Morgunblaðið - 19.07.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.07.1996, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Ólafur Siguijón Bjarnason fæddist í Reykjavík 10. september 1932. Hann lést á Akur- eyri 11. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Bjarni Bæringsson (f. 12. september 1906 - d. 1949) og Anna Ólafsdóttir (f. 23. april 1909). Þau bjuggu á Drangs- nesi á Ströndum þar sem Bjarni var sjómaður. Ólafur var elstur barna þeirra hjóna, en systkini hans eru: Jóhanna Guðbjörg, leikskólastjóri, f. 9.12. 1933; Steinunn, bóndi á Dröngum á Skógaströnd, f. 25.2. 1935; Magnús Bergmann, húsasmiður, f. 1.10. 1940; Val- dís, arkitekt, f. 8.3. 1946; og Bjarni Bærings, framkvæmda- Það eru góðar minningar sem ég á um elskulegan tengdaföður minn, Ólaf Bjamason. Ólafur lést eftir _ stutta sjúkdómslegu á heimili dóttur ' sinnar, Ónnu, sem hjúkraði og studdi hann dyggilega í veikindum hans. Ólafur sat aldrei auðum höndum. Alltaf varð hann að hafa eitthvað að gera. Ég minnist þess þegar hann kom eitt sumarið og hjálpaði okkur að helluleggja gangstéttina upp að húsinu. A hveijum morgni var hann kominn út klukkan 6 á morgnana að leggja steinana. Þegar verkinu var Iokið kom einn ná- granni minn og vildi fá símanúmer- ið hjá þessum röska iðnaðarmanni, því að þama fór maður sem kunni til verka. stjóri, f. 11.3. 1950. Arið 1955 kvænt- ist Ólafur eigin- konu sinni, Guðnýju Sigurðardóttur, f. i Hrísey 21. nóv- ember 1933, d. í Reykjavík 25. júlí 1994. Börn þeirra eru: Anna, hjúkrun- arfræðingur, f. 30.11. 1954; Sigurð- ur, húsasmiður, f. 28.12. 1958; Berg- lind, sjúkraliði, f. 15.9. 1967, og Bjarni, vistmaður á sambýli fatjaðra á Húsavík, f. 24.8. 1968. Ólafur og Guðný ólu einnig upp bróðurdóttur Guðnýjar, Sólveigu, leikskóla- kennara, f. 8.8. 1962. Barna- börnin eru orðin tíu talsins. Útför Ólafs fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ólafur hafði gaman af blóma- rækt. A hveiju vori keypti hann fræ og undirbjó sáninguna í litla gróðurhúsinu. Þar ræktaði hann blóm og rósir af ýmsum gerðum. Ég var svo heppin að smitast af þessum áhuga hans á blómarækt og lærði grundvallaratriðin hjá honum. Einnig liðsinnti hann.mér í gegnum síma þegar tilraunin hófst í öðrum landsíjórðungi. Síðan betrumbætti hann aðstöðuna hjá mér í fyrrasumar og setti upp lítinn vermireit í garðinum svo að rækt- unin gengi sem best. Ólafur var mikið snyrtimenni og alltaf gekk hann að hlutum sínum vísum því að allir áttu þeir sitt pláss og bar bílskúrinn hans þess glöggt vitni. Ólafur var fastur fyrir og hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Þegar hann missti konu sína fyrir tveimur árum fékk hann mikinn styrk frá móður sinni, sem lifir son sinn í hárri elli. Heim- ili Ólafs og Guðnýjar einkenndist af gestrisni og höfðingsskap og allt- af var gott að heimsækja þau að Sólvöllum 2. í gegnum tíðina höfum við Siggi reynt að leggja leið okkar til Húsa- víkur á hveiju hausti. Þá var alltaf farið í beijaferð og ætíð vissi Ólaf- ur hvar best væri að tína. Hann var afar fróður um allan búskap og staðhætti í nágrannabyggðarlög- ura. Óli hafði einstakt lag á ungbörnum. Þegar þau voru óróleg tók hann þau á öxlina og dansaði með þau léttum skrefum um alla stofu og það brást ekki að þau þögnuðu. Kallið er koraið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Nú er komið að leiðarlokum. Ég vil þakka þér, Óli minn, hlýjuna og umhyggjuna sem þú sýndir mér og minni fjölskyldu. Við munum minn- ast þín með söknuði. Arna Arnardóttir. Mig langar til að minnast vinar míns, Ólafs Bjarnasonar frá Húsa- vík. Ég kynntist honum fyrir u.