Morgunblaðið - 19.07.1996, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 19.07.1996, Qupperneq 26
26 FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Sonur minn og bróðir okkar, KRISTJÁN BREIÐFJÖRÐ BJÖRNSSOIM, Faxabraut18, Keflavík, lést í Borgarspítalanum þann 17. júlí. Unnur Sturlaugsdóttir og börn. t Sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HRINGUR JÓHANNESSON listmálari, lést í Landspítalanum 17. júlí. Bryndis Halldóra Bjartmarsdóttir, Dögg Hringsdóttir, Heiða Hringsdóttir, Hrafn Hringsson, Þorri Hringsson, tengdabörn og barnabörn. t ASLAUGJOHANSEN, Austurbrún 6, Reykjavík, andaðist í Landspítalanum aðfaranótt 17. júlí. F.h. aðstandenda, Dagmar Svala Runólfsdóttir, Guðjón Sigurbergsson. t Ástkær fósturmóðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG KRISTINSDÓTTIR, Seljahlíð, áður Hofteigi 8, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju mánudaginn 22. júlí kl. 13.30. Bergljót Guðbj. Einarsdóttir, Rútur Kjartan Eggertsson, Gunnar Þór Guðmundsson, Inga Heiða Heimisdóttir, Eggert Sæmundur Rútsson, Birkir Rútsson, Kjartan Berg Rútsson, Kristján Rútur Gunnarsson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RAGNAR VALDIMARSSON, Brunngötu 3, Hólmavík, verður jarðsunginn frá Hólmavíkurkirkju laugardaginn 20. júlí kl. 11.00. Þuri'ður Guðmundsdóttir, Valdís Ragnarsdóttir, Aðalheiður Ragnarsdóttir, Unnar Ragnarsson, Vigdis Ragnarsdóttir, Jónas Ragnarsson, Baldur Ragnarsson, Guðmunda Ragnarsdóttir, Ragnar Ölver Ragnarsson, Sigurbjörn Ragnarsson, Karl Loftsson, Sigurður Vilhjálmsson, Þorbjörg Stefánsdóttir, Alma Brynjólfsdóttir, Þorgerður Fossdal, Sunna VermuKdsdóttir, Friðgerð Jensen, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar og móður okkar, ÞORBJARGAR SIGRÍÐAR GÍSLADÓTTUR, Víkurnesi, Mývatnssveit. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar og starfsfólki Heimahlynningar, Akureyri. Jón Árni Sigfússon, Sigríður Jónsdóttir, Sólveig Jónsdóttir, Erna Jónsdóttir, Gisli Rafn Jónsson og fjölskyldur. SIGRÍÐUR THORODDSEN + Sigríður Thor- oddsen fæddist í Reykjavík 7. júní 1903. Hún lést á Landspítalanum 11. júli síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkj- unni 18. júlí. Sigríði Thoroddsen hitti ég fyrst árið 1989 þegar ég kynntist Tómasi dóttursyni hennar. Ég man ég hafði ekki staldrað lengi við á Tómasarhaganum þegar við fórum að spjalla saman um gamla tíma, hún spurði mig út í fjölskyldu mína og ég reyndi að svara eftir bestu getu. Hún sagði mér frá mínu fólki og sínu sem hún mundi svo vel eftir í gömlu Reykja- vík og ég man hvað mér þótti gam- an að finna hve stolt hún var af þvi að vera Reykvíkingur enda var hún tengd borginni sterkum böndum. Tómas Jónsson eigin- maður hennar var borgarlögmaður og bróðir hennar, Gunnar, borgarstjóri. Hún sagði mér frá bernsku sinni við Tjörnina þar sem þau systkinin léku sér á skautum fyrir framan æskuheimili hennar við Fríkirkju- veginn, árum sínum í menntaskólanum sem því miður urðu of fá vegna veikinda, ferða- lögum sínum um iandið á hræðileg- um vegum í vondum bílum og sigl- ingum með Gullfossi. Og tíminn flaug hratt í þetta fyrsta skipti sem ég hitti hana eins og allar þær sam- verustundir sem ég átti með henni síðan. Lýsingar úr lífi hennar í Reykja- vik á fyrri hluta aldarinnar skilja eftir ógleymanlegar myndir í huga t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir og systir, SVANDÍS ELÍN EYJÓLFSDÓTTIR, lést í sjúkrahúsi í Arhus, Danmörku, 17. júlí. Ágúst Þór Finnsson, Elín Þóra Ágústsdóttir, Eyrún Ásta Agústsdóttir, Ágúst Finnur Ágústsson, Ásta G. Lárusdóttir, Eyjólfur Einarsson, Friða G. Eyjólfsdóttir. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN JÓNSSON frá Eyjanesi, sem lést þann 13. júlí, verður jarðsung- inn frá Staðarkirkju í Hrútafirði laugar- daginn 20. júlí kl. 14.00. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁGÚSTA GUÐRÚN MAGNÚSDÓTTIR frá Einarshöfn, Eyrarbakka, verður jarðsungin frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 20. júlí kl. 11.