Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 1996 B 3 Eldveggurinn; gamla stórslysamyndin gengur í endurnýjun lífdaga. Bjargvættirnar; Smith og Goldblum í ID4. Hvað ef? Dean Devlin og Roland Emmerich, höfundar „Independence Day“. myndaveranna í Hollywood. Tveimur dögum seinna kepptust Hollywoodmógúlarnir um athygli þeirra. 20th Century Fox bauð best, þeir fengu 7,5 milljónir doll- ara í laun og hluta af ágóðanum, sem verður sjálfsagt helsta tekju- lind þeirra næstu árin. Þeir tóku að ráða í hlutverkin; Bill Pullman yrði forseti Banda- ríkjanna, jafnaldri Bill Clintons en áræðnari, Jeff Goldblum tölvufrík sem leitar að veikum blettum hjá innrásarhernum og Will Smith or- ustuflugmaður sem kallar ekki allt ömmu sína. Aðrir leikarar í myndinni eru Robert Loggia, Judd Hirsch, Margaret Colin, Mary McDonnell og Harry Connick. Um svipað leyti var annar og mun frægari leikstjóri, Tim Burton (Batman), að undirbúa sína útgáfu af innrásarmynd úr geimnum, „Mars Attacks!“, svo það varð að hafa hraðann á ef átti að koma ID4 í kvikmyndahús á undan henni. Burtonmyndin yrði stjörn- um prýdd með Jack Nicholson og Annette Bening í aðalhlutverkum. En þegar Ijóst var að Emmerich og Devlin höfðu náð forskoti ákvað Burton að fresta frumsýningu á „Mars Attacks!“ til næstu jóla. Þegar Emmerich og Devlin sett- ust niður og skrifuðu handrit ID4 höfðu þeir fremur í huga gömlu stórslysamyndir Irwin Allens („Towering Inferno") en gamla geimtrylla. Þeir höfðu lengi talað um að reyna að endurvekja stór- slysamyndirnar en ekki fundið grundvöllinn undir þær þar til inn- rás utan úr geimnum gaf tóninn. „Þessi mynd á í raun margt sam- eiginlegt með Irwin Allen myndun- um,“ er haft eftir Devlin. „Við kynnum til sögunnar hóp manna með ólíkan bakgrunn sem snýr bökum sáman gegn yfirvofandi hörmungum. Það hjálpar okkur á tvennan hátt: Við getum lagt áherslu á mannlega þáttinn og myndin þarf ekki að vera skelfi- lega fyrirsjáanleg. I venjulegum hasarmyndum sitjum við og bíðum eftir því að súperhetjan okkar sigri óvininn. Fólk gleymir því að í stór- slysamynd eins og Póseidonslysinu dó Gene Hackman í lokaatriðinu. Svoleiðis nokkuð gefur okkur auk- ið rými.“ Líkön og matchboxbílar Módelsmíði var helsta hjálpar- tæki kvikmyndagerðarmannanna. Til að koma innrás geimveranna sem best til skila voru gömul flug- skýli Howard Hughes við Los Angeles flugvöllinn tekin undir gerð risastórra líkana af amerísk- um stórborgum og Hvíta húsinu og Frelsisstyttunni og Miklagljúfri svo fátt eitt sé nefnt, sem fiest átti eftir að springa í tætlur. Alls unnu um 750 tæknimenn myndar- innar í flugskýlunum í níu mánuði við gerð tæknibrellúatriða; match- boxbílar og götóttur tjörupappír voru meðal ódýrustu hjálpargagna tæknimannanna. í ID4 eru yfir 500 tölvuteiknuð atriði en Devlin bendir á að tölvuteikningar hafi ekki alltaf boðið uppá bestu lausn- ina. Stundum var besta lausnin gamla módellímið og tvinninn. Úr því varð samspil tölvuteikninga hér og plastflugvéla þar en útkom- an er ótrúlegur fjöldi tæknibrellu- atriða. Þegar leikarinn Pullman hitti þá Devlin og Emmerich fyrst sýndu þeir honum tökur af „eld- veggnum" svokallaða, sem geim- skipin mynda í árásum sínum á heimsborgirnar. Lausnin var mjög einföld. „Hver hefði trúað því að hér væri um þriggja metra há húslíkön að ræða sett uppá haus með eldgusurnar undir þeim en myndavélin fyrir ofan?“ er haft eftir Pullman. „Eldurinn gusast niður bygginguna í átt til mynda- vélarinnar fyrir ofan og svo snýrðu myndinni við og þá er erigu líkara en eldurinn stefni beint á þig. Frá- bært hugvit.“ Vandamálin sem þurfti að leysa snéru að atriðum eins og hversu mikið þyrfti af sprengiefni til að sprengja Hvíta húsið í smáagnir á nokkrum sekúndum? Leikmynd- irnar úr „The American President“ og Nixon höfðu verið notaðar und- ir innitökur í Hvíta húsinu. Smíðað var hæfilega Iítið líkan af Hvíta húsinu fyrir 40.000 dollara og heil vika fór í að undirbúa spreng- inguna, sem var tölvustýrð. „Við höfum ekki efni á að láta neitt fara úrskeiðis,“ sagði Emmerich. Sprengingin heppnaðist fullkom- lega og var notuð í fyrstu kynning- armyndina sem dreift var í bíóhús um allan heim. Óttinn við heimsendi ID4 hefur að engu rómantískar hugmyndir Steven Spielbergs um geimverur eins og þær koma fyrir í myndum hans Náin kynni af þriðju gráðu og E.T. sem vinaleg fyrirbæri, ýmist strandaglópar í amerísku úthverfi eða í friðarferð til jarðar. í dag boðar heimsókn utan úr geimnum ragnarök og er efni í stórslysamynd. Hvers vegna? Devlin tengir það árinu 2000. Á sjötta áratugnum var gerður mýgrútur geiminnrásamynda í Hollywood þar sem auðveldlega mátti sjá að geimverurnar skelfi- legu stóðu fyrir Rauðu hættuna, kommúnismann í austri. „Því er ekki lengur til að dreifa,“ er haft eftir Devlin. „Gömlu myndirnar eins og „War of the Worlds“ gerðu mikið til út á hræðsluna við komm- únismann en ég held það sé búið mál. í dag er meira spilað inná heimsendaóttann eftir því sem nær líður árþúsundaskiptunum.“ Devlin. var vongóður nokkrum dögum fyrir frumsýningu á mynd- inni vestra. Prufusýningarnar höfðu farið fram úr björtustu von- um. Þeir vissu að þeir voru með eitthvað sérstakt í höndunum. „Eitt það verðmætasta sem Rol- and hefur nokkurn tíman sagt við mig var á þessa leið,“ segir Devl- in. „Sjáðu til, Devlin, þú ert enginn snillingur. Ég er enginn snillingur og við eigum aldrei eftir að verða neinir snillingar. En ef við leggjum hart að okkur þá eigum við von- andi eftir að gera góða bíómynd einn daginn.“ Þeir þurfa ekki að hafa áhyggj- ur af því meira.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.