsmenn í aðgerðinni. Talsmaður varnarmálaráðu- neytisins vildi ekki staðfesta tölur um mannfall og sagði að árásinni hefði verið hrunið af miklum þunga. Tefla Karpov og Kasparov? ANATOLÍ Karpov og Garrí Kasparov eru í grundvallaratr- iðum búnii' að ákveða að heyja einvígi um heimsmeistaratitil í skák á næsta ári, að sögn Kírs- ans Íljúmsínovs, forseta Al- þjóðaskáksambandsins (FIDE). Einvígið yrði til þess að inn- sigla sættir í skákheiminum; framvegis yrði teflt um aðeins eina heimsmeistaratign. Karpov flaggar nú titli FIDE en Kasparov tign atvinnu- mannasambandsins PCA sem hann stofnaði sjálfur. Mótmæla vitabyggingu STJÓRNIR Kína og Taiwan fordæmdu í gær byggingu vita á eyju í Austur-Kínahafi sem Japanir, Kínveijar og Tævanir hafa lengi deilt um yfirráð á. Sjö liðsmenn hægrisinnaðra japanskra ungliðasamtaka reistu vitann í fyrradag en hann er úr áli og fimm metra hár. Milljón manns gegn Yangtze KÍNVERSK stjórnvöld hafa kvatt á aðra milljón manna til þess að styrkja bakka árinnar Yangtze vegna flóðahættu. Vegna mikillar úrkomu hefur áin bólgnað hratt og í gær var rennsiið íjórfalt það sem það er að jafnaði. Hefur vatnshæð- in aðeins tvisvar mælst meiri. Tíu farast í sprengingu TÍU manns að minnsta kosti biðu bana í gær og fjöldi særð- ist er sprengja sprakk á mat- sölustað í borginni Blida í Als- ír. Þar er vígi múslímskra öfga- manna. Tökin hert á íran og Líbýu ÖLDUNGADEILD Bandaríkja- þings hefur afgreitt lagafrum- varp, sem ætlað er að herða tökin á Iran og Líbýu með því að refsa bandarískum fyrir- tækjum sem fjárfesta í oiíu- og gasiðnaði umræddra landa eða virða ekki ákvæði við- skiptabanns Sameinuðu þjóð- anna. Samþykktin er til þess ætluð að þrýsta á Japan, Evr- ópuríki og önnur lönd til að taka virkari þátt í að einangra stjórnir Líbýu og írans, sem talin eru styðja alþjóðlega hryðjuverkastarfsemi. Aukinn alþjóðlegur þrýstingur á Serba um að koma Karadzic frá Kosningamar í Bosníu hugsanlega í hættu Sarajevo, Pale, Belgrad. Reuter. HÆTTA er á því, að fyrstu fijálsu kosningarnar sem fram fara í Bosníu eftir lok stríðsins, verði lítils virði vegna víðtækra hótana um að þær verði sniðgengnar, óháð því hvort takist að koma leiðtogum Bosníu-Serba, sem ákærðir hafa verið fyrir stríðsglæpi, frá völdum. Richard Holbrooke, sérstakur sendimaður Bandaríkjastjórnar og upp- hafsmaður að Dayton-friðarsamkomulaginu, er þessa dagana í Bosn- íu í þeim tilgangi að tryggja framgang lokaákvæðis samkomulagsins - sem eru fijálsar kosningar með þátttöku allra þjóðabrota - með því að fá leiðtoga Bosníu-Serba, Radovan Karadzic, ijarlægðan úr valda- stóli. Verið er að skipuleggja kosningarnar, sem fram eiga að fara þann 14. september næstkomandi. Reuter Fulltrúar Öryggis- og Sam- vinnustofnunar Evrópu (ÖSE), sem sjá um skipulagningu kosning- anna, frestuðu opinberri byijun kosningabaráttunnar um eina viku, eða fram á föstudag, til þess að gefa vestrænum leiðtogum meiri tíma til að vinna að því að koma Karadzic frá völdum. Robert Frowick, formaður sendinefndar ÖSE í Bosníu, mun taka um það ákvörðun á morgun, hvort Serbneski Lýðræðisflokkur- inn (SDS), stjórnarflokkur Bosníu- Serba, verði útilokaður frá kosn- ingunum, ef Karadzic segir ekki af sér bæði sem forseti Bosníu- Serba og sem formaður