Morgunblaðið - 24.07.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.07.1996, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ l\V€Olu POI IlI Kl nCl Ólafur Ragnar Crímsson, verbandi forseti íslands, og eiginkona hans, J ■ •iiiimmmmiin; 1:11111 1 miin/ 11111 / mn m1 iiiin : I ircrMusip Skutlaðu skjóðuskömminni fyrir mig upp í Sorpu á leiðinni, Margrét mín... ég er alveg steinhættur að vera kommi... National Geographic Society styrkir rannsókn hér á landi Rannsaka landmotun- aráhrif jökla HJALTI J. Guðmundsson, land- fræðingur í doktorsnámi við Edin- borgarháskóla, og prófessorarnir David Sugden og Andrew Dugmore við sama háskóla hafa hlotið rann- sóknarstyrk upp á tæpar tvær millj- ónir króna frá National Geographic Society. Rannsóknin er þegar hafin og miðast í fyrsta áfanga við að skrá jökulhreyfingar. Síðar verður smíðað tölvulíkan á grundvelli gagna úr rannsókninni. Að sögn Hjalta gengur rannsókn- in út á landmótunarfræði jökla, en það er hans sérgrein. Hreyfingar jökla á nútíma (síðastliðnum 10 þúsund árum) eru kortlagðar og síðan reynt að túlka loftslagsbreyt- ingar út frá jökulhreyfingunum. Þegar jöklar hopa skilja þeir eftir sig jökulgarða sem sýna stærð jök- ulsins bæði í tíma og rúmi. Síðan er hægt að nota stöðu jöklanna í dag og það sem vitað er um veður- far undanfarinna ára sem viðmiðun þegar lesið er í þessar menjar um fyrri stærð jökulsins. Tölvulíkan byggt á gögnunum Hjalti segir að styrkurinn miðist við tvíþætt verkefni. Annars vegar fyrrgreinda kortlagningu jökul- breytinga. Hins vegar verður búið til tölvulíkan byggt á rannsóknar- gögnum. Út frá þessu líkani á að vera hægt að segja hvernig jökull- inn hefur hagað sér við mismun- andi veðurfarsaðstæður, til dæmis hvort hitastig eða úrkoma hafi haft meiri áhrif á stærð jökulsins. „Við þurfum að þekkja hvernig jöklarnir hafa hagað sér til þess að geta sagt eitthvað um framtíðina," sagði Hjalti. „Til dæmis hvað gæti mögulega gerst ef hitastig hækkaði um 2-3 gráður næstu 100 árin vegna gróðurhúsaáhrifa.“ Rannsakaðir verða jöklar þvert yfir landið, því jöklarnir sunnan og norðan heiða haga sér ekki eins, að sögn Hjalta. Skriðjöklar Eyja- fjalla-, Mýrdals- og Öræfajökuls verða rannsakaðir, auk skriðjökla Hofsjökuls og nokkurra lítilla skál- aijökla á Tröllaskaga og líklega einnig Flateyjarskaga. í vetur verða jöklarnir svo þykktarmældir og næsta sumar á að ljúka kortlagn- ingunni. Kettlingur á faraldsfæti Blönduósi. Morgunblaðið. FERÐAMENN sem staddir voru við Esso-skálann á Blönduósi á mánudaginn urðu varir við und- arleg hljóð sem bárust undan vélarhlif eins bílsins sem stansaði fyrir utan skálann. Þegar að var gáð kom í ljós hvítur kettlingur sem mjálmaði ámátlega. Kettlingurinn var bæði svang- ur og þyrstur og í feldi hans voru olíublettir. Eigandi bílsins, sem er Blönduósingur, var þá nýkominn á Blönduós frá Vest- mannaeyjum og leiða menn að því líkur, að kettlingurinn hafi jafnvel tekið sér far með bílnum þaðan, viljað komast í blíðuna fyrir norðan. Hvort sem kettling- urinn hefur komið frá Eyjum eður ei þá kannast enginn við hann á Blönduósi og er hér aug- lýst eftir eiganda hans, en farið var með kettlinginn á lögreglu- stöðina á Blönduósi. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson VALDIMAR Guðmannsson var nýkominn á bíl sínum á Blöndu- ós frá Vestmannaeyjum og flutti með sér laumufarþega, hvítan kettling undir vélarhlífinni. Landfræðileg upplýsingakerfi Tölur og kort í eina sæng Bergljót S. Einarsdóttir LUK, sem nefnist á ensku Geographic In- formation Systems (GIS), er hugbúnaðarkerfí sem vistar og notar stað- bundnar upplýsingar. Lýsa má kerfinu með nokkurri einföldun sem eins konar teiknikerfi með beinteng- ingu við gagnasöfn. Al- mennur notandi á i slíku kerfi að geta á einfaldan hátt unnið t.d. í Windows- umhverfi með tölur og kort samtímis. Sem dæmi má nefna vinnslu með staðtölur frá Hagstofunni um mann- fjölda 0g atvinnuþróun á skýrt afmörkuðu svæði. Þingmenn, sem væru að velta fyrir sér vegaáætlun, gætu t.d. gert sér gleggri grein fyrir því sem þeir eru að samþykkja eða hafna ef þeir hefðu aðgang að gögnum á tölvuskjá með þessum hætti. Bergljót S. Einarsdóttir