Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Sigurður Ólafsson er þekktur húmoristi og fundvís á skoplegar hliðar mannlífsins. Hann er hrókur alls fagnaðar á góðri stundu og þær hafa verið marg- ar í lífi Sigurðar. Hann hefur einnig átt sínar erfiðu stundir. Fyrir rúmum tveim árum greindist hann með al- varlegan sjúkdóm og var við dauðans dyr. Læknavísindin höfðu varla lengur nein ráð.. Yfirvofandi ósigri var snúið í sigur. í viðtali við Ólaf Ormsson ræðir Sigurður m.a. um þá reynslu sína. Morgunblaðið/Ásdís SIGURÐUR Ólafsson, fyrr- verandi bifreiðastjóri verð- ur sextíu og sjö ára síðar á þessu ári. Hann er með- almaður á hæð, þéttvaxinn, herða- breiður, stæltur, og þó að greina megi í fari hans að hann hefur geng- ið í gegnum erfitt tímabil og mikla lífsreynslu þá er ávallt stutt í bros- ið. Hann kom til dyra þegar ég hringdi dyrabjöilu á heimili hans og var í ljósum sumarbol og ljósgráum sparibuxum, frísklegur og greini- lega í góðu formi og lítur ekki út fyrir að vera kominn hátt á sjötugs- aldurinn. Það er ómögulegt að ímynda sér Sigurð mikið eldri en fimmtíu og fimm ára. Þegar ég hafði orð á því'hvað hann væri ung- legur, brosti hann og gerði að gamni sínu og bauð mér að ganga til stofu. - Ég verð löggilt gamalmenni síðar á þessu ári, sextíu og sjö ára og ætla mér að lifa langt fram á næstu öld, sagði hann og hló. Sigurður býr í glæsilegri tveggja herbergja^ íbúð ofarlega í Hraun- bænum. íbúðin ber þess merki að hann er snyrtimenni og hann ieggur greinlega áherslu á að hafa í kring- um sig persónulega muni, nýleg og glæsileg húsgögn. í forstofugangi í íbúðinni eru gamlar myndir frá þeim árum þegar Sigurður er að alast upp í Reykjavík. í stofu er parket á gólfi, svartur leðurhomsófi, glæsi- legt sjónvarpstæki og nýleg hljóm- flutningstæki. Þar eru einnig mynd- ir af skyldfólki og ýmsum kunningj- um og vinum frá liðnum árum og þar er áberandi málverk af Bræðra- parti, æskuheimili Sigurðar í Laug- ardal. Sigurður bar fram veitingar, smurt brauð með áleggi, tertur og pepsi og rótsterkt kaffí. Hver dagur er honum guðs gjöf og hann nýtur lífsins. Þannig hefur það ekki alltaf verið. Hann hefur fengið sinn skamt af mótlæti og herðist við hveija raun. Hann hefur mikið baráttuþrek og þegár mest á reynir er kjarkur- inn mestur og baráttuviljinn ein- stakur. Að því ieyti eru þeir iíkir féðgarnir Ólafur Einarsson og Sig- urður sonur hans. Sigurður setti spólu í myndbands- tækið, kveikti á sjónvarpinu og skyndilega birtist á sjónvarpsskerm- inum gamli sjarmörinn, kvennagull- ið og glaumgosinn, Frank Sinatra með hljómsveit Count Basie og söng New York, New York. Frank Sin- atra, Ella og Louis Amstrong eru uppáhaldssöngvarar Sigurðar. Sigurður Ólafsson á góðar minn- ingar frá æskuárunum þrátt fyrir ýmis konar mótlæti og móðurmissi þegar hann var barn að aldri. Á meðan Frank Sinatra söng My Way á myndbandinu leit Sigurður yfir Heimavinnandi húsmóðir farinn veg á lífsgöngunni. Hann skar tvo stóra bita af ijómatertunni og setti á sitthvora skálina og svo var hellt í bolla og hann bað mig að gjöra svo vel að þiggja veitingar. „Eg er fæddur í Reykjavík 5. september 1929 og er alinn upp á Laugarmýrarbletti 7 í Laugardal. Laugarmýrarblettur var við Engja- veg sem er í dag þar sem húsdýra- garðurinn er staðsettur. Þar er ég til 1942 hjá föður mínum Ólafi G Einarssyni, sjómanni, vörubifreið- arstjóra og síðar leigubifreiðar- stjóra, bróður Gunnars Einarssonar, forstjóra Isafoldar og stjúpmóður minni, Guðrúnu Halldórsdóttur. Móður mína Magdalenu Margréti Benediktsdóttur missti ég þegar ég var níu mánaða.