Morgunblaðið - 19.07.1996, Síða 18

Morgunblaðið - 19.07.1996, Síða 18
18 FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ VERK á sýningu Ingu Sólveigar. Inga Sólveig í Galleríi Horninu INGA Sólveig Friðjónsdóttir opnar sýningu á handmáiuðum ljósmynd- um í Galleríi Horninu, Hafnarstræti 15, laugardagir.n 20. júlí kl. 17. Sýningin ber yfirskriftina „Steinar í sterkum litum“, og vísar heitið ti! viðfangsefnisins, steina í náttúru Islands. Inga Sólveig stundaði nám við San Francisco Art Institute og útskrifað- ist þaðan 1987. Síðan hefur hún haldið fjórtán einkasýningar, bæði á íslandi og erlendis, auk þátttöku í samsýningum. Sýning Ingu Sólveigar stendur til miðvikudagsins 7. ágúst og verður opin alla daga milli kl. 11 og 23.30. Á milli kl. 12 og 18 er gengið inn um sérinngang í galleríið, en annars í gegnum veitingastaðinn Hornið. Gluggasýning í Listhúsi 39 GLUGGASÝNING í Listhúsi 39 Hafnarfírði, kynning á verkum eftir Margréti Guðmundsdóttur, grafík- listamann, stendur yfir í Listhúsi 39 Margrét lauk námi frá Grafík- deild Myndlista- og handiðaskóla íslands 1993 og hefur hún unnið við myndlist og videolist síðan. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið einkasýningar. í glugganum eru verk þau sem unnin voru í sambandi við alþjóð- lega grafíkmöppu. Listhús 39 er að Strandgötu 39, Hafnarfirði og er opið virka daga frá kl. 10-18, laugardaga kl. 12-18 og sunnudaga kl. 14-18. Einnig hefir verið opið á fimmtu- dagskvöldum til kl. 21 eins og í Hafnarborg, Listamiðstöð Hafnar- fjarðar, nú á sumarmánuðum. Olafur Arni Olafsson LISTIR Handverkssýning Koltru-hópsins HIN árlega handverkssýning Kol- tru-hópsins fer fram næstkomandi sunnudag, 21. júlí, á Núpi í Dýra- firði og til sýnis verður margt hand- verksmuna. Nú í vikunni var opnuð málverka- sýning, með myndum eftir Jón Her- mannsson. Þetta eru vatnslitamynd- ir af þekktum stöðum á Vestfjörðum og eru allar myndirnar til sölu. Samhliða handverkssýningunni Jón Hermannsson verður kaffihlað- borð og leikur Rúnar Þórisson undir á gítar. Handverks- sýningin er opin frá kl. 14-18 en málverkasýning- in er hinsvegar opin allan dag- inn, í allt sumar. Glerlist í Hornstofu í DAG verður opnuð sýning á gler- list í Homstofunni, Laufásvegi 2. Þar sýnir verk sín Sigríður Óskars- dóttir glerlistakona. Sigríður starfar sem handmenntakennari en hefur unnið við glerlist undan- farin ár. Hún hefur tekið þátt í sýningum hér heima og á Norður- löndunum. Homstofan hefur verið nýtt undanfarið til kynninga á hand- verki og handverksfólki víðsvegar af landinu vikutíma í senn. Er það nýbreytni að bjóða upp á aðstöðu þar sem handverksfólk getur setið að störfum og sýnt og selt list sína. Hornstofan er samvinnuverkefni Heimilisiðnaðarfélags íslands og Handverks reynsluverkefnis og stendur til ágústloka. Sýningunni lýkur 24. júlí og er opin daglega kl. 13-18. Verk á sýningu Sigríðar Óskarsdóttur. Morgunblaðið/ Asdís INGVI Þór Kormáksson og John Soul, höfundar Watch Out, sem hafnaði i öðru sæti í alþjóðlegri samkeppni laga- smiða í Hastings á Englandi. Annað sætið í Hastings LAG eftir Ingva Þór Kormáksson og John Soul, sem eru liðsmenn í hljómsveitinni J.J. Soul Band, hlaut önnur verðlaun í alþjóðlegri samkeppni Iagasmiða sem haldin var í Hastings á Engiandi um miðjan mánuðinn. Alls bárust um 200 lög í keppnina. J.J. Soul Band gaf út geisladisk- inn Hungry for News á síðasta ári og hlaut hann lofsamlega dóma hér á landi. Á disknum var að finna lagið Watch Out sem þeir félagar, Ingvi Þór og John, sendu í keppn- ina í Hastings. John fór utan til að þess að flytja lagið og hafði hann það eftir dómnefndarmönn- um að eftir úrslitakvöldið að erfið- lega hefði gengið hjá dómnefnd- inni að gera upp á milli sigurlags- ins, Gone With the Wind, og Watch Out og töldu þeir að tónlist J.J. Soul Band ætti góðan hljómgrunn í Bretlandi. John segir að þessi ágæti árang- ur í Hastings geti opnað margar dyr fyrir þeim félögum sem laga- smiðum í Bretlandi og víðar. Auk þess hlutu þeir félagar peninga- verðlaun. Samkeppnin fór fram í aðaltónleikasalnum í Hastings sem rúmar um 500 manns í sæti og var salurinn þéttsetinn á úrslita- kvöldið. John segir að fslendingar eigi greinilega upp á pallborðið í Englandi um þessar mundir. Gerð- ur var góður rómur að því þegar kynnirinn kynnti Watch Out sem fyrsta lagið sem berst í þessa sam- keppni frá íslandi. Fjölmiðlar á staðnum tóku viðtöl við John, sem hefur verið búsettur á íslandi í ljölda ára og býr með íslenskri konu. Gunnar Dal með sína fyrstu myndlistarsýningu Ný stefna í myndlist Hveragerði. