Morgunblaðið - 19.07.1996, Page 29

Morgunblaðið - 19.07.1996, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1996 29 MINIMIIMGAR bjuggum þar og voru hjá okkur í þrjár vikur. Það var alveg yndislegur tími, við grilluðum, fórum í ferðalög og ýmislegt fleira. Söknuðurinn var mikill þegar þau fóru, en við hugg- uðum okkur við það að við myndum öll hittast aftur næsta sumar. í hugum okkar er krökkt af minning- um sem ávallt munu færa okkur gleði. Stórt skarð hefur verið höggvið í fjölskylduna við fráfall þeirra, en það er þó huggun í því að vita að núna líður þeim báðum vel og þau eru saman á ný. Elsku amma og afí, við kveðjum ykkur með miklum söknuði. Guð geymi ykkur. Ykkar barnabörn, Hrafnhildur, Arnþór, Erlingur og Einar. Nú er elsku afi dáinn. Ekki óraði mig fyrir því að þetta væri síðasta samveran mín með þér þegar við fórum öll í sumarbústaðinn fyrir tæpum mánuði. Þetta gekk allt svo hratt fýrir sig, ég vissi að þú varst mikið veikur, en þú lést lítið á því bera. Gott er til þess að vita að amma tekur á móti þér með opnum örmum. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Kæri afi. Þakka þér fyrir að fá að eiga hlutdeild í lífi þínu og fyrir að fá að kynnast þér. Guð veri með þér. Örn Sigurðarson. Það er ekki auðvelt að skilja ráð- stafanir Guðs með lífið og dauðann. „Hvers vegna?“ er spurning sem kemur óhjákvæmilega upp í huga minn þegar margir einstaklingar úr sömu fjölskyldu hverfa á brott með svo stuttu millibili. Það eru sjö ár síðan Óli missti ungan dótturson. Það var annað barnabarnið sem þau misstu, hjónin Ólafur Bjarnason og Guðný Sigurðardóttir. Fimm árum síðar, eða þann 25. júlí 1994 lést Guðný eftir stutta baráttu við þann ógnvænlega sjúk- dóm, krabbameinið. Það var að byrja að birta yfir Óla nú í vetur eftir andlát Guðnýj- ar. Hann tók það hlutverk alvarlega að halda áfram því starfi sem þau hjónin höfðu unnið að um árabil, en þau höfðu komið sér upp falleg- um garði og gróðurhúsi sem krafð- ist mikillar umhugsunar. Guðný ræktaði rósir og jurtir jafnt innan- dyra sem utan. Hann sinnti þessu hlutverki af kostgæfni og var virki- lega stoltur af, þegar gesti bar að garði og hafði gaman af að ganga um og sýna afrakstur vinnu sinnar. Ég var ákaflega ánægð þegar Óli þáði boð okkar hjóna á þorra- blót nú í vetur og taldi það bera merki þess að hann væri að rétta við eftir mikinn missi við fráfall Guðnýjar. Það er mér mikils virði, þegar ég hugsa til baka, hvað við áttum ánægjulega kvöldstund þarna saman. Óli var fullur orku til endurbóta og viðhalds á litta húsinu sínu á Sólvöllum. Þá sýndi hið rétta eðli Óla sig vel. Hann hringdi hingað oftsinnis til að bjóða okkur allt sem hugsanlega gæti komið okkur að einhvetjum notum við búið. Það mátti engu henda sem hægt var að nýta einhvers staðar, og alltaf voru augu og eyru opin fyrir öllu sem nýtilegt var. Þeir hafa oft kom- ið í góðar þarfir, hlutirnir sem Óli kom með hingað og enginn maður gat ímyndað sér að yrðu nokkrum að gagni, en voru síðan hið mesta þarfaþing þegar betur var að gáð. Það voru líka fáir menn sem var eins gaman að gefa eitthvað í svanginn. Hann, þessi granni fín- gerði maður, hafði unun af að borða, og í mestu uppáhaldi hjá honum var þorramatur og allur annar góður sveitamatur að göml- um sið. Sviðalappir voru hans uppá- hald, og er mér í fersku minni „sviðalappaveisla" sem