Morgunblaðið - 19.07.1996, Side 17

Morgunblaðið - 19.07.1996, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1996 17 LISTIR ALAGNA og Gheorghiu í hlutverkum Alfredos og Violettu. „La Traviata“ hlaðin lofi Flutt á rás 1 á sunnudag Samband við Toronto Morgunblaðið/Ásdís MAJA Ardal í góðum félagsskap með syni sínum Paul Braun- stein og Hreini Skagfjörð. NÝ uppfærsla Konunglegu óper- unnar í Covent Garden í London á „La Traviata" eftir Giuseppe Verdi, hefur fengið frábæra dóma í bresk- um blöðum. Aðalhlutverkin, Viol- etta og Alfredo, eru í höndum hjón- anna Angelu Gheorghiu og Roberto Alagna, en fáir óperusöngvarar hafa verið eins áberandi að undan- förnu og þau. Á sunnudag verður flutt hljóðritun af þessum tónleikum á rás 1, kl. 12.55. Kynni Gheorghiu og Alagna hóf- ust á óperusviðinu er þau sungu hlutverk elskendanna Rudolfos og Mímíar í „La Boheme" fyrir rúmu ári og gengu þau í hjónaband í vor. Það er Simone Young sem stjórn- ar kór og hljómsveit Konunglegu óperunnar. Hefur uppfærslan feng- ið góða dóma í breskum fiölmiðlum. Independent gefur sýningunni hæstu einkunn. í The Daily Tele- graph segir að Gheorghiu sé „frá- bær . . . söngur [Alagna] var heillandi . . . kvöld einstaklega góðs söngs og áhrifamikillar sögu“. Gagnrýnandi The Guardian er sömuleiðis hrifinn af Gheorghiu og segir hana lifa sig svo inn í hlut- verkið, að hún virðist ekki leika, heldur sé Violetta. Alagna dragi upp heilsteypta og sannfærandi mynd af hetjunni. MAJA Árdal leikstjóri og leikhús- stjóri Young People Theatre í Tor- onto hefur nýlokið heimsókn sinni hingað til lands ásamt syni sínum Paul Braunstein. Leiðsögumaður þeirra var vinur þeirra Hreinn Skag- fjörð, leikari hjá Leikfélagi Akur- eyrar, sem síðastliðið ár hefur dvalið í Kanada til að kynnast leikhúslífi þar. „Young People Theatre hefur ver- ið starfrækt í 30 ár og er eitt af stærstu leikhúsunum í Kanada. í því eru tvö svið og annað þeirra rúmar 500 áhorfendur en hitt 150,“ segir Maja. Hún hefur verið leikhússtjóri í sex ár og segir að mikið sé að gera enda sé YPT eina leikhúsið sem höfðar til jafn breiðs aldurshóps. Einkenni sýninga YPT að öðru leyti eru stórar og miklar leikmyndir og telur Maja að íslenska leikritið Fjalla-Eyvindur eftir Jóhann Sigur- jónsson myndi sóma sér vel á sviði YPT. „Sagan um Fjalla-Eyvind er kraftmikil og gæti gengið vel í leik- húsinu. Ef til þess kæmi að Fjalla- Eyvindur yrði settur á fjalirnar yrði klárlega töluð íslenska líka. Ég er hrifin af því að hafa fleiri en eitt tungumál á sviðinu. Til dæmis setti ég upp leikrit um Japani búsetta í Kanada fyrir fáeinum árum og var þá töluð japanska inn á milii,“ segir Maja. Frjótt leikhúslíf Toronto er ekki þekkt leikhúsborg á íslandi, en svo vill til að í þessari þriggja milljóna manna borg eru um 160 leikhús. „Toronto er þriðja stærsta enskumælandi leikhúsborg- in í heiminum og þar er ótrúlega frjótt leikhúslíf, því margir menning- arstraumar mætast þar,“ segir Hreinn, sem fylgdist með YPT í vet- ur. Að hans sögn er allt sem við kemur sýningum unnið undir þaki leikhússins sjálfs og leikarar kunna því afar vel að geta haft náin tengsl við smiði, saumakonur, leikmynda- teiknara og aðra starfsmenn. „Að þessu leyti er YPT mjög lifandi ieik- hús,“ segir Hreinn. Hann segist hafa grætt mikið á vetursetu þar ytra því hann kemur heim með hugmyndir, handrit og aðrar upplýsingar eftir að hafa séð um 120 mismunandi uppfærslur hinna ýmsu leikhúsa. En gat Hreinn lagt YPT lið með sinni reynslu? „Á þeim fimmtán árum sem ég hef unnið hjá L.A., við erfiðar að- stæður, hefur manni lærst að leysa ýmis vandamál „handvirkt" í víðum skilningi. Það komu stundum upp aðstæður í YPT þar sem ég gat gaukað að þeim ýmsum heilræðum sem þeir þáðu með þökkum,“ segir Hreinn Gestir framtíðarinnar „YPT er sérhæft fjölskyldu-,barna og unglingaleikhús og starfar í nánu sambandi við menntamálanefnd Tor- ontoborgar. Meginmarkmiðið er að gera unga áhorfendur virka og gagnrýna með því að undirbúa þá fyrir tiltekna sýningu t.d. með verk- efnum og umræðum með kennurum sínum. Að