flokksins. En bosnísk stjórnvöld í Sarajevo hafa hótað að múslímar muni snið- ganga kosningarnar í september ef hinn serbneski hluti Bosníu verð- ur áfram yfirráðasvæði stríðs- glæpamanna. Fundað með Milosevic í Belgrad Ef Frowick lætur verða af hótun sinni um að banna SDS, hafa Bos- níu-Serbar hótað á móti að engar kosningar á vegum ÖSE fari fram á þeirra yfirráðasvæði. Hættan er því sú, að eingöngu verði mögulegt að láta kosningar fara fram á svæðum múslíma og Króata, sem myndi ræna kosningarnar tilætl- uðu gildi sínu. Richard Holbrooke hitti Slobod- an Milosevic Serbíuforseta á mið- vikudag, en hann er sá maður sem mestar vonir eru bundnar við að geti komið Karadzic frá, með því að beita áhrifum sínum meðal Bosníu-Serba. Holbrooke var eftir fundinn ekki bjartsýnn á að lausn væri í sjónmáli. Háttsettir embættismenn Bos- níu-Serba og Júgóslavíu (Serbíu- Svartfjallalands) funduðu í Belgrad í gær um hinn síaukna þrýsting sem alþjóðasamfélagið leggur nú á stjórnir þeirra um að Karadzic verði handtekinn og framseldur. Embættismennirnir hittu Mi- losevic forseta í gær, áður en Ric- hard Holbrooke sneri aftur til Belgrad eftir að hafa rætt við bosn- ísk stjórnvöld í Sarajevo. Holbro- oke hitti Milosevic öðru sinni síð- degis í gær, en lét lítt uppi um hvað þeim fór í milli. Holbrooke hefur umboð Bandaríkjastjórnar til að hóta Serbum nýjum viðskipta- þvingunum, verði Karadzic ekki framseldur. Kínverjar vilja ekki úrganginn GRÆNFRIÐUNGAR festu borða á flutningaskip í höfninni í Hong Kong í gær þar sem þeir hvetja Bandaríkjamenn til að losa sig ekki við úrgang til Asíu. Um borð í skipinu eru 200 gámar af úrgangi sem fara átti til endurvinnslu í Kína en var hafnað vegna aðskotaefna. Úr- gangurinn kemur frá Atlanta í Bandaríkjunum, þar sem Ólympíuleikarnir hefjast í dag. -----» ♦ ♦-- Everest-fjall Sorphirðu- skattur kynntur Peking. Reuter. ÞEIR sem vilja reyna að klífa hæsta fjall heims, Everest, munu framvegis verða að greiða sér- stakan umhverfisskatt sem notað- ur verður til að fjarlægja sorp af fjallinu. Xi>i/iua-fréttastofan kínverska sagði í gær að fjallgöngumenn, landkönnuðir, ferðamenn og vís- indamenn sem fara inn í kjarna þjóðgarðsins umhverfis fjallið yrðu allir látnir greiða skattinn. Hann verður allt að 18 Bandaríkjadollar- ar, um 1.200 krónur, fyrir dvöl sem nemur meira en 30 dögum. Það er héraðsstjórnin í Tíbet sem ákvað að skattleggja með þessum hætti og féð verður notað til að tína upp rusl sem gestirnir skilja eftir en einnig til annarrar umhverfisverndunar og stjórnunar. Sæludagar á Sæbraut Á nýju Olísstöðinni á horni Sæbrautar og Sundagarða 18. 19. og 20. júlí atsiátturathverjum # Allir seiii versla eldsneyti eða aörar vörur fyrir a.m.k. 2000 kr. eldsneytislitra. Að auki ’ ’ er 2 kr. sjálfsafgreiðslu- afsláttur. fá 1 frímiða í þvott á þvottastöð Olís. • Börnin fá uppblásnar Olís blöðrur* „Villt og grænt“ fræpoki fylgir hverri áfyllingu. Taktu fræpoka með þér í fríið og leggðu landinu lið. • Kynning á Char-Broil, amerísku gæðagasgrillunum -19 alla daga. *Á meðan blrgðir endíst Við setjum grillið saman og sendum það heim til þín. Fullur gaskútur fylgir með. Vönduð grillsvunta íylgir hverju gasgrilli. léttir þér lífið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.