Morgunblaðið - 19.07.1996, Side 31

Morgunblaðið - 19.07.1996, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1996 31 FRÉTTIR F.V.: Júlíus Hafstein, framkvæindastjóri, séra Örn Bárður Jónsson, fræðslustjóri kirkjunnar, Davíð Oddsson, forsætisráðherra, frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, herra Ólafur Skúlason, bisk- up ísiands og Haraldur Henrýsson, forseti Hæstaréttar. Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis, á einnig sæti í nefndinni. Margvísleg verkefni tengd kristnitökuafmæli Á FUNDI hátíðarnefndar vegna 1000 ára kristnitökuafmælis sem haldinn var á Bessastöðum 11. júlí sl. var samþykkt að ráða Júl- íus Hafstein, fyrrverandi borgar- fulltrúa í Reykjavík, fram- kvæmdasljóra nefndarinnar. Starf hans verður m.a. fólgið í að undirbúa hátíðarhöldin vegna þessara merku tímamóta. Morgunblaðinu hefur borizt eft- irfarandi fréttatilkynning frá Biskupsstofu. „í upphafi fundar þakkaði bisk- up Islands frú Vigdísi Finnboga- dóttur sérstaklega fyrir góð störf hennar í nefndinni sem og önnur störf í þágu kirkju og kristni. Hátíðarnefndin samþykkti að minnast kristnitökunnar með sér- stakri dagskrá á Þingvöllum dag- ana 30. júní til 2. júlí 2000. í ráði er að vinna fram til ársins 2000 að ýmsum verkefnum sem tengj- ast kristnitökuafmælinu. Nefndin leggur áherslu á að á næstu árum verði unnið náið með fjölmörgum aðilum, svo sem Alþingi, skólum og menningarstofnunum, að ýms- um verkefnum er miði að því að vekja þjóðina til virkari vitundar um mikilvægi kristnit ökunnar og áhrifa kristinnar trúar á líf fólks- ins í landinu í þúsund ár. Nefndin hefur haldið nokki-a fundi á liðnum árum og rætt ýms- ar hugmyndir. Þá starfar sérstök nefnd á vegum kirkjunnar er vinn- ur að úrvinnslu hugmynda og framkvæmd verkefna ásamt há- tíðarnefnd og framkvæmdastjóra. Hátíðarnefndina skipa biskup íslands, sem er formaður, forseti íslands, forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar." Morgunblaðið/RAX Einkennis- klæddir iðnaðarmenn Hafnargönguhópurinn Ottu- og miömorguns- ganga á Hafnardaginn I NOTT, laugardaginn 20. júlí, Hafnardaginn, stendur Hafnar- gönguhópurinn fyrir gönguferð og siglingu umhverfis gamla Seltjarn- arnesið. Mæting við Hafnarhúsið við sólris kl. 4 árdegis. Þaðan verður gengið með ströndinni inn í Sunda- höfn að Sundakaffi. Þar gefst kost- ur á að fá sér kaffisopa. Frá Sunda- kaffi verður farið kl. 5.20 inn í Elliðaárvog og verið við Hitaveitu- stokkinn um kl. 7. Síðan gengið niður Fossvogsdalinn, verið við nýju göngubrúna k. 8.15 og í Nauthólsvík kl. 9. Komutíma á ofangreinda staði gæti seinkað lít- illega. Úr Nauthólsvík verður val um að ganga áfram með strönd- inni og um Háskólahverfið niður á höfn eða, ef veður leyfir, að sigla með Maríusúðinni út Skerjafjörð- inn og fyrir Suðurnes og Gróttu og inn Engeyjarsund í Gömlu höfnina. Þangað verður komið í báðum tilfellum um kl. 10. Allir eru velkomnir í ferð með Hafnar- gönguhópnum. Veiðidagur fjölskyldunnar Ofurlaxar í Reynisvatni ÝMSIR reka upp stór augu er þeir sjá á förnum vegi á Islandi menn með barðastóra hatta, íklædda útvíðum buxum og silfur- tölum skrýdda svarta jakka. Þessi sjón er þó öllum þeim sem dvaiið hafa í Þýzkalandi kunnugleg. Þar