Morgunblaðið - 19.07.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.07.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1996 19 LISTIR AÐSEIMDAR GREIIMAR Gestir og byrjendur MYNPLIST Hafnarborg/Listhús 39/Við Hamarinn MÁLVERK/GRAFÍK/ MÁLVERK Arthur A’Avramenko/Páll Heimir Pálsson/Ólöf Kjar- an og Berglind Svavars- dóttir Hafnarborg: Opið kl. 12-18 alla daga nema þriðjud. til 29. júlí; aðgangur 200 kr. Listhús 39: Opið kl. 13-18 mánud.- laugard. og kl. 14-18 sunnud. til 22. júlí; aðgangur ókeypis. þungamiðja verkanna, sem þetta kemur fram, og má m.a. benda til mynda nr. 4, 10 og 22 sem dæmi um þetta; jafnvel innimyndirnar (sbr. nr. 22) bera með sér þennan birtu- heim Turners. Listamaðurinn hefur hér kosið að vinna mikið með sterka bláa og rauða liti, og nær á stundum fram sterku jafnvægi, þó stutt sé í að hann fari yfir strikið í öðrum. Hér ber hæst mikla sköpunargleði, sem skilar sér til áhorfandans; slík gleði hlýtur ávallt að vera helsta forsendan fyrir árangri í starfi, og skilar A’Avram- enko örugglega drjúga leið í hinu nýja föðurlandi. Þetta er kröftug sýning góðs gests, sem vert er að minna á. Rangfærslum um hljóðvist Kirkjusands svarað Við Hamarínn: Opið kl. 14-18 um helgar til 28. júlí; aðgangur ókeypis. í SÝNINGARSÖLUM Hafnar- fjarðar standa nú yfir sýningar sem fylgja þeim hefðum sem hafa verið að myndast síðustu sumur. í Hafnar- borg sýnir erlendur listamaður sem vann á síðasta ári í Listamiðstöðinni í Straumi og er nú kominn aftur með þau listaverk, sem þá urðu til. í minni sölunum eru hins vegar uppi sýning- ar á verkum þeirra sem eru að hefja sinn feril; þetta er fólk sem útskrifað- ist frá MHÍ á nýliðnu vori, og leitast nú við að koma verkum sínum á framfæri á persónulegri vettvangi en útskriftarsýning skólans býður upp á. Þessir litlu salir henta vel til þessa, en í slíkum sýningum felst þó óneitanlega ætíð nokkur endur- tekning. Arthur A’Avramenko Þessi gestur er að sönnu afurð þeirra breytinga, sem orði hafa í Evrópu undangengin áratug: Ukra- ínumaður, sem hlaut sína menntun og hóf sinn listferil innan Sovétríkj- anna, en hann hélt sína fyrstu sýn- ingu í Poltava árið 1968. Það virðist svo, eftir að hann flytur til Danmerk- ur 1992, sem list hans fari að blómstra, og síðustu ár hefur hann haldið fjölda sýninga þar. A’Avramenko kom fyrst til íslands 1994 en dvaldi hér um lengri tíma á síðasta ári sem gestur í Straumi, og má með nokkrum rétti líta á þessa sýningu í Hafnarborg sem þakkar- gjörð fyrir þá gestrisni. Hann sýnir hér rúmlega tuttugu olíumálverk, flest stór og mörg átakamikil. í þessum expressionísku myndum hans tekur gesturinn fyrst eftir mikli flæði ljóss og lita, þar sem veðrabrigði virðast öðru fremur ráða þeirri hrynjandi, sem verður til í flet- inum. Flest eru verkin vakin af nátt- úrusýn eða staðarlýsingum, en eftir sitja aðeins óljósar tilvísanir, þar sem sjónhrifin hafa tekið yfir myndgerð- ina. Segja má að hér kenni ýmissa áhrifa, en svo virðist sem gengið sé í smiðjur listasögunnar, m.a. til Turn- ers og þýsku expressionistanna. Það er einkum í djörfung litanna og þeirri innri birtu, sem oftar en ekki er Páll Heimir Pálsson Páll Heimir útskrifaðist úr grafík- deild MHÍ, og átti eina áhugaverð- ustu uppsetninguna úr þeirri deild á útskriftarsýningunni í vor. Þar vann hann út frá listasögunni og gerði málmplötuna sjálfa að þungamiðju framlagsins, en þetta endurtekur hann hér. Nú kynnir hann sig hins vegar sem tvískiptan