hyggst í ritgerðinni fjalla um notkun landfræðilegra upplýsingakerfa við svonefnt landskipulagsstig en kveðið er á um slíkt stig í tillögu að nýjum skipulagslögum. Hún segir áð markmið landskipulags- stigs sé að samræma og samhæfa ýmsar geiraáætlanir sem gerðar eru nú á landsvísu í hinum ýmsu stofnunum. Dæmi um siíkt sé vegaáætlun og orkuáætlun, einn- ig megi hugsa sér að gerð verði sérstök áætlun um ferðaþjónustu. Þessar áætlanir megi bera sam- an í LUK og skoða þær jafnframt með tilliti til jarðhita-, jarð- skjálfta- og náttúruverndarsvæða til að reyna að sjá fyrir hugsan- lega árekstra og benda á lausnir. Ekki sé stefnt að einhvers konar hæstarétti í skipulagsmálum. Bergljót segir fjamámið vera samstarf nokkurra háskóla í Evr- ópu, stöðugt bætist skólar við. Námið byggist á skriflegum verk- efnum og hugbúnaðaræfingum. Nemandi fer tvisvar til Hollands til að taka þar þátt í hópvinnu. Hún segir námið nýtast vel fólki með ýmsa sérfræðimenntun er vilji bæta við sig þekkingu á þessum kerfum. „Þeir sem fara, í UNIGIS-nám læra svolítið um gagnasöfn, heilmikið um korta- gerð, framsetningu efnis, hvernig fólk skilur og skynjar kort. Við þurfum að vita hvaða áhrif röng notkun texta og lita á korti hefur á túlkun notandans, þurfum líka að læra að takmarka upplýsingar. Við lærum að sjálfsögðu um tæknilega þætti kerfanna, nauð- synlegt er að kunna eitthvað í forritun en við eigum ekki síst að vera tengil- iður milli kerfísstjóra og notenda. Tekið er á stjómun- arlegum þáttum í nám- inu. Það sem hefur staðið þróun LUK fyrir þrifum er að kerfin hafa verið mjög flókin og þurft hefur sérþjálfað starfslið til að geta notað þau. Það hefur því verið erfitt að tengja þau almennu starfi á stofnunum. Tæknilegi þátturinn hefur oft verið of fyrir- ferðarmikill en nú em kerfin að verða einfaldari.“ Kerfi af þessu tagi eru að sögn Bergljótar notuð erlendis við hina ólíklegustu hluti. í Bandaríkjun- um var safnað gögnum um at- hafnasvæði marðartegundar í út- rýmingarhættu til að geta skipu- lagt landnotkun með tilliti til dýr- anna; unnið var úr gögnunum ► BERGLJÓT S. Einarsdóttir er arkitekt, fædd 1956 og á 13 ára gamla tvíbura. Hún starfar hjá Skipulagi ríkisins þar sem hún vinnur að upp- byggingu og mótun landfræði- legra upplýsingakerfa (LUK) á stofnuninni. Bergljót lauk námi við arkitektadeild Tækni- háskólans í Þrándheimi árið 1982. Hún hefur unnið hjá Skipulaginu frá 1991 og lýkur í sumar tveggja ára námi í landfræðilegum upplýsinga- kerfum sem hún hefur stundað með aðstoð fjarkennslu- menntanetsins UNIGIS við Fijálsa háskólann í Amster- dam. Tekur þá við ritgerð til meistaragráðu við sama skóla. með landfræðilegu upplýsinga- kerfi. Lögregluyfirvöld nota LUK til að fylgjast með þróun afbrota- tíðni í borgarhverfum, hraðinn á úrvinnslunni er mikill og hægt er að beita liðsaflanum á markviss- ari hátt en áður. Einnig segir Bergljót að LUK sé oft kynnt sem verkfæri til markaðsrannsókna í tölvutímaritum. Víða er unnið að uppbyggingu LUK í stofnunum hérlendis og segir Bergljót miklu skipta að reynt sé frá upphafi að sarrihæfa kerfi og gögn. Þannig sé hægt að tryggja samnýtingu og draga úr tvíverknaði. „Hjá Landmælingum íslands hefur verið unnið að því undanfar- in ár að koma upp nýju lands- hnitakerfi fyrir allt landið og þeg- ar því er lokið ætti að verða auð- veldara að samnýta gögn kerfa t.d. á Raufarhöfn og í Reykjavík. Það sem bráðvantar núna eru stafræn, staðfærð og lagskipt kort fyrir allt landið til að nota við tölvu- vinnslu á gögnum í LUK og almennt við skipulags- vinnu. Það eru til slík kort í mælikvarðanum 1:500.000 en þau duga ekki til að nota við svæðisskipulag eða aðalskipulag, til þess þarf mælikvarðann 1:50.000 sem er í vinnslu." Bergljót segir að landfræðileg upplýsingakerfi af ýmsu tagi hafi verið notuð hér um nokkurt skeið, nefnir sem dæmi um nýja notkun Neyðarlínuna og Ferðavakann. Almannavamir noti sitt eigið kerfi og í Reykjavík sé unnið markvisst að því að byggja upp samræmd og gagnvirk upplýsingakerfi fyrir borgina, flestar stofnanir hennar eigi aðild að því starfi. Tengiliður kerfisstjóra og notenda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.