Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNUA UGL YSINGA R „Au pair“ í Luxemborg íslensk/ensk fjölskylda í Lúxemborg óskar eftir „au pair“ frá 1. sept. nk. til að gæta þriggja drengja, auk þess að aðstoða við heimilisstörf. Nauðsynlegt er að viðkomandi sé traustur og reglusamur, hafi bílpróf og sé eldri en 18 ára. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 28. júlí, merktar: „D-D - 28761". Viðskiptareynsla - sérverkefni 46 ára karlmaður með langa reynslu í við- skiptalífinu óskar eftir starfi, helst við af- mörkuð sérverkefni. Reynsla af sölu-, mark- aðs- og stjórnunarstörfum ásamt samninga- gerð innanlands og utan. Góð menntun og tungumálakunnátta. Fullum trúnaði heitið. Lysthafendur leggi nafn sitt og símanúmer inn til afgreiðslu Mbl. eigi síðar en 31. júlí nk. merkt: „V - 18113". RATSJÁRSTOFNUN Ratsjárstofnun annast samkvæmt milliríkja- samningi rekstur og viðhald fjögurra ratsjárstöðva á Islandi. Hjá Ratsjárstofnun starfa 62 starfsmenn um land allt. GÆÐAFULLTRÚI Óskum eftir að ráða gæðafulltrúa til starfa á skrifstofu Ratsjárstofnunar. STARF GÆÐAFULLTRÚA FELST í: * Faglegri úttekt og mati á starfssemi Ratsjárstofnunar og undirverkataka hennar. * Umsjón og útgáfu gæðaáætlunar auk leiðbeininga og eyðublaða vegna gæða- og þjálfunarmála. * Faglegri ráðgjöf og/eða aðstoð í tengslum við þjálfunar- og gæðamál. HÆFNISKRÖFUR eru að umsækjendur séu með framhaldsmenntun og reynslu á sviði tölvu- og rafeindatækni, bæði vél- og hugbúnaði, auk þekkingar og reynsiu í forritun. Enskukunnátta er nauðsynleg auk bílprófs. Ahersla er lögð á samvinnu, frumkvæði, heiðarleika og dugnað. UMSÓKNARFRESTUR er til og með 30. júlí n.k. Ráðning verður f.o.m. 1. október 1996. VINSAMLEGA ATHUGIÐ AÐ FYRIR- SPURNUM UM OFANGREINT STARF VERÐUR EINGÖNGU SVARAÐ HJÁ STRÁ STARFSRÁÐNINGUM EHF. Umsóknareyðublöð eru fyrirliggjandi á skrifstofunni sem opin er frá kl. 10-16, en viðtalstímar eru frá kl. 10-13. Starfsrádningar ehf Mörkirwi 3 ■ 108 Reykjavík , Simi: 588 3031 ■ Fax: 588 3044 RA Guðifý Harbardóttir Varmalandsskóli - Borgarfirði Kennarar Okkur vantar kennara til starfa á komandi starfsári. Nóg vinna fyrir duglega kennara. Ódýrt húsnæði. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 435 1300, skóli og 435 1302, heima. Hress sölu- manneskja óskast Lítil heildverslun með ritföng í Hafnarfirði óskar eftir sjálfstæðum og duglegum starfs- krafti til sölustarfa frá og með 1. septem- ber. Æskilegur aldur 25-40 ára. Svör berist til afgreiðslu Mbl. fyrir 3. ágúst, merkt: „Heildverslun - 4375“. Frá Háskóla íslands Laust er til umsóknar starf prófessors í raforkuverkfræði við verkfræðideild Háskóla íslands. Um er að ræða tímabundnið starf sem kostað er af Rafmagnsveitu Reykjavíkur og verður ráðið í það til tveggja ára. Að þeim tíma loknum verður ákveðið hvort og hvernig framhald geti orðið með sameigin- lega hagsmuni raforkuiðnaðarins og Háskól- ans í huga. Umsækjandi þarf að hafa næga sérþekkingu og reynslu til að gegna leiðandi hlutverki í hagnýtum rannsóknum á raforkukerfum, orkubúskap, hönnun og rekstri. Prófessorinn mun starfa innan rafmagns- og tölvuverk- fræðiskorar. Honum er ætluð hálf kennslu- skylda auk leiðbeiningarstarfa vegna nem- enda í rannsóknartengdu framhaldsnámi. Hann skal vera Rafmagnsveitu Reykjavíkur til ráðuneytis á sérsviði sínu og getur sú ráðgjöf numið allt að einum fimmta hluta af dagvinnu hans. Gert er ráð fyrir að störf prófessorsins nýtist einnig raforkuiðnaðinum í landinu. