Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JULI 1996 B 23 Æm, a^ji u m a i \r~^\ \/C/K /é"~^ A P Ýtumaður- Grænland Vantar vanan ýtumann til Grænlands. Upplýsingar gefurTeitur Gústafsson á skrif- stofutíma í símum 562 2700 eða 567 4002. ÍSTAK Skúlatúni 4. Yfirvélstjóri Óskum að ráða vélfræðing (VF-1) til starfa sem yfirvélstjóra á frystitogara. Vélarstærð er ca. 1800 kw. Frystitogarinn er gerður út á rækjuveiðar á Flæmska Hattinum. Nánari upplýsingar hjá: Nasco, Suðurlandsbraut 50, 108 Rvk. Sími 588 5266. <X NASCO Laus staða aðstoðar- skólastjóra Við Höfðaskóla, Skagaströnd, er staða að- stoðarskólastjóra laus til umsóknar. Þá vantar einn kennara í almenna kennslu. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst. Nánari upplýsingar veitir Sæmundur Gunnarsson, formaður skólanefndar, í síma 452 2702 (vinna) og 452 2925 (heima). „Au pair“ London íslensk hjón með eitt barn, búsett nálægt Kings Road í Lundúnum, óska eftir traustri og áreiðanlegri „au pair“, frá og með septem- ber nk. Manneskja með bílpróf, sem ekki reykir, væri æskileg. Lágmarksaldur 20 ár. Vinsamlegast sendið skriflega umsókn til afgreiðslu Mbl., Kringlunni 1, fyrir 26. þessa mánaðar, merkta: „London - 1055". Eftir 26. júlí má leita upplýsinga í síma 554 0304. Dagvist barna Sálfræði- og sérkennsludeild Talmeinafræðingur óskast í fullt starf hjá Sálfræði- og sérkennsludeild Dagvistar barna, Reykjavík, frá 1.9.96. Upplýsingar fást hjá yfirsálfræðingi í síma 552 7277. Umsóknir sendist Dagvist barna, Tryggvagötu 17, Rvk. Umsóknarfrestur til 20. ágúst nk. Neskaupstaður Félagsmálastjóri Vegna leyfis félagsmálastjórans í Neskaup- stað er starfið laust til umsóknar. Allar upplýsingar veitir formaður félagsmála- ráðs, Smári Geirsson, vs. 477 1700, hs. 477 1630. Félagsmálaráð Neskaupstaðar. Laus staða sparisjóðsstjóra Staða sparisjóðsstjóra við Sparisjóð Önund- arfjarðar, Flateyri, er laus til umsóknar. Laun og kjör eru samkvæmt kjarasamningi SÍB og bankanna. íbúðarhúsnæði fylgir. Frekari upplýsingar veitir sparisjóðsstjóri, Ægir E. Hafberg, í síma 456 7676 og skal skila umsóknum til hans fyrir 26. júlí nk. Iðnstýringar Öflugt fyrirtæki sem selur og þjónustar iðn- stýribúnað þarf að bæta við reglusömum og drífandi starfskrafti til að annast markaðs- setningu og þjónustu á nýjum vörum. Æskileg menntun eða reynsla: Rafvirki, raf- iðnfræðingur, vélfræðingur eða sambæri- legt. Framtíðarstarf fyrir réttan aðila. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. merktar: „Stýring - 1112“ fyrir 28. júlí. 9 FOfnasmiöjan Járniðnaðarmenn Vegna aukinna fyrirliggjandi verkefna óskar Hf. Ofnasmiðjan eftir starfsmanni í ryðfríu- deild fyrirtækisins í Hafnarfirði. Viðkomandi þarf að hafa lokið námi í blikk- smíði, járnsmíði, vélsmíði eða hafa góða reynslu í smíði á ryðfríu stáli. Umsækjendur vinsamlegast tilgreini aldur, menntun og fyrri störf og skili umsóknum til afgreiðslu Mbl., merktum: „Ryðfrítt". Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa við Sjúkrahúsið á Seyðisfirði frá 1. september eða eftir nánari samkomulagi. Sjúkrahúsið á Seyðisfirði er 26 rúma sjúkra- hús með 6 stöðugildi hjúkrunarfræðinga. Sjúkrahúsið er í nýlegu húsnæði þar sem öll aðstaða til hjúkrunar og ummönunar er mjög góð. Aðalviðfangsefnin eru á sviði öldr- unarhjúkrunar, en einnig er fengist við margskonar medicinsk vandamál, bæði bráð og langvarandi. Næturvaktir hjúkrunarfræð- inga eru í formi bakvakta heima. Hafir þú áhuga á skemmtilegu en oft krefj- andi starfi, hafðu þá samband við Sigrúnu (hjúkrunarforstjóra) í síma 472 1406, sem gefur nánari upplýsingar. Sjúkrahús Seyðisfjarðar Félagsmálastofnun Reykj avíkurborgar Deildarstjóri félags- starfs Deildarstjóri við félagsstarf aldraðra óskast í 100% starf frá 15. september nk. Starfið er fólgið í skipulagningu, umsjón og þátttöku tómstundastarfs fyrir íbúa dvalarheimilisins að Seljahlíð. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu í stjórnun. Umsóknarfrestur er til 2. ágúst og skal skrif- legum umsóknum skilað til forstöðumanns Seljahlíðar, Hjallaseli 55, sem einnig veitir nánari upplýsingar, milli kl. 10 og 11 virka daga. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Seljahlíðar. 1. vélstjóri 1. vélstjóra vantar á rækjufrystiskip. Vélarstærð 1800 hestöfl. Skipið stundar nú veiðar á Flæmska hatti. Upplýsingar í síma 452 2690. Skagstrendingur hf. Framtíðarstarf Sérhæft þjónustufyrirtæki óskar að ráða starfsmenn til slökkvitækjaþjónustu. Um er að ræða fjölbreytt starf sem krefst nákvæmra vinnubragða. Leitað er eftir hraustum starfsmönnum, sem eru handlagnir, stundvísir og með bílpróf. Umsóknir, ásamt upplýsingum um fyrri störf og hugsanlega meðmælendur, sendist af- greiðslu Mbl. fyrir 27. júlí nk., merktar: „E - 13589“.- Jarðvinnuverkstjóri Óskum að ráða jarðvinnuverkstjóra, vanan vegagerð, til starfa erlendis. Upplýsingar gefur Teitur Gústafsson á skrif- stofutíma í símum 562 2700 eða 567 4002. ÍSTAK Skúlatúni 4. Halló Reykjavík! Ég er dönsk 19 ára stúlka sem mun sækja eyjuna heim 1. sept. ’96. Ég hef áhuga á starfi - og húsnæði gegn sanngjarnri leigu, hvorutveggja í Reykjavík. Ég tala ekki ís- lensku, en góða ensku og þýsku. Þeir sem geta boðið annaðhvort eða hvortveggja hringi eða skrifi sem fyrst til: Kirstine Christiansen, Jafdalvej 1, 6853 Vej- ers Strand, Danmark, s. 00 45 75 277 309. Hagkaup Kringlunni Ostabúð Óskar eftir starfsfólki í fullt starf og hluta- störf. Æskilegur aldur 25 - 45 ára. Eingöngu er um framtíðarstarf að ræða. Upplýsingar um störfin veitir Linda Wessman á staðnum, mánudaginn 22. júlí. HAGKAUP Skólastjóri Skólastjóri óskast að Sandvíkurskóla, Sel- fossi. Um er að ræða grunnskóla með rúm- lega 300 nemendur á aldrinum 6 til 14 ára. Sérdeild Suðurlands með 10 nemendur er rekin í tengslum við skólann. Áhugasamir fá nánari upplýsingar hjá for- manni skólanefndar, Ingunni Guðmundsdótt- ur, í síma 482 1378, og varaformanni, Sigríði Matthíasdóttur, í síma 482 2409. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og starfsferil, skulu sendar Bæjarskrifstofum Selfoss, merktar: Skólanefnd, Austurvegi 10, Selfossi. Áður auglýstur umsóknarfrestur framlengist til 26. júlí nk. Skólanefnd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.