Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 1996 B 19 ATVIN N1MA UGL YSINGAR HEILSUGÆSLUSTÖÐIN Á AKUREYRI Hjúkrunarfræðingar Starf hjúkrunarfræðings við heimahjúkrun á Heilsugæslustöðinni á Akureyri er laus til umsóknar. Um er að ræða 80-100% starf frá 1. sept. nk. eða eftir samkomulagi. Heimahjúkrunin er í örri þróun. Unnið er að einstaklingsbundinni hjúkrun íheimahúsum. Starfið er iifandi og gefandi. Starfsandi er góður. Umsóknarfrestur um starfið er til 1. ágúst nk. Hafið samband við deildarstjóra heimahjúkr- unar eða hjúkrunarforstjóra og fáið nánari upplýsingar í síma 462 2311. Kennarar - kennarar Enn vantar nokkra kennara til starfa í Vest- mannaeyjum á komandi skólaári. Við Barnaskóla Vestmannaeyja eru lausar 3 stöður grunnskólakennara. Um er að ræða 1 stöðu við almenna kennslu (æskileg kennslugrein danska), 1 stöðu við tónlistarkennslu (tónmennt og skólakór) og 1 stöðu handmenntakennara (smíðar). Nánari upplýsingar um þessar stöður gefur Hjálmfríður, skólastjóri, í símum 481 1944 og 481 1898. Við Hamarskóla eru lausar 2 stöður grunn- skólakennara. Um er að ræða sérkennara- stöðu eða almenna kennarastöðu við kennslu yngri barna og eina stöðu við kennslu í eldri deildum (æskilegar kennslu- greinar stærðfræði og eðlisfræði). Nánari upplýsingar um þessar stöður gefa Halldóra, skólastjóri, í símum 481 2644 og 481 2265 eða Ástríður, aðstoðarskólastjóri, í síma 481 2355. Við Tónlistarskólann í Vestmannaeyjum er laus 1 staða kennara. Viðfangsefnið er píanó- og söngkennsla, samtals ein staða. Nánari upplýsingar gefur Guðmundur, skóla- stjóri, í símum 481 1841 og 481 2551. Skólamálaráð Vestmannaeyja. MA RKA ÐSSTJÓRI Þekkt umhoós-og heihlverslun óskar að ráða öflugan markaðsstjóra í eina af deildum sínum sem fyrst. Starfssvu) nwrkadsstjóra er m a fólgið í gerð markaðs, sölu-og auglýsingaáætlana. Viðkomandi þarf að annast samskipti við viðskiptavini fyrirtækisins og vinna að markaðsmálum með ijölbreyttum hætti. Vió leitum (u) manni með menntun og reynslu í markaðsmálum. Viðskiptamenntun er æskileg. Góð enskukunnátta ásamt góðri kunnáttu í a.m.k. einu Norðurlandamálanna er nauðsynleg. Upplýsingar um starfið veitir Katrín S. Óladóttir og Gylfi Dalmann. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir ásamt mynd til Rúóningarþjóuustu Hagvangs hf merktar „Markaðsstjóri" fyrir 29. júlí n.k. Fyrirtækið var stofnað 1959 og er í dag eitt stærsta matvælafyrirtæki landsins þar sem starfsmannafjöldi er um 300. Fyrirtækið á og rekur fjölda brauðbúða og eitt af markmiðum þess er að koma vörunni nýrri og ferskri til neytandans. Hagur neytandans er haföur í fyrirrúmi og mik- il áhersla lögð á ítrasta hreinlæti og hollustu. Myllan Brauð hf., óskar eftir að ráða starfs- fólk í Brauðbúðir Við leitum að heiðarlegum einstaklingum sem eru sjálfstæðir og þjónustuliprir með glaðlega framkomu. Starfið felst í afgreiðslu, móttöku vöru, eftir- liti með birgðum, daglegum frágangi o.fl. Umsóknum skal skila í afgreiðslu Myllunar Brauðs hf., Skeifunni 19, Rvík. Upplýsingar veitir starfsmannastjóri í síma 581-3277 frá kl. 9.00-16.00. Skrifstofustjóri Fyrir einn af viðskiptavinum okkar óskum við að ráða skrifstofustjóra. Fyrirtækið er iðnfyr- irtæki með um 15-20 starfsmenn, staðsett í Hafnarfirði. Starfið felst einkum í rekstri skrifstofu félagsins s.s. bókhaldi, áætlunar- gerð, launaútreikningi, innheimtu reikninga o.fl. þ.h. Leitað