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Aldís GUNNAR Dal segir að vaxtarbroddur heimslistarinnar sé í Hveragerði. Margrét Guðmundsóttir grafík-listamaður. Gjömingur íporti ÓLAFUR Árni Ólafsson mynd- listarnemi verður með gjörning í porti Nýlistasafnsins við Vatns- stíg 3b í kvöld kl. 22. Ásamt Ól- afi munu Freyr Eyjólfsson, Hlín Gylfadóttir, Sigurður Ingvarsson og Anna Júlía Friðbjörnsdóttir taka þátt í gjörningnum. ----♦ ♦ ♦-- Jass á Jóm- frúartorgi JASSTÓNLEIKAR smurbrauðs- veitingahússins Jómfrúarinnar verða á Jómfrúartorginu, bakvið Lækjargötu 4, kl. 16 á laugardag. Verði veður válynd verða tónleik- amir haldnir innandyra. GUNNAR Dal hefur hingað til ver- ið þekktur fyrir annað en afrek sin á myndlistarsviðinu en nú kemur hann öllum á óvart og hefur opnað sýningu á myndverkum í Eden, Hveragerði. Á sýningunni eru 14 verk máluð með olíu á striga og eru þau öll til sölu. Yfirskrift sýningarinnar er „Borgarlist; ný stefna í myndlist". Vísar heitið til þess að á sýning- unni kehnur Gunnar Dal fram með alveg nýjan, áður óþekktan, stíl sem hann kýs að kalla „Borgarlist". Fréttaritari Morgunblaðsins kom við í Eden opnunardag sýningarinn- ar og ræddi við Gunnar Dal og Indriða G. Þorsteinsson sem átti hugmyndina að nafni hins nýja stíls. Þeir Indriði og Gunnar, ásamt fleiri mætum mönnum, hafa undanfarin ár ávallt mætt í morgunkaffí til Braga í Eden. Þar fara fram miklar umræður um landsins gagn og nauðsynjar, en ekkert er þeim félög- um óviðkomandi. Það var yfir kaffibollunum einn morguninn sem Indriði kom með eftirfarandi skilgreiningu á „Borg- arlist“. „Borgarlist" er afsprengi natúral- og abstraktlistar. í „Borg- arlist" renna þessar tvær iistastefn- ur saman og mynda heild sem um leið verður í viðráðanlegu og skilj- anlegu formi. Borgarlist byggist á grunnhugmyndinni um mikið þétt- býli, mannmergð og nábýli." Sama fyrirbærið Gunnar Dal gefur lítið út á það hversvegna hann hóf allt í einu að mála. „Það þýðir lítið að spyija hversvegna. Líf og list er sama fyr- irbærið. Maður sem dáist að lífs- undrinu reynir að túlka þessa að- dáun sína hvort sem er í sögu, leik- list, ljóði eða mynd.“ Gunnar Dal vill ekki skilgreina myndverk sín eða Ijá þeim merk- ingu. „Maðurinn sem fann upp Kúbismann og þeir sem skilgreindu hann, skildu aldrei hver annan. Þegar listmálari gerist heimspek- ingur og fer að mála til að koma boðskap til heimsbyggðarinnar þá er hann búinn að troða boðskap í myndlist og þar með eyðileggja hana. Oft eru listamenn að reyna að skapa nýjan heim, nýjan mann. í nútímanum búa jafn miklir hæfí- leikar og á öðrum tímum en þeir fá ekki notið sín vegna þess að ráðamenn í skólum og gagnrýnend- ur, hafa krafist þess að menn máli eftir forskrift. Þar með er tilgangur- inn orðinn óviðkomandi listinni. Á þennan hátt tekst valdtekjumönn- um að spilla góðum efnum. Frjálsi sköpunarkrafturinn fær ekki notið sín, en sköpunin verður alltaf að fá að vera frjáls.“ Þegar Gunnar er spurður að því hversvegna hann valdi einmitt Hveragerði sem sinn fyrsta sýning- arstað svarar hann því til að í sínum huga sé vaxtarbroddur heimslistar- innar einmitt í Hveragerði, þar sé sköpuð fegurð hvern dag. Gunnar hefur dvalið í Hveragerði undanfarin 18 sumur og er því nátengdur staðnum. Sumir íbúar bæjarins líta á Gunar Dal sem hinn eina sanna vorboða, því þegar hann fer að sjást á gangi þá sé sumarið á næsta leiti. í Hveragerði hefur Gunnar ritað sín helstu verk og nú málað þessar myndir. Eins og áður sagði eru 14 mynd- ir á sýningunni, af þeim falla 4 myndir undir hinn nýja stíl: „Borg- arlist". Aðrar eru, eins og þeir fé- lagar komust að orði, semífígúratív- ar, eða tilheyra bláu períódunni. Sýningin í Eden hófst þann 16. júlí en henni lýkur þriðjudaginn 29. júlí.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.