Morgunblaðið - 19.07.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.07.1996, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRUMSÝNING: FARGO Nýjasta snilldarverkið eftir Joel og Ethan Coen (Miller's Crossing, Barton Fink) er komið á hvíta tjaldið. Misheppnaður bílasali skipuleggur mannrán á konu sinni til að svíkja fé út úr forríkum tengdapabba sínum. Til verksins fær hann ógæfulega smákrimma sem klúðra málinu fullkomlega. ★★★★ „Sannsöguleg en lygileg atburðarrás með sterkum persónulýsingum." Ó.H.T Rás 2 Sýnd kl. 4.50, 6.55, 9 og 11.10. Bönnuð innan 16 ára Frábær gamanmynd með einum vinsælasta gaman- leikaranum í dag. Steve Martin fer á kostum sem Bilko liðþjálfi, sleipasti svikahrappurinn í bandariska hernum. Bilko myndi selja ömmu sína ef hann yæri ekki þegar búinn að leigja hana út! Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. HASKOLABIO SÍMI 552 2140 Háskólabíó r r l-AROO „Besta mynd. Coen bneedra Premiere „Lleistaraverk“ Siskei og stert ★★★★★ itapire Prances William Steve MeDormand H. Macy Bucemi BILKO LIÐÞJÁLFI STEVE MARTIN PARGrO ★★★ „Frábær í alla staði Ó.H.T. Rás 2 Allt getur gerst í midri audninDi. SGT ADAiUHIl^TVER l< (HlE iL'-SiE'Ý (GRAMMIEIR ((IFIRAISIIÍER OC, STA'UI IPASTIE |l N N) 'O'G (LAyiRIEN |H©ÍL:L¥ ((PSUMB AiNP py/MBLR REGNBOGINN 1 m y 4 'r J bx 3 Ri lidíC0tttLlliIaí>LÍi - kjarni málsins! HELGARMYNDIR SJONVARPSSTOÐVANNA Glæpir og refsingar RÓMANSKAR myndir, prýddar suður-amerísku töfraraunsæi og sumar býsna rómantískar, hafa verið vinsælar meðal kvikmyndaunnenda undanfarin ár og Stöð 2 hefur verið að sýna nokkur ágæt sýnishorn á föstudagskvöldum nú í júlímánuði. í kvöld kveður hins vegar við nokkuð annan tón í þessari syrpu, þar sem er Kika, mynd frægasta leikstjóra Spánveija um þessar mundir Ped- ros Almodóvar frá árinu 1993 (Stöð 2 ►20.55). Almodóvar er ekki mildur rómantíker heldur meinhæðinn satíristi sem ekkert er heilagt og virðist hafa unun af að ganga fram af fólki, ekki síst strangkaþólskum löndum sínum. En eftir Konur á barmi taugaáfalls (1988) hefur hann ekki náð sama flugi og áður. Kika er þó betur heppnuð en Háir hælar (1992) og það má hafa gaman af ýmsum atriðum þessarar sögu um fáránlegan áhuga samtímans á raðmorð- ingjum. Missið ekki af kostulegri nauðgunarsenu. ★ ★ 'h (af fjórum). Kvikmyndaunnendur geta meira og minna afskrifað Ríkissjónvarpið þessa helgina. Þar er nánast samfelld sýning frá Ólympíuleikunum í Atlanta. í kvöld er þó bandarísk sjónvarpsmynd um yngri ár Indiana Jones sem sjálfsagt er í lagi fyrir unglinga (RUV ►22.15) og annað kvöld er þýsk gamanmynd, Schlenk, frá 1992, sem mér er því miður með öllu ókunn. Að öðru leyti lítur myndaúrvalið svona út þessa helgina: Föstudagur Stöð 2 ►22.50 Tískuleikarinn Bih Pullman er í aðalhlutverki í grínmynd- inni Á bólakaf (Going Under), eins konar Airplane í kjarnorkukafbát. Martin og Porter gefa ★ ★ (af fimm). Stöð 2 ►O .30 A eftir þessu slappa gríni er misheppnuð -spennumynd, Hættufegur metnaður (Ambition), með Lou Diamond Phillips um sam- band rithöfundar við geggjaðan morð- ingja. ★ Stöð 3 býður upp á þijár bandarísk- ar sjónvarpsmyndir, sem ég hef hvorki séð og né hef umsagnir um. Sýn ►21.00 Hrollvekjan Tungl- myrkvi (Full Eclipsé), í leikstjórn Anthony Hickox, sem á nokkrar slíkar að baki, fjallar um löggu (Mario Van Peebles) sem gengur í löggæslusveit skipaða varúlfum! Martin og Porter segja myndina lofa góðu en falla á endasprettinum. Þau gefa ★ ★ ★ (af fimm mögulegum) Sýn ►23.35 Sjónvarpsmyndin Rokk og ról (Shake Rattle And Roll) er flöt og klisjukennd unglingamynd frá rokktímanum. ★ xh Laugardagur Stöð 2 ►16.40 Hið ofvaxna og ofmetna óskabarn enskrar leiklistar Kenneth Branagh er upp á sitt besta í glæsilegri myndgerð hans frá 1989 á Hinriki fimmta (Henry V) eftir Shakespeare, þar sem hann leikstýrir og leikur sjálfur kóng að kljást við Frakka. ★ ★ ★ Stöð 2 ^21 .05 Titillinn á gaman- myndinni Kúrekar í stórborginni (The Cowboy Waý) segir allt sem segja þarf um efnið en jafn ágætir leikarar og Woody Harrelson og Kiefer Suther- land fá þunnildislegt handrit í hendur og útkoman er ★ 'h Stöð 2 ►22.50 Glæpamyndin Konungur í New York frá 1990 (King of New York) er afar ofbeldisfull, gerð af einum athyglisverðasta og yfirgengilegasta leikstjóra slíkra mynda, Abel Ferrara og gerist - eins og Kúrekar í stórborginni með sínum hætti - meðal glæpalýðs í New York sem lýtur stjórn hins ógnvænlega Christophers Walken. Ég gef henni ★ ★I/2. Stöð 3 býður upp á skemmtilegustu dagskrána á laugardagskvöldið (sjá hér til hliðar). Sýn ►21.00 Spennumyndin Vitni að aftökunni (Witness To the Exec- utiorí) er einnig prýðis afjireying. Þar leikur Sean Young sjónvarpskonu sem grípur til þess ráðs að sjónvarpa af- töku til að auka áhorfið. Leikstjórinn Tommy Lee Wallace stendur vet að verki í þessari sjónvarpsmynd. ★ ★ 'h

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.