þ.b. 12 árum þegar kynni hófust með Sigurði syni hans og Örnu dóttur minni, sem síðar leiddu til hjóna- bands þeirra. Ólafur byijaði ungur að vinna fyrir sér þar sem móðir hans varð snemma ekkja og hafði fyrir mörg- um börnum að sjá. Anna, móðir Ólafs, lifir son sinn. Hún er mjög ern og hefur haldið heimili fram á þennan dag. Óli fór til sjós og stund- aði róðra á ýmsum bátum, lengst af á mótorbátnum Pétri Jónssyni frá Húsavík, eða í um níu ár og alltaf sjóveikur. Seinna lauk hann námi sem saltfiskmatsmaður frá Fiskmati ríkisins og sá um mat á þess vegum á Húsavík og síðar fyrir Fiskiðjusamlag Húsavíkur. Hann var vel kynntur og góður starfsmaður og samviskusamur við þau störf sem honum var trúað fyrir. Ólafur var kvæntur Guðnýju Sig- urðardóttur frá Hrísey, en hún lést árið 1994. Þau hjón reistu sér hús á Húsavík og bjuggu þar alla sína búskapartíð. Ólafur var mikill heim- ilismaður og dró björg í bú og verk- aði sinn fisk sjálfur, sólþurrkaði saltfiskinn fýrir sig og sína. Ekki var setið auðum höndum þótt horft væri á sjónvarp, þá pijónaði hann sokka, vettlinga eða peysur á fjöl- skyldumeðlimi. Hann hélt dagbók til margra ára og gat upplýst menn um veðrið þennan og þennan dag, vegna þess að allt var skráð. Ólafur hafði sér- staka stærðfræðigáfu sem ég þekkti aðeins hjá honum. Eftir fráfall Guðnýjar fann ég oft hve hjálpsamur og umhyggju- samur hann var gagnvart börnum sínum og fjölskyldum þeirra. Oft fannst honum hann vera vanmátt- ugur við að létta Bjarna syni sínum lífið, en hann dvelur á sambýli fatl- aðra á Húsavík. Ólafur og Guðný höfðu bæði gaman af garðrækt og áttu fallegan garð, ræktuðu blóm og matjurtir, ásamt alls konar rósum í gróðurhús- inu. Ber húsið á Sólvöllum þess vitni, að þar var laginn smiður, hvort sem um nýsmíði eða viðgerð- ir var að ræða. Fyrir nokkrum mánuðum veiktist Ólafur og reyndist vera með krabbamein. Þessi illskeytti óvinur hafði betur og 11. júlí sl. lést Ólaf- ur. Anna dóttir hans og fjölskylda hennar önnuðust Ólaf í erfiðum veikindum hans og sýndu honum styrk og umhyggju. Samferðamaður og góður vinur er horfinn. Blessuð sé minning hans. Örn Ingimundarson. Okkur systkinin langar til að minnast ömmu okkar og afa sem eru nú dáin langt fyrir aldur fram. Amma var aðeins sextíu ára þegar hún dó 25.7. 1994 og afi aðeins sextíu og þriggja ára þegar hann dó 11. júlí síðastliðinn. Það var alltaf jafngaman að koma til ömmu og afa á Húsavík. Amma tók á móti okkur standandi í dyrunum skælbrosandi með út- breiddan faðminn. Það var alltaf svo mikið líf og fjör í kringum þau og þegar öll fjölskyldan hittist sam- an var talað og hlegið langt fram eftir kvöldi. Afi fór oft með okkur barna- börnin niður á bryggju til þess að skoða nýjustu togarana og lífið í kringum þá, og þá löbbuðum við yfirleitt í leiðinni niður í íjöru og skoðuðum ýmislegt forvitnilegt sem þar var. Amma og afi voru bæði mikið fyrir garðrækt og rósirnar í garðin- um og í gróðurhúsinu þeirra eru með þeim fallegustu sem maður sér. Sumarið 1991 komu þau ásamt Beggu, Berki og Birki Óla í heim- sókn til okkar til Noregs þegar við OLAFUR BJARNASON + Halldóra Stein- unn Bjarna- dóttir var fædd að Rófu í Miðfirði 8. október 1905. Hún lést 11. júlí á Sjúkrahúsi Reykja- víkur, Fossvogi. Foreldrar hennar voru hjónin Sig- urborg Sigrún Ein- arsdóttir frá Fossi í Hrútafirði, f. 27. ágúst 1872, d. 22. janúar 1947 og Bjarni Danival Kristmundsson frá Gafli í Víðidal, f. 2. ágúst 1872, d. 23. maí 1951. Systur Haildóru sammæðra voru Jóhanna, f. 3. september 1898, d. 23. október 1979, og Magnúsína, f. 15. mars 1897, d. 5. febrúar 1979 Magnúsdæt- ur. Alsystur Halldóru voru þær Ingibjörg, f. 4. febrúar 1904, d. 1. ágúst 1984, Sólveig Árdís Bjarnadóttir, f. 