Morgunblaðið - 24.07.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.07.1996, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C/D/E *vguiifcl*toife STOFNAÐ 1913 166. TBL. 84. ARG. MIÐVIKUDAGUR 24. JULI1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Búrma og kjarnorkutilraunabann efst á baugi hjá Samtökum ríkja SA-Asíu Herforingjastjórnin kveðst ekki ætla að sitja til eilífðar Djakarta. Reuter. UTANRÍKISRÁÐHERRAR frá 20 ríkjum og Evrópusambandinu ræddu Búrma og kjarnorkumál á fundi svokallaðs Svæðisvettvangs samtaka ríkja Suðaustur-Asíu (ARF eða ASEAN Regional For- um) í Djakarta í gær. Fulltrúi Burma kvað herforingjastjórn landsins ekki ætla að sitja til eilífð- ar, en lét ósagt hvenær hún hygð- ist fara frá. Warren Christopher, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna og Jevg- ení Prímakov, utanríkisráðherra Rússlands, tilkynntu eftir viðræð- ur, sem áttu sér stað fyrir utan Svæðisvettvang ASEAN að þeir hefðu samþykkt að styðja mála- miðlunarsamkomulag um kjarn- orkutilraunabann og kváðust vona að það yrði samþykkt í Genf í næstu viku. Hart lagt að Indverjum Á fundinum var lagt hart að Ind- verium að undirrita tilraunabannið. Indverjar hafa krafist þess að tíma- setning afvopnunar verði ákveðin áður en tilraunabann tekur gildi. I.K. Gujral, utanríkisráðherra Ind- lands, sagði að málamiðlunarsam- komulag Bandaríkjamanna og Rússa breytti engu um afstöðu Ind- verja. Samkvæmt málamiðluninni þurfa 61 þjóð, þar á meðal Indverj- ar, að hafa undirritað bannið til þess að það taki gildi. Christopher hafði áður varað starfsbræður sína við því á Svæðis- vettvanginum að blóðbað væri yfir- vofandi í Búrma ef ráðamenn þar neituðu að endurskoða afstöðu sína til lýðræðissamtaka Aung San Suu Kyi, friðarverðlaunahafa Nóbels. Búrma og Indland fengu inn- göngu í ARF í gær og um helgina fékk Búrma áheyrnaraðild að ASE- AN. Stj'órnarskrárgerð borið við Á ráðstefnunni fullvissaði Ohn Gyaw, utanríkisráðherra Búrma, viðstadda um það að herforingja- stjórn Búrma hygðist víkja eftir að hafa haft umsjón með gerð nýrrar stjórnarskrár, þar sem gera ætti ráð fyrir forseta og tveggja deilda þingi. Samkvæmt heimildum Reuter- fréttastofunnar mótmælti því eng- inn að Búrma fengi að sitja ráð- stefnuna, þótt óánægjukurr hafi heyrst áður en hún hófst. „Lýðræði er markmið, en ekki skilyrði fyrir aðild," sagði Ali Alat- as, utanríkisráðherra Indónesíu, á blaðamannafundi eftir viðræðurnar í gær. Hann varði þá stefnu að eiga skipti við Búrma og sagði að það myndi ekki hafa tilætluð áhrif að einangra landið eða koma ráða- mönnum þess „í vandræði" með opinberum ásökunum. ¦ Efasemdirumaðild/14 ETA-leið- togi hand- tekinn Pau í S-Frakklandi. Reuter. EINN af þremur æðstu mönn- um í hryðjuverkasamtökum að- skilnaðarsinnaðra Baska, ETA, gekk í gær í greipar franskra lögreglumanna. Handtakan var árangur samvinnu frönsku og spænsku lögreglunnar. Julian Achurre Egurola, þekktur sem „Pototo", myndaði ásamt tveimur öðrum fram- kvæmdaráð ETA og var yfir vopna- og birgðaskipulagi sam- takanna. Á handtökustaðnum, sveitabæ í S-Frakklandi, fund- ust miklar vopnabirgðir auk raf- einda-heimilisfangabóka og inn- siglis ETA. Síðar i gær handtók franska lögreglan fímm menn á hóteli í úthverfi Parísar, sem grunaðir eru um aðild að ETA. Einn þeirra var talinn „sérstaklega virkur og hættulegur". Búrúndí Þúsundir hútúa fluttir nauðugir Bujumbura,Genf,Bugendana.Reuter. HER Búrúndí hélt áfram af auknum ákafa í gær að flytja hútú-menn, flóttafólk frá nágrannaríkinu Rú- anda, nauðuga aftur yfir landamær- in. Ráðherra í ríkisstjórn Búrúndí lýsti því yfir í gær, að ákveðið hefði verið að flytja á einni viku 85.000 flóttamenn sem dvalið hafa í flótta- mannabúðum í Norður-Búrúndí aftur til heimalandsins. Flóttamennirnir óttast þó fátt annað meira, þar sem þeir eru hræddir um að tútsíar í Rúanda, sem hafa tögl og hagldir í stjórnkerfi og her landsins, láti hefndarvilja fyrir þjóðarmorðið frá 1994 bitna á öllum hútúum. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna hvatti stjórnvöld bæði í Búrúndí og Rúanda eindregið til að hætta nauðungarflutningum flótta- mannanna, þeir væru alvarlegt brot á mannréttindum. 