eru nefnilega svonefndir Wander- burschen, eða „flökkusveinar" á ferð. Það er meira en 200 ára gömul hefð fyrir því í Þýzkalandi að iðn- nemar, sem ljúka námi í iðngrein sinni, fara á flakk og safna sér starfsreynslu á ýmsum stöðum áður en þeir snúa heim aftur og hefja ævistarf sitt sem handverks- menn. Hvar sem þeir koma þekkjast þeir af hinum sérkennilegu klæð- um, sem eru því eins konar ein- kennisbúningar ungra iðnaðar- manna, sem hafa ekki breyzt síðan á átjándu öld. Þeir þiggja engin laun en fá húsaskjól og mat frá vinnuveitanda sínum. Þeir fara gjarnan á milli staða og eru þá með sérstaka bók meðferðis þar sem þeir skrá niður verk sín og vinnuveitandi skrifar undir. Þeir mega ekki nota bíl eða lest en verða alltaf að fara gangandi á milli staða. Námstíminn er a.m.k. eitt ár og algengt er að honum loknum fari handverksmennirnir í háskólanám í verkfræði eða öðr- um iðngreinum. Hver veit nema flökkusveinarnir tveir sem eru nemar í húsasmiði sjáist næst í byggingarvinnu á Bolungarvík? SEGLAGERÐIN Ægir gengst fyrir veiðidegi fjölskyldunnar í Reynis- vatni laugardaginn 20. júlí. Af því tilefni mun Seglagerðin Ægir, í samvinnu við Laxinn, Laxa- lóni, og kynbótastöðina Stofnfisk í Höfnum, sleppa 5-10 löxum í Reyn- isvatn. Laxarnir eru 15-30 kg að þyngd, 30-60 pund. Þetta munu vera stærstu laxar sem sleppt hefur Lína féll niður EIN LÍNA féll niður við vinnslu á grein Huldu Jensdóttur í Bréfi til blaðsins í gær. Rétt væri setningin svona: „...get ég ekki sætt mig við að virðing fyrir barninu í móðurlífi sé líkt við eðlur, apqa eða ketti, eins og gert var í lesendabréfi ný- verið. Það skelfilega í slíkri umræðu er virðingarleysir og þau villandi skilaboð sem hún flytur. Ef virðing- in fyrir barninu í móðurkviði er ekki meiri en virðingin fyrir eðlu eða ketti á sama aldurstigi, er e.t.v. ekki að undra þótt fóstureyðinga- vandamálið sé eins geigvænlegt og raun ber vitni....“ verið í íslenskri náttúru fram á þennan dag. Slepping fer fram í dag kl. 17. Þeir sem koma á veiðidag fjöl- skyldunnar í Reynisvatn á morgun taka síðan þátt í keppni um stærsta veiddan fisk þann daginn. I verðlaun fyrir bestu veiðina eru bikarar og verðlaunapeningar. ístak, ekki Álftarós í texta með mynd á baksíðu Morg- unblaðsins sl. miðvikudag, var mis- sagt að maður sem vann við að reisa sperrur í nýjum kerskála á!- versins í Straumsvík, væri starfs- maður Álftaróss hf. Rétt er að maðurinn er starfsmaður ístaks hf. Gjaldkeri í myndatexta með frétt um aðal- fund Kvenfélagsins Hringsins var ranglega sagt að Unnur Einarsdótt- ir væri meðstjórnandi félagsins. Rétt er að hún er gjaldkeri Hrings- ins. Morgunblaðið biðst velvirðingar á mistökunum. Leiðrétt Hafnardagur í Reykjavík HINN árlegi Hafnardagur Reykja- víkurhafnar verður haldinn við Gömlu höfnina laugardaginn 20. júlí. Dagskrá hefst kl. 10 að morgni og lýkur með bryggjuballi og flug- eldasýningu um miðnættið. Til þess að auðvelda umferð um miðbæinn verður Geirsgötu lokað við Pósthússtræti og við Tryggva- götu að vestanverðu. Bílastæðin í Kolaportinu (Seðlabankahúsinu) og Yesturgötu 7 verða opin og gjaldfrí. Önnur bílastæði í miðborginni verða gjaldfrí frá því kl. 14. þennan dag. Á Hafnardegi í ár verður kynnt nytjalist, sem