Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 20
20 B SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNUAÍ YSÍNGAR AKUREYRARBÆR Barnaskóli Akureyrar Barnaskóla Akureyrar vantar ennþá kennara til almennrar bekkjarkennslu (umsjón 5. bekk). Einnig vantar kennara til sérkennslu. Hús Barnaskóla Akureyrar stendur á brekku- brúninni fyrir ofan Akureyrarkirkju, en auk þess starfar skólinn í húsnæði íþróttahallar- innar, íþróttahúsi við Laugargötu, og Sund- laug Akureyrar. í skólanum er lögð áhersla á virkt samstarf og samábyrgð allra starfs- manna og jákvæð samskipti við heimili barn- anna. Um langa tíð hafa starfsfólk og stjórnendur Barnaskóla Akureyrar lagt áherslu á endur- menntun og nýbreytnistarf. Tilvalið fyrir áhugasama kennara, sem vilja taka þátt í frjórri umræðu um skólaþróun og eru tilbúnir til að vinna að umbótum í skólastarfi. Upplýsingar gefa skólastjóri í síma 462 4449 (heima í síma 462 4661) og starfsmanna- stjóri Akureyrarbæjar í síma 462 1000. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 2. hæð, og skal umsóknum skilað þangað. Umsóknarfrestur er til 6. ágúst. Starfsmannastjóri. ÓLAFSFJÖRÐUR ISySí ÍWS Kennarar - kennarar Barnaskóli Ólafsfjarðar er skóli með 1.-7. bekk grunnskóla. Á næsta skólaári verða þar um 150 nemendur í 8 bekkjardeildum. FJöldi starfsmanna er venju- lega á bilinu 12-15 og er samstarf og sam- vinna í heiðri höfð. Á komandi skólaári vantar kennara í 4 stöð- ur. Um er að ræða almenna bekkjarkennslu og einnig kennslu í mynd- og handmennt. Ef þú hefur áhuga, þá hafðu samband við Gunnar Lúðvík Jóhannsson, skólastjóra, Hlíð, 625 Ólafsfirði. Heimsími 466 2461, skólasími 466 2245. Gagnfræðaskólinn Ólafsfirði er fámennt skólasamfélag með 8., 9. og 10. bekk grunnskóla og framhaldsdeild, 1. ár framhaldsskóla. Fjöldi starfsmanna er jafnan á bilinu 8-12. Þar vantar einn kennara næsta vetur vegna aukningar í starfsemi skólans. Æskilegt er að kennarinn geti annast sérkennslu, kennslu raungreina og/eða kennslu verslun- ar- og viðskiptagreina. Kennsla á öðrum svið- um kemur fyllilega til greina vegna sveigjan- leika kennara sem fyrir eru. Hafið samband við Óskar Þór Sigurbjörns- son, skólastjóra, Túngötu 13, 625 Ólafsfirði. Heimasími 466 2357, skólasími 466 2134. Samstarf skólanna er allnáið og síðastliðinn vetur var hafið sameiginlegt átak í gæða- stjórnun og nýbreytnistarfi og mun því verða haldið áfram. Skólarnir eru einsetnir og stærð bekkjar- deilda er um þessar mundir á bilinu 15-25 nemendur. Öll húsnæðisaðstaða er mjög góð svo og tækjakostur. - Væntanlegum kennurum verður útvegað húsnæði á sérstökum kjörum. í því sam- bandi má geta þess að í Ólafsfirði er ein elsta og ódýrasta hitaveita landsins. Umsóknarfrestur um stöðurnar er til 31. júlí nk. Ólafsfjarðarbær - Skólanefnd. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS Vegna breytinga sem ganga í gildi 1. októ- ber 1996 á fyrirkomulagi á þjónustu við þá skjólstæðinga Tryggingastofnunar ríkisins sem fá neyðarhnappa tengda símkerfi aug- lýsir Tryggingastofnunin eftir aðilum, sem áhuga hafa á að taka að sér slíka þjónustu. Gert er ráð fyrir að samið verði við þá aðila sem uppfylla kröfur Tryggingastofnunar. Þjónustan felst í rekstri og eignarhaldi nauð- synlegs búnaðar (neyðarhnappa, upphringi- og móttökubúnaði), svarþjónustu allan sólar- hringinn og viðbrögðum við neyðarköllum, t,d, að heimsækja þá sem neyðarboð senda og kalla til nauðsynlega hjálp. Upplýsingar um verkefnið verða afhentar hjá verkfræðistofunni Rafteikningu hf. Borgar- túni 17, 105 Reykjavík frá þriðjudegi 23. júlí 1996. Fyrirspurnum og athugasemdum um þjón- ustuna skal skila skriflega til sama staðar merkt „TR - Viðvörunarkerfi/neyðarhnapp- ar“ í síðasta lagi 7. ágúst 1996. Öllum fyrir- spurnum verður svarað skriflega innan viku þaðan í frá. Væntanlegir þjónustuaðilar skulu skila inn útfylltu þar til gerðu eyðublaði ásamt um- beðnum upplýsingum og öðru sem þeir vilja koma á framfæri eigi síðar en kl. 16 mánu- daginn 26. ágúst 1996 til verkfræðistofunnar Rafteikningar hf. Borgartúni 17, 105 Reykja- vík merktu „TR - Viðvörunarkerfi/neyðar- hnappar - Þjónusta". r~.............i HÁSKÓLABÍÓ Háskólabíó óskar nú þegar eftir að ráða vaktstjóra Við leitum að hörkuduglegum, jákvæðum og drífandi einstaklingi á aldrinum 24-35 ára sem hefur áhuga á að starfa í spennandi starfsumhverfi. Starfið felur í sér umsjón, eftirlit með afgreiðslu og fleira. Vinnutími er aðallega á kvöldin. Möguleiki er á 60-100% starfí eða eftir nánara samkomulagi. Frekari upplýsingar veitir Gylfi Dalmann. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar “Háskólabíó 372” fyrir 26. júlí nk. íslenska útvarpsfélagið er eitt af leiðandi fjölmiðlafyrirtœkjum landsins og var fyrsta sjálfstœða/einkarekna sjónvarpsstöðin hér á landi. Fyrirtœkið hefur nú starfað á sviði fjölmiðlunar í 10 ár og rekur auk sjónvarpsstöðvar, útvarpsstöðina Bylgjuna. Hjá fyrirtœkinu starfa að jafnaði um 200 manns á hinum ýmsu sviðum. Framleiðsludeild fyrirtœkisins, sem nú óskar eftir að ráða starfsmenn, sér m.a. um framleiðslu á efni fyrir sjónvarp og útvarp auk þess að annast útsendingarstjórn. FRAMLEIÐSLA SJÓNVARPS- OG ÚTVARPSFEFNIS ✓ Islenska útvarpsfélagið óskar eftir að ráða í eftirfarandi: * Störf við myndatökur, klippingar, grafík, hljóðupptökur og hljóðsetningu. * Við framleiðslu-/dagskrárgerð, tæknistjórn og útsendingu. * Einnig vantar bráðduglegar skriftur til starfa. VIÐ LEITUM AÐ sjálfstæðu og framtakssömu fólki, sem vinnur fagmannlega og sýnir dugnað og frumkvæði í starfi. I BOÐI ERU mjög áhugaverð störf í líflegu starfsumhverfi hjá framsæknu og öflugu fyrirtæki. UMSÓKNARFRESTUR er til og með 6. ágúst n.k. Umsækjendur eru beðnir að skila gögnum um starfs- og námsferil ásamt myndbandi eða annars konar sýnishorni af vinnu sinni ef kostur er. Ráðningar verða fljótlega. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. Vinsamlega athugið að fyrirspurnum um ofangreind störf verður eingöngu svarað hjá STRÁ Starfsráðningum ehf. Umsóknareyðublöð eru fyrirliggjandi á skrifstofunni, sem opin er frá kl.10-16, en viðtalstímar eru frá kl.10-13. ST RA StarfsráÓningar ehf Mörkinni 3 ■ 108 Reykjavík Sími: 588 3031 ■ Fax: 588 3044 Guðný Harðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.