Morgunblaðið - 24.07.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.07.1996, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ BREF HL BLAÐSINS Dýraglens Tommi og Jenni Ferdinand Smáfólk jysjojiúuMÁ, [jJjL QAkjuL/ftölL Jb MtácLjeJticoþtify, Q^armnsAUALuctr. njc. | m UJjLJuxtLthúis c^mþ-UJíJkcuK iö aHsmþÍM' jyuUp fomU/. TELL HIM HOU) THE FRENCH T0A5T 15 THE UJR0N6 THICKNE55.. Kæri Kalli, hvar Við báðum þig um að leigja Við hötum þessar varstu? þyrlu og koma og bjarga sumarbúðir - Við okkur. verðum að sofa í hundatjöldum. Segðu honum hvernig rista- brauðið er of þykkt... Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Hvað skyldi þeim eiginlega vera kennt í þessum skólum? Frá Gregory Aikins: DÓTTIR mín var að læra mann- kynssögu í skólanum. í kennsluefn- inu virtist vera lögð mikil áhersla á þróunarkenningu Darwins sem útskýringu á uppruna mannkyns- ins. Hún spurði: „Pabbi, hvers vegna er okkur kennt í kristinfræði að Guð hafi skapað okkur, en nú er okkur sagt að við séum komin af öpum?“ Góð spurning. Mér finnst persónulega að menntakerfið eigi að horfast í augu við það að það er margt sem er vísindalega sannað sem styður ekki þróunarkenningu Darwins, heldur sköpunarsögu Biblíunnar. I þessu samhengi langar mig til að vitna í grein sem birtist í Morg- unblaðinu, 25. okt 1992 eftir Guð- jón Braga Benediktsson og hét Darwin eða Drottinn. „Árið 1953 uppgötvuðu James Watson og Francis Crick byggingu erfðaefnis- ins DNA. Ein DNA sameind ein- faldrar frumu geymir 4 milljarða minnisatriða um erfðaeiginleika frumunnar. Til þess að bera saman erfðaefni manns og apa í grófum dráttum þarf tölvu sem er öflugri en tíu milljarðar bæta. Ef taka á allar samtengingar með í reikning- inn þyrfti tölvu sem væri öflugri en allar tölvur jarðarinnar saman- lagðar nú og um fyrirsjáanlega framtíð. Uppgötvun DNA hefur því orðið til þess að veikja þróunarkenning- una, því líkurnar á því að eitt prót- ín raðist saman fyrir tilviljun eru svo litlar að þær eru nánast engar, hvað þá að heil fruma með hinni ótrúlega flóknu „tölvustýrðu DNA verksmiðju", efnahvötum, deili- tækni o.fl., gera það og lifni síðan við. Enda eru margir vísindamenn andsnúnir þessari kenningu um sjálfskviknun lífsins og telja hana út í hött.“ Bo Giertz skrifaði: „Önnur frum- regla hitaaflsfræðinnar kennir okk- ur reyndar, að jöfnuður sé með öll- um náttúruöflum, að þau leiti jafn- vægis. Þau geta ekki skipulagt, ekki gert greinarmun, ekki raðað á skipulegan hátt. Ef húsgrunnur fínnst meðal bjarkanna, þá er aug- ljóst, að hann hlýtur að vera gerður af hugsandi verum, sem höfðu ákveðinn tilgang í huga.“ (Er Guð til?, KSF, 1975) Eg útskýrði fyrir dóttur minni að margir vísindamenn eins og Mic- hael Denton hafí ekki stutt þróunar- kenningu Darwins. Denton, sem er þekktur ástralskur læknir og líf- fræðingur, en er ekki kristinn hefur skrifað bók sem heitir: Evolution: A theory in Crisis (Adler og Adler, 1985). Hann sýnir fram á það að steingervingarnir t.d. hafa ekki sannað þessa kenningu og kallar þetta „best geymda leyndarmál nútímavísinda". Þessi staðreynd sem og DNA rannsóknir benda á það að þróunarkenningin eins og henni hefur verið haldið fram, sé ekki alveg rökkrétt. „En pabbi," spurði hún, „af hveiju halda kennarar okkar áfram að kenna þróunarkenningu eins og hún væri staðreynd?" Góð spurning. Við skulum ekki gleyma þvi sem okkur var kennt í kristinfræði bara vegna þess að fallega litaðar bækur segja okkur að við eigum forföður sem er sameiginlegur þeim sem apar eiga. Það eru til góð rök fyrir því að trúa því bókstaflega að Guð hafi skapað manninn. GREGORY AIKINS, Skipasundi 20, Reykjavík. Sæðisgjafar og fyrirvinnur Frá Guðrúnu Sverrisdóttur: NÝLEGA birtust í sjónvarpinu aug- lýsingar er sýndu viðbrögð föður gagnvart nýfæddu barni sínu. Sú sýn sem þarna birtist, vakti í huga mér hrifn- ingu og vonar- neista um að hugarfarsbreyt- ing í jafnréttis- málum sé hafin, konum, körlum og ekki síst börn- pm þessa lands til hagsbóta. Fagna ber þessu framtaki sjálf- stæðra kvenna sem að þessari birt- ingu stóðu (samkvæmt grein í Mbl. 6. júlí) því þjóðfélag okkar er gegn- sýrt af mannskemmandi viðhorfum I forsjár- og mannréttindamálum. Barn er getið af tveimur aðilum, þ.e. karli og konu. Samkvæmt lög- um eru báðir þessir einstaklingar jafn ábyrgir fyrir lífi og uppeldi bamsins. Þó að líkamlegar ástæður varni karlmönnum þess að ganga með barn, er getnaður, meðganga og fæðing einstök upplifun fyrir karlmenn, ekki síður en konur. Sama má segja þegar barnið er fætt. Karlmenn finna til ástar og ábyrgðar gagnvart barni sínu ekki síður en konur. Samkvæmt niðurstöðum um lykt- ir forsjármála frá dómsmálaráðu- neyti mætti ætla að karlmenn séu ekki hæfír til ábyrgðar á börnum sínum ef til forsjárdeilu kemur (samkvæmt grein er birtist í Degi 11. júlí) í 94 tilfellum af 100 forsjár- deilum er móður dæmd forsjá_bams frá embættum sýslumanns. Þetta eru ógvænlegar tölur ef litið er á þessar niðurstöður á jafnréttis- grundvelli. Eru virkilega eingöngu 6 af hveijum 100 karlmönnum er óska eftir forsjá barna sinna hæfara foreldrið? Þarna er misrétti í sinni verstu mynd. Ef karlar fá ekki að axla ábyrgð á uppeldi og þroska barna sinna, þá skilja þeir heldur ekki né vilja jafnrétti á öðrum sviðum þjóð- félagsins. Það er einnig mannrétt- indabrot á barni ef því er synjað umgengni við föður eða móður svo fremi að þau séu bæði foreldrahlut- verki sínu vaxin. Skilaboðin til karlmanna sem leita eftir forsjá barna sinna eru skýr í dag. Þið eruð sæðisgjafar og fyrirvinnur og ekki til annars nýtir. Getum við horft bjartsýn til framtíð- ar ef" börnin okkar alast upp við þessar staðreyndir? Ábyrgðin er okkar allra og afleiðingamar einnig. GUÐRÚN SVERRISDÓTTIR, Stakkhömmm 10, 112 Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.