eingöngu er unnin úr sjávarfangi. Þessi sýning nefnist Sjávarskart ’96 ogþað eru 12 lista- menn sem kynna verk sín. Verkin eru unnin úr roði, skinni, þara, skeljum og hverju öðru efni sem kemur frá sjávarfangi. Á fiskmarkaðstorgi á Hafnar- degi verður boðið upp á fiskmeti af öllum tegundum, ferskt og ma- treitt. Klaustursbleikja og kúfisk- súpa í brauði eru meðal nýjunga í ár, en auk þess verður boðið upp á smokkfisk, harðfisk, hákarl, lý?i, sólþurrkaðan saltfisk, rauðmaga og ekki má gleyma ýsunni. Dorgveiðikeppni og siglinga- keppni eru árlegir viðburðir á Hafn- ardegi. Afmælissýning Landhelgisgæsl- unnar verður opin allan laugardag- inn og auk þess verður varðskip í förum um sundin og verður gestum boðið í siglingu. Um tvöleytið kem- ur flugvél Gæslunnar ásamt þyrl- unni í lágflugi yfir höfnina. Lögreglan í Reykjavík og Slökkviliðið verða á staðnum og kynna öryggismál. Lögreglan mun meðal annars kynna nýútkominn bækling og einnig munu bílar og mótorhjól verða til sýnis. Slökkviliðið sýnir björgun úr sjó með þar til gerðum tækjabúnaði. Hlé verður gert á dagskránni kl. 18 og hefst hún aftur kl. 21 með því að Borgardætur skemmta. Þá hefst bryggjuball og um miðnætti lýkur Hafnardegi með flugeldasýn- ingu. ilIAPPDRÆm JÍrfHh mm áS Æi % /• (Ktmmm % • I ✓ f- Vinningaskra 12. útdráttur 18. júlí 1996 Bifreiðavinningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 20625 Ferðavinningar Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 10235 15033 18021 | 41537 Ferðavinningar Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 2833 11062 21743 3224S 53308 61537 6680 16802 25786 4046’/ 56850 62516 Húsbúnaðarvinningar Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) 340 9844 18271 27013 37903 49043 56592 70132 977 9932 18656 28193 38304 49256 57699 70175 1890 10129 18742 28555 38761 49626 58443 70864 3178 10203 18834 28856 40186 49950 58566 72548 3894 10615 19473 28992 40556 50140 58853 72573 4051 10793 20115 29094 41312 50439 59532 72679 4836 10933 20525 29709 41642 51754 59828 73549 5109 10952 20622 30589 42039 51826 60129 74047 5138 11473 21018 30765 42109 52309 60482 74331 5811 11741 21347 31146 42160 52416 60514 74382 6196 11809 21421 31502 42209 52546 60702 74661 7107 12851 21518 31509 42478 52729 61526 75080 7205 12980 21543 31603 42609 52863 61569 75154 7378 13053 21572 31621 42781 53304 63622 75159 7910 13189 22391 31899 43931 53521 64028 75188 7973 13377 22398 31900 44593 53946 64425 75481 8127 13503 22789 32015 44594 54094 64617 75490 8201 13813 23153 32132 44680 54147 65195 75963 8564 14407 23518 33323 44806 54236 66340 76245 8631 14446 23615 33708 45282 54527 66740 76779 8659 14547 23643 34002 45718 54761 66883 76990 8879 14671 23851 34555 45748 54835 67653 77367 8942 15080 24647 34664 45952 55022 67973 77541 9025 15233 24771 34740 46773 55517 68645 78072 9081 15388 24995 35340 47095 55759 68684 78839 9426 15653 25051 36640 47204 56054 68729 79505 9506 15890 26403 37143 47515 56209 68833 79809 9642 16017 26664 37236 48320 56435 69361 79923 9718 16872 26760 37329 48494 56446 69369 9792 17633 26869 37333 48748 56575 69618 Heimasíða á Interneti: http//www.itn.is/das/

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.