1 gærkvöldi féllst Búrúndístjórn loks á að gera hlé á flutningunum, en þá höfðu samtals um 15.000 flóttamenn verið fluttir yfir landamærin frá síðasta föstu- degi. Forsetinn grýttur Útför fórnarlamba morðárásar- innar, sem gerð var á flóttamanna- búðir tútsí-manna í Bugendana í Mið-Búrúndí um helgina, fór fram í gær. Forseti Búrúndí, Sylvestre Ntibantunganya, varð frá að hverfa er hann reyndi að vera viðstaddur útförina. Æstur múgur tútsí-manna lét grjóti, leir og öðru lauslegu rigna yfir forsetann, sem er af hútú-ætt- bálki, og föruneyti hans er hann hafði stigið út úr þyrlu sem flutti hann á staðinn. Forsetinn neyddist til að forða sér. ísraelskur ráðherra hittir Arafat Komist að sam- komulagi um nánari samskipti Reuter VEGFARENDUR um strönd Long Island ganga hjá litlum minn- isvarða um fórnarlömb flugslyssins, sem varð 230 manns að bana. Efnaleifar á flakinu Washington. Reuter. LEON Panetta, skrifstofustjóri Hvíta hússins, greindi frá því í gær að leifar af efnum hefðu fundist á flaki þotu flugfélagsins TWA er fórst skömmu eftir flugtak frá New York í síðustu viku. Panetta sagði að verið væri að greina þessi efni nánar á rann- sóknarstofu alríkislögreglunnar FBI og að niðurstöður myndu liggja fyrir innan skamms. Rannsóknarmenn hafa leitað að efnaleifum er gætu gefið til kynna að sprengja eða flugskeyti hafi grandað vélinni. Aðspurður um líkurnar á þvi að hryðjuverka- menn hefðu verið að verki sagði Panetta: „ Vandinn er að áður en greiningin liggur fyrir er erfitt að komast að þeirri niðurstöðu." Annar talsmaður vildi draga úr vangaveltum um að sprengja hefði grandað þotunni. Kafarar sögðust í gær hafa fundið hluta úr þotunni á hafsbotni þar sem væri að finna lík 60-100 fórnarlamba til viðbótar. ¦ Sjóherinn sendir/15 Beit Hanoun, Gazaströndinni. Reuter. YASSER ARAFAT, forseti sjálf- stjórnar Palestínumanna, og David Levy, utanríkisráðherra ísraels, greindu frá því í gær að þeir hefðu komist að samkomulagi um frekari samskipti ísraela og Palestínu- manna í því augnamiði að halda áfram friðarumleitunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Levy kom í gær til fundar við Arafat á Gaza og var það í fyrsta sinn sem ráðherra í ríkisstjórn Benj- amins Netanyahus, nýkjörins for- sætisráðherra ísraels, hitti Palest- ínuleiðtogann að máli. Fundurinn stóð í rúmlega hálfa aðra klukkustund og að honum loknum áttu Arafat og Levy fund með fréttamönnum, þar sem þeir tókust í hendur og brostu fyrir myndavélarnar. Hvorugur gaf til kynna að þáttaskil hefðu orðið á fundinum, en þeir voru sammála um að hann hefði verið mikilvægur. „Við höfum afráðið að þessum samskiptum verði haldið áfram á öllum stigum svo að við getum hald- ið friðarumleitunum áfram á öllum stigum," sagði Arafat við frétta- menn. Hann kvaðst hafa beðið fyr- ir skilaboð til Netanyahus. „Við ákváðum að koma föstu formi á samskipti okkar og skapa viðeigandi ramma til þess að grann- skoða málefnin og þoka þeim áfram," sagði Levy að fundinum loknum. Friðarviðræður milli ísraela og Palestínumanna hafa legið niðri frá því Netanyahu var kjörinn forsætis- ráðherra 29. maí. Netanyahu hefur lýst sig andvígan því að ísraelar láti af hendi land í skiptum fyrir Reuter DAVID LEVY, utanríkisráð- herra ísraels, og Yasser Ara- fat, leiðtogi Paiestínumanna, takast í hendur að loknum fundi með fréttamönnum á Gaza í gær. frið við nágrannalönd sín. Hefur þessi stefna forsætisráðherrans valdið hörðum viðbrögðum araba- leiðtoga. Arafat bjartsýnn Arafat var spurður hvenær hann vænti þess að ísraelsmenn létu verða af því að kalla herlið sitt frá borginni Hebron á Vesturbakkan- um og hvenær þeir myndu standa við skuldbindingar sínar samkvæmt bráðabirgðasamkomulagi þeirra við Palestínumenn. „Innan skamms," svaraði Arafat. Háttsettur, palestínskur embætt- ismaður tjáði fréttastofu Reuters að Levy hefði samþykkt að gera tillögu um hvenær ráðgjafanefnd kæmi saman, en hún átti síðast fund fyrir fímm mánuðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.