er að starfsmanni með viðskipta- menntun, góða reynslu í bókhaldi og tölvu- kunnáttu. I boði er fjölbreytt starf í vaxandi fyrirtæki, góð vinnuaðstaða. Laun skv. sam- komulagi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf strax. Umsækjendur sendi skriflegar umsóknir til skrifstofu okkar í síðasta lagi miðvikudaginn 24. júlí nk. í umsókninni komi fram upplýs- ingar um menntun, aldur, meðmælendur og fyrri störf. Frekari upplýsingar eru ekki gefn- ar hvorki í síma né með viðtölum, en öllum umsóknum verður svarað eða endursendar. ÞREP hf. - endurskoðun, Skipholti 50b, 105 Reykjavík. Schíndler lyftur hf. HÉÐINN Schindler lyftur hf. óska að ráða starfsmann. Starfið • Þjónustueftirlit, viðgerðir, uppsetningar o.fl. á lyftum og lyftubúnaði. Hæfniskröfur • Rafvirkjun og helst menntun/reynsla á sviði málmiðnaðar eða vélstjórnunar. Leitað er að fagmanni sem hefur tamið sér öguð vinnubrögð og nákvæmni í starfi. Með umsóknir og fyrirspurnir verður farið sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veitir Jón Birgir Guðmundsson hjá Ráðgarði í síma 533 1800. Vinsamlegast sendið umsóknir til Ráðgarðs á eyðublöðum er þar liggja frammi merktar: “HÉÐINN Schindler lyftur hf.” fyrir 27. júlí nk. RÁÐGARÐURhf ^ SJTÓRNUNAROGREKSIRARRÁEXíjCB1 Furugarðl 5 108 Reykjavik Siml 533 1800 Fax: 533 1808 Natfang: rgmldlunOtraknat.is Helmaaf&a: http://www.traknat.la/radBardur mmm „Ung pige i huset“ Lone, 16 ára, frá Danmörku óskar eftir að komast til íslenskrar fjölskyldu (helst í þétt- býli) og passa börn í 1/2 - 1 ár frá 1. september 1996. Upplýsingar í síma 00 45 753 89675. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS Viðskiptafræðingur Tryggingastofnun ríkisins óskar að ráða við- skiptafræðing til starfa á lífeyrisdeild stofn- unarinnar hið fyrsta. Starfsreynsla æskileg. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfs- manna. Umsóknir, ásamt upplýsingum um fyrri störf, sendist starfsmannahaldi Tryggingastofnun- ar ríkisins fyrir 1. ágúst nk. LANDSPITALINN .../' þágu mannúðar og vísinda... í þágu mannúðar og vísinda ENDURHÆFINGAR- OG HÆFING- ARDEILD LANDSPÍTALANS í KÓPAVOGI Þroskaþjálfar Óskum að ráða deildarþroskaþjálfa á vistun- ardeild 19 nú þegar eða eftir samkomulagi. Um er að ræða starf sem lýtur að daglegri stjórn deildarinnar ásamt verkefnum sem tengjast útskriftum íbúa. Einnig er laus staða yfirþroskaþjálfa á vinnu- stofum frá 1. nóvember nk. Á vinnustofum fer fram einstaklingsmiðuð dagþjónusta sem stefnir að eflingu starfs- færni íbúa. Nánari upplýsingar veitir Sigríður Harðar- dóttir, hjúkrunarframkv.stj. og Salóme Þóris- dóttir, yfirþroskaþjálfi, í síma 560-2700 virka daga frá 08.00-16.00. Leikskólar Reykjavíkurborgar óska að ráða eftirtalið starfsfólk í neðan- greinda leikskóla: Hof v/Gullteig Leikskólakennara eða annað uppeldismennt- að starfsfólk. Bæði fullt starf og 50% starf eftir hádegi. Upplýsingar gefur leikskólastjóri Sigrún Sigurðardóttir í síma 553 3590. Leikgarður v/Eggertsgötu Leikskölakennara eða annað uppeldismennt- að starfsfólk. Upplýsingar gefur aðstoðarleikskólastjóri Soffía Þorsteinsdóttir í síma 551 9619. Njálsborg v/Njálsgötu Leikskólakennara eða annað uppeldismennt- að starfsfólk. Upplýsingar gefur leikskólastjóri Hallfríður Hrólfsdóttir í síma .551 4860. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 552 7277.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.