hann var boðinn til ásamt fleirum í fyrravet- ur. Hann kunni svo sannarlega að meta það. Hann hafði mikinn áhuga á öllu því sem var að gerast í sveitinni, jafnt fyrir skepnunum og því sem sneri að landbótum. Það voru ófáar vinnustundirnar sem hann lagði fram við byggingu íbúðarhúss fyrir tengdaforeldra mína fyrir tæpum þremur árum. Þá var ekki verið að líta á klukkuna til að athuga hve- nær væri matar- eða kaffitími, held- ur var spumingin hvenær verkefnin væru á þrotum. Hann átti auðveld- ara með að gefa en þiggja. Mér fannst það einkennandi fyrir Óla þegar ég talaði við hann í síma nú í júlíbyijun, þá fársjúkan, að það sem hann vildi fá að vita var hvern- ig folöldunum liði sem fæddust nú í vor, og því næst hvernig manni mínum gengi í túnvinnslunni og hvað ég héldi að þyrfti mikið af fræi í stykkið sem um ræddi. Hann hafði mun meiri áhuga á þeim hlut- um heldur en eigin heilsufari. Það lýsir þeim manni sem Óli hafði að geyma. Það eru aðeins tveir mánuðir frá því að ljóst var að Óli var alvarlega veikur. Hann lést þann 11. júlí sl. úr sama sjúkdómi og kona hans. Við sitjum eftir með ánægjulegar minningar um góðan mann. Það er gott að vita af þeim hjónum sem nú gæta barnabarnanna sinna tveggja á fjarlægum slóðum. Eg bið Guð að gefa systkinunum Önnu, Dollu, Sigga, Beggu, Bjarna og fjölskyldum þeirra allra styrk til að standa upprétt í gegn um þær raunir sem þau hafa reynt á umliðn- um árum. Hulda Ragnheiður. mætti manni þar. Þegar ég hugsa til liðnu áranna er mér efst í huga þakklæti. Þakklæti fyrir órofa tryggð og vináttu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. Gekkst þý með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Að síðustu færi ég öllum að- standendum innilegar samúðar- kveðjur. Anna Guðmundsdóttir. Hún elsku langamma er dáin og ég veit að eftir erfiða baráttu er hún loksins laus við kvalirnar. Mér finnst sárt að kveðja þig, en ég veit að þér líður vel. Þakka þér fyrir samveruna. Minning þín lifir í hjarta mínu. Ég hugar kveðju sendi þig man ég alla stund og guð ég bið um að gæta þín uns geng ég á þinn fund. í hjarta sárt ég kenni saknaðar er hugsa ég til þin af því ég man er lítil var hver kyssti tárin mín. (Gylfi Ægisson) Sigrún Kristín. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur, mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka, þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson.) Elsku amma og langamma er nú lögð til hinstu hvílu í dag, en góðar minningar um hana munu ætíð lifa. Hún var einstaklega jákvæð kona og átti næga hlýju og kærleik til að gefa afkomendum sínum. Eg ólst upp í sama húsi og hún til 16 ára aldurs og frá þeim tíma á ég margar góðar minningar. Amma leit oft eftir okkur systkinum og mér er sérstaklega minnisstætt hversu einlæg og góð hún var ætíð við okkur. Ég fann ekki síður fyrir væntumþykju hennar eftir að ég stofnaði fjölskyldu. Konu minni Hafdísi tók hún opnum örmum og urðu þær góðar vinkonur. Hafdís kunni vel að meta hennar vináttu og þótti vænt um hana sem hún væri hennar eigin amma. Einnig nutu börnin okkar þijú samvista sinna við langömmu og þótti gaman að heimsækja hana. Amma var sér- lega gestrisin kona og vildi helst alltaf bjóða upp á hlaðið veisluborð í hvert sinn sem við komum. Það var líka ánægjulegt að fá hana í heimsókn á heimili okkar, og hún leyfði okkur