Morgunblaðið - 19.07.1996, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 19.07.1996, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ1996 21 þætti ástæða til að vernda húsið, þar sem Laugarnes væri eitt elsta lögbýli innan borgarmarka Reykja- víkur og eina bæjarhúsið sem stæði á slíku lögbýli (bréf dags. 9. jan. 1986). Þór taldi þó ranglega að húsið væri frá fyrstu árum þessarar ald- ar. Það var byggt árið 1885 og var því liðlega aldar gamalt þegar það var rifið. Því miður gerðu starfs- menn Árbæjarsafns einnig þá skyssu að teíja hús íslandsfélagsins yngri en þau eru, þegar borgaryfir- völd leituðu til safnsins um umsögn þess í vor. Þar eru þau sögð vera frá árinu 1915. Brunavirðingar í húsadeild safnsins sýna svo ekki verður um villst rétt byggingarár þeirra. Hins vegar viðurkenndi Margrét Hallgrímsdóttir borgar- minjavörður í sjónvarpsviðtali snemma í sumar, að vissulega væri menningarsögulegt gildi þeirra nokkurt. Samt sem áður lagðist safnið því miður ekki gegn því að húsin yrðu rifin. Nú er verið að rita sögu Laugar- ness, meðal annars með tilstyrk borgarinnar. Það verk kemur von- andi út á næsta ári, og leitt væri, ef siðasta gamla húsið á sögusvið- inu yrði þá horfið. Ekki er þó öll von úti enn. Borgaryfirvöld eiga eftir að ákveða endanlega hvað leyft verður að gera á þessum byggingarlóðum. Margir þeir sem sitja í núverandi meirihluta borgar- stjórnar voru til skamms tíma ákaf- lega áhugasamir um vernd gamalla húsa og annarra menja um horfna tíð. Vonandi rifjast nú upp fyrir þeim hvaða skoðanir þeir höfðu í slíkum málum áður. Höfundur er blaðamaður. pólitísk ákvörðun að staðsetja Landmælingar íslands í Reykjavík á sínum tíma. Á sama hátt og ákveðið var að staðsetja Fiskistofu, sem þó var ný stofnun, í Reykjavík fyrir örfáum árum. Á sama hátt og ákveðið var að staðsetja Rann- sóknastofnun landbúnaðarins (af öllum stofnunum) í Reykjavík á sínum tíma. Og á sama hátt og ákveðið hefur verið að staðsetja á milli tvö og þrjúhundruð opinberar stofnanir í Reykjavík. Eini munur- inn á þessari pólitísku ákvörðun nú, í samanburði við hinar, er sú að hún er í samræmi við þá pólitík, sem allir flokkar segjast stefna að á hátíðarstundum, en enginn fer eftir, nema fáeinir djarfhuga stjórnmálamenn, sem kippa sér ekki upp við þær aurslettur, sem yfir þá eru látnar ganga af þessu tilefni. Byggðaþróun er áhyggjuefni Þróun byggðar landsins undan- farna áratugi er mörgum eðlilega áhyggjuefni. Hún skapast af tvennu. Annars vegar af eðlilegri þéttbýlismyndun, sem ber að fagna og ætti að mínu mati að skila sér í fjórum til sex sterkum byggða- kjömum dreifðum um landið. Þess- ir staðir gætu veitt fólki og atvinnu- lífi sambærilega þjónustu og þann- ig varnað því að Island skiptist al- farið í borgríki annars vegar og í verbúðir hins vegar. Hins vegar skapast þróun byggðar af þeirri ótrúlegu samheldni stjómmála- manna, - þrátt fyrir stefnu stjórn- málaflokka um annað og tiltölulega marga fulltrúa landsbyggðarinnar á Alþingi - að ætla öllum störfum á vegum ríkisins stað í Reykjavík. Ákvörðun Guðmundar Bjarnasonar um að flytja Landmælingar ríkisins til Akraness er í samræmi við ný- legt nefndarálit og í samræmi við þá stefnu íslenskra stjórnmála- flokka, sem kynnt er á tyllidögum. Þau rök sem að baki henni búa eru a.m.k. jafngild öðrum rökum sem fram hafa komið. Því ber að fagna henni. Guðmundur Bjarnason hefur minn