persónuleika, og skiptir reyndar einnig þessum litla sal. „Maðurinn í svörtu” setur upp „Óspillta fullkomnun" bak við mikla grisju, sem klýfur salinn; þarna eru á ferðinni plötur af mynd Michelang- elo af Davíð, settar upp á sama hátt og fyrr. Páll Heimir setur sjálfur upp „Ljóð um hamingju” í opna rýminu, og enn er það platan sjálf sem er í fyrirrúmi, en ekki hin þrykkta mynd. Þessi verk ná vonandi til fleiri með þessum hætti, þó endurtekningar séu ætíð nokkuð leiðigjarnar í listinni sem á öðrum vettvangi. Ólöf Kjaran og Berglind Svavarsdóttir Þær stöllur luku einnig námi frá MHÍ í vor, en í málun. Þær eru hér sem miðhlutinn í hóp sem sýnir í salnum Við Hamarinn í sumar og kallar sig „Sex í list“, en þessar sýn- ingar eru aðeins opnar um helgar. Báðar sýna þær hér lokaverkefni sín við skólann, en bæta nokkru við. Berglind sýnir tólf verk unnin með blandaðri tækni á striga og grisju, þar sem lím, sandur, pappír og önnur aðskotaefni bregða daufum blæ á flötinn; þetta minnir fremur á um- hverfislist en málverk, og vísar til þess viðkvæma jafnvægis, sem er allt um kring. Ólöf vinnur með hefðbundnari miðla, en hún sýnir hér yfir fimmtíu smáar myndir sem ýmist eru unnar með olíu, tússi eða vatnslitum. Konan er meginviðfangsefnið, og þá fyrst og fremst með formlegum hætti; kvenlíkaminn er tekinn fyrir með breiðum línum, grófum formum og í knöppu rúmi, sem nær að sýna fram á gott flæði í þeirri heildarmynd sem listakonan leitar eftir. Þessi liðlega meðferð gæti vissulega verið ávísun á frekari afrek þegar fram líða stund- ir. Eiríkur Þorláksson Ásdís og Jón í Grindavíkurkirkju ÁSDÍS Arnardóttir sellóleikari og Jón Sigurðsson píanóleikari koma fram á Sumartónleikum í Grindavík- urkirkju á sunnudag, 21. júlí, kl. 17. Á efnisskrá verða verk eftir Bach, Beethoven, Jón Nordal, Ravel og Piazzolla. Jón Sigurðsson hefur lært píanó- leik hjá Helgu Laxness og Halldóri Haraldssyni í Reykjavík, Eriku Ha- ase í Hannover í Þýskalandi og Caio Pagano í Phoenix í Bandaríkjunum og hefur haldið tónleika á Islandi og í Bandaríkjunum. Ásdís Arnardóttir nam sellóleik hjá George Neikrug í Boston í Banda- ríkjunum, Richard Talkowsky í Barc- elona á Spáni og Gunnari Kvaran í Reykjavík. Hún hefur haldið tónleika í Bandaríkjunum og á Spáni. Ásdís og Jón léku saman er þau voru við nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Síðastliðinn vetur hófu þau samstarf á ný en þau starfa bæði í Reykjavík við kennslu og spila- mennsku. Aðgangseyrir er kr. 500, fyrir 15 ára og eldri. r REYNT hefur verið að gera mikið mál út af hljóðvist fyrirhugaðra fjöl- býlishúsa við Kirkjusand og af- greiðslu Reykjavíkurborgar á því máli. Sökum mjög villandi upplýs- inga einkum frá Guðrúnu Jónsdóttur arkitekt, sem greinilega vílar ekki fyrir sér að fara viljandi með rangt mál, tel ég nauðsynlegt að geta um nokkrar staðreyndir í máli þessu. Hljóðvistarhönnun Kirkjusands Við hönnun húsa á Kirkjusandi 1-5 hefur frá upphafi verið haft í huga að leysa hljóðvist, bæði innan húss og utan, á sem best- an hátt. Munu það vera fyrstu húsin, þar sem það er gert. Benda má á mörg hús í bygg- ingu við jafnmiklar eða meiri umferðaræðar, þar sem ekkert eða mjög óverulegt hefur verið gert til þess að taka á þessu máli. Til þess að skýra í afar stuttu og nokkuð einfölduðu máli aðgerðir þær sem viðhafðar eru er meðfylgjandi mynd. Afgreiðsla Skipulagsnefndar Reykjavíkur Hús þessi eru afgreidd í skipulagsnefnd Reykjavíkur á fundi nefndarinnar 24.3. 