lokinni sýningu fá krakk- arnir að vetja stund með leikurum á sviðinu og leggja fyrir þá spurning- ar. Með þessu er verið að venja krakkana við leikhús sem sjálfsagð- an hluta af siðferðislífi þeirra, frekar en fágæta skemmtun. Áherslan á uppeldisgildi leikhússins er þannig mikil," segir Hreinn. Hjarta mitt er á íslandi Maja er fædd á Siglufirði árið 1949, en tveggja ára gömul fluttist hún með foreldrum sínum til Edin- borgar þar sem faðir hennar, Páll S. Árdal, heimspekingur, var í námi. Fram til átján ára aldurs kom Maja á hveiju sumri til íslands, en hlé varð þá á hérvistum hennar þar til hún kom hingað árið 1991. Hún er nú farin aftur til Toronto eftir ævin- týraleg ferðalög um hálendi íslands og segir hún ekki útilokað að hún komi bráðlega aftur á æskuslóðirnar og leikstýri á Islandi. „Hjarta mitt er á íslandi,“ segir Maja að lokum. NÓTT salamöndrunnar (olía á striga 160x160). „ÞESSI mynd er íslensk," segir Cheo Cruz um MADONNA Hringleikinn (olía á striga 160x130). (160x50). Hringrásin dularfulla Cheo Cruz málar ævintýri um fólk og afl allt um kring. Á sýningu þessa íslenska Ameríkumanns í París sagði fjögurra ára vinur Þórunnar Þórsdóttur: Sjáðu frosk- strákinn á myndinni, hann er með auga í hendinni og það horfir á mig. FURÐUR í augnaráði kvenna, barna, karla og samruni fólksins við náttúruna og öfl sem stjórna henni. Andlit úr skorðum, mjúídega teygð, svo þau minna á hnetti og plánetur, ávexti á trjám og rætur í mold. Einkennileg birta. Allt er þetta í myndum Cheo Cruz eða Sindra Þórs Sigríðarsonar. Hann er fæddur og uppalinn í Kólumbíu en hefur líka íslenskt ríkisfang. Góður vinur landsins og margra landsmanna og kynnist eflaust fleirum í desember þegar hann sýn- ir í Galleríi Sóloni Islandusi við Bankastræti. Þetta verður sjötta einkasýning Cheos á íslandi, en hann bjó í Reykjavík frá 1989 til 1992. Ánn- ars hefur Cheo sýnt olíumálverk sín og skúlptúra í heimaborginni Kartagenu og víðar í Kólumbíu, á Akranesi, í Barcelona og Haag að ógleymdri París þar sem hann er nú búsettur. Hann hlaut önnur verðlaun í samkeppni suður-amer- ískra listamanna í Frakklandi í fyrra og sýndi í framhaldi af því á kaffihúsi í Montparnasse, gamal- grónu listahverfi. Og nú í sumar sýndi Cheo ein- samall í París. Hann var þó langt í frá einmanna því margmennt var í veislu í upphafi sýningarinnar. Þetta var ævintýri af æskuslóðum listamannsins; hljómsveit frá heimalandinu, ávextir, blóm og kerti. Börn og fullorðnir dönsuðu þegar búið var að skoða myndirn- ar, ángæð með þessa vin í borg- inni. Þeir sem þekkja Cheo segja að honum hafi vaxið fiskur um htygg. öryggið sé meira og hringiða leyndardóma og sagna sterkari í myndunum. Eflaust verður margur feginn ljúfsárum blæ á eftri hæð Sólons í desember, mánuðinum þar sem allt er á öðrum endanum og hollt að finna nýja lykt og horfa í augun á mannverum af íslenskum slóðum og öðrum suðlægari. Kustur- ica hætt- ir við að hætta París. Reuter. BOSNÍSKI kvikmyndaleik- stjórinn Emir Kusturica hefur ákveðið að hætta ekki að gera kvikmyndir eins og hann hafði áður lýst yfir. Kusturica hlaut Gullpálmann í Cannes í fyrra fyrir mynd sína „Under-gro- und“ (Neðanjarðar) en það var vegna harðrar gagnrýni á hana sem Kusturica hugðist snúa baki við kvikmyndagerð. Franska kvikmyndafyrir- tækið CIBY 2000, sem fram- leiðir myndir Kusturica, til- kynnti um þessa ákvörðun leikstjórans. Hann er fæddur í Sarajevo í Bosníu, en fyrir þremur mánuðum fékk hann franskan ríkisborgararétt og býr nú í Normandí. í desem- ber sl. lýsti Kusturica því yfir að hann væri hættur kvik- myndagerð, vegna óvæginnar gagnrýni Bosníumanna og nokkurra franskra mennta- manna, sem sögðu „Neðan- jarðar“ vera áróður fyrir Serba. Hyggst Kusturica hefja tökur á nýrri mynd á næstu vikum, sem heitir „Sænski konungurinn, á hjóli sínu, á föstudagskvöldi“. Aðalhlut- verkið verður í höndum franska leikarans Daniel Auteuil, sem hlaut verðlaun á Cannes í ár sem besti karlleik- arinn fyrir frammistöðu sína í myndinni „Áttundi dagur- inn“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.