“ Og þú ólst upp í stórum systkina- hópi? „Já. Við erum sjö bræðumir og fimm systur. Þar af eru þijár hálf- systur sem pabbi átti með stúpmóð- ur minni. Hún var yndæl manneskja og góð við mig og leit á mig sem son sinn og öll börnin voru hennar böm. Þegar ég man eftir mér var pabbi með kýr og hænsni fyrir heim- ilið. Þetta var auðvitað ógleyman- legur tími þegar ég var að alast upp þarna í Laugardalnum. Þarna iék maður sér úti við í ýmis konar leikj- um. Þetta var dæmigert íslenskt sveitaumhverfi. Ég var fimm ára þegar ég lærði að synda hjá Ólafi Pálssyni, bróður Erlings Pálssonar, fyrrum yfiriög- regluþjóns og varð fljótt syndur. Það var í gömiu sundlaugunum í Laug- ardai og að þeirri kunnáttu býr maður að einhvetju leyti enn. Ég ólst upp í Reykjavík á ámm heimskreppunnar miklu á ljórða áratug aldarinnar þegar atvinnu- leysi og skortur gerði vart við sig og miklir erfíðleikar voru hjá verka- fólki. Heima hjá okkur vantaði aldr- ei neitt og það var alltaf nóg að bíta og brenna. Pabbi var einstak- lega duglegur til allrar vinnu og var togarasjómaður til ársins 1928 að hann kom í land og keypti vörubif- reið og stundaði vörubifreiðaakstur fram að 1946. Þá lenti hann í óhappi og vörubifreiðin var lengi ekki gang- fær. Hann keypti leigubifreið og byijaði síðan að keyra á Litlu bíla- stöðinrti." Ekki er það ósennilegt og má reyndar telja víst að atvinna Ólafs G. Einarssonar ráði þar mestu um að sonurinn, rétt nýlega orðinn ell- efu ára, fer að aka hestakerru um götur Reykjavíkur. „Já, ég var ellefu ára þegar ég var kominn í launaða vinnu. Eg hef líklega verið lágvaxinn og frakkur og tók ekki út minn vöxt fyrr en um fermingu. Já, þannig var að Magnea, kona Ara gamla hjá Kol og salt, spurði pabba hvort hún gæti ekki fengið strákinn til að sendast með mjólk í bæinn yfir sum- artímann. Jú, jú, hann taidi að það væri ekki mikið mál. Þá var uppeld- issonur hennar, Gunnar Júlíusson á Laugarbóli heima við slátt og hey- skap. Þetta var eins og sveit þarna við gömlu þvottalaugarnar. Ég ók hestakerrunni nokkur sum- ur og fór með mjólk í heimahús frá Laugarbóli í Laugardalnum og í bæinn. Ég fór klukkan tíu á morgnnana og var kominn aftur uppúr klukkan tvö síðdegis. Ég var ekki á tímakaupi, það var gert upp eftir sumarið og ég þurfti ekkert að kvarta. Þetta var gott og heiðarlegt fólk. Akstursleiðin var Þvottalauga- vegurinn og Suðurlandsbrautin. Þetta var í byijun stríðsins og kan- amir vora komnir til landsins og hentu stundum eplum og appels- ínum til mín. Síðan fór ég að vinna í bæjarvinn- unni hjá Sigurbergi Elíassyni. Ég vann svo hjá Eimskip þegar ég tók bílpróf 1948 en ekki við akstur held- ur við losun og lestun skipa við höfnina og var þar í tvö ár að ég réði mig í vinnu hjá Áburðarverk- smiðjunni og vann þar til ársins 1955. Á þessum áram og síðar reyndar tók ég virkan þátt í verka- Hjá okkur vantaði aldrei neitt lýðsbaráttunni og var um tíma í stjórn Dagsbrúnar og í trúnaðar- mannaráði félagsins". Vinna á Keflavíkurflugvelli Síminn hringdi á meðan á viðtal- inu stóð. Það þurfa ýmsir að ná tali af Sigurði með ýmis konar