31. janúar 1908, d. 29. mars 1989 og Helga Bjarnadóttir, f. 20. febrúar Minningin um það jákvæða í fari ömmu er dýrmætt vegamesti fyrir okkur sem hana lifum. Það er eink- um lífsvilji, félagslyndi, og gestrisni sem ég vil minnast nú. Við fengum að kynnast lífsviljanum hin síðari ''' ár þegar hún þurfti að fara í erfið- ar aðgerðir á mjöðmum. Hvemig hún, hvað eftir annað, reis upp þeg- ar við héldum að dagar hennar væru brátt taldir. Hún vildi heldur taka áhættu með lífshættulegri að- gerð og geta lifað lífinu lifandi, en vera rúmliggjandi það sem eftir ,c- væri. Tilhlökkunin að halda upp á níræðisafmælið og fara í brúðkaup 1910, sem ein lifir systur sínar. Halldóra giftist 14. maí 1927 Ólafi Jóns- syni símamanni, f. á Klafastöðum 24. mars 1903, d. 10. maí 1983, syni Sigur- bjargar Jónsdóttur, Kárastöðum í Þing- vallasveit, og Jóns Ólafssonar, Kjarans- stöðum, Innri-Akra- neshreppi. Börn Hall- dóru og Ólafs eru; 1) Sigurður, f. 13. jan- úar 1926, fv. sím- stöðvarstjóri, kona hans er Guð- björg Þorleifsdóttir, f. 1. desem- ber 1924, börn: Sigurborg, f. 29. janúar 1947, Svanhvít, f. 8. sept- ember 1949, María, f. 25. sept- ember 1951, Halldór Ólafur, f. 17. maí 1953, Þóra, f. 14. júlí 1954 og Ingvar Eggert, f. 22. nóvember 1963; 2) Sigrún B., f. 8. júní 1928, skrifst.stj., gift Hilmari Guðmundssyni, f. 15. mars 1926, börn: Dóra Sigrún, f. 17. apríl 1945, Ólöf Heiða, f. barnabarnabarns sömu helgina dreif hana út í lífið að nýju. Þannig voru lífsviljinn og félagslyndið ná- tengd. Meðan hún hafði heilsu til vildi hún alltaf vera meðal fólks, sækja samkomur og fara í ferðalög með Kvenfélagi Bústaðasóknar, Blindrafélaginu og fleirum. Henni var sama þótt félögin færu í Borg- arfjörðinn eða austur fyrir fjall, á sömu staði, sama sumarið. Það skipti heldur ekki höfuðmáli þótt hún hefði ekki næga sjón til að dást að náttúrufegurðinni. Aðalatr- iðið var félagsskapurinn og fræðsl- 30. desember 1948; 3) Birgir, f. 26. júní 1931, d. 12. apríl 1972, fv. __ húsasmíðameistari, kvæntur Ólínu Þorsteinsdótt- ur, f. 24. mars 1930, börn: Svala, f. 19. september 1950, Ólafur Viðar, f. 9. september 1952, J. Steinar, f. 25. maí 1955 og Sigrún, f. 24. febrúar 1960; 4) Einar S., f. 27. desember 1935, framkv.stj., kvæntur Ingibjörgu Jónsdóttur, f. 17. október 1935, börn: Jón, f. 13. júlí 1961, Halldóra, f. 5. apríl 1964, Ólafur, f. 23. apríl 1969, og Bryndís Elín, f. 1. desember 1971, d. 26. desember 1988. Alls eru afkomendur Halldóru og Ólafs orðnir 75. Halldóra fór úr foreldrahús- um í vist aðeins 9 ára gömul og er fyrst að Dæli í Víðidal í fjögur ár, síðan að Staðarbakka í Miðfirði þegar hún er 15 ára og er þar í þijú ár. Á átjánda ári fer hún að Kvennabrekku i Dölum og er þar í eitt ár, jafn- framt húsmæðranámi í Hjarð- arholtsskóla i Laxárdal. Hall- dóra vann lengst af við fram- reiðslustörf hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Iðnó, síðan í Odd- fellowhúsinu í u.þ.b. 20 ár og að lokum í Domus Medica í sex ár, er hún hætti störfum 64 ára vegna veikinda. Utför Halldóru fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. an um land og þjóð. Það var betra en að vera ein í íbúðinni á Vestur- götu 7. Auðvitað fór hún einnig með Qölskyldunni, börnum, barna- börnum, þess á milli og ekki síst með eftirlifandi systur sinni og hennar dóttur. Jafnvel ferðaðist hún til útlanda meðan heilsa leyfði. Það voru einkum tvö áðurnefnd félög sem hún starfaði með. Hjá Blindrafélaginu var hún iðjusöm við hvers konar handavinnu og voru flestar gjafir hennar eigin handverk að einhveiju leyti. Hún og alsystur hennar, sem voru mjög samrýmdar, báru ávallt mikin hlýhug til Bú- staðakirkju og safnaðarins