alltaf að finna vel fyr- ir því hve hún naut tilbreytingarinn- ar ef við buðum henni í bíltúr, eða tókum hana með okkur í heimsókn til annarra. Á sínum fullorðinsárum var hún ætíð að föndra eitthvað og var óspör á að gefa okkur bamabömunum það sem hún hafði búið til sjálf. Fallega keramikjólatréð mun lýsa um ókomna framtíð og minna okkur á hana, sem og aðrar góðar gjafir frá henni sem prýða heimili okkar. Það var mikils virði fyrir íjöl- skyldu hennar að geta fagnað ní- ræðisafmæli hennar sl. haust og átt með henni yndislegan dag sem hún virtist njóta virkilega vel. Amma var alltaf miðpunktur fjöl- skyldunnar. Það var eftirtektarvert að þrátt fyrir háan aldur og erfið veikindi var hugurinn heill fram á síðasta dag og alltaf var hægt að fá fréttir af öðrum úr fjölskyldunni hjá henni því hún fylgdist með öllu sínu fólki. Við erum þakklát fyrir að hafa átt ömmu að, og söknum hennar, en munum ætíð minnast hennar með gleði. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Steinar, Ilafdís, Birgir, Klara og Linda. t Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, ANDREA GUÐMUNDSDÓTTIR, Snorrabraut 56, lést í Landspítalanum 17. júlí. Guðrún Sveinjónsdóttir, Jóhannes Árnason, Guðmundur Sveinjónsson, Guðmunda Kjartansdóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓSKAR BENJAMÍN BENEDIKTSSON, dvalarheimilinu Felli, andaðist í Landspítalanum miðvikudaginn 17. júlí. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, VIKTORÍA MARKÚSDÓTTIR, Háteigsvegi 8, Reykjavík, sem lést 13. júlí, verður jarðsungin frá Fíladelfíukirkjunni, Hátúni 2, þriðjudag- inn 23. júlí kl. 13.30. Margrét Ósk Árnadóttir, Bjarni Geirsson, Svanhvít Árnadóttir, Garðar Jóhannsson, Fjóla Kristín Árnadóttir, Kalman le Sage de Fontenay og aðrir aðstandendur. t Þökkum innilega samúð og hlýju í okkar garð við andlát og útför EINARS KRISTJÁNSSONAR frá Hermundarfelli. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Seli á Akureyri. Guð blessi ykkur, kæru vinir! Guðrún Kristjánsdóttir, Angantýr Einarsson, Auður Ásgrímsdóttir, Óttar Einarsson, Jóhanna Þ. Þorsteinsdóttir, Bergþóra Einarsdóttir, Eyjólfur Friðgeirsson, Einar Kristján Einarsson, Steinar Þorsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför SIGRÍÐAR SIGURÐARDÓTTUR, Brúarflöt 1, Garðabæ. Fyrir hönd barna, tengdabarna, barna- barna og barnabarnabarna, Birgir Kristjánsson. t Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GESTS HALLGRIMSSONAR, Starrahólum 4, Reykjavík. Gyða Magnúsdóttir, Magnús Gestsson, Þorgerður Sigurðardóttir, Benedikt Gestsson, Hulda Ragna Gestsdóttir, Odd Stefán Þórisson, Hallgerður I. Gestsdóttir, Hörður Nielsson, Sigurjón Tracey, Anna F. Birgisdóttir, Friðrik Haraldsson og barnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður minnar, tengdamóður, ömmu, lang- ömmu og langalangömmu, SIGRÍÐAR Þ. GUNNARSDÓTTUR frá Eyrarbakka. Guðni Marelsson, Jóna Ingvarsdóttir, Friðþjófur Björnsson barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, sonar, bróður og mágs, JAKOBS BENEDIKTSSONAR, Meðalholti 19. Jóhanna Dagmar Jakobsdóttir, Benedikt Þórður Jakobsson, Július Ágúst Jakobsson, Benedikt Þ. Jakobsson, Svandis Guðmundsdóttir, Bergur Benediktsson, Ragnhildur Þórarinsdóttir, Helgi Benediktsson, Kristin Helgadóttir, Sigurbjörn Benediktsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.