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um verkfræðistörf þau, sem þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og önnur störf. Umsóknarfrestur er til 30. ágúst 1996. Laun samkvæmt kjarasamningum Félags háskólakennara og fjármálaráðherra. Að auki gildir samningur milli Rafmagnsveitu Reykjavíkur og Háskólans. Nánari upplýsingar veitir forseti verkfræði- deildar eða staðgengill hans. Umsóknir sendist til starfsmannasviðs Há- skóla íslandsviðSuðurgötu, 101 Reykjavík. Grunnskólakennarar Við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar eru lausar tvær stöður næsta vetur. Um er að ræða bekkjarkennslu í 1., 6. og 7. bekk auk dönsku. Upplýsingar gefa skólastjóri, Guðmundur Þorsteinsson, í síma 475 1159 og aðstoðar- skólastjóri, Magnús Stefánsson, í síma 475 1211. VEGAGERÐIN TÖLVUNARFRÆÐINGAR KERFISFRÆDINGAR TVÖ STÖRF Vegagerðin óskar að ráða tölvunarfræðinga, kerfisfræðinga eða aðila með sambærilega menntun í eftirtalin störf. 1. Gagnabanki Starfið felst í þróun, uppsetningu og viðhaldi gagnagrunna og hugbúnaði fyrir þá. Greining, hönnun og útfærsla verkefna vegna tölvu- væðingar þeirra. Samskipti við hugbúnaðarhús o.fl. Óskað er eftir einstaklingi með góða þekkingu á gagnagrunnum, SQL, ODBC, auk þess er æskilegt að viðkomandi hafi þekkingu á Visual Basic og Visual C++. 2. Einmenningstölvur Starfið felst í uppsetningu á tölvum og hugbúnaði, nettengingum, ásamt forritaþróun. Þjónusta við notendur o.fl. Óskað er efir þjónustuliprum einstaklingi, sem á auðvelt með samskipti og sjálfstæð vinnubrögð. Þekking á Visual Basic og Visual C++ æskileg. Nánari upplýsingar veita Torfi Markússon eða Jón Birgir Guðmundsson hjá Ráðgarði frá kl. 9-12. í síma 533 1800. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs merktar: “Vegagerðin - og viðkomandi störfum” fyrir 26. júlí nk. RÁÐGARÐURhf SIJÓRNUNAROGREKSIRARRÁÐGJÖF Furugartl 5 108 Ruykiuvlk Slml 533 1800 Fax: 533 1808 Netfang: rgmldlunOtraknat.lt Haimamlða: http://www.traknat.lt/radgardur AuPAIR • MALASKÓLAR • STARFSNAM LÆKJARGATA 4 101 REYKJAVÍK SlMI 562 2362 FAX 562 9662 AU PAIR í BANDARÍKJUNUM Mörg hundruð íslensk ungmenni hata farið á okkar vegum til au þair dvalar í Bandaríkjunum síðastliðin 6 ár. Og ekki að ástæðulausu jiar sem engin önnur samtök bióða eins góða, örugga og ódýra þjónustu. Allar ferðir fríar. Lágmarksaldur er 18 ár. AU PAIR í EVRÓPU Við bjóðum einnig au þair vist í Austurríki, Brctlandi, Danmörku, Finnlandi, Frakklandi, Flollandi, Ítalíu, Noregi, Spáni, Sviss, Svíþjóð og Þýskalandi. Lágmarksaldur er 18 ár. Villtu slást í hópinn? Vió erum ab bóka i brott- farir i september, október og nóvemer 1996 og janúar, febrúar, mars, april og mai 1997.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.