Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ :« ri<y, , piiiiw !*Ö*##;*»£þ GAMLA Landsbankahúsið blasir við. Gamla Landsímastöðin og Pósthúsið, Nathan & Olsenhús til hægri. Húsarústir við norðurenda Austurvallar. Kjarval vildi jafna yfir þær. Stytta Thorvaldsens er á miðjum Austurvelli. Járnrimlagirðing er umhverfis völlinn. Önnur girðing umhverfis myndastytt- una. Myndastytta Thorvaldsens vék síðar fyrir styttu Jóns Sigurðssonar forseta. Girðingin umhverf- is Austurvöll var einnig fjarlægð og stígar lagðir um völlinn. Ró og samræmi virðist einkenna þá heildarmynd, sem við blasir. Húsagerðarlist, fijálshyggja Og hyggjuvit DANSKIR arkitektar gangast um þessar mundir fyrir sýningu í Ráð- húsi Reykjavíkur. í því sambandi má gjarnan minna á víxispor sem stigin hafa verið í byggingarsögu Reykjavíkurborgar. Því er við hæfi að birta ljósmyndir er sýna með einstæðum hætti mistök sem borgaryfirvöld létu viðgangast, og áttu þátt í, beint og óbeint, með því að leyfa fjársterkum framtaks- mönnum að þjarma að einum feg- ursta bletti bæjarins og virða að vettugi tillögur eins og fremsta listamanns þjóðarinnar er hann hafði sett fram Reykvíkingum til hagsbóta og yndisauka. Hannes Hólmsteinn stórvirkur fijálshyggjumaður, sem ritað hef- ur sögu Jóns Þorlákssonar borgar- stjóra og ráðherra, sólvermdur í hlýjum garði Hitaveitu Reykjavík- ur, nefnir ekki Jóhannes Kjarval listmálara einu orði í bók sinni um Jón. Það hefði hann þó átt að gera. Þó ekki væri nema vegna þess að Kjarval ritaði greinaflokk í Morgunblaðið þar sem hann and- mælti áformum Jóns Þorlákssonar um stórhýsi er Jón hugðist reisa ásamt Halldóri Sigurðssyni úrsmið á lóð er hann festi kaup á milli Austurvallar og Austurstrætis. Jóhannes Kjaival horfði skyggn- um augum listamanns og heims- borgara á umhverfi sitt og skynj- aði fegurð í mannvirkjum þeim er rísa áttu í vaxandi borg, en sá jafnframt nauðsyn þess að varð- veita opin svæði, sem almenningur nyti, ekki hvað síst á leið sinni til og frá daglegum störfum. Það Verulega mikil. Smith & Norland býöur mikiö úrval sjónvarps- og myndbands- tækja frá Siemens. Fagleg ráögjöf og góð þjónusta. Verulega góð. ■ Umboðsmenn okkar á landsbyggðinni eru: • Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs • Borgarnes: Glitnir • Borgarfjöröur: Rafstofan Hvítárskála • Snæfelisbær: EHómsturvellir • Grundarfjöröur: Guöni Hallgrímsson • Stykkishólmur. Skipavík • Búöardalur: Ásubúö • ísafjöröur: Póllinn • Hvammstangl: Skjanni • Sauöárkrókur: Rafsjá • Slglufjöröur: Torgiö • Akureyri: Ljósgjafinn • Húsavík: Öryggi • Vopnafjöröur: Rafmagnsv. Árna M. • Neskaupstaður: Rafalda • Reyðarfjöröur: Rafvólaverkst. Árna E. • Egilsstaðir: Svelnn Guðmundsson • Breiðdalsvík: Stefán N. Stefánsson • Höfn í Homafiröi: Króm og hvítt • Vík í Mýrdal: Klakkur • Vestmannaeyjar: Tréverk • Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga • Hella: Gilsá • Selfoss: Árvirkinn • Grindavík: Rafborg • Garður: Raftækjav. Sig. Ingvarss. • Keflavík: Ljósboginn • Hafnarfjöröur: Rafbúö Skúla, Álfaskeiöi. SMITH& NORLAND !! Nóatúni 4 • Sími 5113000 í i LJÓSMYNDIN sýnir samkomu Reykvíkinga við Austurvöll. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur á miðjum vellinum, við styttu Thorvaldsens. Mannfjöldi hlýðir á leik sveitarinnar. Þesskonar hljómleikar voru einkar vinsælir og mun margur bæjarbúi eiga góðar minningar um þær stundir. Nálægt miðri myndinni sjást tveir lögregluþjónar. Sá sem nær er mun vera Sigurður Gísla- son. Hann var hávaxinn, rauðbirkinn, þrekmenni og þrautgóð- ur. Svo sem sjá má bera lögregluþjónar kollháar húfur. AIl- nokkru síðar voru þær látnar víkja fyrir öðrum kolllægri, sömu gerðar og tíðkast munu enn í dag. Maðurinn með stráhattinn gæti verið Oddgeir Hjartarson, lengi starfsmaður hjá Garðari Gíslasyni. Svo sem myndin ber með sér er þegar hafin smíði stórhýsa þeirra er nú byrgja sýn þá sem áður var til norðurs. Frá því vildi Kjarval forða. Hann vildi gosbrunn á miðjum velli að hætti erlendra stórborga. Taka í framrétta hönd skaparans, sem bauð Reykvíkingum eitt hið fegursta bæjarstæði í víðri veröld og fella húsagerð að hæfi umhverfis. Það gerist oft að við látum geislavirkt ský eiginhagsmuna slá ryki í augu dómgreindar og byrgja sameiginlegan sjón- deildarhring listar og almenningsheilla. Byggingarsaga Reykjavíkur er hryggilegt dæmi um hundruð mistaka. Sögulegar minjar jafnaðar við jörðu. Fjármagnið snýr baki við fegurðinni og lætur gaminn geisa. Borgarstofnanir lúta ofurvaldi smekklausra „fjárfesta", sem fara sínu fram og láta geðþótta ráða gerðum sínum. IW 860 Þvottavél • Vinduhraði 800 sn/mín. • 14 þvottakerfi • Stiglaus hitastillir • Orkunotkun 2,3 kwst GR 1860 • H:117 B:50 D:60cm • Kælir: 140 Itr. • Frystir 45 Itr. GR 2260 • H:140 B:50 D:60 cm • Kælir:l 80 Itr. • Frystir 45 Itr. GR2600 • H:152 B:55 D:60 cm • Kælir 187 Itr. • Frystir: 67 Itr. GR3300 • H:170 B: 60 D:60 cm • Kælir:225 Itr. • Frystir 75 Itr. ^índesíl1 ...í stöðugri sókn! ...og þvottavélar B R Æ Ð U R N I R Lógmúla 8 • Sími 533 2800 Umbobsmenn um land alll Vesturland: Málnlngarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi.Blómsturvellir, Hellissandi. Guöni Hallgrímsson, Grundarfiröi. Ásubúö.Búöardal Vestflrðir: Geirseyrarbúöin, Patreksfiröi. Rafverk.Bolungarvík.Straumur.ísafiröi. Noröurland: Kf.Steingrlmsfjaröar.Hólmavlk. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfiröingabúö.Sauöárkróki. KEA byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri.KEA, Siglufiröí.Ólafsfiröi og Dalvík. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Urö, Raufarhöfn. Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstööum. Kf.Vopnfiröinga, Vopnafiröi. Verslunin Vík, Neskaupsstaö. Kf.Fáskrúösfiröinga, Fáskrúösfiröi. KASK, Höfn Suðurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Jón Þorbergs, Kirkjubæjarklaustri. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapalell.Keflavík. Rafborg, Grindavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.