þótt tvær þeirra byggju aldrei í sókn- inni. Þátttaka í störfum Kvenfélags- ins var alla tíð hluti af tilveru þeirra. Amma og afi voru bæði mjög gestrisin og óspör á veitingar. Enda var það viðkvæði þeirra að enginn færi svangur úr þeirra húsi. Þau vildu aldrei skilja þetta eilífa tal um kaloríur í seinni tíð og tóku það oft ekki til greina. Drógu upp kynstrin öll af kræsingum, sumum til ama, en okkur hinum til óblandinnar ánægju. Þótti mér notalegt að vera einn með ömmu. Ræða við hana um lífið, tilveruna og æviminning- ar. Hún var stálminnug og hafði ég gaman af að heyra hana fara með ljóð og tilvitnanir úr leikritum og sögum. Hún fór oft í leikhús þótt sjón væri brostin, það aftraði henni ekki. Sögum, Ijóðum og leik- ritum hafði hún mikið yndi af og hlustaði á af hljóðsnældum og í útvarpi. Ég vildi að þessar samveru- stundir okkar hefðu verið fleiri. Blessuð sé minning hennar. Halldór Ó. Sigurðsson. Hún Halldóra amma mín og vin- kona, sem mér þótti svo ofurvænt um, er nú komin til Guðs síns. Hún var búin að liggja á sjúkrahúsi, síð- an hún varð níræð s.l. haust. Hún ætlaði sér að ná þeim aldri, og henni tókst það. Ömmu tókst yfirleitt allt sem hún ætlaði sér. Hún var mikil og góð kona, hafði góða kímnigáfu og sagði alltaf: „Ef ég ætla að halda áfram að lifa, þá vil ég lifa lífinu lifandi, vera innan um fólk.“ En amma mín var orðin hálfblind og heyrði mjög illa, en samt fannst henni yndislegt að fara í leikhús og ferðalög bæði innanlands sem utan og finna að hún væri lifandi. Lífið hjá ömmu var ekki alltaf ferðalög og leikhús, hún vann alltaf utan heimilisins, frá því að ég man eftir mér, við framreiðslustörf, fyrst hjá Leikfélagi Reykjavíkur, hjá Oddfellowum í um 20 ár og síðar í Dofnus Medica til 64 ára aldurs. Mér fannst ég eiginlega ekki kynnast ömmu fyrr en ég var orðin fullorðin, mér fannst hún oft ströng þegar ég var barn og unglingur, eins og þegar við afi vorum að hjálpa henni að dekka borðin í Odd- fellow-húsinu og hnífapörin áttu alltaf að vera á brúninni, hnífsblað- ið að diskinum og servétturnar tein- réttar. En eftir á að hyggja held ég að ég hafi bara haft gott af því. Afi og amma voru bæði kröfu- hörð við afkomendur sína gagnvart vinnu. En þegar ég flyt fyrir 20 árum á æskuslóðir ömmu, í Vestur-Húna- vatnssýslu, og hún kom í heimsókn svona viku og viku í einu, kynntist ég ömmu minni betur og við gátum talað saman fram á nótt og þá var ég oft orðin syfjuð og þreytt og spurði ömmu hvort hún væri ekki þreytt, „nei“, sagði hún alltaf, „ég er ekki þreytt, ég er aldrei þreytt“. Hún tímdi ekki að fara að sofa og þannig var hún alltaf, ef hún var innan um fólk, og ekki var það verra ef fólkið var ungt. En ég held að hún hafi verið tilbúin að sofna svefninum langa þegar að honum kom, hún sagðist þá vera orðin þreytt. Ég vil kveðja ömmu mína og þakka henni fyrir allt sem hún hefur kennt mér, m.a. að lifa lífinu lifandi. Svanhvít. Löng ævi er á enda. Stórbrotin mannkostakona er horfin af sjónar- sviðinu. Öllum þeim, sem kynntust henni Halldóru mun verða minnisstæður hennar sterki persónuleiki. Ég er ein sem varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að eiga vinskap hennar frá því ég var barn að aldri. Hún bjó yfir ótrúlegri orku sem hjálpaði henni til að komast í gegnum boðaföll lífs- ins, hún stóð alltaf eins og klettur, til þess hjálpaði líka hennar andlega jafnvægi sem aldrei brást. Hallóra var gæfumanneskja, hún eignaðist góð og umhyggjusöm börn, sem veittu henni ást og kær- leika allt til síðustu stundar. Allir muna heimsóknir til Hall- dóru og þá einstöku gestrisni sem HALLDORA STEINUNN BJARNADÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.