Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 1996 B 15 innlandi, Ad Stop em kom með Kon Helgi Felixson. Ljósmyndir: Georg Kristiansen ENRI Hann jarð- aði konuna sína í útieldhúsinu og sefur á eld- húsgólfinu við hliðina á henni. í hálft annað ár frá láti hennar hefur allt verið óhreyft í húsinu, sem hann lán- aði kvikmynda- gerðarfólkinu og vináttan við það reif hann upp úr sorginni. OSKAR Tem- aro, leiðtogi stjórnarand- stöðunnar. Hann gengur fremst í mót- mælagöngu gegn byggingu hótels á „heil- ögu landi". Lög- reglumenn mynda varnar- vegg. áhrifin slæm á fólkið á smáeyjunum, þar á meðal á fólkið sem býr á Para- dísareyju, m.a. sama fólkið sem búið var að mynda á sínum tíma, 1947, 1949 og 1962 og sem kvikmynda- gerðarmennirnir hittu sumt fyrir aftur núna, þar á meðal fyrrnefndan Teto- hu, sem dó fáum dögum eftir að lok- ið var síðustu upptöku. Hann var besti perlukafarinn á svæðinu og gat kafað í 2 mínútur niður á 20 metra dýpi. Lungun í honum voru því orðin þreytt og hann gamall orðinn." Hótel í helgum minjuni Helgi kveðst hafa fengið hug- myndina að því að gera þarna heim- ildarmynd eftir að hann kynntist Bengt Danielsson, sem nú er einn af þekktustu sérfræðingum um eyjar og menningu polynesísku eyjanna og hefur skrifar bækur um það efni, einn og með konu sinni. Helgi fór svo í febrúar í vetur með kvikmynda- lið þarna suður eftir og var þar í sex mánuði við kvikmyndagerð. Og síðan aftur nú í júní til að ljúka við upptök- umar. Fyrri upptökumar voru að mestu um frelsisþrá og baráttu eyja- skeggja og því snertu þeir á viðkvæm- um málum. „Þegar við komum aftur til Raroia í sumar voru Frakkar famir að byggja þarna stór, íburðannikil ferðamanna- hótel, sem er auðvitað að mörgu leyti af hinu góða fyrir suma, en Polynesíu- menn eru of fáir og einkum er stað- arvalið ekki talið heppilegt. Þeir byggja þar sem era fornar helgar minjar, sem við höfðum beint. sjónum okkar að. Þá grafa þeir í helgar minj- ar til að rýma fyrir hótelum. Við vor- um í fyrra skiptið búnir að ná mynd- um af þessu, og í seinna skiptið fórum við inn á svæði þar sem nú var bann- aður aðgangur. Við létum okkur ekki segjast og fóru þar inn, sem varð til þess að við þurftum að fela myndaefn- ið okkar, annars hefðum við misst fílmumar og hljóðið. Yfírgangur Frakka á þessu svæði er yfírgengileg- ur. Þegar lögreglan er farin að elta mann veit maður að maður er á réttri leið í Polynesíu. En við komumst klakklaust úr landi, búnir að ná öllu sem við þurftum. Satt að segja þurftum við að fara inn á þetta svæði á dálítið fölskum forsendum, af því maður verður alltaf og alls staðar að fá leyfi til að kvik- mynda. Við létum sem við ætluðum bara að gera einhveija saklausa mynd, framhaldsmynd af bamaþátt- unum frá 1962,“ segir Helgi. „í seinni ferðinni var fylgst með okkur. Þetta á að heita lýðræðislegt þjóðfélag, en það vantar mikið upp á að svo sé. Þetta er hervæddur staður og mikið eftirlit. Okkur þótti táknrænt að höf- uðstaðurinn, Papete, er á hveijum morgni vakinn upp klukkan sex með lúðrablæstri frá hernum. Það er dálít- ið fyndið, eða öllu heldur dapurlegt.