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á dvalarheimili aldraðra, Sólvelli á Eyrarbakka. Guðrún Sigurmundsdóttir, Ólafur Örn Árnason, Jón Ingi Sigurmundsson, Edda Björg Jónsdóttir, Sigurmundur Arinbjörnsson, Hugborg Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum vináttu og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, BRYNJÓLFS BRYNJÓLFSSONAR vélstjóra, Álfaskeiði 24, Hafnarfirði. Guðmundur Brynjólfsson, Einar Brynjólfsson, Birgir Brynjólfsson, Árni Brynjólfsson, Sigurður Brynjólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ósk Kristinsdóttir, Sigrún Ingólfsdóttir, Viktoría Vilhjálmsdóttir, Herdís Guðmundsdóttir, mér. Þegar hún gekk þungum skrefum upp bakarabrekkuna eins og Bankastrætið var gjarnan kallað í þá daga, eftir að hafa orðið í öðru sæti í kappreiðum á hesti Jóns Þor- lákssonar og þorði ekki að segja honum frá því. Þegar svo langt var uppí Öskjuhlíð að ferð þangað var heilsdags ævintýr. Og líka frá erfið- um stundum í lífi hennar og ann- arra Reykvíkinga er hún gekk á milli húsa í spænsku veikinni til að hjálpa fólki í þrautum sínum. Hún gæddi fortíðina svo miklu lífi að þegar ég geng um götur gamla bæjarins verður mér hugsað til þessara tíma og þeirra atburða sem hún lifði þar. Sigríður var kona sem nýtti líf sitt og tíma vel. Ferðaðist til út- ianda fram á síðustu ár, starfaði að góðgerðarmálum, las mikið og fylgdist vel með þjóðmálum. Hún var stolt af uppruna sínurn. Að henni stóðu stórmenni í báðar ætt- ir, stjórnmálamenn, fræðimenn og skáld. Henni fannst gaman að tala um fólkið sitt, segja frá lífi þess, sorgum og sigrum. Á skilnaðar- stundu er ég þakklát fyrir að hafa verið kynnt fyrir þessu fólki. Mér er ekki létt að lýsa Sigríði Thorodd- sen. Það varð allt svo stórt í kring- um hana. Hún var sterkur persónu- leiki sem krafðist ætíð mikils af sjálfri sér og öðrum. En að sama skapi var hún hlý kona sem bjó yfir leiftrandi gáfum, beittri kímni og glaðværð sem hún hélt til hinstu stundar. Aldamótakynslóðin er nú óðum að hverfa af sjónarsviðinu. Víst er að því fólki sem á íslandi bjó í upp- hafí aldarinnar hefur vart komið til hugar sú bylting sem orðið hefur á högum þjóðarinnar á þessum tæp- um hundrað árum. Eftir að hafa lotið erlendu valdi um margra alda skeið urðum við sjálfstæð þjóð með- al þjóða, efnahagur okkar hefur gerbreyst og tækninni fleygir óð- fluga fram. Reykjavík hefur vaxið úr litlum bæ í háværa borg. Þeim íslendingum sem fæddust á þessum fyrstu árum aldarinnar og lifað hafa tvær heimstyijaldir fer fækk- andi og með þeim hverfur dýrmæt- ur fróðleikur um sögu merkra tíma. Þessa tíma lifði Sigríður og sagði okkur frá. Blessuð sé minning Sig- ríðar Thoroddsen. Ólöf Nordal. Andlátsfregnir berast títt um byggðir þessa lands, daglegt fyrir- bæri, því „eitt sinn skal hver deyja“, en fréttin snertir okkur misilla. Hinn 11. júlí sl. lést str. okkar, stofnandi og heiðursfélagi Rb.st. nr. 4 Sigríðar IOOF, Sigríður Thorodd- sen. Ég átti því láni að fagna að kynn- ast og starfa með heiðurskonunni Sigríði Thoroddsen í meira en 30 ár innan Oddfellowreglunnar. Sigríður var glæsiieg kona, bein- skeytt, hafði góða kímnigáfu, glað- vær og var alltaf rík af meinlausum en hnyttnum gamanyrðum. Ailtaf var hún tilbúin að hlusta °g leggja sitt af mörkum til þess að bæta mannkærleikann og efla vináttutengsl. Fegurðin birtist okkur á margvís- legan hátt í þessari tilveru, en á einn dásamlegastan hátt kemur hún okk- ur fyrir sjónir í góðum og göfugum manneskjum, samferðamanni á lífs- leiðinni. Minningar um kynni af þvílíkum mannsálum geta verið sem skínandi bjartar stjörnur á himni minning- anna. Sigríður Thoroddsen var ein af þeim, þess vegna verður bjart í endurminningu um hana. Við Sigríðarsystur þökkum heið- ursféiaga okkar fyrir ómetanlega forystu, gott og göfugt starf í stúk- unni okkar og Oddfeilowreglunni. Við vottum str. okkar, Maríu Kristínu Tómasdóttur, og aðstand- endum dýpstu samúð og hluttekn: ingu. Gengin er góð kona á Guðsvegum til áframhaldandi starfa til góðra verka. Friður sé með sálu hennar. Friðhelg veri minning hennar. F.h. Rb. st. nr. 4 Sigríðar IOOF, Unnur Arngrímsdóttir, Y.m.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.