fulla stuðning í þessu máli. Höfundur er formaður rækju- og hörpudiskframleiðenda. AÐSENDAR GREINAR Nei-þýðir-já-lögmálið ... ærnar renna eina ÞAÐ liggur í sjálfu eðli allra mannrétt- indasamtaka, eins ög t.d. Amnesty, að þau hljóti að draga að sér hræsnara, enda gera þau það. Vafalaust er erfitt að halda þeim frá. Þessi samtök voru þau fyrstu sem í al- vöru tóku að gagn- rýna ástand mann- réttindamála í komm- únistaríkjunum og voru því sjálfkrafa stimpluð „hægri sinn- uð“ af vinstra fólki í upphafi. En það er eitt höfuðeinkenni allra hræsnara, hvað þeir eru hugfangnir af falleg- um orðum og sjálft orðið „mann- réttindabarátta" var einfaldlega ómótstæðilegt, enda gafst óvíða betra tækifæri til að setja sjálfan sig á háan hest, fordæma og vand- lætast. Því leið ekki á löngu, áður en mjög fór að bera á vinstra fólki innan þessara samtaka. Náði það öllum völdum um skeið og hóf þá m.a. herferð fyrir málstað dæmdra morðingja í bandarískum fangels- um. Nú má ekki skilja orð mín svo, að ég sé að fordæma Amnesty. Enginn vafi er á að samtökin hafa unnið gott starf og ekki má dæma þau sem heild út frá athöfnum einstaklinga. Vinstri menn eru nú ekki jafn áberandi og áður og margir, kannski flestir, sem starfa innan þessara samtaka hafa ör- ugglega aldrei lagt fjarlægum harðstjórnum lið. Nei-þýðir-já-lömálið segir að menn fordæmi það ávallt harðast í orði sem þeir styðja afdráttar- lausast á borði. Það er ágæt stað- festing þessu lögmáli að hver sá sem því nennir getur grafið upp skjalfestar heimildir um vinstra fólk sem starfað hefur með Amn- esty en hefur einnig .starfað í sér- stökum „vináttufélögum“ við ýms- ar grimmúðlegustu harðstjórnir aldarinnar, sumir samtímis starfi með Amnesty, svo merki- legt — og vemmilegt — sem það nú er. Lýðræðið „Lýðræði" er eins og „mannréttindi“ eitt af þessum fallegu orð- um sem vinstri menn endurtaka ótt og títt án þess að botna upp né niður í því hvað í orðinu felst. í meg- inatriðum felur það í sér að meirihluti kjós- enda eigi að ráða. „Fái þjóðirnar að kjósa milli kúgunar og stjórnleys- is, velja þær alltaf harðstjórann," sagði Aristóteles fyrir margt löngu. í mörgum löndum er „lýð- ræði“ einungis annað orð fyrir aðgerðarleysi, spillingu og upp- lausn og það er alls ekki sjálfgefið að almenningur kjósi lýðræði, fái hann að velja. í Weimar-lýðveldinu höfðu andstæðingar lýðræðis, kommúnistar og nasistar, t.d. meirihluta atkvæða samanlagt. í Alsír reyndi herforingjastjórn að halda lýðræðislegar kosningar, en þá kom i ljós að yfirgnæfandi meirihluti þegnanna hugðist kjósa andstæðinga lýðræðis sem einnig vilja afnema flest það sem við nefnum grundvallarmannréttindi að fyrirmynd Khomeinis. Hætt var við kosningarnar og eru „mannréttindafrömuðir" síðan með böggum Hildar út af öllu saman. Hvert eiga þeir að snúa sér með vandlætingu sína og for- dæmingu? Eiga þeir að býsnast út í herforingjana sem vilja í aðal- atriðum koma á vestrænum gild- um, svipað og íranskeisari á sín- um tíma, eða á að fárast út í lýð- ræðislegan vilja kjósenda sem vilja afnema allt sem heitir lýð- ræði og mannréttindi? Lítill vafi er á að Khomeini naut stuðnings yfirgnæfandi meirihluta þegna sinna. Sama má segja um Vinstri menn taka ósjálfrátt, segir Vilhjálmur Eyþórsson í þessari þriðju grein af fjórum, afstöðu gegn hagsmunum Vesturlanda. Þýskaland Hitlers, Rússland Stal- íns eða Norður-Kóreu undir Kim II Sung. En voru þessar stjórnir „lýðræðislegar?