er- indi þrátt fyrir að hann sé ekki leng- ur í föstu starfi og ekki á vinnu- markaðnum. Lífsgleði og hlátur ein- kenna Sigurð Ólafsson. Fyrrverandi vinnufélagi hans hringdi og að loknu samtalinu sagði Sigurður: „Þetta er sá mesti egóisti sem ég hef þekkt um dagana. Hann elsk- ar sjálfan sig meira en konuna og börnin. Ég skal segja þér það Ólaf- ur, að þó ég sé hér heimavinnandi húsmóðir í dag eins og ég kalla það þá er síminn rauðglóandi. Það þurfa nefnilega margir á andlegri næringu að halda á þessum grafalvarlegu tímum þegar ijölmiðlar landsins koma helst aldrei auga á húmorinn. Ég er hamingjusamur maður þrátt fyrir allt og á tvö hjónabönd að baki. Ég á tvo stráka og þtjár stelpur og er hreykinn af þeim og sérstaklega hepp- inn með þau öll þrátt fyrir hvernig ég hef lifað oft á tíðum. Ekki var það nú ““”“ beinlínis til fyrirmyndar. Árið 1955 byija ég að virina suður á Keflavíkurflugvelli hjá íslenskum aðalverktökum á þungavinnuvélum, jarðýtum, vegheflum, krönum og ýmiss konar tækjum. Ég var við efnistöku í Stapafelli og síðan að vinna við að slétta úr efni við blokk- ir, flugbrautir og húsgrunna. Þetta var á þeim árum þegar miklar fram- kvæmdir áttu sér stað suður á Keflavíkurflugvelli og mikil upp- bygging var á svæðinu. Það var hægt að hafa mikla tekjur en þetta var erfíð vinna. Þarna á Keflavíkur- flugvelli er ég að vinna í tæp tíu ár. Ég kunni vel við mig, átti góða vinnufélaga og líkaði vel við at- vinnurekandannn og þar lærði ég allt í sambandi við vinnuvélar. Við fórum hópur vinnufélaga til Bandaríkjanna árið 1958 á námskeið hjá verksmiðju sem framleiðir vinnuvélar. Tilgangurinn með ferð- inni var að kynnast framleiðslunni og við lærðum að taka í sundur vélar og setja þær saman. Við kom- um til Washington, Milwakee, Ohio og það var tekið vel á móti okkur alls staðar og ferðin var lærdómsrík. Við margs konar vinnu í Reykjavík „Eftir að ég hætti störfum á Keflavíkurflugvelli fór ég að vinna á jarðýtu hér í Reykjavík hjá Bárði Ólafi Pálssyni, fyrrverandi lögreglu- þjóni. Hann var með fyrirtæki sem hét Jarðýtan s/f, og hjá honum var ég í fimm ár að taka húsgrunna og að jafna lóðir. Þaðan fór ég til Ein- ars Ögmundssonar sem lengi var vörubifreiðarstjóri og formaður Landsambands vörubifreiðastjóra. Hann var mikill höfðingi og heiðurs- maður og okkur kom ákaflega vel saman. Hann var með fyrirtækið Ámokstur s/f og á sínum vegum vörubíl, jarðýtu og vélskóflu og ég var á þessum tækjum svona sitt á hvað og við skiptum á milli okkar verkum. Hjá Einari Ogmundssyni var ég til 1978. Síðan seldi hann vélskófluna og ég fór að vinna hjá BM Vallá 1976 og var þar til 1978 að ég keypti vörubifreið og byijaði að keyra á Vörubílastöðinni Þrótti fram að ár- inu 1980 að ég var þá aftur kominn til BM Vallár og var þar mest í keyrslu á steypusandi og steypu- möl. Þaðan á ég góðar minningar um ágæta vinnufélaga og vinnuveit- anda. Ég vann þarna langan vinnu- dag, yfírleitt frá klukkan hálf átta á morgnana til miðnættis. Þetta voru uppgangstímar og tekjur voru mjög góðar fyrir mikla vinnu. En auðvitað var maður ekki alla daga í vinnuþrældómi. Ég var hjá Guðmundi Arasyni í boxi. Ég var nú frekar latur og stefndi ekki að íslandsmeistaratitlinum. Ég hef tek- ið þessari vinnu sem ég hef verið í vegna þess að ég hef ekki nennt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.