1996. Bókun nefndarinnar er svo- hljóðandi: „130.96 Laugarnesvegur 89, kynning. Lögð fram að nýju tillaga Helga Hjálmarssonar arkitekts, að upp- byggingu á lóðinni nr. 89 við Laugarnesveg. Ennfremur bréf hönnuðar, dags. 22.3. '96, ogbréf hönnuðar og Steindórs Guð- mundssonar, verkfræðings, dags. 21.3. '96, og bréf Reynis Vil- hjálmssonar, landslagsarkitekts, dags. 16.3. '96. Skipulagsnefnd samþykkir erindið, enda verði við byggingu húsanna viðhafðar nauðsyn- legar sértækar aðgerðir vegna hljóð- vistar, sbr. bréf Helga Hjálmarssonar og Steindórs Guðmundssonar, dags. 21.3. ’96. “ Þannig er málið samþykkt ein- róma, m.a. af Guðrúnu Jónsdóttur. Ástæður tafa við framkvæmd Málið er síðan lagt fyrir bygginga- nefnd Reykjavíkurborgar 24.4. og er þá frestað, þar sem uppgötvast að ekki er enn farið að óska eftir breyttri landnotkun við Skipulags- nefnd ríkisins, sem samþykkt var samhljóða að gera í borgarráði 6. febrúar. Samkvæmt lögum er 8 vikna kynningarfrestur á slíkri beiðni og komst kynning ekki út fyrr en um rniðjan maí og rann frestur út 4. júlí sl. Stöðug hávaðaaukning síðustu ár Hávaði hefur stöðugt aukist á undanförnum árum, einkum vegna umferðar, en einnig innanhúss vegna tölvu, leiktækja, sjónvarps o.fl. Al- mennt má segja að hús hafi ekki verið hönnuð með tilliti til hljóðs, nema að mjög óverulegu leyti. Hvorki hefur verið hugsað um umhverfis- Sökum mjög villandi upplýsinga um hljóðvist fyrirhugaðra fjölbýlis- húsa við Kirkjusand tel- ur Ármann Örn Ár- mannsson nauðsynlegt að geta um nokkrar staðreyndir í málinu. Til Skipulagsnefndar Reykjavfkur Borgartúni 3 105 Reykjavík Reykjavik 21.03.1996 Varöar hþóðvist Kirkjusandsbyggöar. Á fundi Slapulagsnefndar 18.03. s.l. var eríndinu um uppbyggingu á Kirkjusandi (Goöalóð) frestaö og faríð fram á skilgreiningu á hljóövist lóðar og íbóða. Á fundi nefndarínnar 11.03. s.l. var málið tekið fyrir og kynnt og því fylgdi þ skýrsla Steindórs Guðmundssonar um hljóðvist dags 05.03.1996. 1 skyrslu Steindórs kemur fram aö lóðin og þrjár neðstu hatðimar fullnæg hljóðvistargildum en til þess að reglugeröarkxöfum um 30 db hljóðgildi í (búðun ofan þriðju hatðar só fullnægt, segir Steindór að gera þurfi eftirtaldar ráðstafanir: 1. Tvðfalt gler skal vera í gluggum og skal annað glerið vera tvðfalt (laggler) 2 mm plastefni (4/2/4 + 12 + 4 mm gefur 38 db). 2. Tryggja skal hljóðdeyfða innloftun í Ibúðimar með sérstðkum búnaði, sem annað hvort er innbyggður í glugga eða veggi. fbúðimar geu notið fersklofts þegar gluggar eru lokaðir og 30 db hljóðvistargildi innandyra er tryggt. Á þessu stigi hðnnunar hefur ekki veriö ákveðið hvaða leið verður farin f þessu efni, en sérteikningar og verklýsing, sem tryggir að ofangreindura skilyrðum verði nið, verður lögð fyrir byggingafulltnla þcgar þar að kemur eins og Iðg gera ráð fyrir. Ég venti þess að háttvirt sldpulagsnefnd telji þessar skýringar fullnatgjandi og geti fyrir sitt leyli samþykkt erindið. ■.'ySi— 1 Helgi Hj^marsson arkitekt UndirriUður Steindór Guðmundsson vcrkfrrðingur hjá Rannsóknarstofnun bygginjariðnabarins er samþykkur framangreindum ráöstðfunum sem fullnægjandi. Steindór Guðmundsson vcrkfræðingur BRÉF það sem sent var skipulagsnefnd Reykjavíkur 24. mars 1996. hljóð né hljóð milli húsa í raðhúsum. Þegar í óefni er komið er því kennt um hvar viðkomandi hús stendur í umhverfinu, en ekki því að ekki var hugsað fyrir umhverfishávaða í upp- hafi. Hljóð hefur mikil áhrif á heilsu og vellíðan