Morgunblaðið - 19.07.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.07.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1996 39 SÍMI 5878900 ÁLFABAKKA 8 SÍMI 5878900 B.i.16. THX DIGITAL 'AUÐIR FOI Eitt blaö fyrir alla! Sýnd kl. 5. ÍSLENSKT TAL. kjarni málsinv! STORGRINMYNDIN: ALGJOR PLAGA JIM CARRiY MATTHIW BROÞIRICK wann vantar vin hvað sem það kosÁar. Hann .l- wnnkar hann upp é Per‘ TRUFLUÐ TILVERA KLETTURINN AÐSÓKIUARMESTA MYIÚD SUMARSINS mícatfls DIGITAL Trainspotting I HÆPNASTA SVAÐI ★ ★★ A.l. Mbl. "Svo hér er á ferðinni sumarafþreying eins og hún qerist best. Kletturinn er afbragðs skemmtiefni. Það ætti engum ao leiðast frekar en venjulega i Alcatraz.,, ,lijpl m í l 11 \ lj[ [t [ HELGARMYNDIR SJONVARPSSTOÐVANNA sérflokki þessa helgina er sýning Stöðvar 3 á meistaraverki Alfreds Hitchcocks frá 1959 North By Northwest eða Njósnaranum, eins og myndin er kölluð hér (laugardagur ►23.45). Snillingurinn Cary Grant fer á kostum í hlutverki hversdagsmanns sem fyrir einskæra til- viljun er tekinn í misgripum fyrir njósnara og á fótum sínum fjör að launa á æsilegum flótta um ýmis táknræn amerísk kennileiti. North By Nort- hwest blandar kímni og spennu í nánast fullkominn kokkteil, auk þess sem myndin er gullnáma fyrir þá sem hafa gaman af að skoða frásagnar- tækni og hugðarefni meistarans. Hin allra besta skemmtun ★★★★. Martröð hversdagsmanns Sunnudagur Stöð 2 ►20.50 Sýningin á Klukk- an tifar (The Amerícan Clock) sem kanadíski leikstjórinn Bob Clark gerði 1993 eftir leikriti Arthurs Miller um upphaf kreppunnar í Bandaríkjunum árið 1929, stendur upp úr í kvöld. ★ ★★ Sýn ►22.00 Unnendur flókinna spennumynda geta haft nokkra ánægju af í þátíð á Sýn (Past Tense), þótt mér finnist flækjan vera fremur langsótt en snjöll. Scott Glenn leikur spennusagnahöfund sem rambar milli veruleika og ímyndunar eftir að hann kynnist dularfullri nágrannakonu. Gefum henni ★★. Árni Þórarinsson. Löggu- spenna frá Ed McBain ► Sakamálasögur bandaríska höfundarins Eds McBain, sem réttu nafni heitir Evan Hunter, hafa áratugum saman notið mikilla vinsælda og getið af sér nokkrar og mjög ólíkar kvikmyndir um glímu rannsóknar- löggunnar Steve Carella og félaga við morðingja og annað glæpahyski í stórborg- inni lsola, sem auðvitað stendur fyrir New York. Frakkar gerðu tilraun á sjöunda ára- tugnum með Jean-Louis Trintignant í hlut- verki Carellas, sama gerði japanski meist- arinn AJcira Kurosawa árið 1962 með Teng- oku to Jigoku sem byggð var á bókinni King’s Ransom og hafði Toshiro Mifune í hlutverki Carellas, Burt Reynolds lék hann í grínhasarnum Fuzz árið 1972, þar sem Hunter skrifaði sjálfur hand- ritið, og Donald Sutherland lék Carella í Liens de Sang eftir Claude Chabrol árið 1977. Á laugardags- kvöldið sýnir Stöð 3 hins vegar aðra myndina i nýrri sjónvarpsmynda- syrpu eftir sögum McBains, Snjór (Ice N21.30) sem ég veðja á að sé hin besta afþreying. Þar leikur Dale Midkiff Carella og Joe Pantol- iano félaga hans Meyer, en handritið gerir sá skemmtilegi B-myndasmið- ur Larry Co- hen. Leikstjóri er Bradford May. BEST ÁTNT The Year Of Living Dangero- usly (1983) Þar til i bláendann afbragðs spennumynd um fréttamann í tilfinninga- legri og sið- ferðilegri tog- streitu á ófrið-v artímum í Indó- nesíu 1965. Með Mel Gibson, Sigoumey Wea- verogLinda Hunt. Leikstjóri: Peter Weir. (Föstudag- ur ^21.00) ★ ★ ★ Cat On a HotTin Roof (195$ Framúrskarandi leikhópur - Elizabeth Taylor, Paul Newman, Burl Ives - í mynd þess van- metna ieikstjóra Richards Bro- oks eftir fjöi- skyldudrama Tennessees Williams. (Sunnudag- ur ►20.00) ★ ★ ★ Little Caesar (1930) Nokkuð aldurhnigin glæpamynd Mervyns LeRoi en enn er unun að fylgjast með Edward G. Robinson í titil- hlutverkinu. (Sunnudagur ►£ 24.00) ★ ★ Vz

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.