“ Helgi kveðst hafa haft mjög gaman af því hve gífurlegan áhuga fólkið hafði á íslandi, þegar farið var að segja frá. Fann hliðstæðu á þessum tveimur eyjum og þótti merkilegt hvemig hægt hefði verið að byggja upp stjórnkerfi eftir að Danir fóru. Þeir hafa mestar áhyggjur af því hvemig þeir geti byggt upp eigið stjórnkerfi þegar Frakkar fara, ef þeir fara þá einhvern tíma. Hann kveðst ekki hafa trú á öðru en að þeir verði famir fyrir aldamót, svo mikil ólga sé í þjóðfélaginu. Frakkar og Polynesíumenn séu svo gerólíkar þjóðir og eins og veggur á milli. Frakkarnir líta niður á heimamenn. Aldrei hitt annað eins fólk Reyndist þetta fólk svona yndis- legt, eins og af var látið? „Já“, segir Helgi af sannfæringu. „Svona fólk hefí ég aldrei hitt á ævi minni. Það ríkir svo mikil „harmonía" þama. Fólk er svo yfirvegað og ham- ingjusamt. Enn er enginn túrismi á Raroia. Þangað kemur enginn bátur, þar er enginn sími og aðeins eitt sjón- varp, í samkomuhúsi bæjarins, þar sem fólk safnast saman til að hlusta á fréttir klukkan hálf átta. Síðan sitja menn bara og spila á hljóðfærin sín, syngja og dansa. Það er þeirra líf. Þegar við komum var höfnin full af fólki með blómakransa til að taka á móti okkur með söng. Það sem kom okkur á óvart var hve lítið var í kring um þetta, ekkert til að selja okkur, bara ósvikin gestrisni og einskær gleði yfír að fá okkur í heimsókn. Þessi gestrisni hélst allan tímann og við voram kvaddir á sama hátt, með perlum og gjöfum. Okkur til furðu fundum við aftur þessa Paradís, sem maður hélt að heyrði fortíðinni til. Þar sem túrisminn hefur verið byggð- ur upp er þetta allt öðru vísi, þá era móttökur settar á svið. En þama vita þeir ekkert hvað slíkt er. Þetta er svo langt frá allri annarri byggð.“ Það er þá líklega ekki auðvelt að komast á þennan dýrðarstað? „Að komast á staðinn var heilt FÍLAVEIKIN er enn nokkuð al- gengur sjúkdómur í Frönsku Poly- nesíu. Marei, sem enn er lífsglöð þrátt sverari fót en símastaur, segir að þetta sé guðs vilji. ævintýri, því ekki er hlaupið að því. Maður verður að leigja sér flugvél frá Tahiti, fljúga í 3 klukkustundir til nærliggjandi eyjar og fara síðasta spölinn á litlum, opnum bátum. Þetta var um mitt sumar og miklar rigning- ar og monsúnvindar. Að fara á þess- um opnu bátum yfír á Raroia-eyju var engu líkt. Við voram í þriggja metra háum öldum. Þeir bara hlógu, höfðu gaman af þessu, sérstaklega þegar þeir sáu svipinn á okkur. Að vísu var einn mótor á hveijum báti, en þeir kærðu sig kollótta um allan aukabúnað eins og árar eða öryggis- búnað.“ Þama hljóta þó að vera hákarlar eða hvað? „Það eru miklar hákarlaveiðar þama, sem við fílmuðum, bæði í höfn- inni og á hákarlaslóð, þar sem þeim var bókstaflega mokað upp í stríðum straumum." Sýningar á Norðurlöndum Myndin var tekin á upprunalegu tungumálunum, frönsku og polynes- ísku, sem þama eru töluð. Helgi kveðst vera með eina útgáfu fyrir kvikmyndahús, sem er á ensku, auk frummálanna. Síðan er hann með sjónvarpsútgáfu líka, en hún fær bestu dreifíngu. Búið er að tryggja sýningar á Norðurlöndum og þó myndin sé ekki fullbúin kveðst hann hafa fengið fjölda fyrirspuma um hana. „Af því að við höfum staðið vel að kynningarmálum spyrst vel út að við séum að vinna þetta efni, sem greinilega er mikill áhugi á og hefur aukist að undanfömu vegna þess hvernig mál hafa þróast. Canal-plús sjónvaipsstöðin í Frakklandi hefur til dæmis óskað eftir því að fá hana. Og fyrirfram era mörg sjónvörp tengd henni. Allt kynningarefni er á frum- málunum eða á ensku.“ Helgi segir að íslenskur samstarfs- aðili í öllum myndum sem framleiddar eru af þessu fyrirtæki IDÉ FILM sé Sveinn Magnússon hjá ESSEMM auglýsingum á íslandi. Það fyrirtæki sjái um öll kynningarmál bæði hér og erlendis. „Það er ástæðan fyrir því að við stöndum ókkur alveg þokkalega í að koma verkum til skila. Það er mikið lán að hafa slíkt fyrir- tæki í því.“ Verður myndin sýnd hér? „Ég vona það. Eg býð spenntur eftir viðbrögðum Islendinga," segii Helgi Felixson að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.