fólks. Nú eykst umferð stöðugt með tilheyrandi áreitisaukn- ingu. Þá fer fólk að veita þessu at- hygli, en þá er því miður oftast mik- ill kostnaður því fylgjandi að ráða bót á vandamálinu og ekki sömu möguleikar og ef því hefði verið veitt athygli í upphafi. Það sem skiptir máli er að verjast umferðarhávaða frá upphafi og taka það með í skipulagningu nýrra húsa. Það þekkjunr við lítið á íslandi og því er eðlilegt að fólk verði gagnrýn- ið á nýjar íbúðir á svæðum þar sem umferð er mikil. Rangfærslur Guðrúnar Jónsdóttur Guðrún Jónsdóttir er arkitekt og á sæti í Skipulagsnefnd og er fyrrum forstöðumaður Borgarskipulags. Hún ber því verulega ábyrgð á því sem hún segir. Guðrún Jónsdóttir, sem samþykkt hefur þetta erindi án athugasemda, fer vísvitandi með ós- annindi í þessu máli, í nokkrum atrið- um, amk. Þar má m.a. nefna að hún fullyrðir að Ármannsfell hf. segi að byggingarnar eigi ekki að lúta regl- um um nýja byggð. Ármannsfell er enginn umsagnaraðili um það fremur en Guðrún Jónsdóttir. Embætti Skipulagsstjóra ríkisins lætur í bréfi til Borgarskipulags Reykjavíkur 10.7. sl. í ljós það álit að auglýst breyting á aðalskipulagi geti fallið undir skilgreininguna „endurnýjun byggðar sem fyrir er“. Tal Guðrúnar um geysileg frávik frá byggingar- reglugerð eru ósannindi af ómerki- legustu gerð, til þess eins fallin að skaða fyrirtækið Ármannsfell hf. - Ennfremur leyfir Guðrún sér að túlka skýrslu Steindórs Guðmundssonar hljóðverkfr., sem við lögðum inn til Borgar- skipulags, en hún segist ekki hafa séð, á þann veg að bæði er villandi og farið með rangt mál. Hún segir að í skýrslunni komi fram að hávaði við húsin sé langt yfir þeim mörkum sem sett voru í reglugerð. Sá maður sem var aðaihöfundur þessarar reglu- gerðar, Steindór Guðmundsson hljóðverkfræðingur á Rannsókn- arstofnun byggingariðnaðarins, túlkar sjálfur skýrslu sína á þann hátt, að hann telji fyrirhugaðar aðgerðir' fullnægjandi. Guðrún fullyrðir að útreikningar annarra verkfræðinga séu á svipuðum nótum og Almennu verkfræði- stofunnar. Þar enn og aftur fer hún vísvitandi með rangt mál, m.a. gerir Almenna verkfræði- stofan ráð fyrir 80 km hraða, en löglegur hraði er 60 km og fást þar verulega önnur gildi. „Hinn gagnrýnandinn” Vera Guðmundsdóttir líffræð- ingur hefur fundið hjá sér hvöt til þess að láta þetta má! til sín taka. Birtir hún síðustu grein sína í Mbl. í gær. Greinin er full af rang- færslum og grófum árásum, sem eg ætla í sjálfu sér ekki að elta ólar við, en vil benda Veru á að varðandi byggingu Ásholts giltu í fyrsta lagi allt aðrar reglugerðir og í öðru lagi er um allt annan hávaða þar að ræða, því þar er um hverfisumferð að ræða. Fullyrðingum um að fólk hafi reynt að selja íbúðir sínar þar vegna há- vaða vísa eg á bug sem rakalausum ósannindum. Samkvæmt upplýsing- um fasteignasala koma íbúðir í þess- ari byggð sjaldan í sölu og seljast yfirleitt jafnharðan, þar sem um eitt vinsælasta sambýlishús borgarinnar er að ræða. Oðru í grein Veru mun eg ekki hirða um að svara. Niðurstöður hljóðfræðisérfræð- inga eru þær, að mikilvægast sé fyr- ir íbúa húsa í borginni að svara kröf- um um 30dB(A) jafngildishávaðastig yfir einn sólahring í ibúð og kröf- unni um 55 dB(A) jafngildishávaða- stig yfir einn sólarhring á útivistar- svæðum, sem tryggja má með hljóð- tæknilegum aðgei'ðum. Þessu ar alls staðar náð á Kirkjusandi 1-5. Höfundur er framkvæmdastjóri Ármannsfells lif.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.