“ Svarið hlýtur að vera neitandi. Hitler var, eins og prestar þjóðkirkjunnar, lýðræðis- Íega kosinn einu sinni. Síðan sátu menn uppi með hann. Frjálsar kosningar voru ekki tíðkaðar í þeim ríkjum sem ég nefndi, né heldur ríkti tjáningar- frelsi. Án tjáningarfrelsis er lýð- ræði óhugsandi, jafnvel þótt þess- ar stjórnir og fleiri slíkar hafi ör- ugglega fullnægt því skilyrði að hafa stuðning meirihluta þegn- anna. Mjög margt fleira mætti segja um þetta, en stjórnarformið og hugtakið „lýðræði“ er miklu flókn- ara en svo að unnt sé að gera því sæmileg skil í stuttu máli. Orðið hentar hins vegar ágætlega til að slá um sig með því. Mannréttindin Eins og lýðræðið eru mannrétt- indin vissulega afstæð, eins og einhver sagði. Svipað gildir reynd- ar um fátæktina. Sá einn er kúg- aður eða fátækur sem sjálfur telur sig vera það. Svo einfalt dæmi sé tekið telja munkar sig hvorki kúgaða né fá- tæka, þótt þeir séu í klaustrum sínum sviptir flestum mannrétt- indum og lífsgæðum. Fólk í frum- stæðum þjóðflokkum, sem býr fjarri siðmenningunni er fullsátt við hlutskipti sitt þótt Vestur- Vilhjálmur Eyþórsson landabúum þyki þar ríkja kúgun og fátækt. Svipað gildir um konur í löndum Múslima. Þær telja sig langflestar alls ekki vera kúgaðar. Má benda á að margir hörðustu stuðnings- manna Khomeinis erkiklerks á sín- um tíma voru konur og meðal þeirra mátti finna konur menntað- ar í fijálslyndum háskólum á Vesturlöndum. Keisarinn vann sér það m.a. til óhelgi að svipta konur blæjunni og reyna að koma á vestrænum lifnaðarháttum og gildismati í landi sínu. Við andstæðinga beitti hann þó hefðbundum aðferðum í þessum heinishluta. í klóm SAVAK, lögreglu hans, lentu ann- ars vegar kommúnistar og hins vegar bókstafstrúarmenn af gerð Khomeinis. Vinstri menn taka alltaf og ósjálfrátt afstöðu sem er andstæð hagsmunum Vesturlanda. Því studdu þeir stjórnarandstæðinga af alefli, að sjálfsögðu undir for- merkjum „lýðræðis“ og „mann- réttinda", þótt það væri alltaf deg- inum ljósara hvaða stefnu and- ' stæðingar keisarans fylgdu og við hveiju mætti búast, næðu þeir völdum. Klerkarnir náðu svo völdunum að lokum, við mikinn fögnuð mannvina víðsvegar. Síðan þeir tóku við, hefur „lýðræðis"- og „mannréttindabaráttu“ vinstri manna gegn íransstjórn alveg linnt. Vandlætingarhrópin heyrast ekki lengur. Þar ríkir þögnin ein. Ég held að það væri athugandi fyrir „mannréttindafrömuði" utan og innan Amnesty að kynna sér betur málstað þeirra sem gerðir eru að píslarvottum. Khomeini sjálfur lenti sem „ofsóttur trúar- leiðtogi“ um skeið á listum Amn- esty ásamt fjölmörgum áhangend- um sínum, væntanlega fyrir „lýð- ræðis“- og „mannréttindabaráttu" sína. Ef dæma má af reynslunni frá íran mætti reikna með, að þeir Lenin, Stalin og Hitler hefðu orðið „samviskufangar" á vegum Amn- esty. Þeir voru nefnilega allir fangels- aðir fyrir skoðanir sínar. Höfundur ritstjóri. Glæsileg gjafamappa með frímerkjum sem gefin eru út í tilefni Ólympíuleikanna í Atlanta 1996. Tilvalin gjöf og einstakur minjagripur. Fróðleiksmolar um þátttöku (slendinga í Ólympíuleikunum frá upphafi til þessa dags. Mappan fæst á póst- og símstöðvum um land allt og með pöntun frá Frímerkjasölunni og kostar aðeins 200 kr. \ Pósthólf 8445,128 Reykjavík, sími 550 6054, fax 550 6059 Intemet: http://www.simi.is/postphiI/

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.